Morgunblaðið - 27.06.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967.
5
Athugasemd frá
landsprófsnefnd
LANDSPRÓFSNEFND hafa bor-
izt nokkur bréf um landspróf
miðskóla 1967. Tvö þessara bréfa
hafa nokkra sérstöðu og er af
þeim sökum svarað hér. Fjalla
bréfin bæði um landspróf í
dönsku:
1. Bréfi frá Oddi A. Sigur-
jónssyni, skólastjóra Gagnfræða-
skólans í Kópavogi, og Óskari
Magnússyni, skólastjóra Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, dagsett
24. maí s.l.
2. Bréf frá Ólafi H. Einars-
syni, kennara við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, dagsett 12.
júní s.l.
Einstakar athugasemdir, sem
fram koma í þessum bréfum,
svo og ýmsum tilskrifum öðrum,
sem landsprófsnefnd eða lands-
prófsnefndarmenn hafa fengið í
vor sem jafnan áður, fjalla um
ýmis sjónarmiðsatriði varðandi
form og efni prófsins og prófa
yfirleitt. Slíkar athugasemdir
eru landsprófsnefnd gagnlegar
og verða skoðaðar sem slíkar,
enda eru próf og prófgerðir jafn-
an vandasamt íhugunarefni þeim,
er semja þau og bera ábyrgð á
þeim, og er því vissulega akkur
að fá fram ýmis sjónarmið.
Þessar athugasemdir verða
ekki teknar til umræðu hér,
heldur ásakanir bréfritaranna
um meint misferli og misnotk-
un aðstöðu af hálfu nefndar-
manns Ágústs Sigurðssonar í
starfi. Þar sem þessar ásakan-
ir verða að teljast ærumeiðandi
fyrir viðkomandi nefndarmann,
og málið hefur auk þess verið
gert að blaðamáli af aðilum útan
nefndarinnar, telur landsprófs-
nefnd sig neydda til að svara á
opinberum vettvangi.
Ásakanir þeirra Odds A. Sig-
urjónssonar, Óskars Magnússon-
ar og Ólafs H. Einarssonar eru
ferns konar:
1. Ó.H.E. telur, að síðari ólesni
þýðingarkaflinn á prófinu sé
tekinn úr bók Ágústs Sigurðs-
sonar.
2. Ó.H.E. telur það brot á
hlutleysisskyldu, að öllum nem-
endum skuli gert að stafa þrjú
orð með dönskum bókstafaheit-
um, þar sem þetta atriði sé ekki
tekið fyrir í málfræði og hljóð-
fræði Haralds Magnússonar og
Eriks Sönderholms.
3. Ó.H.E. telur verkefnið í
heild hlutdrægt þeim nemend-
um í vil, sem lesið hafa bækur
A.S.
4. O.A.S. og Ó.M. telja, að
hlutdrægni sé beitt við val texta
í ólesinni þýðingu, þeim nem-
endum í óhag, sem lesið hafa
bækur Haralds Magnússonar og
Eriks Sönderholms.
Skal nú svarað ásökunum
þessum:
1. Síðari ólesni þýðingarkafl-
inn er ekki tekinn úr bókum
Ágústs Sigurðssonar, heldur úr
ferðamannabæklingi um fsland,
sem Ferðaskrifstofa ríkisins hef-
ur gefið út. Ólafur H. Einarsson
gekk raunar úr skugga um þetta
sjálfur, skömmu eftir að hann
ritaði bréf sitt, og tók aftur
hina alvarlegu ásökun sína.
2. f „Námsefni til landsprófs
1967,“ sem landsprófsnefnd gaf
út s.l. ‘haust, en þar er um að
ræða þá námsskrá, sem kennsla
undir landspróf og prófverkefni
skulu miðuð við, segir svo á 4.
síðu, þar sem ræðir um náms-
efni þeirra, sem hafa lesið bæk-
ur Haralds Magnússonar og
Eriks Sönderholms: „Ný kennslu
bók í dönsku III eftir Harald
Magnússon og Erik Sönderholm
(...) og öll málfræðin í Dönsk
málfræði og stílaverkefni II eftir
sömu höfunda, ásamt Ágripi af
hljóðfræði bls. 9—14 í Ný
kennslubók í dönsku I, 1958, eft-
ir sömu höfunda. Einnig kunni
nemendur hin dönsku heiti bók-
stafanna." Af þessum fyrirmæl-
um verður fyllilega ljóst, að við
spumingu um dönsk bókstafs-
heiti megi búast á prófi. Þar sem
telja verður alla dönskukennara
til landprófs fullfæra um að
kenna þetta atriði án sérstakrar
kennslubókar, og atriðið er auk
þess skýrlega tekið fram í fyrir-
mælum um námsefni, verður að
telja, að ásökun Ó.H.E. á hendur
nefndarmanninum sé á engum
rökom reist.
3. Farið hafa fram ýmsir út-
reikningar á þeim landsprófs-
einkunum, sem tilbúnar voru
hinn 15. júní s.l., þ. e. einkunn-
um fyrir Reykjavík, Kópavog og
Hafnarfjörð. A þessu svæði
reyndist meðaltal allra aðal-
einkunna vera 6,42, en meðal-
einkunn hverrar námsgreinar
var sem hér segir:
1. fslenzka, lesin
2. íslenzka, stíll
3. Danska
4. Enska 6,91
5. Saga 6,72
6. Landafræði 6,10
7. Náttúrufræði 6,25
8. Eðlisfræði 6,02
9. Stærðfræði 6,26
Á þessu sést, að tvær náms-
greinar eru lægri en danskan,
þ. e. eðlisfræði og landafræði, en
tvær aðrar greinar eru mjög
svipaðar, eða náttúrufræði og
stærðfræði.
Sérstaklega voru reiknaðar út
og sundurliðaðar einkunnir nem-
enda, eftir þvi, hvort þeir höfðu
lesið bækur Agústs Sigurðssonar
6,38 eða bækur Hralds Magnússon-
6,90 ar og Eriks Sönderholms í
6,21 dönsku.
| . . M
Meðalt dönski Meðalt aðaleir Mism.
A.S. 6,85 6,76 4- 0,09
H.M.& E.S. 5,94 5,60 4- 0,34
Af þessum útreikningi verður
ljóst, að danskan er nokkru
lægri en aðaleinkunnin hjá báð-
um nemendahópunum, 0,09 stig-
um lægri hjá nemendum, sem
hafa lesið bækur Á.S., en 0,34
stigum lægri hjá þeim, sem hafa
lesið bækur H.M. og E.S. Mismun
urinn á fráviki aðaleinkunnar og
dönskueinkunnar er því 0,34—
0,09 = 0,25 stig, Erfitt er að
segja til um það án sérstakrar
rannsóknar, af hverju þessi mis-
munur, sem er lítill, muni stafa.
Þó verður að telja líklegt, að
fremur slakir nemendur til bók-
náms standi ekki hvað sízt höll-
um fæti í samanburði við þá
jafnaldra sína, sem hneigðari
eru til bóknáms, þegar um nám
erlendra tungumála er að ræða.
Sé þessi skýring rétt, er frá-
viksmismunur dönsku — og að-
alnkunnar engan veginn óeðli-
legur, en svo sem sjá má á töfl-
unni hér að ofan, reyndist sá
nemendahópur, sem las bækur
H.M. og E.S. vera hinum hópn-
um lægri í aðaleinkunn sem nam
0,91 stigi.
Um það, hvort 0,25 stigum
lægri einkunn í einni námsgrein
ráði úrslitum um gengi á próf-
inu, skal þetta tekið fram: Nem-
andi, sem vantar þessi 0,25 stig
í einni grein til að standast efra
mark prófsins, fengi 5,97 í aðal-
einkunn. Allir nemendur, sem
fá 5,97 í meðaleinkunn, eru hækk
aðir upp í 6,00 af nefndinni.
Nefndin hækkaði raunar enn
lægri einkunnir upp í tilskilið
lágmark.
Samkvæmt ofangreindum út-
reikningum, sem Sveinn Björns-
son stud. oecon, annaðist, reynd-
ast því ásakanir um hlutdrægni
nefndarmanns, þeim nemendum
i óhag, sem lesið hafa bækur
Framhald á bls. 21
Víkja raá
prófessoram
iír embœtti
í Grikklandi
Aþenu 22. júní — (AP)
HERFORIN GJ ASTJ ÓRNIN I
Aþenu hefur veiitt sjálfri sér
heimild til að víkja háskóiapró-
fessoruim úr embættum um sex
mánaða skeið ef skoðanir þeirr*
eru á öndverðum meiði við rik-
isstjórnina. Hægt er að fraim-
lengja heimildina um 6 miánuðá
til við'bótar ef nauðisyn krefur
að því að sagt er í tilkynningu
stjórnarinnar og einnig getur
forsætisráðherra vikið prófess-
orum endanlega úr embætti.
Á fundi alþjóðasamtaka blaða
manna, s>em haldin var í Genf
nú fýrir siköm.mu var sam-
þykkt áliyktunartiMaga^ þar sem
þess er krafizt, að aLlir blaða-
menn, sem eru í haldi hj*
grdsku stjórninni verði létnir
lausir þegar í stað og ef mál
verði höfðað á hendur þeim þá
verði þeim gert kunnugt um sak
angiftir.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍIVII 10*100
líárgreidslustofa
Hárgreiðslustofa í fullum gangi á góðum stað er
til leigu eða sölu.
Upplýsingar í síma 12066 eftir kl. 7 á kvöldin.
EinbfJishíis TIL LEIGU
j
Nýtt einbýlishús að Lágafelli í Mosfellssveit til
leigu strax. Bílskúr fylgir. Húsið er 136 ferm.,
4 svefnherbergi. Gólfteppi, loftljós og gluggatjöld
fylgja. Hitaveita. Leigutími 1 ár. Tilboð merkt:
„2168“ sendist Morgunblaðinu fyrir 30. júní.
ÞAÐ ER
STAÐREYND
að engin dekk hafa reynzt eins vel
á íslenzkum vegum og japönsku
BRIDGESTONE dekkin.
• Um það bil 40% af hjólbarða-
notkun landsmanna er
BRIGESTONE
Einkaumoð á íslandi
UMBOÐS* & HEILDVERZLUN
4 Laugavegi 178. Símar 36840—37880.