Morgunblaðið - 27.06.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 27.06.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNl 1967. 17 Hlutverk NATO er og verður að viðhalda valdajafnvœgi í Evrópu - sagði Willy Brandf á fundi með blaðamönnum í Reykjavík síðastliðin sunnudag WIIXY Brandt, utanríkisráð- herra og varakanzlari Vestur- þýzka sambandslýðveldisins, átti fund með blaðamönnum síð degis á iaugardag í þýzka sendiráðinu við Túngötu. Ráð- herrann minntist m.a. á Norður landaferð sína, málefni Atlants- hafsbandalagsins, stefnubreyt- Ingu Vestur-Þjóðverja gagn- vart löndum Austur-Evrópu og ástandið í Miðausturlöndum. Willy Brandt hóf mál sitt með því að segja, að þegar Ihann hefði tekið við em'bætti utanríkisráðherra í hinni nýju jþýzku ríkisstjórn í desember- mánuði í fyrra hefði hann tal- ið það sjálfsagðan hlut að fara í heimsókn til höfuðborga Norð urlanda fyrir vorið, eða a.m.k. áður en sumarleyfi hæfust. Þetta stafar m.a. af því, að hann hefði divalizt talsverðan hluta ævi sinnar á Norðurlönd- um, þótt hann hefði ekki heim- sótt fsland fyrr. Þá kæmi það einnig til, að það væru hags- munir lands síns að efla tengsl- in við Norðurlönd, t.d. á sviði viðsikipta, menningarmála og vísinda. Rétti tíminn til að skiptast á skoðunum. Hann kivaðst vera þeirrar skoðunar, að Norðurlönd gætu haft mikil áhrif á þróun mála í Evrópu. Þetta væri rétti tím- inn til að skiptast á skoðunum og þá sérstaklega um Efnahags bandalag Evrópu vegna hinna væntanlegu viðræðna í Briiss- el um inngöngu Stóra-Bret- lands og afstöðu Norðurlanda til þess. f öðru lagi þyrfti að ræða sambúð austurs og vest- urs o>g öryggismál Evrópu. „Hér hef ég m.a. átt viðræð- ur við forsætisráðherrann, ut- anríkisráðherrann og viðs'kipta málaráðherrann og haft tæki- færi til að hitta forseta íslands. Því rniður hef ég ekki haft tækifæri til að skoða mig um, en hef orðið að eftirláta það konu minni. Ég þarf að fara á morgun til Osló og þaðan á utanríkisráðherrafund Efna- hagsbandalagsins í Brússel, þar sem m.a. verður rætt um um- sókn Englands að bandalag- inu“, sagði Brandt. Hefur skilning á afstöðu íslands til EBE Utanríkisráðherrann var fyrst spurður að því, hvort hann teldi að fámennt land sem fsland gæti orðið aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu, samitökum fjölmennra þjóða. Brandt svaraði: „Ég vil ekki gefa sivar, sem kynni að vera tekið sem ráð- legging til íslenzku ríkisstjórn- arinnar. Allar þjóðir verða að gera slíkt upp við sig sjálfar. En ég vildi gjarnan segja, að svo sannarlega er ég í hópi þeirra, sem skilja að ísland vill fara .varlega eins og t.d. gagn- vart frjálsum vinnumarkaði og fjármálamarkaði. Það verður að skilja, að frjáls tilflutningur vinnuafls og fjármagns getur haft skaðleg áhrif á íslenzkt þjóðfélag. Spurningin er því sú, hvað unnt verði að gera til að tryggja hagsmuni landsins og ég er þess lullviss, að unnt er að finna leiðir sem geta fullnægt þörfum fslands, eða a.m.k. leið- ir, sem fsland getur fallizt á og verið viðunandi fyrir þær þjóðir, sem munu taka þátt í samstarfi innan Efnahags- bandalags Bvrópu. Ég fullyrði, að þýzka ríkisstjórnin m-un af mestu vinsemd reyna að vinna að slíku fyrirkomulagi, ef ís- lenzka ríkisstjórnin telur það góða hugmynd á sínum tíma =ð óska eftir slíkum samnir - ræðum“. Mundi fagna hagkvæmri lausn fyrir ísland. Þá var ráðherrann spurður að því, hvort stjórn hans myndi verða hlynnt tollaúviln- unum fslendingum til handa, ef Noregur, Danmörk og Bret- land gerðust aðilar að Efna- hagsbandalaginu. Hann svár- aði: „Þetta vandamál verður ekki leyst af þýzku stjórninni einni, heldur bandalaginu sem heild. Hluti áf ákvörðunarvaldi o'kk- ar hefur verið fluttur til Brúss el. Verði þróunin eins og við viljum mun enn meira vald á sviði utanríkisviðskipta verða flutt frá ihöfuðborgum aðildar- ríkjanna til yfirstjórnar banda- Brandt og þýzkl sendiherrann, Hcnning Thomsen, við merki Berlínarborgar, sem komið hefur verið upp við Tjörnina. Styttan er gjöf frá Vestur-Berlín, en Brandt var lengi borgar- stjóri þar. Rut Brandt leit inn á sýningu Nínu Tryggvadóttur í Boga- salnum sl. laugardag. Hér er frú Rut (á miðri myndinni) ásamt listakonunni (til vinstri). Willy Brandt á blaðamannafundi í Reykjavík. Ljósm. Ól. K. M. lagsins. En ég vil segja í fullri alvöru, að þýzka ríkisstjórnin mun fagna þeirri lausn, sem ekki myndi valda íslandi erfið- leikum, heldur auðvelda við- skipti íslands og bandalagsins". Nauðsyn að NATO starfi áfram Willy Brandt var spurður að því, 'hvort hann teldi Atlants- hafsbandalagið en hafa hlut- verki að gegna í Evrópu. Utanríkisráðherrann svar- aði: „Já, ég tel að svo sé. Ég álít, að nauðsynlegt sé að eyða þeim misskilningi, að NATO muni leggjast niður eftir 1968. Ég álít að NATO muni starfa áfram. Ég tel nauðsynlegt að svo verði. Það yrði á engan hátt til fyrirstöðu í alvarlegum um- ræðum um öryggiskerfi Evr- ópu. Á engan hátt. En að sjálf- sögðu hefur ástandið breytzt á ýmsan hátt og full ástæða er til að athuga hvaða hlutverki NATO skuli gegna. Hlutverk NATO er ennþá og verður að vera enn um sinn að viðhalda jafnvægi á hernaðarsviðinu í Evrópu. Þvi án slíks jafnivægis eykst hættan á átökum“. Ný stefna gagnvart Austur-Evrópu. Þá var Willy Brandt spurður að því, hvort breyting hefði orðið á stefnu hinnar nýju þýzku ríkisstjórnar gagnvart Austur-iEvrópuríkjunum. Brandt svaraði því til, að að sjálfsögðu væri svarið já, því slík stefnubreyting hefði verið ein ástæðan fyrir því að hann hefði tekið þátt í myndun stjórnarinnar. „Spurningin var um nýja stefnu, eða a.m.k. um nýja þætti í utanríkisstefnu lands- ins. Við tölum í alvöru þegar við segjumst vilja bæta sam- búðina við Soivétríkin. Stjórn- málasamband ríkjanna var tek- ið upp 1955, en það reyndist ekki nægjanlegt. Nauðsynlegt er að þessi tvö ríki taki upp beinar viðræður um ýmis mál“, sagði Brandt. „Við viljum taka upp eðli- lega sambúð við önnur Austur- Evrópulönd og við sum þeirra er hún góð. Við höfum tekið upp stjórnmálasamtoand við Rúmeníu, en önnur 'hafa verið í vafa um hvort þau eigi að gera slíkt hið sama. Það mun taka nokkurn tíma áður en þau ákveða sig. Við teljum ekki að bætt samtoúð við þessi lönd komist á á skömmum tima. Það verða margvíslegir erfiðleikar á veginum en við munum verða þolinmóðir. Við getum ekki litið á hinn hluta Þýzkalands eins og hann sé annað land. Hann er það ekki. Við leggjum til, að þau mál verði lögð til hliðar um stundarsakir, sem ekki er unnt að ná sámkomulagi um við hinn hluta Þýzkalands og beina athyglinni að þeim vandamál- um, sem unnt er að finna lausn á með hagsmuni þjóðarinnar fyrir augum og jafnframt vegna friðar í Evrópu, t.d. á sviði verzlunar, menningar- mála, íþrótta, vísinda. Þetta má ekki verða á þann hátt að skaða hagsmuni ríkjandi stjórna. Ég álit að hér megi ná árangri með tímanum, þótt af- staða stjórnarinnar í Austur- Berlín gefi ekki um þessar mundir vonir um slíkt. Áður fyrr var það skoðun vestur^þýzku 'stjórnarinnar, að sameining Þýzkalands væri skilyrði fyrir bættri sam'búð við Austur-'Evrópu. En þetta er ekki afstaða þeirrar stjórnar sem ég á sæti í. Það þýðir ekki að við höfum ekki á’huga á vandamálum Þýzkalands, en við höfum í hug að draga úr spennunni í Evrópu, að leysa vandamálin í samskiptum Austurs og Vesturs. Ég hef ekkert á móti því að landar mínir í hinum hluta Þýzkalands taki þátt í ýmis konar samstarfi við aðrar þjóð- ir, t.d. á sviði viðskipta og menningarmála. Það gleður mig ef þeir gera það. Ég fagna því, en það má ekki gleyma núiverandi ástandi. Því tilheyra hinir miklu herir, sem standa andspænis hverjum öðrum I Evrópu og á þýzku landi. Ég get ekki fallizt á slíkt ástand. Við eigum ekki að fallast á „status quo“. Það getur ekki verið lausnin. Það eflir ekki friðinn. Við gætum ekki fagnað þvi, að aðrar ríkisstjórnir gæfu I skyn með afstöðu sinni, að þær hefðu misst áhugann á samein- ingu Þýzkalands. Og við. mynd um ekki gera það“. Willy Brándt var þá spurður að því, hvort hann teldi meiri líkur á lausn Þýzkalandsvanda- málsins, ef dregið yrði úr herr» aðarlegum og stjórnmálalegum áhrifum Rússa í Austur-Þýzka- landi. Utanríkisráðherrann sagði, að ’hið raunverulega vandamál væri og yrði fækbun herliðs I Evrópu á báða bóga án þess að jafnvægið raskaðist. Hann kvaðst sjá fram á þá tíma, að erlendar hersveitir I Vestur-Bvrópu og sovézkar Framhald á 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.