Morgunblaðið - 27.06.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967.
Árni Sæmundsson
bóndi, Bala 70 ára
ÁRIÐ 1897 þann 27. júní fæddist
Ár»i Særoundsson að Lækjar-
botnum í Landssveit. Þegar
hann var 11 ára missti hann föð
ur sinn og flutti þá að Holts-
múla í sömu sveit, til bræðranna
Jóns og Þorsteins er þar
bjuggu þá. Þar ólst hann upp
til fullorðins ára og gekk að
allri vinnu eins og þá var títt
um unga menn í sveitum lands-
ins.
Árið 1921 kvæntist hann Mar-
gréti Loftsdóttur frá Neðra-
Seli í Landssveit. Flutti á því
ári að Snjallsteinshöfðahjáleigu,
sem er syðsti bær í Landssveit
og byrjaði búskap þar.
Árið 1938 fluttu þau hjónin
að Bala í Þykkvabæ í Djúpár-
hreppi og þar hafa þau búið
alltaf síðan. Þau hafa eignast
6 börn 2 sonu og 4 dætur. Eru
5 þeirra á lffi, en annar sonur-
inn er látinn fyrir löngu.
Árna hefir búnazt vel og það
sem hann hefur stundað mest
er kartöfluræktin, sem mörgum
Þykkbæingum hefir gefið góð-
an arð á síðustu áratugum. Sauð
fjárrækt hefir hann og stundað
nokkuð. Er hann glöggur á fé
og fer vel með allar skepnur.
Hann hefir frekar lítið gefið sig
að opinberum störfum. Var þó í
hreppsnefnd Djúpárhrepps um
nokkurra ára bil og í sóknar-
nefnd hefir hann lengi verið og
síðustu árin hefir hann verið for
maður hennar.
Ég sem þessar línur rjta, hefi
fengið nokkur kynni af Árna Sæ
mundssyni og ber það einkum
til, að ein af hans ágætu dætr-
um Sigríður, varð tengdadóttir
mín. Giftist hún syni mínum
Eggert Jóhanni, er síðast var
bæjarfógeti í Keflavíkurkaup-
stað. Bjuggu þau saman í far-
sælu hjónabandi í 16 ár (en
Eggert féll frá árið 1962 aðeins
43 ára gamall).
Árhi Sæmundsson er skemmti
legur maður og vel greindur.
Hann er meðalmaður á hæð vel
vaxinn og fríður sýnum. Hon-
um hefir búnazt vel og á hann
mjög myndarlegt heimili. Hann
er glaðlyndur maður og gest-
risinn. Fara þar saman: rausn-
arlegar veitingar og alúðlegt við
mót. Eru hjónin bæði samtaka
í því efni, enda er húsfreyjan
hin mesta myndarkona, sem
staðið hefir í stöðu sinni með
miklum fyrirmyndar brag við
uppeldi barna sina og sem hús-
móðir á sínu heimili.
Á þessum merkilegu tímamót-
um ævinnar þegar Árni Sæ-
mundsson er 70 ára, þá óska ég
honum allrar hamingju. í fyrsta
lagi óska ég honum til hamingju
með þá gæfu sem hann hefir not
ið á liðinni ævi og þau afrek
sejn honum hefir tekizt að vinna
fyrir eitt heiml og sveit sina.
Ég óska honum einkum til ham-
ingju með þá gæfu, að eignast
svo góða og myndarlega konu
og svo efnileg börn. Ég óska
honum og allri hans fjölskyldu
góðrar heilsu og allrar gæfu á
komandi árum.
Ég óska, að hann og hans fólk
megi lengi lifa.
A'kri, 14. júní 1967.
Jón Pálmason.
Frá skólastjórafundi
héraös- mið- og gagnfræðaskóla
DAGANA 18. — 20. júní s.l.
boðaði fræðslumálastjóri skóla-
stjóra héraðs- mið- og gagn-
fræðaskólanna til fundar í
Barna- og gagnfræðaskólanum í
Borgarnesi.
Fundinn setti fræðslumála-
stjóri kl. 21 á sunnudagskvöld.
í setningarræðu sinni gerði
hann grein fyrir helztu verk-
efnum fundarins og rakti sögu
þessara skólastjórafunda, en sá
fyrsti þeirra var haldinn árið
1946. Fundarstjórar voru Sigur-
þór Halldórsson, skólastjóri í
Borgamesi og Ólafur Þ. Krist?
jánsson, skólastjóri í Hafnar-
firði.
Á mánudag hófst fundur kl. 9
árdegis og var tekið fyrir: Skól-
arnir og þjóðernið: Framsögu-
erindi flutti Jón R. Hjálmars-
son, skólastjóri og að því loknu
hófust umræður um málið. Að
þeim loknum flutti Stefán Ol.
Jónsson, námstj. erindi um starfs
fræðslu og þjóðfélagsfræði í
Guðjón Jónsson
Þingeyri, fimmtugur
skóla. Eftir hádegi flutti Andri
ísaksson ,sálfr., erindi um skóla-
rannsóknir.
I ræðu sinni gerði hann grein
fyrir helztu viðfangsefnum skóla
rannsókna og því, hvað hér væri
efst á baugi.
Að erindi loknu hófust um-
ræður um málið.
Síðdegis á mánudaginn var
farið í ferðalag um Borgarfjörð
og um kvöldið setið rausnarlegt
kvöldverðarboð Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslna að heimili Ás-
geirs Péturssonar, sýslumanns.
Á þriðjudagsmorgun flutti
Þuríður Kristjánsdóttir erindi,
er hún nefndi próf og einkunnir.
Þuríður stundar nú framhalds-
nám í Bandaríkjunum, en kom
heim í sumarleyfi.
Um erindi Andra og Þuríðar
urðu miklar umræður einkum
um mat námsárangurs í skóla.
Á fundinum kom fram mikil
ánægja yfir stofnun skólarann-
sókna og vænta skólamenn
mikils árangurs af starfi þeirra.
Námstjóra í starfsfræðslu og
þjóðfélagsfræðum voru þökkuð
störf hans að skipulagningu
starfsfræðslu í skólum og þess
vænzt, að skólarnir fái að njóta
starfskrafta hans áfram og það
starf, sem hann hefur hafið
haldi áfram.
Eftirfarandi ályktun um þjóð-
ernismál var samþykkt með
samhljóða atkvæðum:
1. Fundur skólastjóra héraðs-
mið- og gagnfræðaskóla, hald-
inn í Borgarnesi 18. — 20. júnl
1967, ályktar, að leggja beri
aukna áherzlu á þjóðernislegt
uppeldi og hvetur alla skóla-
menn til að leggja þessum álum
lið.
2. Jafnframt bendir fundurinn
á nauðsyn þess, að fram fari
rækileg könnun, annars vegar
á stöðu íslenzkrar tungu og
menningar meðal uppvaxandi
kynslóðar og hins vegar ítökum
erlendra óhrifa.
3. Fundurinn væntir þess, að
yfirvöld fræðslumála láti fram
fara ýtarlega athugun á þessum
efnum og beiti sér síðan fyrir
þeim ráðstöfunum, er nauðsyn-
legar þykja.
Fundinum lauk kL 15.30 á
þriðjudag. Hann sóttu 30 skóla-
stjórar auk fyrirlesara, starfs-
manna fræðslumálaskrifstofu og
gesta.
Sérstaka ánægju fundarmanna
vakti frábær fyrirgreiðsla allra
í Borgarnesi, er til var leitað.
GUÐJÓN Jónsson rafvirkjam. á
Þingeyri er fimmtugur hinn 27.
júní. Hann fæddist að Lokin-
hömrun 1 Arnarfirði árið 1917.
Foreldrar hans voru þau Jón
Sigurðsson frá Lokinhömrun og
kona hans Guðrún Guðjónsdótt-
ir frá Þingeyri. Fyrstu æviárin
dvaldist Guðjón með foreldum
sínum í Lokinhömrun, en árið
1925 í aftakaveðrinu 8. febrúar
missti hann föður sinn með tog-
aranum Leifi heppa. Eftir það
ólst hann upp sjá Sigurði afa
sínum í Lokinhömrun og bar
Guðjón æ síðan hið mesta traust
til afa síns. Guðjón fór eftir
fermingu að stunda sjómennsku
og var hann á mótorbátum frá
Flateyri og síðar á Þingeyri.
Á Þingeyri gengust nokkrir
menn fyrir stofnun samvinnuút-
gerðar og festu kaup á mótor-
bátnum Sæhrímni, sem gerður
var út frá Þingeyri í mörg ár
og stundaði meðal annars sigl-
ingar á Bretlandsmarkað á stríðs-
árunum með ísvarinn fisk. Var
Guðjón á Sæhrímni í nokkur ár,
en síðar var hann á mótorbátn-
um Glað frá Þingeyri. Guðjón
gekk á vélstjóranámskeið og var
hann vélstjóri á þessum bátum.
Árið 1943 gekk Guðjón að eiga
Kristjönu Guðsteinsdóttur frá
Bolungarvík, hina mestu mynd-
arkonu. Þau hjón reistu sér strax
myndarlegt íbúðarhús á Þingeyri
og hafa þau átt þar heima síðan.
Um líkt leyti gerðist Guðjón vél-
stjóri í Hraðfrystihúsi Kaupfé-
lags Dýrfirðinga og var þar í
nokkur ár. Um fertugt hóf Guð-
jón nám í rafvirkjun hjá Guð-
mundi Andréssyni rafvirkja-
meistara á Þingeyri og er hann
nú starfsmaður Rafmagnsveita
ríkisins, og vinnur að rafvirkjun
í frítímum sínum frá aðalstarfi.
Guðjón og Kristjana eiguðust tvö
börn, Margréti og Sigurð Guðna,
sem bæði stunda nám í Núps-
skóla. Heimili þeirra er myndar
legt og er það rómað fyrir gest-
risni allra er þar hafa dvalið, og
er það orðinn margur maðurinn,
sem þar hefur fengið beina bæði
fyrr og síðar. Þau hjón hafa
talsvert tekið þátt í félagsmál-
um og hefur Guðjón átt sæti í
hreppsnefnd um skeið. Á síðustu
tímum kynnti Guðjón sér með-
ferð radara í fiskiskipum og
hefur það orðið byggðarlaginu
mikil stoð bæði í sambandi við
komur brezkra togara og við skip
þau, er hér hafa aðsetur. Við
þetta starf sem önnur hefur Guð-
jón reynzt hinn mætasti maður.
Ég veit, að þeir verða margir,
sem senda Guðjóni og hans
heimili hlýjar kveðjur á þess-
um merku tímamótinum í æfi
hans. Sjálfur færi ég honum og
þeim hjónum báðum mínar beztu
óskir um bjarta framtíð.
Þórður Jónsson.
Vömskipla-
jöfnuður
óhagstæður
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR í
maí var ó'hagstæður um 102.128
milljónir króna. í maí í fyrra
var jöfnuðurinn óhagstæður um
46.5 milljónir. Vöruskiptajöfnuð-
urinn fyrstu 5 mánuði ársins er
þá ó'hagstæður um 620.071 millj-
ónir króna. Tölur þessar eru
bráðabirgðatölur.
JAMES BOND
IAN FLEMING
- KRISTRUN
Framhald af bls. 23
flóann og sfjörðinn breiða. Enda
mætti þér mörg erfið Teynslan
til sjávar og lands. því Ægir
kaldi er oft eins grimmur oig
hann er gjöfull. En trúin þín
óbilandi var sá aflgjafi, er veitti
þér þreik, sivo þú gazt allt af lá'tið
ásitina speglla bros í gegtnuim tár-
in. Gft furðaði mig á því sem
barn, hvemig „hún amma gat
allt“, ®vo lítil og fíngerð, sem
þú varst.
Els-ku amma mín, margit væri
það, sem um þig mætti skæifa og
alla þína neynslu á langri ævL
En það hef ég ekki ætlað mér að
gera hér. Þessi Játæfclegu orð
eiga aðeins að flyfja þakfclæti
mifct og hinstu kveðju. Bliessað,
ástríka hjiartað þitt hefur nú
stöðvazrt. Hivert þitt toandtak bar
kærleika þess vitni. Ég ætla ekki
frekar að rekja æviþræðina þinai.
Þá mun ég filértita saman á stig-
um minningannia og varðveita,
sem helgan dóm í hjarta mínu.
Éig kveð þiig nú, kæra amma mín,
í fullvissu þess að þú hafir aftur
hitt ástkæra vininn þinn og son-
inn er var þér svo einstaklega
góður í lífinu, en burtkallaður
var svo snögglega á undan þér.
Ég samgleðst ytakur innilega þótt
hryggð búi nú í huga, því brátt
mun ég einnig vena með ykkur.
En þangað til geymast minning-
arnar um ykkur. Guð leiði þig
í himin sinn, elsku góða amma
mín. Hjartans þökk fyrir allt
ástrikið.
Karólína R. Valdimarsdóttir.
WELL, HES WO CARD-SHAKP AND DU POWT
HIMSELF IS AS GOOD AS HE SAID HE WAS,
WHERE DOES THE CHEATIM6 COME IKI...?
I NEARLY
'SCREWED YOU ý
THEN. WHAT IN HELL
, MADE YOU CUT 1
' AND RUN?
/(QjOLDFINGER WON TNÍ NAND, AND THB NBKT.
'AND TNB NBXT. ONCB DU PONT LOOKBD UKB I
W/NN/NG, BUT GOLDF/NGBK TUNNBD TNB k
I SMELLED
TEOUBLE
TABLBS SUDDBNLY.
707
Þegar herra Goldfinger hafði klætt sig,
kom hann snöggtum betur fyrir — að
dómi Bonds — þó heymartækið, sem
hann bar, væri enginn sérstakur útlits-
auki.
Allt tilbúið? Fer vel um þig þarna,
James?
Ég hef bara gott af hvíldinni, hef ferð-
azt of mikið að undanförnu.
Hann er svo sem ekkert ofurmenni í
spilum, hugsaði Bond, og Du Pont er sízt
verri. í hverju skyldu svikin vera fólg-
in . . . ?
Goldfinger vann fyrsta spilið, annað
og einnig það þriðja. í f jórða spilinu virt-
ist Du Pont ætla að hera sigur af hólmi,
en þá hætti Goldfinger skyndilega . . .
Þetta spil var ég nærri búinn að vínna.
Hvers vegna í ósköpunum pössuðuð þér?
Ég fann á mér, að hætta væri á ferðum.
Minning&r-
sjöður stofnað&tr
HINN 17. júní sl. stofnuðu
hj'ónin Ragnhildur Guðmunds-
dóttir og Friðbsrt Friðbertsson,
til heimilis að Langholtsvegi 19,
sjóð hjá Slysavarnafélagi ís-
Lands til minningar um son
þeirra Óskar, er fórst af slys-
förum binn 31. maí sl., þegar
flugvél hans hrapaði í sjó niður
skammt undan Viðey. Sjóður
þessi heitir Minningarsjóður
Óskars Bertels Friðbertssonar
og hlufcverk hans að styrkja
björgunarstarfsemi SVFÍ.
Skrifstofa Slysaivarnaifélagsins
í Reykjavík veitir móttöku gjöf-
um og áheitum til eflingar sjóði
þess um. (SVFÍ>