Morgunblaðið - 27.06.1967, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.1967, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967. 25 Þorsteinn B. Císlason próf. í Steinnesi 70 ára hériaðstófðinigium þessa lands ' SÁ HINN virðulegi prófastur Húnvetninga, séra Þorsteinn B. Gislason í Steinnesi var.ð 70 ára í gaer. Hann er fæddur í Por- sæludal í Vatnsdal 26. júní 1897 sonur hjónanna Gísla Guðlaugs sonar bónda í Sunnuhlíð og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Hann gekk menntaveginn og tók stúdentaspróf í Menntaskóla Reykjavíkur árið 1918, og guð- frœðipróf í Háskóla íslands í febrúar 1922. Bæði þessi próf tók hann með góðri 1. einkunn. Hann var ráðinn aðstoðarprest ur hjá séra Bjarna Pálssyni pró- fasti í Steinnesi árið 1922 og settur í embættið strax eftir að sr. Bjarni andaðist. Honum var svo veitt Þingeyraprestakall í érslok 1922 og hefur hann gegnt því alla tíð síðan. Hann flutti á prestsetrið Steinnes í Þingi vorið 1923 og hefir búið þar óslitið alla tíð frá þeim tíma. Hann fevæntist 13. júlí 1922 Ól- ínu Benediktsdóttiur frá Hrafna- björgum, sem er systurdóttir Guðmundar Ólafssonar alþm. í Ási. Er það ágæt kona, mjög myndarleg, vel greind og fyrir- myndar húsfreyja. Hefir þeirra hjónaband verið farsælt og gott. Þau eignuðust þrjú börn, sem nú eru öll fullorðið fólk. Þau eru: 1. Sigurlaug, gjald- keri i Búnaðarbanka Islands, ógift, 2. Guðmundur prestur á Hvanneyri, kvæntur Ásu Bjarna dóttur frá Reykjavík. 3. Gísli, kvæntur Lilju Jónsdóttur frá Sauðárkróki. Hefir hann verið undanfarin 1% ár aðstoðarlækn- ir á sjúkrahúsinu á Kleppi, en er nú á förum til framhaldsnáms í Svíþjóð. Öll eru þessi systkin hið ágæt asta fólk, svo sem ætt og upp- eldi gefa efni til. Fyrir 16 árum var síra Þor- steinn skipaður prófastur í Húnavatnssýslu og hefir gegnt því embætti alltaf síðan með mifelum skörugsskap. Þorsteinn prófastur hefir ver- lð frekar hlédrægur til opin- berra starfa í okkar félagslífi. Hefir honum þó eigi undan því komist, að slík störf hafa á Ihonum hlaðizt meira en hann hefir óskað. Eru þessi þar helzt: í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps var hann í 41 ár og jafn lengi formaður sikólanefndar í sömu sveit. Hann hefir verið í stjórn Kaupfélags Húnvetninga í 31 ár og er þar enn. í skattanefnd Sveinsstaðahrepps í rúm 30 ár. I stjórn Sögufélags Húnvetninga hefir hann verið í mörg ár og einnig , stjórn Prestafélags Húnavatnssýslu. Fulltrúi á Kirkjuþingi íslands hefir hann verið síðan það var stofnað og verður áfram. 1 Á menntamálum hefir síra Þorsteinn mikinn og einlægan áhuga, enda er hann mjög vel menntaður maður, ekki einasta 1 kirkjulegum fræðum, heldur líka í þeim fræðum er mestu máli skipta í okkar daglega lífi, sem eru: íslenzk saga og stærð- fræði. Hann tók líka það sér fyrir hendur, sem mörgum þótti miklu máli skipta, að stofna unglingaskóla á heimili sínu Steinnesi og stóð hann á hverj- um vetri í 15—20 ár. SjáJfur var prófasturinn alltaf aðal- kennarinn og þótti það miklu skipta. Var skóli þessi mikið sóttur og margir unglingar fengu þar æskilegan undirbúning rundi æðri skólamenntun, auk þess, sem margir fóru þaðan vel á vegi staddir í aðra skóla í okkar landi. Af því sem hér er sagt má það ljóst vera, að okkar pró- fastur er enginn meðalmaður, en með því er þó lltið um það sagt, hvernig er þessi maður: Ég sem þessar línur rita er sannfærður um það, að hann er einn af virðulegustu og mik- ilhæfustu embættismönnum og og ber þar margt til. I 45 ár samfleytt hefir hann verið and- legur leiðtogi í hinum fjölmenna söfnuði Þingeyra presta.kalls, þar sem ekki hefir alltaf verið friðvænlegt fyrr á árum. í 16 ár hefir hann svo verið trúmála höfðingi í báðum Húna vatnssýslum. Og á báðum þess- um sviðum hefir hann starfað við vaxandi vinsældir og traust. Þetta stafar af því, að maður- inn er mikilhæfur maður. Hann hefir boðað okkar heilaga krist- indóm hreint og afdráttarlaust, og hann hefir sýnt það með allri sinni starfsemi í söfnuðin- um og öllu félagslífi, að hann er friöarins maður. Á öllum svið um hefir hann forðazt að gefa sig að deilumálum, en vera til sátta, hvar sem því hefir mátt við tooma. Þetta er meira virði en flestir halda og áreiðanlega er það til fyrirmyndar fyrir alla ofekar prestastétt. Það er líka vóst, að í okkar héraði er það alls staðar talið til sæmdar og gleði á öllum mannamótum, að hafa þennan mikilvirka héraðs- höfðingja með í spilinu. Hann þykir alls staðar miikils virði. En þó þessu sé þannig varið, þá er ekki þar með sagt að okkar ágæti prófastur hafi getað sneitt hjá öllum annmörkum. Hann er háður sama lögmáli eins og aJlir aðrir prestar fyrr og síðar. Eins og alþingismenn, fram- bjóðiendur og margir aðrir emb- ættismenn, að fólkið greinir á um það, hvort þessi ræðan eða hin sé svo sköruleg, vel flutt og ágæt, sem bezt verði á kosið. Þetta þefekjum við a-Hir og öll. Þarna er ofekar prófastur engin undantekning. En ég hefi margsinnis orðið þess var, að þegar aðfinnslurnar hefjast af þessu tagi um sr. Þorstein pró- fast, þá þanf venjulega eklki milkið á þær að anda. Þær hjaðna fljótt. Og það er af því, að allt fóLkið viðurkennir, að hann er skyldurækinn og virðu- legur embættismaður. Og þó einbum vegna þess, að öllum almenningi þykir vænt um hann. Því til sönnunar, sem hér er sagt, vil ég geta þess, að á síð- asta vetri þegar fólkið í söfnuð- unum fór að hugleiða það, að nú væri ofefear ágæti prófastur séra Þorsteinn að bomast að þvi tafemarkL vegna aldurs síns, þegar heimsikuleg löggjöf ákveð ur, að allir embættismenn sfeuli hætta starfi og aetjast á eftir- launakassann, þá voru hafin samtöfc og söfnun undirskrifta þar sem allir fóru fram á það við þennan ágæta embættis- rnann og leiðtoga, að hann héldi áfram starfi sínu meðn hann hefði heilsu tiL Um þetta urðu al.menn sam- tök, og vonandi hefir það áhrif. Enn er þó í óvissu hver árang- urinn verður. En hvernig sem það fer, þá sýnir þetta, að mað- urinn er elskaður og virtur af sínu sófenarfólki. Það vill fá að njóta hans leiðsagnar og mann- kosta sem allra lengst, að nokk- ur kostur tr á. Séra Þorsteinn er mjög gest- risinn, veitull og glaðlyndur. Alúð og ljúflyndi em einkenni heimilisins. Þar líður öllum vel og óska þess að mega gefa sér tíma til, að njóta ánægjunnar á þeim stað sem allra lengsh Á umræðuefmum er aldrei skortur og það getur engum dulizt, að maðurinn er mikill gáfumaður og fjölmenntað'Ur. Heilbrigðar og fastmótaðar trúarskoðanir eru Iffea þar það leiðarljós, sem lýsir bjart hvenær sem talið berst á þær leiðir. Prófa&turinn er mjög mynd- arlegur maður. í hærra meðal- lagi á vöxt, þrekinn og vel vax- inn. Hann hefir fitnað nokkuð á S'íðari árum, eins og nokkuð títt er með heilsugóða menn, þegar aldurinn færist yfir og efeki er gengið að erfiðisvinnu. Nú þegar þessi ágæti héraðs- höfðingi stendur á þeim tíma- mótum ævinnar sem 70 ára ald- urinn er, þá vil ég fyrir héraðs- ins og héraðsbúa hönd flytja honum innilegustu þakkir fyrir öll þau þýðimgarmiklu og á- hrifariku stönf, siem hann hefir unnið tE heiðurs og velferðar Ofekar héraði í þau 45 ár, sem hann hefir starfað sem ernib- ættismaður í héraði okkar. Er þar margs að minmast, en af því að ég sem þetta rita lít svo á, að toristilieg kenning og kristilegar skoðanir séu undir- staða aEs hins bezta í mannlíf- inu, þá vil óg geta þess, að á því sviði eigum við Húnvetn- imgar meira að þaifeka okkar prófastL en flestir gera sér grein fyrir. Og víst er það hon- um meira að þakfea, en öðrum mönnum, að hér í sýslu bólar efefei á neinum trúarlegum deil- um á síðustu áratugum. Persónulega flyt ég þessum vini mín'um, séra Þonsteini, inni Jegar þakkir fyrir góða vináttu mér og mimni fjölskyldu til handa á liðnum áratugum. Þar hafa mismunandi sfeoðanir aldrei vanpað neinum slfeugga á einlæga vináttu, og það tel ég mér ákaflega mikils virði og milkla gæfu. Að síðustu er svo að þvi að víkja, sem ætti að vena aðal- atriðið í þessu greinarkorni og það er: að ég óska þes&um stór- merfea manni allrar hamingju á þessum tfrnamótum. Ég óska honum til hamingju með það hve vel honum hefir heppnazt, að rækja sín vandasömu störf á liðnum árum og hve mikið gagn hann hefir unnið landi voru og Framhald á bls. 24 VOLG/V STATIOM Getum afgreitt með stuttum fyrirvara Volga Station bifreiðar. Glæsilegur vagn og sterkbyggður. Sýningarbíll á staðnum. Helstu tækniatriði: Vél 80 ha., 4ra strokka gírkassi, 3 gírar áfram og 1 aftur á bak, rafkerfi 12 volt. Hæð undir lægsta punkt 20 cm. Verð um. 282.000,00. Hagstæðir greiðluskilmálar. BJFREiDAR & WIMRVELAR HF. Suðurlandsbraut 14 — Sími: 38600. NATURANA BRJÓSTAHÖLD OG MAGABELTI. Nýr snmarbrjóstahaldarí á markaðinam ASAMT BELTI ALVEG EINS FÆST í REYKJAVÍK HJÁ: 1. FL. GÆÐVARA PERLONEFNI GÓÐ FRAMLEIÐSLA SETTUR FALLEGUM RÓSUM í HVÍTT BELTI ALVEG EINS Verzl. Sísi, Laugavegi — Stella, Bankastræti — Tíbrá, Laugavegi — Oculus, Austurstræti — Gyðjan, Laugavegi — Sokkabúðin, Laugavegi — Aðalbúðin, Lækjartori — Þorsteinsbúð, Snorrabraut. NATURANA-UMBOÐIÐ, LAUFÁSVEGI 16. SÍMI 18970.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.