Morgunblaðið - 27.06.1967, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.06.1967, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1S67. Guðmundur og Hraf nhildur unnu 13 meistarast. á glæsilegasta sundnnati sem hér hefur verið haldið Sundmeistaramót íslands sem háð var um helgina, og er hið 28. í röðinni, er glæsilegasta sundmót sem hér hefur verið haldið. Nýja laugin í Laugardal var ógleymanlegur rammi mótsins sem bæði áhorfendur og sundfólkið kunni að meta. Sundfólkið á ekki siður sinn þátt þvi ellefu ísl. met voru sett þar af níu nú í aðal- hluta mótsins. Voru met bætt í sex greinum en auk þess fimm sett í greinum sem ekki höfðu áður verið syntar í 50 m laug. Hrafnhildur Kristjánsdóttir Á var efst á metalistanum með 4 met sett auk boðsunds- mets. Hún bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar nú hvað snertir fjölhæfni og al- mennt góð afrek — vann m. a. bezta afrek kvenna á mót- inu. Hún varð fimmfaldur ís- landsmeistari auk meistara- stigs í boðsundi. En hún á marga skemmti- lega keppinauta og ber þar hæst Sigrúnu Siggeirsd. Á, 13 ára sem setti tvö met á mót- inu (í sömu grein) og var einnig undir gamla metinu í fjórsundi þó hann biði lægri hlut fyrir Hrafnhildi þar á lokasprettinum. Sigrún er kornung og á glæsta framtið fyrir höndum. Þá má og nefna Ingunni Guðmundsdóttur Selfossi, sem vakti mikla athygli og færði félagi sínu öðrum frem ur fslandsmeistaratitil og nýtt met í 4x100 m skriðs. kvenna. Hún og systir hennar Guð- munda eru þegar í fremstu röð og segja má að allur hóp- urinn frá Selfossi, sem þjálf- að hefur undir stjórn Hrafn- hildar Guðmundsdóttur hafi vakið mesta athygli í heild og sýnt mestar framfarir í sundlagi og bættum afrekum. Guðmundur Gíslason var hinn ókrýndi konungur þessa móts, vann bezta afrekið og þar með Pálsbikarinn og varð fimmfaldur meistari auk meistaratitla í 2 boðsundum. Hann sýndi einna bezta æf- ingu sundfólksins ásamt Hrafnhildi og Sigrúnu, og fékk eiginlega hvergi keppni nema í bringusundinu. Aðrar greinar vann hann með yfir- burðum. Þáttur unga fólksins var og góður Það fjölmennti til móts- ins og gerði sitt til að gera það glæsilegt. Ótalin unglingamet voru sett og ekki hægt að telja þau upp að sinni. Úrslit mótsins urðu: 100 m skriðs. íslm. Guðm. Gíslason Á 59.1, 2. Guðm. Þ. Harðarson Æ 1.00.6, 3. Gunnar Kristjánsson SH 1:01.8. 100 m bringus. Islm. Árni Þ. Kristjánsson SH 1:18.7, 2. Leikn- irJónsson Á 1:18.7, 3. Fylkir Ágústsson Vestra 1:18.8, 4. Óla-f- Framhald á bls. 31 Afreksbikararnir Á ÍSLANDSMEISTARAMÓT- INU voru afhentir tveir af- reksbikarar. Kolbrúnarbikar- inn (gefinn til minningar um Kolbrúnu Ólafsdóttur sem veitist fyrir bezta afrek í kvennasundum yfir árið (frá meistaramóti til meistara- móts) hlaut Hrafnhildur Guð- mundsdóttir ÍR fyrir 100 m. bringusund 22. feb. sl. 1:24.5 mín. sem gefur 832 stig. Hún átti einnig næstbezta afrek kvenna í 200 m. bringusundi 3:01.2 sem gefur 831 stig. Þriðja bezta afrek kvenna átti Matth. Guðmundsd. Á 1:24.8 í 100 m. bringusundi 823 stig og 4. bezta Hrafnh. Kristjánsd. Á 1:04.9 í 100 m. skriðsundi 816 stig. „Pálsbikarinn“ sem gefinn var til minningar um Pál Erlingsson og veitist fyrir bezta afrekið á meistaramóti hverju sinni hlaut Guðmund- ur Gislason Á fyrir 200 m. fjórsund 2:24.9 sem gefur 876 stig. Næstbezta átti Hrafnh. Kristjánsd. 1:05.7 í 100 m. skriðs. sem gefur 828 stig, 3. bezta afrek átti Guðm. Gísla- son 1:03.6 í flugsundi 787 stig, 4. bezta er 100 m. sund Guð- mundar 59.5 og 5. bezta af- rekið er 100 m. bringusund Matthildar Guðmundsdóttur 1:28.1. imiii Guðmundur Hermannsson varpaði 17.78 m. í Dublin Islendingar i 3. sæti i undanrásum Evrópukeppni bar ÍSLENZKA landsliðið í frjálsum íþróttum keppti um helgina í undanrásum landsliða Evrópu- landa í bikarkeppni frjálsíþrótta manna í Evrópu. Keppnin var í Dublin á írlandi og auk íra kepptu íslendingar og Belgíu- menn en Luxemborgarmenn sem áttu að vera í þessum riðli hættu við þátttöku. ísland varð í 3. sæti í þessum riðli. Belgíumenn sigruðu með 115 stigum, írar hlutu 98.5 og Island 86.5 stig. Tvö isl. met voru sett í keppninni. Guðmundur Her- mannsson sigraði í kúluvarpi, varpaði 17.78 m og bætti sitt eigið met sem var 17.44 m. sett fyrir nokkrum dögum. Þorsteinn Þorsteinsson setti ísl. met í 800 m. hlaupi, hljóp á 1:50.2 en eldra metið átti Svavar Markússon 1:50.5. Bæði þessi afrek eru mjög góð. Aðeins tveir fslendingar sigr- uðu í keppninni í Dyflinni, Guð- mundur sem áður segir og Jón Þ. Ólafsson í hástökki, stokk 1.96. Árangur ísl. keppendanna fer hér á eftir og í svigum sætið er þeir hlutu í keppninni. Einn mað ur frá hverju landi keppti í hverri grein: 100 m. hlaup: Ólafur Guð- mundsson (3) 11.6. 200 m hlaup: sami (3) 23.1. 400 m hlaup: Þorsteinn Þor- steinsson (3) 48.6. 800 m hlaup: sami (3) 1:50.2. 1500 m hlaup: Halldór Guð- björnsson (3!' 3:59.6. 5000 m hlaup: Þórarinn Arn- órsson (3) 16.09.4. 10.000 m. hlaup: Agnar Levy (3) 33:32.2. 11C m grindahlaup: Sigurður Lárusson (3) 16.3. 400 m grindahlaup: Trausti Sveinbjörnsson (3) 59.0. 3000 m. hindrunarhlaup Hall- Þorsteinn Þorsteinsson — íslandsmet í 800 m hlaupi. dór Guðbjörnsson (3) 9:44.2. 4x100 m (3) 46.1. 4x400 m (3) 3.28.8. Langstökk: Ólafur Guðmunds- son (3) 6.96. Þrístökk: Jón Þ. Ólafsson (3) 13.58.” Hástökk: Jón Þ. Ólafsson (1) 1.96. Stangarstökk: Páll Eiríksson (2-3) 3.60. Kúluvarp: Guðmundur Her- mannsson (1) 17.78. Kringlukast: Erlendur Valdi- marsson (2) 47.42. Sleggjukast: Jón Magnússon (3) 51.34. Spjótkast: Björgvin Hólm (3) 51.98. Margir fþróttamannanna náðu sínum bezta árangri í þessari keppni og í heild tókst hún all- vel frá ísl. sjónarmiði. Forföll voru í ísl. landsliðinu og kom verst út að Valbjörn Þorláksson gat ekki verið með sakir meiðsla. Þeir sem mest komu á óvart voru Guðmundur Hermannsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Er- lendur Valdimarsson. í tveim greinum töpuðu ís- lendingar sæti með 1 sentimetra, Ólafur Guðm. var 1 sm á eftir sigurvegara í langstökki og Jón Þ. ólafsson var 1 sm frá öðru sæti í þrístökki. KR vann Val 5-1 KR og Valur léku í Islands- móti 1. deildar í gær. KR-ingar unnu stærsta sigur til þessa í mótinu, sigruðu fslandsmeistar- ana með 5:1. f hálfleik stóð 4:1. KR sýndi mjög góðan leik í fyrri hálfleik og var Eyleifur Haf- steinsson „stjarna" leiksins. Mörk KR skoruðu: Eyleifur 3, Baldvin 1 og Gunnar Felixson 1. Nánar um leikinn á morgun. Eftir þennan leik • er staðan þessi: Valur 5 3 1 1 9—9 7 KR 4 2 0 1 10—5 6 Fram 4 2 1 0 6—4 5 Keflavík 4 2 0 2 6—4 5 Akureyri 4 1 0 3 6—7 2 Akranes 4 0 0 4 3—8 0 f kvöld eru tveir leikir: Fram—ÍBK í Laugardal. Akureyri—Akranes á Akux- eyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.