Morgunblaðið - 27.06.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.06.1967, Qupperneq 32
FYRSTAR MED TÍZKU- LITINA ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 ísBendingur deyr í Moregi ALBERT Guðmundsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Tálkna- fjarðar og framkvæmdastjóri Hr-aðfrystihúss Tálknafjarðar hf. andaðist í Tromsö í Noregi sl. laugardag. Albert heitinn var þar staddur til að hafa eftirlit með smíði tveggja fiskiskipa í Hanstad. Albert Guðmundsson var fædd ur árið 1909 að Sveinseyri á Tálknafirði, sonur hjónanna Guðmundar S. Jónssonar, kaup- félagsstjóra og Guðríðar Guð- mundsdóttur. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1931, og hóf hann þá þegar störf við Kaupfélag Tálknafjarðar. Hann var kaupfélagsstjóri þar 1938, og framkvæmdastjóri Hraðfrystihús Tálknafjarðar var hann frá stofnun þess 1945. Albert hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum bæði fyrir sýslu og hrepp. Kona Alberts var Steinunn Finnboga- dóttir. „Líkast því að vera dreginn á loft í svifflugu" Rœtt við Jóhannes R.Snorrason yfirflugstjóra Flugfélags Islands JÓHANNES R. Snorrason yfirflugstjóri F.f. var við stjórnvölinn á Gullfaxa heim til íslands. Jóhannes er einn reyndasti flugmaður íslands með rúma 17000 flugtíma að baki. Við hittum Jóhannes að máli að lokinni móttökuat- höfninni á Reykjavíkurflug- velli og báðum hann að segja okkur örlítið frá þessum glæsilega kjörgrip, hvernig væri að fljúga þotu og þar fram eftir götunum. „Ég er yfir mig hrifinn af flugeiginleikum þotunnar og öllum útbúnaði. Þessi gerð er líklega einhver fullkomn- asta þota í heimi og í fylk- ingarbrjósti. Hún hefur geysi legt hraðasvið ,sem sérstak- ur útbúnaður framan á vængj unum endilöngum skapar, en hægt er að fella hann 80 gráður skáihallt niður þannig að hann eykur lyft vængj- anna geysimikið. Þegar Bo- eing setti þennan útbúnað í fýrstu þotuna leizt flugmönn- unum ekkert á og var því fyrst flogið með hann 45 gráður niður og voru flug- mennirnir mjög ánægðir. Næst var hann settur 60 gráð ur niður og enn jókst ánægja flugmannanna og að lokum var hann settur 80 gráður niður og voru þá flugmenn- irnir yfir sig hrifnir og þann- ig er útbúnaðurinn í dag. „Hverniig er að fljúga þotu?“ „Það er svo gerólíkt því að Framhald á bls. 31 Þessa mynd tók Ól. K. M. er Gullfaxi lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli. — Sjá bls 10. Albert Guðmundsson Bílvellta Karlakór Reykjavíkur SKODABIFREIÐ H-256 skemmd ist mikið, er hún valt á Hring- brautinni um tíuleytið í gær- morgun. Ökumanni bifreiðarinn- ar sagðist svo frá, að hann hefði verið á leið vestur Hringbraut- ina á hægri akrein. Skammt á undan hefði verið önnur bifreið á vinstri akrein, sem svo hefði beygt til hægri fyrirvaralaust. á Heimssýningunni - við mjög göðar undirtektir Montreal, Canada, 26. júní. I á föstudags- og laugardagskvöld KARLAKÓR Reykjavíkur söngl í hinu nýja og glæsilega leik- „óttast að veiðarnar geti orðið stof ninum hættulegar' söng húsi Maisonneuve í Montreal. Um 2000 manns hlýddu á kórinn hvoru sinni og voru undirtektir áheyrenda mjög góðar. Varð kórínn að syngja mörg aukalög og einnig vöktu einsöngvararn- ir, Svala Nielsen og Sigurður Björnsson, mikla athygli. Á söngskrá kórsins var meiri hlutinn íslenzk lög og voru textar skýrðir á ensku og frönsku í verkefnaskránni. Þess- ir hljómleikar Karlakórs Reykja víkur voru liður í miklum list- flutningi á heimssýningunni, sem hefur einkunnarorðin: „Maðurinn sem skapari." Á laugardag söng svo kórinn nokkur lög undir berum himni og dreif að mikinn mannfjölda, sem hlustaði á. Rafn Hafnfjörð, sem gerði hinar sérkennilegu ljósmyndir íslenzku deildarinnar, en þær hafa vakið mikla athygli, kom fram í sjónvarpi á föstudag og sýndi og útskýrði myndatækni sína. ísland er hér annars mik- ið í fréttum, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Borgarstjóri Montre- al, Drapeau að nafni, hafði við- tal við Elínu Pálmadóttur i sjónvarpi á sunnudaginn var og sunnudaginn þar á undan. Einn- ig voru þá sýndar myndir úr Norræna sikálanum. Þórdís Árna dóttir talaði í útvarpið þann 21. og lék af íslenzkum hljómplöt- um og einnig voru sagðar íþrótta fréttir frá íslandi. Sl. sunnudag var svo kunnur ferðamaður með þátt um Island í sjónvarpinu. Hér stendur nú yfir mesta hátíðahelgi Quebeck-fylki6 og hafa þvi engin blöð komið út, síðan Karlakór Reykjavíkur hélt tónleika sína. - segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, um síldveiðarnar við Vestmannaeyjar MIKIL veiði hefur verlð hjá bátum, sem stundað hafa síldveið- arnar vestan Vestmannaeyja, og má segja að þeir hafi fengið full- fermi á hverjum sólarhring. Nú munu um 10—12 bátar vera komnir á þessi mið og landa þeir í Þorlákshöfn, Grindavík og í Keflavík. Síldin er góð millisíld, og mjög feit, en hún fer öll í bræðslu. Þrær fyllast Vertosmiðjan í Þorlákshöfn hefur nú tekið á móti á fjórða þúsund tonn, og getur ekki tek- ið við meiru eins og er. Hún byrjaði að bræða á laugardag og bræðir 200—250 tonn á sól- anhring. 3kki hafði frétzt af veiðum í gærkvöldi, en útlit var fyrir brælu, og var búizt við að fljótlega losnaði umn þró- arrými aftur hijá verksmiðj- unni. í Grindavik var einnig hætt að taka á móti, en þar var á an/nað þúsund tonn komin á land. I Keflavík befur aðeins einn báitur landað sem komið er, og er það Brimir KE, sem trvívegis heflur toomið m.eð tæp 200 tonn. Síldin spök Fréttamaður Mbl. átti í gser tal við Daníel Traustason, skip- stjóra á Kóp VE-11, en sú bátur hóf fyrstur veiðar á þessum slóðum, eða á mánudag fyrir viku. Kópur er 92 tonn að stærð. Daníel sagði, að veiðisvæðið væri aðallega í kringum hraun- in um 10—20 míLur vestur af Vestmannaeyjum. — Veiðarnar hefðu gengið vel firam að þessu, enda fáir bátar verið á miðun- um enn, þó að þeim væri alltaf að fjölga. Daníel tovað sOdina standa djúpt, en hún væri á hinn bóginn mjöig spök. Kópur Framhald á bls. 31 íslenzkir listamenn sýna á alþjóðlegri lista- sýningu í Rostock FÉLAGI íslenzkra myndlistar- manna barst í vor boð um þátt- töku í ö*vum alþjóðlegum biennale jtrasaltslandanna, sem hefst i Rostock í byrjun júlí. Tók félagið boðinu og taka 7 íslenzkir listamenn þátt í sýn- ingunni. Hafa listaverk þeirra þegar verið send til Rostock. Þessir listamenn taka þátt í sýningunni: Jón Engilberts list- málari, Bragi Ásgeirsson listmál- málari, Hringur Jóhannesson listmálari, Snorri Friðriksson listmálari, Ólöf Pálsdóttir mynd höggvari, Jóhann Eyfells mynd- höggvari og Vigdís Kristjáns- dóttir listvefarL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.