Morgunblaðið - 22.08.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUTsTBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967
Alan Williams:
PLÁTSKEGGUR
Neil svaraði með eðlilegri
auðmýkt, sem hann skammaðist
sín fyrir seinna: — Það er mér
heiður að kynnast yður, hers-
höfðingi.
Paul Guérin leit á úrið sitt.
Klúkkan var 6.44. — Við erum
eina mínútu á undan tímanum,
sagði hann o'g hallaði sér fram
í sætinu, en bætti svo við: —
Ég er ánægður með það, hvernig
þér hafið stjórnað þessum samn-
ingum undanfarna daga, hr.
Ingleby. Þér hafið sýnt af yður
þolgæði og skynsemi. Álit mitt á
blaðamennskunni sem atvinnu
hefur vaxið allmjög þessa daga.
Hann ýtti glerrúðunni til hlið-
ar og hvæsti til ekilsins: —
Áfram!
Vélin suðaði með þögulum
krafti og bíllinn færðist út á
veginn milli Citroen-bílanna
tveggja. Þeir óku hratt, en þokan
varð æ þéttari, vegurinn tók að
hallast upp í móti, og bíllinn
ók í krókum út í þokuna og þá
líklega upp í fjöllin. Neil reyndi
að rifja upp fyrix sér smáatriði
á kortinu. Hann mundi eftir
tveimur beinum vegarköflum,
sem lágu upp að bóndabænum,
og áttstrenda lögun húsveggj-
anna þar með skúrum og hlöð-
um kring um húsagarðinn,
ásamt íbúðarhúsinu á fjórða
veginn og hlið út þar sem veg-
irnir tveir mættust. Fjallshlíð-
in tók við svo sem mílufjórð-
ungi ofar og niður til sjávar-
ins voru einar þrjár mílur, mest
megnis maísakrar.
Guérin hershöfðingi talaði
ekki meira það sem eftir var
leiðarinnar, og Neil var tauga-
spenntur og varkár og rauf
heldur ekki þögnina.
Klukkan 6.57 hægði Citroen-
billinn, sem á undan var, allt í
einu á sér. Neil sá afturljósið
á bílnum á undan blika og
slokkna þrisvar í röð. Hann hélt,
að þetta væri bara hemlaljós-
in. Hann vissi ekki, að ekillinn
var að beina gula kastljósinu að
einhverjum depli uppi í fjall-
inu.
Bíllinn á undan sneri nú út af
veginum og inn á moldargötu
með djúpum hjólförum í. Neil
hér, að þetta væri ein braut-
in að bænum. Eftir minna en
tuttugu skref, stöðvaðist lestin.
Le Hir kom og opnaði dyrnar á
Jagúarnum. Guérin sagði lágt:
— Nú ætlar hr. Ingleby að sann-
prófa, hvort óvinurinn hefur
staðið við samning sinn. Við bíð
um hérna þangað til þér komið
aftur. Þegar hann talaði voru
augu hans ellileg og áhyggjufull,
og mjóir fingurnir á gráu hend-
inni struku niður eftir dökkum
flúnelsbuxunum.
Neil fór út. Le Hir lokaði dyr-
unum á eftir honum og stóð
þarna í regnfrakkanum sínum,
risavaxinn og ógnandi, þrýsti
skjalatöskunni að brjósti sér og
sagði: — Það er tæpur kilómeter
upp eftir brautinni. Þegar þú
kemur inn, skaltu fullvissa þig
um, að þeir séu þar allir þrír,
og að þeir hafi ekki fleiri en sex
menn með sér.
Það hafði verið slökkt á vél-
unum í öllum þremur bílunum.
Le Hir leit á úrið sitt. — Jæja!
Þetta ætti ekki að taka þig nema
hálftíma í mesta lagi.
Neil sneri sér við og lagði af
stað eftir stígnum, inn í ólgandi
þokuna. Loftið var rakt og
þungt. Hann tók að svitna. Eftir
nokkrar mínútur stanzaði hann
til þess að fara úr jakkanum. Að
baki honum urðu bílarnir þrír
að óljósum skuggum, en hurfu
svo alveg. Fram undan sér gat
hann nú grillt ógreinilega íbúð-
arhúsið á bænum, en varðturn
stóð upp úr því, eins og einstök
tönn, upp úr húsaþyrpingunni.
Allt í kring um hann var þögn
in svo alger, að undanteknum
einhverjum villandi hvin fyrir
eyrunum, sem ætlaði alveg að
gera út af við tautgarnar í hon-
um. Hann herti gönguna yfir
ósléttan stíginn, en horfði fast
á fjallshlíðina og svc bóndabæ-
inn, sem var nú smám saman að
taka á sig ákveðna mynd. Hann
gat rétt greint mannshöfuð upp
fyrir brúnina á varðturninum.
Það var erfitt að greina vega-
lengdir í þokunni, og síðustu
fimmtíu skrefin reis húsið og
stækkaði snögglega. Það var
byggt líkast gamaldags virki.
Veggirnir voru eins og víggirð-
ing kringum húsagarðinn, með
lágum skörðum í. Eini inngang-
urinn var gegn um timburhlið.
sem sást úr varðturninum. Neil
hugsaði sér, að bóndinn sem yfir
gaf þennan ram-víggirta stað,
hlyti að hafa vitað, að öllu væri
að verða lokið.
Neil dró andann diúpt og reglu
lega og reyndi að halda taugun-
um í stilli, er hann gekk síð-
ustu skrefin að hliðinu. Nú gat
hann greinilega séð manninn í
varðturninum ásamt. tveimur öðr
um, sem gláptu á hann gegn um
gl'uggagötin. Þeir voru með lítil
andlit undir kakíhúfum og hlaup
unum á byssum var beint að
höfði hans.
Hliðið var úr digrum bjálkum,
sem festir voru með digrum nögl
um. Hann ýtti á hurðina og hún
opnaðist brakandi, og hann kom
í kalkaðan garig, sem lá inn í
húsagarðinn. Hann gekk inn,
framhjá tveimur bilbörðum, sem
hölluðust up að veggnum. Það
var dauðaþögn þarna, svo að
hann langaði mest til að æpa upp
38
yfir sig og taka til fótanna, rétt
eins og krakki í feliuleik, sem
veit að hann er alveg að finn-
ast.
Því að þetta var ekki nein
venjuleg þögn, ekki þögn ein-
verunnar heldur þögn manna,
sem bíða í ofvæni og halda niðri
í sér andanum og það lá við, að
hann gengi á tánum inn í húsa-
garðinn.
Þarna sátu þeir við vegginn úti
undir beru lofti, við borð með
grænum dúk á, en þar voru einn
ig pappírsarkir, vatnsflaska og
glös á hvolfi. Þetta var rétt eins
og mennirnir þrír væru að bíða
eftir þeim fjórða i bridge.
Dr. Maroud stóð upp og
hneigði sig. en við hliðina á
honum var Boussid með kalda
fisikabrosið á andlitinu, en Ali
La Joconde sat kuldalegur og
snippaði við borðsendann.
Þrír Arabar í gömlum og ræf-
ilslegum einkennisbúningum,
stóðu við borðið með byssurnar
tilbúnar. Neil aðgætti vandlega,
hvort þeir væru ekki líka með
skammbyssur og handsprengjur.
Þrír uppi á múrnum, hugsaði
hann, og þrír í húsagarðinum.
Dr. Marouf sagði: — Við bjóðum
yður velkominn, hr. Ingleby, og
treystum því, að allt sé í lagi.
Neil leit í kring um sig í húsa
garðinum. — Þið hafið væntan-
lega ekki nema sex menn?
— Rétt er það, sagði Marouf.
— Ég vildi gjarna svipast um
sem snöggvast, sagði Neil, sem
fann til einhverrar hreykni af
embætti sínu, og var ákveðinn
að láta ekkert smá atriði fram
hjá sér fara. Andlitið á Marouf
var enn skemmtilega órætt, og
hann sagði: — Þér hafið æruorð
okkar, hr. Ingleby.
Dauf birtan þarna í húsagarð-
inum skein á gleraugu Boussids,
sem lágu upp í loft á borðinu.
Hann sagði hóglega. — Við höf-
um ekkí nem!a takmarkaðan
tíma, herra minn, og getum ekki
beðið ailan morguninn. Þér haf-
ið séð fylgdarlið okkar, menn-
irnir eru vopnaðir, eins og um-
talað var. Og þeir eru ekki fleiri
en þetta. Svo að ef sendinefnd
Guérin hershöfðingja er tilbúin,
þá látum hana koma inn og við
getum þá hafið umræður.
Neil hikaði. Þessi dauðaþögn á
staðnum olli honum einhverjum
áhyggjum. Hann mundi orð
Broussards ofursta: „Þeir eru út
farnir lygarar“. Og hvað vildu
þeir með það að sitja utanhúss
meðan þessi eini í varðturnin-
um miðaði á þá byssunni sinni?
Hann leit kringum sig og á
gluggana á- íbúðarhúsinu. Þeir
voru ógagnsæir vegna ryks, og
margar rúðurnar voru brotnar,
en dagblöðum stungið upp í göt
in. Svo var útistigi upp á varn-
armúrinn. Og svo þessir tveir
Arabar í skotraufunum og loiks
þetta hlægilega borð með græna
dúknum. Hversvegna voru þeir
ekki inni?
Hann sneri sér að Boussid. —
Ef ég á að treysta ylckur, segið
þá mönnum yðar að hætta að
miða á mig byssum.
B'oussid gaf einhverja kverk-
mælta fyrirskipun, og mennirnir
þrír drógu sig í hlé til staða
sinna, þaðan sem útsýni var yfir
sléttuna.
Neil gekk í áttina að einum
glugganum á neðstu hæðinni, en
dr. Marouf kallaði á eftir hon-
um: — Ég verð að benda yður
á, að þér eruð að eyðá tímanum
til ónýtis fyrir okkur.
Neil gægðist inn um gluggann
og sá autt herbergi, þar sem
járnofn stóð upp við einn vegg-
inn. Hann gekk að næsta glugga,
án þess að skeyta um Marouf.
Rétt innan við ó'hreinan glugg-
ann horfði hann í hla.upið á vél-
byssu. Og herbergið inni fyrir
var fullt af mönnum.
Hann hörfaði til baka og til
hliðar og lagðist fast upp að
veggnum við gluggann. Ekki
kom skot úr vélbyssunni. Hinu
megin í húsagarðinum voru
bæði Boussid og Maro>uf sprottn-
ir á fætur, og verðirnir þrír
voru einnig komnir á kreik og
miðuðu nú byssum sínum á Neil
miðjan. Aðeins Ali La Jocon-de
lét eins og hann vissi ekki af
þvi, sem fram fór. Hann hallað-i
sér fram og starði á græna borð
dúkinn.
Neil dró snöggt að sér and-
ann og æpti á ensku: — Djöfuls-
ins s-vikararnir ykkar. Andskot-
ans........
Marouf hvæsti einhverja fyrir
skipun á arabísku og verðirnir
þrír höfðu sig hæga. Neil hélt
i æsingi sínum áfram að böl-va
þeim á ens-ku.
Dyr opnuðust við 'hliðina á
honurn og einhver hló hátt og
hvellt svo að það líktist mest
kvenmannshlátri.
7. kafli.
Pol stóð þarna á litl-u fótun-
um sínum og ty-llti sér á tá og
hœl á víxl, með kirsiberjabrosið
sitt á vör, en ennislokkurinn var
límdur fast niður á gljáandi enn
ið, í hring en gla-nnalegt blóm
var í horninu á kru-kkluðum jakk
anum, og hálsbindið var allt á
skakk. Hann teygði fram st-utta
handieggina og gekk að Neil,
og klakaði eins og hæn-a: — Þú
ert eitthvað hissa, minn kæri
Ingleby! Kannski hef ég gert
þér eitthvað bilt við?
— Skepnan þín, sagði Neil í
hálfum hljóðum á ensku. —
Feila, franska skepnan þín!
— Hvað ertu að segj-a? söngl-
aði Pol, glottandi og klappaði
honum á handlegginn.
— Þú skalt ekki sleppa með
þetta, sagði Neil og nú á frönsku.
— Ég veit ekki, hvað þú ætlar
þér fyrir hér, en að minnsta
kosti skal þér ekki takast það.
Pol var enn glottandi, en nú
voru augun köld og lymskuleg.
VARAH LUTIR
FORD VARAHLUTIR HENTA BETUR
í FORD BÍLA EN EFTIRLÍKINGAR.
NOTIÐ FORD FRAMLEIDDA HLUTI
TIL ENDURNÝ3UNAR í FORD BÍLA.
DMBOfllfl KB. KRISTJÁN SUÐURLANDSBRAUT ISSDN 2 • SÍMI H.F. 3 53 00
ikið úrval
af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW
gólfteppum. — Gott verð.
LITAVER S.F., Símar 30280, 32262.
Auglýsingateiknarar
VILJUM RÁÐA
AUGLÝSINGATEIKNARA
STRAX
AUGLYSINGAÞJONUSTAN
LAUGAVEGI 87
Til leigu
ný 4ra herbergja íbúð á II. hæð í Árbæjarhverfi.
Leigist frá 1. sept. n.k.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR. HRL.
Laufásvegi 2.
237 austurrísk frímerki ókeypis
Um fjögurra vikna skeið hlýtur nú sérhver lesandi
ókeypis 237 hinna fegurstu Austurríkis-frímerkja,
sérmerki og betri tegundir eftirstríðsgilda, af-
greidd um leið og hann kaupir stóra „lúxus“-
böggulinn sem inniheldur 3150 dýrleg mismunandi
safnarafrímerki, mynda-merki (andvirði sam-
kvæmt verðlista yfir 450 Michel-mörk) fyrir gjaf-
verðið: aðeins 500 krónur gegn póstkröfu, fullur
réttur til skipta.
Engin áhætta! Allir verða stórhrifnir!
Sendið í skyndi póstkort og biðjið um „lúxus“-
böggul nr. 2, aðeins hjá MARKENKÖNIG, Bra-
endströmgasse 4, Mozartstadt SALZBURG, Öster-
reich.