Morgunblaðið - 22.08.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967 \ < i \ i $ \ \ \ ; 4 \ \ \ Útgefandi: Uf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ÍRitstjónar: Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-1100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. S'ími 212-4-80. í lausasölu: 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. \ \ i \ I \ [ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ I \ AKUREYRI - HÖFUÐSTAÐ UR NORÐURLANDS egar komið er til Akur- eyrar getur að líta þar fagran og blómlegan bæ. Eitt af því sem setur svip á höfuðstað Norðurlands, er hin mikla trjárækt við hús- ‘ in í bænum. Segja má að Akureyringar hafi byrjað fyrstir á trjárækt,. við híbýli sín. Einstakir brautryðjend- ur hófust handa um trjárækt- arstarfið og almenningur fylgdi á eftir. Gróðrarstöðin og Lystigarðurinn við Menntaskólann sýndu ekki aðeins Akureyringum, heldur þjóðinni allri hvað hægt var að gera, þegar byggt var á þekkingu og ræktunarstarfið unnið af markvísri festu og trú á landið og möguleika þess. En það er fleira, sem setur svip á Akureyri en trjá- ræktarstarfið. Akureyri er er mikill skóla- og menning- arbær. Flutningur Möðru- vallarskólans til Akureyrar <• á sínum tíma og síðan stofn- un Menntaskólans þar hefur átt drjúgan þátt í eflingu menningarlífsins í bænum. Síðan hafa fjölmargir aðrir skólar verið stofnsettir þar, og eru nú reknir þar með myndarbrag. Á Akureyri hefur iðnaður þroskazt og dafnað betur en í flestum öðrum byggðarlög- um. Má segja að Akureyri sé mikill iðnaðarbær. Því miður eiga einstakar greinar þar nú við erfiðleika að etja. En þess verður að vænta að þeir erfiðleikar séu tímabundnir ~ og að úr þeim rætist fyrr en varir. Mikil útgerð og verzl- un hefur lengstum verið rek- in á Akureyri. Þar eru mörg myndarleg verzlunarfyrir- tæki. Sérstök ástæða er til þess að minnast þess að á Akureyri hefur vaxið upp myndarlegur skipasmíðaiðn- aður, þar sem nú eru byggð stór og glæsileg fiskiskip fyrir íslenzkan sjávarútveg. Bæjarstæði Akureyrar er óvenju fagurt og umhverfi bæjarins frjósamt og byggð- * in þar falleg. Landbúnaður stendur með miklum blóma í Eyjafirði. Ræktun hefur fleygt þar fram á undanförn- um árum og ánægjulegt er að sjá, hversu vel flest sveita býli hafa verið húsuð og byggð upp. Ber brýna nauð- syn til þess að byggð aukist og eflist í þessum héruðum á næstu árum. Akureyri og sveitirnar við Eyjafjörð eiga glæsilega framtíðarmögu- leika, ef rétt er á haldið. Þar er nú öflugur þéttbýlis- kjarni, með þróttmiklu at- vinnulífi til lands og sjávar. Það hefur mikla þýðingu fyrir byggðina á Norður- landi á komandi árum, að at- hafalíf verði sem fjölbreytt- ast í þessum héruðum. Nokkurs atvinnuleysis hef- ur orðið vart á Akureyri um tíma í sumar. Ástæða þess er m. a. skortur á hráefni hjá einstökum fiskiðnaðarfyrir- tækjum og einstök iðnfyrir- tæki hafa einnig átt við nokkra erfiðleika að etja. En yfirleitt má segja, að fjöl- þætt uppbygging og ör þró- un hafi átt sér stað á Akur- etyri síðustu árin. Akureyringar eru dugmik- ið fólk, sem ann byggðarlagi sínu og trúir á framtíð þess. í bænum hefur löngum verið blómlegt menningarlíf. Tón- listaráhugi er þar mikill og leiklist hefur oft staðið þar með blóma. Skáld og rithöf- undar hafa átt þar heima og lagt fram merkan skerf til menningarlífs bæjarbúa og þjóðarinnar í heild. Allt bendir til þess að Akureyri og nágrenni henn- ar muni eiga sér blómlega og þroskavænlega framtíð. Af hálfu hins opinbera ríkir fuilur skilningur á því, að mikils sé um vert, að þrótt- miklar athafnamiðstöðvar á sviði efnahags og menning- arlífs vaxi upp í hinum ýmsu landshlutum. Það hefur mjög mikla þýðingu fyrir þróun byggðarinnar í landinu yfir- leitt. Hefur núverandi ríkis- stjórn haft farsæla forustu um margvíslegar nýjungar í þessum efnum. NORRÆNA HÚSIÐ lyTorræna húsinu í Reykja- -*■ ’ vík hefur nú verið val- inn forstöðumaður. Varð það Norðmaðurinn Ivar Eske- land, ágætlega menntaður og fær maður. Mun hann taka við starfi sínu 1. janúar n.k. Bygging Norræna hússins er eitt hinna raunhæfu spora, sem stigin hafa verið á sviði norrænnar samvinnu á síðari árum. Tilgangurinn með þessari nýju stofnun er fyrst og fremst sá að treysta tengslin milli íslands annars vegar og hinna Norðurland- Thor Heyerdahl setztur að suður á Ítalíu — og skrifar bœkur um mannfrœði Eftir D. Redmond COLLARI Micheri, Ítalíu, (Associated Press). — Tutt- ugu árum eftir hina frægu siglingu sína yfir úfið Kyrra- hafið á flekanum „Kon-Tiki“, hefur landkönnuðurinn Thor Heyerdahl setzt að á frið- sælum stað við Miðjarðarhaf- ið til að skrifa bæbur um mannfræði. En hafið hefur alltaf seið- magnið fyrir hinn 52 ára gamla Norðmann, sem tekur sér tíma til siglinga frá vinnu sinni og bréfaskiptum við fræðimenn víðs vegar um heim. „Ég vildi ekki búa í hitabelt inu, eins og t. d. á sumum Kyrrahafseyjunum, sem ég hef komið til,“ segir hann. „Þar er of heitt og vegalengd- in frá siðmenningunni of mikil. Mig langaði mest til að búa milli hárra trjáa og gam- alla húsa í þorpi eins og þessu. Þetta er eins og að hafa annan fótinn á Tahiti og hinn í fjallahéruðum Noregs.“ Og á hinn bóginn bunna innfæddir vel við hann. Heyer dahl var björinn borgarstjóri í nágrannabænum Alassio, meðan stóð á þriggja daga upp sberuhátíð ,og útlendingar voru í gamni látnir stjórna bænum. „Hann sá um alla þjónustu á staðnum, meira að segja umferðamálin og mat- væladreifingua. Allt gebk eins og í sögu, og sumir héldu því fram, að stjórnin hefði aldrei verið í eins góðum hönd um,“ sagði einn íbúa bæjar- ins. Heyerdahl hefur verið að safna efni í nýja bók, til að renna frekari stoðum undir þá kenningu sína, að Inidíán- ar frá Suður-Ameríku gætu hafa flutzt til Galapagos-eyja á Kyrrahafi. Auk fræðastarfanna hefur Heyerdahl verið að verða að ítölskum óaðalsbónda. Coleri Micheri mætti í raunréttrj kalla Heyerdahlbæ, síðan landkönnuðurinn byggði íbúð arhús sitt og keypti 15 smærri hús og kirkju frá átjándu öld og meira en 300 þúsund fer- metra af frjósömu landi. Heyerdahl eyðir mestum hluta tíma síns í húsinu sínu, 600 metrum fyrir ofan sjáv- armál, ásamt konu sinni, Yvonne, og dætrunum Ann- ette, sem er 13 ára, Marianne, 10 ára, of Bettinu, 8 ára. Hann segist hafa keypt allt þetta land í varnarskyni gegn „Steinsteypuinnrásinni" sem sólskinsþyrst fólk beldur í héraðið með byggingu gisti- húsa og íbúðarhúsa. „Mér hefur liðið afbragðs- vel hérna,“ sagði Heyerdahl við hádegisverðarborð með blaðamönnum í Genúa fyrir skömmu, „nema hvað stolið var frá mér í fyrra öllum heiðursmerkjunum og gömlu vopnunum, sem ég hafði safn að. Þjófarnir náðust, en heið- ursmerkin fundust aldrei.“ f sárabætur veitti blaða- mannaklúbburinn í Genúa Heyerdahl „Gullskútuna" í apríl sl. Þessi verðlaun eru veitt fyrir mesta sjóafrek árs ins og er eftirlíking af skipi Kólumbusar, „Santa Maria“. Hvattir London, 17. ágúst NTB. BANDARÍSKIR hermenu með grímur fyrir andlitunum skýrðu frá því í brezka sjónvarpinu í gærkvöld, að samtök í Evrópu andvíg styrjöldinni í Vietnam, anna hins vegar. Það eru fyrst og fremst frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, sem byggja þetta hús. Sýnir það einlægan áhuga þeirra á sem nánustum tengslum við ts- land og ísl. þjóðina. Gert er ráð fyrir að húsið kosti um 38 millj. króna og geti tekið til starfa á miðju næsta ári. Þar verður höfuðmiðstöð norrænnar samvinnu hér á landi. Þar verður aðalbæki- stöð Norræna félagsins og sendikennarar Norðurland- anna við Háskóla íslands hafa þar aðsetur. Þar verð- ur gott bókasafn og ágætur samkomusalur fyrir hvers konar samkomur er lúta að norrænu samstarfi. Ástæða er til þess að ætla, að þessi nýja stofnun geti orðið gagnleg og merk menn- ingarstofnun. — Islendingar þakka þann vinarhug frænd- þjóðanna, sem liggur til upp- hafs hennar og starfsemi. strjúka hefðu hjálpað þeím að strjúka úr bandaríska hernum. Sögðu þeir, að þessir aðilar hefðu skorað á þá að strjúka frá bandarískum herstöðvum í Evrópu og síðan aðstoðað þá við að útvega sér vinnu í ýmsum löndum í Evrópu. Sameinuðu þjóðunum, 19. ágúst — AP — U THANT,, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur til- kynnt, að austurhluti Nígeríu, sem sagt hefur skilið við sam- bandssljcrnina þar og nefnir sig nú Biafra, geti ekki vænzt neinn ar aðstoðar af hans hálfu í þvf skyni að fá komið í veg fynr, að brezk vopn verði send til sambandsstjórnarinnar sem berst fyrir því, að komið verði í veg fyrir skiptingu landsins. Skýrði talsmaður fram- kvæmdastjórans fréttamönnum frá því, að framkvæmdastjórinn ar uim, hvar þeir skyidu leita aðstoðar, þegar þeir hefðu tekið ábvörðun uim að fara þannig að. „Mr. Cook“ sagði, að hermenn, seim yfirgætfu herstöðvar sínar í löndum eins og Hollandi og Vest ur-Þýzlkalandi, væri smyglað annað hvort til Frabblands eða hlutiausra ribja eins og Sviþjóð- ar. Sagði hann, að starfandi væru hópar í þessu marfbmiði 1 öllum löndum Evrópu neraa Portugal. hefði talið, að ekbi væri neinna aðgerða þörf varðandi orðsend- ingu, sem honum barst á fimmtu dag fró Onyegbula í utanríkis- ráðuneyti Biafra, þar sem farið var fram á, að Sameinuðu þjóð irnar kæmu í veg fyrir vopna- sendingarnar. Talsmaðurinn skýrði ekki frá ástæðum U Thants fyrir þess- ari ákvörðun, en í sáttmála Sam einuðu þjóðanna er gert ráð fyr ir, að einungis ,ríki“ geti leitað til Sameinuðu þjóðanna um að- gerðir og Biafra er hvergi við- urkennt sem ríki. Maður, sem kallaði sig „Mr. Cook“. staðhætfði, að hann væri yfirmaður þeirrar hreyfingar í Frakkiandi, sem, að því er bann sgði, stjórnar þessari starfsemi í Evrópu. Hamn skýrði frá því að dreifibrétfum hefði verið dreift á meðal hermannanna, þar sem siborað var á þá að strjúka og þeir fengu upplýsing- Eiinn hermiaður, sem sagði, að hann hefði strokið frá herstöð sinni í Hol'laindi, s'kýrði f;á því, að hann hefði hatft sam- band við hina svoböliuðu „prov- os“ (iðjuleysingja) í Aimisiterdam. Þeir hefðú leynt honum í marga mánuði, áður ein þeir hefðu koim- ið honum með Leynd í gegnum BelLgíu til Parísar. Skiptir sér ekki af vopnasendingum — til sambandsstjórnar Nigeríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.