Morgunblaðið - 22.08.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967 Hátíðleg athöfn að Sauðanesi I NORDVESTURHORNI gamla kirkjugarðsins að Sauðanesi á Árni G. Eylands flytur ræðu sína. Árni var fyrir skömmu útnefndur heiðursfélagi í Ark- tisk Forening fyrir hlutdeild sína í þessu máli. Langanesi hvíla fimmtán af þeim sautján Tromsþbúum, sem fórust með selfangaranum Frit- hjof frá Tromsö við Langanes hinn 5. október 1907. Tvö lík fundust aldrei og aðeins einn komst af, vélstjórinn Elías Samuelsen. Síðan þá hafa þessir hraustu sjómenn hvílt í íslenzkri mold en ieiði þeirra legið ómerkt hjá garði þar tii sl. laug ardag, að átta manna hópur frá Tromstí lagði leið sína austur á Sauðanes og afhjúpaði þar mynd arlegan bautastein á leiði landa sinna. Athöfnin hófst í kirkjunni að Sauðanesi. Séra Marinó Krist- insson, prófastur, fór með stutta bæn og minntist síðan hinna föllnu sjómanna, sem lögðu upp til að hjálpa öðrum en sneru aldrei aftur. Frá kirkju var gengið niður í kirkjiugarðinn. Á leiði sjó- mannanna norsku hafði verið reistur bautasteinn úr graníti og leiðið jafnframt snyrt til. Yfir- umsjón með því verki hafði Árni G. Eylands en blaðagrein, sem hann ritaði fyrir tveim ár- um í Tromsþ, varð aflvaki þess, að minnismerki þetta varð að veruleika. / Fyrst flutti fyrirliði Tromsþ- búa, Direktþr Hagerup, stutt ávarp, þar sem hann rakti sögu slyssins og aðdragandann að til- komu bautasteinsins. Þá mælti Norskir g íslenzkir kirkjugestir í Suðaneskirkju. (Myndirnar tók'Ma'ts Wibe Lund jr.) Árni G. Eylands nokkur orð en síðan afhjúpaði Inger Stener- sen steininn, en í sikipssskaðan- um við Langanes missti hún báða afa sína, Johannes Larsen, skip- stjóra, og Sigurd Stenersen, stýrimann. Bautasteinninn gerði norski myndhóggvarinn Sjolin úr graníti frá Tromsþ. Á steininn er höggvin mynd af selfangara fyrir fuilum seglum og þar und- ir ígreypt koparplata með nöfn- um þeirra, sem fóruist með Frit- hjof. Þegar steinninn hafði verið afhjúpaður flutti Aðalbjörn Arn grímsson, flugvallarstjóri Þórs- nöfn, frumort kvæði og lagðir voru blómsveigar við bautastein- inn. Að lokum flutti séra Marinó bæn og blessaði minnisvarðann. Viðstaddir þessa látlausu en hátíðlegu athöfn voru einnig nokkrir Langnesingar, sem rnundu eftir slysinu og höfðu verið viðstaddir jarðarför þeirra, sem fórust. Á eftii flaug flugvél Flugfé- lags íslands, sem hafði beðið hópsins, meðan athöfnin fór fram, yfir staðinn þar sem Frit- hjof fórst fyrir sextíu árum. Brattir iiamrarnir voru ógnvekj- andi sem fyrr en þar sem áður ólgandi brimið hafði orðið sautján manns að fjörtjóni, léku sér nú iéttar öldur í fjöruborð- inu. Direkttír Hagerup rekur sögu slyssins og aðdrangandann að tilkomu bautasteinsins. lnger Stenersen afhjupaði stcimnn og lagði við liann blóm- sveig frá ættingjum hinna látnu. - SKÖGRÆKTIN Framthald af bls. 10 manna, en væri í en.gium vafa um, að innan tíðar gaetu ís’lendingar unnið trjávið úr skógum sínum. Siigurd Revheim halfði kom- ið (hér fyrir 6 árum o>g mynd- uðium við hann fhjá einu trénu síðan þá. Hann á beima nálægt Biergen, og kvaðst ánægður með árangurinn af starfinu 1961. Við hittum marga aðra Norðm’enn að máli, bæði kon- ur ag karla, en of langt yrðl að tillfæra öll þau viðtöl hér í stuttri gnein. Þó síkal getið um flokks’stjórann, Frithjov Pediersen, sem sagðist vel geta hugsað sér að eiga hérna . i— — - — -- - . iheima. Hann hafði koimið hing að áður, og sagði, að á skóg- ræktinni síðan hann viar hér síðast, væri mikill mismunur, og sjáanlegt að skógur þrif- ist hérna vel. Elkki má heildur gleyma rit- höfiundinium Halvor Sandsdal- en, sem auk þess er blaða- maður að atvinnu, og er frá Þelamörk, og þá ekki síður 24 ária gömlum biaðamanni frá Firdaposten í Florö, Har- aldi Stav.ang, siem var mér mikið (hj'álplegiur, þeigar ég varð uppiskroppa með filmur í þessiari ferð minni. Við fylgduimst síðan með hópnum niður að Geysi, þar sem fiólkið skipti um föt og s'krýddist þjóðlbúningum til að taka á móti Haraldi ríkis- ‘ ■ - - wr- '■ - - arfa. Elkki er að eía, að g’leðin yfir að hittast hafi verið gagn kvæm, endia má það sjé á ein.ni myndinni, hve ríkisarf- inn er brosmildur, þar sem hann gengur milli allra Norð- mannanna og heilsar þeim með handabandi. Mcð komiu sinni til íslands, hafa bæði hann og þetta in- dæla 'skógræktarfólk, stuðlað að aukinni vináttu milli þjóð- anna, aukið kynni milli þess- ara þjóðla, sem raunar hafa alla tíð og ekki að óeekju talið sig mestu frændþjóðirn- ar. Að lokum beztiu þakkir til skógræktarfólksins fyrir á- nægjnlega samveru, og víst er um það, að það er hingað veilikomið aftur. — Fr. S. -l*— Ingeborg og Othar Hvoslef, en hann var fararstjóri Norðmann anna. Sjálfur er hann fylkisskógarstjóri á Jaðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.