Morgunblaðið - 31.10.1967, Page 1
32 síður
54. árg. 247. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Handritín:
Viðurkenningar-
málinu frestað
Kaupmannahöfn, 30. okt.
Einkaskeyti til Mbl.
FRESTAÐ hefur verið til 2.
febrúar 1968 hinu svonefnda
viðurkenningarmáli dönsku
stjórnarinnar gegn Árnastofn
Rændi brúð-
inni — framdi
sjálfsmorð
Cleveland, Ohio, 30. okt.,
AP.
RÚMLEGA tvítugur maður,
Robert Batch, rændi nýgiftri
19 ára gamalli stúlku sl. laug-
ardag og hélt henni fanginni
í kvistherbergi sínu í Cleve-
land fram á mánudag. Þá
særði hann stúlkuna með
byssuskoti og framdi síðan
sjálfsmorð. Stúlkan, Linda
Caldwell, hafði áður verið í
tygjum við Batch, en giftist
öðrum á fimmtudag í fyrri
viku. Á laugardagsmorgun
réðst Batch inn á heimili
ungu hjónanna, skaut á eigin-
manninn og særði hann lítil-
fjörlega og hafði stúlkuna síð-
an á brott með sér.
Fjöldi lögreglumanna hafði
gætur á verustað mannræn-
ingjans og fórnarlamtos hans
yfir helgina, en lögreglumenn
irnir höfðust lítið að, þar eð
Batch hafði hótað að skjóta
stúlkuna, ef þeir reyndu að
brjótast inn í herbergið hans.
A snnnudags- og mánudaigs-
nótt beindu lögreglumennirn-
ir leitarljósum að húsinu, sero
þau höfðust við í og skaut þá
Batch hvað eftir annað á leit-
arljósin. Síðdegis á mánudag
fór móðir Batch að henbergi
hans og bað hann að láta
stúlkuna lausa. Skömmu síð-
ar kváðu við tveir skothvellir
og þustu lögregluimenn þegar
inn í herbergið. Þá var Batch
látinn, en Linda Caldwell
særð skotsári á brjósti. Líðan
hennar mun nú allgóð eftir at-
vikum. Batch gekk ekki heill
til skógar andlega, og hafði
áður dvalizt á geðveikrahæli.
uninni, sem höfðað er í því
skyni, að hæstiréttur viður-
kenni, að ríkið sé ekki skaða-
bótaskylt fyrir þau handrit,
sem afhenda á íslendingum.
Málinu er frestað að beiðni
Poul Schmiths, ríkislög-
manns.
Ástæðan til frestunarinnar er
sú, að afla þarf upplýsinga og
gera rannsóknir málinu viðvíkj-
andi.
Lógmaður Árnastofnunarinn-
ar, Gunnar ChriStrup, benti á
það í málskjölum sínum 7. apríl
sL, að í eigu stofnunarinnar séu
að hluta til handrit, sem féllu í
arf eftir Árna Magnússon, og
að hluta handrit, sem síðar voru
fengin. Hvað sfðara atriðið á-
hrærði hlyti stofnunin að hafa
athafnarétt innan hinna ákveðnu
ramma. Ríkislögmaðurinn mun í
sínum málskjölum gera grein
fyrir skoðunum sínum varðandi
þessi atriði. Næstu þrjá mánuði
verður unnið að gerð lista yfir
þau handrit og skjöl ýmiskonar,
sem stofnuninni áskotnaðist eftir
lát Arna Magnússonar . — Ryt-
gaard.
Leiðtogar 500 millj. rómversk-kaþólskra manna og 150 millj. grísk-kaþólskra, Páll páfi VI., og
Athenagoras, patríarki, stefna nú að samkomulagi milli kirkna sinna og í því skyni heimsótti
páfi Athenagoras í Istanbúl fyrir fáeinum mánuðum. Fyrir nokkrum dögum endurgalt Athena-
goras heimsókn páfa og sjást þeir hér á myndinni heilsast með miklum innileikum í fordyri
basilíku heilags Péturs í Vatíkaninu. (AF-mynd).
Geimvisindaafrek Sovétmanna:
Tvð ómðnnuð geimför
tengd saman í geimnum
Moskvu, 30. okt.,
AP-NTB. ,
SOVÉZKUM vísindamönum
tókst í dag í fyrsta sinn í sögu
geimferða, að tengja saman
tvö ómönnuð geimför úti í
himingeimnum. — Geimförin
Kosmos 186, sem skotið var
upp á föstudag og Kosmos
188, sem skotið var upp í dag,
ferðuðust samantengd um
geiminn í þrjár og hálfa
klukkustund en voru síðan að
skilin með fjarstýritækjum
frá jörðu. Slík samantenging
tveggja eða fleiri geimfara
Veitt Nóbelsverðlaunin
í eðlis- og efnafræði
Friðarverðlaun ekki veitt í ár
Stokkhólmi, 30. okt.
NTB, AP.
TILKYNNT var í Stokk-
hólmi í dag, að Nóbels-
verðlaunin í eðlisfræði
hefðu í ár verið veitt Hans
Albrecht Bethe, prófessor
við Cornell-háskóla í Ith-
aca í Bandaríkjunum, fyr-
ir rannsóknir hans á orku-
framleiðslu stjarnanna og
uppgötvanir á því sviði. —
Rit hans um þessar rann-
sóknir kom út þegar árið
1938.
Verðlaununum í efna-
fræði var skipt til helm-
inga og kom annar helm-
ingurinn í hlut Manfred
Eigen, prófessors við Max
Planck-stofnunina í Gött
ingen í V-Þýzkalandi, en
hinum helmingnum var
skipt að jöfnu milli
tveggja brezkra vísinda-
manna, þeirra R. G. W.
Norrish, prófessors við
Cambridge-háskóla, og Ge
orge Porters, prófessors
við Royal Institution í
London.
Ver'ðlaunin í læknisfræði
Framhald á bls. 24
úti í geimnum er nauðsyn-
legur liður í áætluninni um
að senda mannað geimfar til
tunglsins. Bandaríkjamönn-
um tókst í fyrra, að tengja
Gemini-geimfar við Agena-
eldflaug í geimnum, en Gem-
ini-farið var þá mannað og
sáu geimfararnir sjálfir um
stjórn þess. Moskvuútvarpið
sagði í dag, að fjarstýrð
samtenging geimfara, slík
sem þessi, opnaði möguleika
fyrir uppsetningu stórra
geimstöðva umhverfis jörðu.
Formaður sovézku vísinda-
akademíunnar, prófessor Keldysj
vísaði í dag á bug þeim sögu-
sögnum, að senda ætti einn eða
fleiri sovézka geimfara í geim-
ferð daginn fyrir byltingaraf-
afmælið, þann 7. nóv. nk. Pró-
fesorinn upplýsti þetta á blaða-
mannafundi, sem haldinn var
viðvíkjandi Venus IV., sem mjúk
lenti á Venusi fyrir skömmu.
Keldysj færðist undan því að
Framhald á bls. 31
Arftakar Lúthers?
A-Þýskir kommúnistar telja sig rétt-
borna til andlegs arfs eftir Martein
Lúther, leiðtoga „borgarauppreisn-
arinnar" 1517
Berlín og Wittenberg, 30. októ-
ber, — AP — NTB —
KOMMÚNISTAR í A-Þýzka-
landi telja, að siðbót mótmæl-
enda sú er Marteinn Lúther
hleypti af stokkunum 1517 hafi
fyrst orðið að veruleika í októ-
berbyltingunni rússnesku 1917
og telja sig og stjórn sína þvi
réttmæta arftaka „anda hinnar
snemmbornu byitingar borgar-
Framhald á bls. 24