Morgunblaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 5
WfOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967 5 Fimm daga frí vegna hátíðahaldanna Rœtt við dr. Kristin Cuðmundsson, um undirbúning vegna 50 ára afmœlis rússnesku byltingarinnar ana, og hér er verið að koma fyrir heljarstóru skilti. Á því er mynd af hermanni, og áletrunin: „Verndun ættjarðar- innar — heilög skyida hvers borgara Sovétríkjanna. AP—). MIKILL undirbúningur er hafinn í Rússlandi í samibandi við ihátíðahöld vegna hálfrar aldar afimælis byltingarinnar 7. nóvem/ber. Morgunblaðið hafði í gær samband við dr. Kristinn Guðmundsson, aan- bassador í Moskvu, og sagði hann m.a.: „Undirbúningurinn er geysi legur og það er auðséð að þetta verður stórkostleg há- tíð. í>að er löngu toyrjað að skreyta göturnar, og hefja annan undirtoúning og það Dr. Kristinn Guðmundsson, ambassador. dylst engum. að það er mik- ið í aðsigi. Ég hefi ekki enn orðið var við neina gesta- komu, a.m.k. ekki frá íslandi, en hefi heyrt að m.a. sé von á Einari OlgeirssynL Nokkur hluti hátíðahald- anna fer fram í Leningrad, en þangað verður ekki boðið erlendum fulltrúum, það er bara fyrir Rússana sjáilfa. Hinsvegar verður öllum skandinavísku sendiherrun- um boðið til hátíðar í Friðar- húsinu, 2. nóvemtoer, og þar verða fluttar ræður og erindi. Meðal þeirra sem tala eru Iskov, sjávarútvegsmálaráð- ’herra, sem fór í heimsókn til íslands í vor, og Alexei N. Krassilinikov, sem var fyrsti sendiherra Rúsisa á íslandi, og ko.m hingað í stríðslok". „Verðið þið varir við að það sé mikið meira um að vera en venjulega fyrir þessa hátíð?“ „Já, blessaður vertu, þetta er ekkert sambærilegt. Blöðin eru búin að vera yfirfull af fréttum um hátíðina, í langan tírna, og það er varla hægt að férðast um göturnar að nóttu til vegna herfylkinga. Það verður gríðarleg hersýning á Rauða torginu þann 7. og þeir eru þegar byrjaðir að æfa sig. Svo hef ég líka heyrt að það verði öllum landslýð gefið fimm daga frí í ti'lefni þessa. Það er líka auðséð að fólkið hlakkar til hátíðarinnar, og það verður áreiðanlega mikið um dýrðir. Ég býst líka við, að þetta fari friðsaimlega og skemmtilega fram allt saman, það er gött h,ljóð í öllum, sem ég hefi talað við. Ég var t.d. í boði hjá Tyrkjum í dag, það er þeirra þjóðhátíðardagur, og þar voru allir hinir blíðustu. Meira er varla um þetta að segja að sinni, en ég vildi biðja ykkur fyrir kveðjur frá okkur til allra heima á ís- landi“ . Ummæli Chal- fonts rangtúlkuð Lundúnum, 30. okt. — AP-NTB CHALFONT lávarður, formað- ur brezku nefndarinnar, er semja á um aðild Breta að Efna hagsbandalagi Evrópu, sagði í ræðu í dag, að ummæli sín varð andi ráðstafanir Breta, ef þeim yrði neitað um inngöngu í EBE, hefðu verið mjög rangtúlkuð. Samkvæmt fregnum af óform- legum fundi Chalfonts og nokk- urra blaðamanna eftir EFTA- fundinn í Lausanne í síðustu viku, á lávarðurinn að hafa sagt að komið gæti til greina, að Bretar segðu sig úr NATO og kölluðu heim hermenn sína í V-Þýzkalandi, er Bretum yrði meinuð aðild að EBE. Wilson, forsætisráðherra Stóra-Bretlands, sagði eftir að þessar fregnir komust á kreik, að stjórn sín hefði ekki í hyggju að svifta Chalfont formanns- embætti í EBE-nefndinni, þar eð ljóst væri að ummæli hans á fyrrgreindum fundi hefðu verið rangtúlkuð. Þetta stað- festi Chalfont sjálfur í símavið- tölum við ráðamenn í Bonn í dag. Parísarblöðin sögðu í dag, að ummæli Chalfonts hefðu gert Bretum meira ógagn en gagn viðvíkjandi tilraunum þeirra til að fá aðild að EBE. Kemur í ljós að flest dagblöð í Frakk- landi telja, að rétt hafi verið skýrt frá ummælum Chalfonts á blaðamannafundinum. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA«SKRIFSTOFA SÍMI io*ioa HVAÐ ER ROUX ? ? Það er mest notaða hárlitunarefnið í Bandaríkjunum. Fæsí nú á íslandi. Á HÁRGREIÐSLUSTOFUM er hægt að velja á milli u.þ.b. 1000 LITA og blæbrigða. Fæst í hinum góðu AEROSOL-brús- um, sem ROUX hefur einkarétt á. Biðjið um ROUX næst. þegar þér farið á hárgreiðslustofu yðar. Notið SUPEROXIDE, festinn, sem heldur styrkleika sínum í eitt ár a.m.k., eftir að flaskan hefur verið opnuð. Og 111 að reka endahnútinn á verkið! Notið það bezta! FANCITONE ’TWEENTIME CREME OYE SOLVENT CREME HAIR TINT HAIR CRAYON ROULITE SUPEROXIDE NICECHANCE CREM D'LITE ROULITE CREME rANCI-FULL RINSE RAPID HAIR LIGHTENER DEVELOPER FANCI-FULL rinse FANCI-FIX C0L0R APPLICATOR EXTRA CLEAN TOUCH LASH t BROW TINT HQLTSAP»TIK Laugholtsvegi 84, R. Snyrtivöruverzl, L/VUGAVEGI76 AKUREYRI:: HÁRALITUR — IIAIR TINT Hvers vegna er ROUX betra? Hárið verður mýkra og fær fallegan gljáa. ROUX gerir hárið ekki þurrt, eins og svo margir háralitir gera. ROUX er mjög auðvelt í notkun. (ath,- blandist í hlutföllunum: 2 SUPEROXIDE festir á móti 1 FANCI TONE háralit). er einnig nýjung. Hárskolun með litblæ, Hárnæring, hár- lagning, allt þetta í senn. RINSE er skol, sem þvæst úr við næsta CRYSTALLIZID CREME HAIR LIOHTINIR er dásamlegasta aflitunin. Reynið hana og þér verðið samreála. DYE SOLVENT tekur allan ekta lit úr hári yðar en skilur eftir yðar eiginlega lit. DYE SOLVENT ÞURRKAR EKKI HÁRIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.