Morgunblaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967
23
Níræður í gær:
Halldór Kr. Júlíusson
SUNNUDAGINN 29. október
varð Halldór Kr. Júlíusson, fyrr-
verandi sýsluimaður Stranda-
manna 90 ára. Hann lauk s+.ú-
dentsprófi við Menntaskólann í
Reykjavik er hann var 19 áxa
og prófi í lögfræði við Hafnar-
Háskóla 28 ára. Fulltrúi bæjar-
fógetans í Reykjavík var hann
frá 1905 til 1909. Þessi 4 ár, sem
Halldór var fuilltrúi bæjarfóget-
ans, var orð á því gert, hver at-
gerfismaður uppboðsbaldarinn
var, og uppboðin urðu að
skemmtun, sem fólkið sótti ekki
síður, til að komast í gott skap
en til þess að kaupæ Halldóri
er 'létt um að varpa fram snjöll-
um setningum og vekja þá
stemmingu, sem nauðsynleg er á
slíkum mannfundum.
Árið 1909 tekur Halldór við
sýslumannsembættinu í Stranda
sýslu og sezt að á Borðeyri.
Þessi 29 ár, sem hann gegnir
sýslumannsembættinu í Stranda
sýslu býr hann á Borðeyri í svo
nefndu Bryde-'húsi sem hann
keypti af Riis kaupmanni á Borð
eyri. Það er ekki ætlan min að
reka ævisögu Halldórs, það
munu aðrir gera, sem gera því
betri skil en ég er íær um. Mig
langar samt til að bregða upp
nokkrum svipmyndum, sem
geymst hafa í huga mínum frá
þeim árum, er ég var á Borð-
eyri og sá þá Halldór, og það
oft daglega.
Halldór er fríður maður, and-
litið sviphreint og öer votl um
skarpa hu.gsun og gáfur, vöxí-
urinn hlutfallagóður og ailar
heryfingar formfastar og . fyrir-
mannslegar svo af oer. Haiidór
er svo sterkur persónuleiki, að
hann þurfti ekki að klæðast
sýslumannsúniforminu, tii þess
að alir sæu, að þar fór sýsiu-
maður Strandamanna, er hann
gekk norður eftir Eyrinni sinni,
sem hann gerði svo oft, er hann
vildi vera einn, og ræddi þá
gjarnan við sjálfan sig. Þessi
Eyri, sem Halldór sótti svo oft tii
og undi sér vel á, var lítt gróin
grund, er hann tók hana til rækt
unar og gerði að grasgefnu túni,
sem skilaði sérstaklega góðri og
mikilli töðu árlega.
En þó Halldór væri svona
sterkur persónuleiki, að allir sæu
að þar gekk sýslum.aðurinn er
hann fór, þá vil ég taka það
fram, að engan sýsiumann 'hef
ég séð bera sýslumannsskrúðann
ja.fn tignarlega og hann. Aldrei
sá ég eða heyrði að menn töluðu
yfir höfuðið á Halldóri Kr. Júl-
íussyni. Nei, því hann var ávallt
sá, er rætt var við. Eitt réttar-
hald hiustaði ég á þar sem Hall-
dór sýslumaður yfirheyrði sak-
borning og vitni. Og þá komst
ég að þeirri niðurstöðu, að erfitt
ætti sá, sem lýgi að Halldóri
sýslum.anni fyrir rétti. Sá sem
slíkt reyndi mátti vera þjálfaður
í iðninni og kjarkmaður, sem
ekki léti sér bregða við óþaegi-
lega og óvæntar spurningar
sýslumanns. Það var hyggilegt
að segja satt frá, er maður stóð
frammi fyrir Halldóri Kr. Júlíus-
syni.
Mér verður það jafnan í
fersku minni, er ég sá þá þrjá,
Halldór Kr. Júlíusson, Guðmund
Ögmundsson á Fjarðarhorni og
Hallgrím á Valdasteinsstöðum
spila lombar. Að sjá svipbriigði
þeirra og vangaveltur, er þeir
voru að ákveða sagnirnar og
heyra tilsvör þeirra. Það var
skemmtilegt.
Ég min.nist þess með þakkiái-
um huga, hve gott er að sækja
sýslumannshjónin heim. Þau
taka af sérstakri alúð og höfð-
ingsskap á móti gestum sínum
og rmaður finnur glökkt að mað-
ur er velkominn. HaUdór er
líka fljótur að átta sig á hvað
gestunum er hugþekkast að
ræða. Málflu' ningur Halldórs er
jafnan á þann veg, að maður skil
ur og man betur það er hann
segir en flestir aðrir.
Oft bar við, er memn gengu
á fund Halldórs sýslumanns, að
þeim advldist þar inni lengur
en ætlað var, er inn var gengið.
Það var til orgel í sýslumanns-
húsinu, og' Hjörtur, sonur Hall-
dórs, var fús til að taka í orgel-
ið, er faðir hans óskaði eftir því.
Og þá opnaði Halldór stofulhurð-
irnar og gerði þrjár stofur að
einni og .gekk svo um gólf og
söng með sinni sterku rödd,
ásamt gestum sínum. Og er
hljómur söngs og orgelspils barst
út um opna glugga bættist oft
liðsauki, og svo var sungið og
spilað fram eftir kvöldi.
Þessar myndir minninganna
eigum við, sem dvöldum á Borð-
eyri í tíð Halldórs Kr. Júlíusson-
ar, en við Strandamenn eigum
eina minnimgu sameiginlega og
hún er sú, að Halldór Kr. Július
son var sýslumaður okkar í 29 ár
og að hann var fallegasti og tig-n
arlegasti sýslumaður, sem
Strandamenn. hafa átt. Hann er
éins og sýslumenn eiga að vera.
Á þessum merku tíma-mótum
í ævi H-alldórs vil ég bera fram
heillaóskir mínar og bið Guð að
blessa honum komandi tíma.
Br.
SL. sunnudag 29. þ.m. varð Hall-
dór Kr. Júlíusson, fyrrum sýslu-
maður Strandamanna, nír-æður
að aldri. Halldór er sonarsonur
Halldórs yfirkennara Aiðriks-
sonar, sem var með beztu og
merkustu fslendingum á nítj-
ándu öld. Júlíus, faðir Halldórs
sýslumanns, var lengi læknir
Húnvetninga. Hann þótti at-
kvæðamikill læknir fluggáfaður
og lærður vel, jafnframt var
hann stórbóndi og mikill atorku-
maður.
Halldór sýslumaður er eigi síð
ur kynborinn í móðurætt: Ingi-
björg móðir hans var dóttir sr.
Magnúsar prests á Grenjaðar-
stað Jónssonar, en þeir voru á
sinni tíð taldir með m.erkustu
prestum norðanlands. Þeir voru
báðir orðlagðir fyrir vel heppn-
aðar lækningar þó ekki væru
þeir sérlærðír í þeirri grein. Sr.
Jón hafði konunglegt lækninga-
leyfi. Þessir merku feðgar áttu
skammt ætt 9Ína að rekja til sr.
Halldórs Hallssonar prests á
Breiðabólstað í Vesturhópi, sem
að ýmsu leyti kom við sögu
átjándu aldar og hélt virði-ngu
sini óskertri þó við ofstopamenn
væri að eiga á þeirri rysjuöld.
Ég, sem þessar línur rita, hefi
haft kynni af Halldóri Júlíus-
syni, sýslumanni, í marga tugi
ára. Allar minningar mínar um
þennan merka mann eru mér
kærar. í fjölmörg skipti fyrr og
síðar hefi ég otið gestrisni han-s
og alúðarvináttu. Stundum hefi
ég letað til hans um lögfræði-
legar ráðleggingar og gefizt vel,
en borgun fyrir slíka aðstoð
vildi hann aldrei þiggja.
Halldór er einn svipmesti og
glæsilegasti persónuleiki, sem ég
hefi þekkt á langri ævi, mikill
á velli, fríður sýnum, málró-mur-
inn sterkur og djúpur og fyrir-
ma-nnlegur í fasi og framgöngu
svo að af bar. Manna er hann
hreinskilnastur svo enginn sem
þekkir hann myndir ætia að
hann kynni að tala urn hug sér,
hvað sem um væri sð ræð-a. Oft
hefi ég notið yndisstunda á heim
ili hans og fræðzt af honum.
Hann er óþrotlegur sjór í mann-
kynssögu og málfræði, en-da er
hann latínumaður góður og hef-
ur lesið vel hina fornu latnesku
höfunda.
Það eitt kann ég frá embættis
ferli hans að segja, að reglu-
semi hans var viðbrugðið og
það er mér kunnugt um, að yfir-
mönnum hans þótti vart aðrir
kom-a til greina, þegar mikinn
vanda þurfi að leysa.
Ekki hefur Halldór sýslumað-
ur haft mikil afskipti af stjórn-
málum á langri ævi, enda hefði
honum varla verið h-ent, að
binda sig fastan við neinn ein-
stakan stjórnmálaflokk þótt
hann hafi margsinnis átt þess
kost. Jónas Jónsson, fyrrum ráð-
herra, færði það eitt sinn í tal
við hann, að hann gengi í Fram-
sóknarflokkinn, sem Jónas stjórn
aði þá og efldi mjög. Ekki lét
Halldór þes kost og kvað sér
skapfellt að vera óháður. Jónas
sótti þá ekki það m-ál fastar, en
lét -svo u-mmælt að hann væri
eins og maður, sem hefð-i tvo
stóla, en settist þó á gólfið.
Halldór sýslumaður virtist
haaf tekið í arf frá feðrum sín-
um hneigð til búskapar. Halldór
yfirkennari hafði jafnan nokk-
urn kindastofn og Júlíus læk-nir
var hinn mesti búforkur. Þegar
Halldór var sýslumaður á Borð-
eyri hafði hann löngum búskap
á lí+illi jörð þar í grend. Þegar
hann gekk sjálfur í búsannir,
klæddist hann verkamannaföt-
um án alls tilhalds. Einn gáfaður
og glöggur samtímamaður hans
þar á staðnum, lét þess eitt sinn
getið við mig, að þó Halldór
klæddist lörfum og gengi í
verstu skarnvinnu, myndi eng-
in-n þó alókunnugur væri, vill-
ast á því að þar væri þó sýslu-
maðuri-nn, svo langt bar hann af
öðrum mönnum af allri gerð.
Ég vil hér með færa þessum
háaldraða góðvini mínum hug-
heilar heillaóskir með þökk og
virðingu.
Magnús S. Jónsson.
Til leigu
rúmgóð 2ja herb. íbúð með baði og geymslu á góðum
stað í Hafnarfirði. Stutt í strætisvagna. Aðeins
reglusamt fólk kemur til greina. Fyrirframgreiðsla.
Tilboð merkt: „5879“ sendist Mbl. fyrir n.k. föstu-
dag.
Síldarstúlkur
Getum bætt við nokkrum söltunarstúlkum.
Upplýsingar gefur,
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna,
eftirlitsdeild — sími 22280.
Söltunarstöð Síldarvinnslunnar,
Neskaupstað.
Til sölu
fokhelt raðhús í Fossvogshverfi. Tilbúið til afhend-
ingar strax. Tilboð óskast send afgreiðslu Mbl.
fyrir miðvikudagskvöld merkt: „463“.
SKRR - leikfimi
Leikfimi fyrir skíðamenn hefst í ÍR-húsinu
í kvöld kl. 19,50.
S.K.R.R.
Chevrolet 1955
Til sölu er Chevrolet fólksbifreið smíðaár 1955.
Bifreiðin er nýstandsett og sprauiuð.
Til sýnis við bifreiðaverkstæði okkar Sólvalla-
götu 79, næstu daga.
BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS. Sími 11588.
Bazar
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík held-
ur BAZAR á morgun, miðvikudag 1. nóv. kl. 2
í Góðtemplarahúsinu, uppi.
NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ — GJÖRIÐ GÓÐ KAUP.
Garðahreppur
Börn óskast til að bera út Morgunblaðið í
Garðahreppi. Upplýsingar í síma 51247.
Skotfélagar - skotfélagar
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður hald-
inn í húsi Slysavarnarfélagsins við Grandagarð
sunnudaginn 5. nóvember og hefst kl. 9 stundvís-
lega.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Áríðandi lagabreytingar.
Greint frá Fmnlandsferð.
Fjölmennið. STJÓRNIN.
Sími 14226 - Skipti
4ra herb. góð íbúð í Heimunum, í skiptum fyrir
góða 2ja herb. íbúð.
5 herb. hæð við'Rauðalæk ásamt bílskúr, í skiptum
fyrir góða 3ja-—4ra herb. íbúð.
Eldhús við Sogaveg, í skiptum fyrir 4ra—5 íbúð.
SKIPA OG FASTF.IGNASALA,
KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR,
Laugavegi 27, sími 14226.