Morgunblaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967
Ungverjarnir koma ekki
Valur leikur 2 leiki ytra
- en Vasas greiðir allan
ferðakostnað Valsliðsins
UNGVERSKU meistararnir í knattspyrnu koma ekki til Islands —
og það verður engin uppbót á knatspymutímabilið hér, sem gat
orðið með því að sjá svo gott lið sem Vasas Budapest. Þetta er
nýjasta staðreyndin i samningum Vals og Vasas, sem á Iaugardag
virtist lokið. En nú er ákveðið að Valsmenn leika báða leikina í
Ungverjalandi, þann fyrri í Búdapest 15. nóv. og hinn síðari senni-
lega á öðrum stað 17. nóvember.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals
og blaðamenn sátu saman yfir
matborði í hádeginu í gær, og
ræddu um undirbúning leiks hér
á sunnudaginn, eins og samfð
hafði verið um í síma. Þá var
formaður knattspyrnudeildar-
Elías Hergeirsson, kvaddur í sím
ann og kom aftur með þau skila
boð að Ungverjarnir hefðu til-
kynnt Björgvin Schram, form.
KSI, sem séð hefur um samning-
ana fyrir Val, að þeir fengju
engar breytingar gerðar á 1.
deildar leikjum sínum heima
fyrir — eins og þeir hefðu reikn
að með — og gætu því ekki leik-
ið um helgi. Buðust þeir til að
leika hér miðvikudaginn 22. nóv.
Me'ð því var grundvöllurinn fall
inn fyrir leik þeirra hér á landi,
í landi skammdegisins, sem á
engan upplýstan völl.
Ungverjamir buðu þess í
stað að ganga inn á tilboð
Vals um að báðir leikirnir
yrðu í Ungverjalandi og Vas-
Framhald á bls. 24
Danir óttuðust Gunnlaug Hjálmarsson sýnilega. Þeir slepptu
honum aldrei lausum og fékk hann minna svigrúm en venju-
lega. Hér er þó eitt skot hans — og ekki er dregið af.
Fram var ofjarl bronsliðsins danska
Liösauki
til Dana
- móti FH
í KVÖLD kl. 8.30 er lokaleik
urinn í heimsókn danska
handknattleiksliðsins Stadi-
on. Móthcrjar þeirra í kvöld
verða hinar gömlu kempur
FH, sem að vísu bera ekki
meistaratitil nuna, en eru þó
taldir bezta félagslið lands-
ins í augnabliKinu.
Víst er að leikmenn Stad-
ion óttast þá, byrjuðu þegar
á laugardag að spyrja um þá
og gerðu uppskátt, að þeir
legðu mest upp úr úrslitun-
um í þeim leik — og vilja
hverfa heim með sigur yfir
FH. Kann það að stafa af
nýafstaðinni dvöi FH í Dan-
mörku.
En hvað um það. Danir
áttu á sunnudagskvöld von á
liðsauka fyrir þennan leik.
Átti þá að koma Ole Bay
Jensen, 27 ára gamall liðs-
maður Stadion, sem ekki
átti heimangengt er liðið
hélt til tslands. Komst hann
í A-landsIið Dana einu sinni
og hefur feikið í Kaupmanna
hafnarúrvali.
Hvort þetta nægir þeim til
sigurs, skal ósagt látið, en
fáir unnendur handknattleiks
vilja missa af lokaleiknum í
kvöld.
Sigur Fram var aldrei ■
hættu og lokatölur 12:8
„HVAR væru félög eins og Fram í dönskum handknattleik?“ var
spurning, sem skotið var fram undir lok leiks Fram og Stadion á
sunnudag. Fram hafði allan tímann haft undirtök í leiknum, fleiri
og betri skyttur, betri markvörð og alls ekki látið í minni pokann
í skipulögðum og þéttum varnarleik móti Stadion, sem í fyrravor
lenti í 3. sæti í 1. deild Danmerkur og er nú í 2. sæti — taplaust
það sem af er keppnistimabilsins þar. Svarið verður hver að finna
hjá sjálfum sér. Og svarið er harla gott frá íslenzkum mælikvarða
eftir ágætan leik Fram — þar sem fátt skorti nema betri sóknar-
leik. Lokatölur leiksins urðu 12-8 Fram í vil.
Þa3 gætti nokkurrar tauga-
spennu í báðum liðum í upp-
hafi og urðu 3 upphlaup Stadion
og 2 hjá Fram árangurslaus. —
Tíminn leið og fyrst á 7. mín.
skorar Gylfi Jóhannsson fyrsta
mark leiksins. Örskömmu. síðar
jafnar Werner Gárd — einn af
,silfurmönnum“ Dana frá HM í
fyrra, en hann fékk Stadion
með sér í íslandsferðina, en
Gárd leikur annars me'ð HG.
Þetta varð fljótt „leikur varn-
araðferðanna" og tókst liðunum
er á leið sjaldan að finna smugu
í varnarveginn, sem ekki varð
auðveldlega fyllt áður en hætta
stafaði af. Er á leið liðu oft 3—5
mín. milli marka og markatala
leiksins mjög óvenjulega lág. —
En undantekning frá þessu
er þó 3 mín. kafli í fyrri hálf-
leik eða frá 7—10 mín. er
Guðjón Jónsson skorar tví-
vegis fyrir Fram með þ’»í að
finna sér smugu inn á línu
og skora. Breytti hann stöð-
unni á þessum leikafla úr 1-1
í 3-1.
Þegar Guðjón svo á 17.
mín. skoraði 4. mark Fram úr
vítakasti hafði Fram náð for-
ystu sem aldrei varð ógnað eftir
það— en heldur eki aukið neitt
að ráði.
Mikið var um stangarskot í
leiknum og á fyrstu stundar-
fjórðungunum átti Fram 4 stang
arskot en Danir 3.
í hálfleik var staðan 8-5 fyrir
Fram.
Upphafsmínútur síðari hálf-
leiks hafa oft or’ðið íslenzkum
larizt á línu Fram. Jörgen Frandsen er „kominn í gegn“. En Þorsteinn varði, þó færið væri stutt.
(Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)
Mörgum fannst gjöf Dana til
Víkings og Fram í upphafi
leikja óvenjuleg. — Og það er
hún.
liðum afdrifaríkar — ekki sízt
móti dönskum handknattleiks-
mönnum. En nú fór á annan veg.
Eftir nær 5 mín. baráttu tókst
Guðjóni að auka forskot Fram
og 4 mín. síðar jók Gunnlaugur
forsktið í 10-5. Þegar svo Þor-
steinn varði vítakast litlu síðar,
hafði Framliðið unnið „sálræn-
an“ sigur og það sem eftir var,
var tæknilegt atriði.
Baráttan harðnaði að vísu —
og Guðjón vabð að víkja af velli
í 2 mín. fyrir leikbrot. En allt
kom fyrir ekki. Forskotið varð
aldrei minna en 4 mörk — þrátt
fyrir að Gunnlaugur hæfði ekki
mark Dana í vitakasti. Leiknum
lauk með öruggum sigri Fram,
12-8.
Þorsteinn Björnsson mark-
vörður átti sérstakan heiður
skilið fyrir góða frammistöðu. —
Hann varði tvö vítaköst í leikn-
um, annað frá „silfurmanninum"
G&rd undir lokin. Að vísu voru
skot Dana ekki þau föstustu eða
hættulegustu sem sézt hafa í Há
logalandi — og flest urðu Þor-
steini auðveld vegna gó'ðra stað-
Framihald á bls. 24
Stadion vann Víking 26-19
■ I daufum leik
VÍKINGAR, sem eru gestgjafar
dönsku handknattleiksmannanna
sem hér dvelja nú, veittu þeim
vægast sagt ekki mikia mót-
spyrnu í fyrsta leik heimsókn-
arinnar á laugardaginn. Frá
byrjun til leiksloka höfðu Dan-
irnir tögl og hagldir í leiknum
og spurningin var aðeins, hversu
stór sigurinn yrði.
Á fyrstu 10 mínútunum sköp
uðu Danir sér þriggja marka
forskot og um miðbik hálfleiks
ins jókst það í 6 mörk. Eftir
það var lítið í leikinn varið og
deyfð og áhugaleysi einkenndi
hann öðru fremur.
í hálfleik var markamunurinn
7 mörk eða 6:13 og allri keppni
í leiknum lokið um sigurinn.
Forskot Dananna komst upp í
8 mörk (15:23), leiknum lauk
með sigri Dananna 26 gegn 19.
Danirnir verða ekki dæmdir
eftir þessum leik, svo auðveld-
ur var hann þeim.
Víkingsliðið var allan tímann
hálf feimið óg einhæfur leik-
ur þess kringum Einar og Jón,
stórskyttur liðsins, ekki ógn-
vekjandi að marki, Þegar þar
ofan á bættist að Jóni voru mjög
mislagðar hendur við markskot-
in í fyrri hálfleik, varð vopn
Víkings aldrei beitt.
Dómari var Óli Ólsen og var
heldur daufur við verkefnið
eins og allur svipur leiksins.
Mörk Víkings skoruðu: Ein-
ar Magnússon 7, Jón H. Magn-
ússon 7, Gunnar Gunnarsson 3,
Rósmundur og Páll 1 hvor.
Mörk Stadion: J. Hansen 6,
Lauridsen og Gárd 4 hvor,
Frandsen og Carstensen 3 hvor,
Sigurstand og Lienskiær 2 hvor,
ísaksen og Andersen 1 hvor.
Vnlur og Frum
jöfn 2-2
VALUR og Fram hafa ekki hlgt
knattspyrnuna á hilluna, enda
er Ungverjalandsför fyrir dyr-
um hj’á íslandsmeis'turum Vals.
Liðin léku æfingaleik á sunnu-
daginn og lauk honum með 2
mörkum gegn 2. Mörk Fram
skoruðu Elmar Geirsson og
Gunnar Guömundssion en mörk
Vals Reynir Jónsson (úr víta-
spyrnu) og Birgir Einarsson.