Morgunblaðið - 31.10.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 31. OKT. 1967
3
Borgareyrium, 28. okt.
f DAG var hin nýja brú á Jök-
úlsá á Sólheimasandi formlega
opnuð til umferðar af samgöngu-
málaráðherra, Ingólfi Jónssyni.
Viðstaddir opnunina voru auk
ráðherra vegamálastjóri Sigurð-
ur Jóhannsson, Árni Pálsson, yf-
irverkfræðingur og aðrir sem
unnið hafa að undirbuningi og
framkvæmd verksins. Þá voru
einnig meðal gesta þingmenn
kjördæmisins, sýslumaður Rang-
æinga og sýslumaður Skaftfell-
inga. Verkstjórar við brúarbygg- Frá brúarvígslunni á Jökulsá. Á myndini eru m.a. Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra,
inguna voru Haukur Karlsson og Árni Pálsson yfirverkfræðingur, Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri. Einar Oddsson sýslumað-
Brandur Stefánsson. ur og Steinþór Gestsson alþingismaður.
Ný brú vígð á Jökulsá
á Sólheimasandi
Vegna stórrigninga gat þessi
athöfn ekki farið fram á venju-
iegan hátt. Samgöngumálaráð-
herra ók bifreið sinni fyrstur
vestur yfir hina nýju og glæsi-
legu hrú, og á eftir fór löng lest
bifreiða.
Því næst var haldið til skála
brúarmanna og öllum viðstödd-
um boðið til kaffidrykkju Margar
ræður voru fluttar. Auk sam-
göngumálaráðherra og vegamála
stjóra tóku til máls Einar Odds-
son, sýslumaður í Vík, Björn Fr.
Björnsson, sýslumaður á Hvols-
velli, Þorlákur Björnsson, 'bóndi
Eyjarihólum og Ágúst Þorvalds-
in koma Skaftfellingirm sérstak-
lega að gagni. Hún tengdi sam-
an tvær sýslur, sem ávall't hefðu
haft vinsamleg samskipti.
Ráð'herra bennti á, að þótt
þessari hindnun, sem Jökulsá
hefði yerið, hefði verið rutt úr
vegi, hefðu mlörg vatnsföll verið
óbrúuð á þessum tímum, bæði
fyrir austan og vestan. Þegar
farið hefði verið vestur á bóg-
inn voru allar ár undir Eyja-
fjöllum óbrúaðar. Einni'g Mark-
arfljót og vötnin í Landeyjum.
Álar, Affall og Þverá, sem voru
mikil vötn áður en garðurinn
Nýja Jökulsárbrúin.
son, alþingismaður, Brúnastöð-
um.
í ræðu sinni sagði Ingólfur
Jónsson, samgöngumálaráðherra
m.a., að Jökulsá á Sólheima-
sandi hefði verið mikill farar-
tálmi og tekið mörg mannslíf,
áður en hún var brúuð. Það hefði
því verið mikið fagnaðarefni 4.
sept. 1921 þegar gamla brúin.
sem nú hefði lokið hlutverki
sínu, var opnuð til umferðar.
Brúin var vígð af Pétri Jóns-
syni atvinnumálaráðherra. Jón
Þorláksson, landverkfræðingur,
gerði teikningar og áætlun um
brúna, og voru iög samþykkt
um brúarbygginguna 1911 og
heimilað að verja 78 þús. króna
til framkvæmdarinnar. Það var
þó ekki fyrr en 1917, sem sam-
þykkt var að veita 25 þús. kr. á
fjárlögum í þessu skyni. Það var
hinsvegar ekki fyrr en 1920, sem
hafizt var handa við verkið og
var fraimkvæmdum lokið árið
eftir. Kostnaðurinn varð 250 þús.
kr., eða tvöfalt meiri en nokkur
önnur brú hiefði áður kostað.
Dýrasta brúin fram til þess t'íma
hefði verið Lagarfljótsbrúin, er
kostað hefði 125 þús. kr. Gat ráð-
herra þess, að á þessum tíma
hefði vegamálastjóri verið Geir
Zöega.
Ráðherra sagði, að það hefði
verið mikil samgöngubót að
þessari brú, sem hefði verið tal-
frá Fljótshlíð að brúarstæði við
Markarfljót var byggður. Sá
garður varnaði því að verulegt
vatn rynni um fyrrnefnd vatns-
föll.
Ráðherra sagði, að nú hefðu
mikil umskip'ti átt sér stað og
auðveldara væri nú um ferða-
lög en áður.
Nýja brúin væri glæsilegt
mannvirki, sem hefði kostað um
12 milljónir kr. Allir vildu
vona að steypa og stál, sem
brúin væri byiggð úr, væri nægi-
lega traust til þess að standast
vatnavexti og strauma j'ökuleflf-
unnar. Nýja 'brúin leysti gömlu
brúna af hólmi, sem þjónað
hefði mikilvægu hlutverki í 46
ár.
Ráðherra sagði, að þessi brú
væri mikils virði og ómissandi
fyrir Vestur-Skaftfellinga. Eigi
að síður væri hún ekki eingöngu
fyrir þá eina heldur væri hún
mikilvægur hlekkur í samgöngu
kerfi landsins. Fyrir ekki mörg-
um árum hefði verið talin fjar-
stæða, að ræða um hringveg
uim landið, en nú væri rætt um
það í alvöru. Spurningin væri
ekki lengur um það hvort hring-
vegur yrði að veruleika, heldur
væri spurt, um það hvenær það
mætti verða. Brúargerðir á síð-
ustu árum hefðu fært okkur nær
þessu marki. í sumar hefði verið
vígð stóbbrú á Jökulsá á Breiða-
mierkursandi, sem fyrir fáum
árum hefði verið talin óyfÍTstíg-
anleg hindrun á fyrrnefndri leið.
Fyrir tæpum tveimur árum
hefði vegamálastjóri teiknað á
íslandskortið hringleiðina um
'.andið og gert lauslega kostnað-
aráætlun eftir beiðni samgöngu-
málaráðuneytisins. Áætlunin
væri ekki ýtarleg, sem eðlilegt
væri, og því skyldu ekki hér
nefndar neinar kostnaðartölur.
Vegamálastjóri og verkfræðing-
ar hans störfuðu nú að rann-
sóknum og a'thugunum á því
hvernig mætti tryggja urnferð
um Skeiðarársvæðið og brúa
önnur þau vötn sem óbrúuð
væru á leiðinni. Rannsókn á
Skeiðarársvæðinu miundi taka
nokkurn t'íma, áður en mögu-
legt væri að gera endanlega áætl-
un um kostnað og fra.mkvæmdir.
Ráðherra minnti á, að fram-
kvæmdir væru miklar í landinu,
þót’t benda mætti á margt, sem
æskilegt væri, að koma í fram-
kvæmd innan langs tíma. Þjóð-
in væri fámenn í strjálbýlu
landi, en framkvæmdir kostuðu
fé, sem því aðeins fengist, að
framleiðsla væri mikil og tekj-
ur þjóðarfoúsins gætu staðið
undir kostnaðinum. í því sam-
bandi foenti ráðherra á, hversu
nauðsynlegt það væri að hafa
fjölbreyítari framleiðslu og
byggja nýjar stoðir undir at-
vinnulifið til þess að áföllin yrðu
minni þótt aflatregða kæmi og
verðfall yrði á sjávarafla, eins
og nú ætti sér stað. Vegna mik-
illa möguleika, sem landið hefði
að bjóða væri því ekki ás’tæða
til svartsýni, þótt móti blési um
sinn vegna minnkandi þjóðar-
tekna. Þjóðin mnn, sagði ráð-
herra, nýta möguleikanna, —
byggja upp nýjar atvinnugrein-
ar og halda áfram framkvæmd-
um og uppbyggingu, sem leiða
miun til betri lifsafkomu fyrir
þjóðarheildina. Nýja brúin á
Jökulsá á Sólheimasandi er að-
eins eit’t tákn um framfarir og
uippfoyggingu í landinu.
Að endingu sagði ráðherra, að
það væri ósk sín að þjóðin bæri
giftu til þess að halda uppbygg
iragarstarfinu áfram, og að nýja
brúin á Jökulsá á Sólheima-
sandi entist enn lengur en gamla
brúin og þjónaði enn meira og
mikilvægara hlutverki en hún
gerði. — Markús.
Heildarsölun um
172 þús. tunnur
48 skip tslkynntu afla á mánudagsmcrgun
A SUNNUDAG fór veður batn-
andi á síldarmiðunum og síð-
degis var Komið ágætt veður.
Veiði var allsæmileg fram eftir
nóttu, en í gærmorgun stóð síld
in svo djúpt, að engin veiði var.
Alls tilkynntu 48 skip um afla,
samtals 5.135 tonn. Mestan afla
fékk Helga RE eða 300 tonn.
Engin söltun var sl. sólar-
hring, nema að saltaðar voru
367 tunnur á einni stöð á Fá-
skrúðsfirði, og 793 tunnur á
Stöðvarfirði í fyrrinótt. Gert
var ráð fyrir að söltun hæfist
af fullum krafti aftur á flestum
stöðunum í nótt, en þá voru
flestir bátanna væntanlegir til
lands. Á sunnudagskvöld var
heildarsöltunin á öllu landinu
orðin 170192 tunnur.
Hér fer á eftir skrá yfir þau
skip, sem tilkynntu um afla á
mánudagsmorgun og sunnudag.
Rieykjanes GK, 70
Björg NK, 110
Brettingur NS, 150
Kristján Valgeir NS, 165
Eldfoorg GK, 180
Jörundur II RE, 80
Guðbjörg IS 14, 60
Arnar RE, 65
Hafdís SU, 80
Jón Kjartanss. SU, 90
Hrafn Sveinbj. GK, 40
Ól. Magnúss. EA, 80
Ásgeir RE, 100
Sigprvon RE, 80
Keflvíkingur KE, 80
Seley SU, 230 Vonin KE, 120
Dagfari ÞH. 160 Birtingur NK, 130
Helga RE, 300 Pétur Thorsteinas. BA, 70
Gideon VE, 140 Höfrungur II. AK, 60
Sæhrímnir NK, 130 Björgúlfur EA, 30
Jörundur III RE, 100 Sólrún IS, 80
Hoffell SU, 80 Jón Garðar GK, 90
Magnús NK, 100 Þorsteinn RE, 140
Magnús Ólaíss. GK, 120 Viðey RE, 90
Lómur KE, 140 Náttfari ÞH, 140
Bergur VE. 100 Guðbjartur Kristján IS, 70
Guðrún Guðleifsd. ÍS, 90 Guðrún Þorkelsd. SU, 75
Ögri RE, 90 Á sunnudag tiikynntu 4 skip
Bára SH, 80 um afla, 660 lestir.
Albert GK, 130 Dalalangi:
Hrafn Sveinbj. III GK, 90 Sigurpáll GK, 90
Guðbjörg ÍS 47, 190 Arnfirðingur RE, 110
Guðm. Pétursson ÍS, 100 Júlíus Geirmundss. IS, 230
Hannes Hafstein EA, 130 Þórður Jónass. EA, 230
STMSTEIMR
Þegar bogalistin
bregzt
Eins og kunnugt er hafa Fram
sóknart'oringjarnir og málgagn
þeirra, Tíminn, lagt á það mikla
áherzlu að undanförnu, að frá-
leitt væri að landsmenn tækjust
á herðar þær byrðar, sem - á
þjóðina hafa lagzt vegna afla-
brests og lækkandi verðlags út-
flutningsafurða. Hefur því verið
haldið fram umbúðalaust, að
einskis manns hagur þyrfti að
versna, þótt hagur þjóðarheild-
arinnar hefði stórversnað af
áðurgreindum ástæðum, rétt
eins og þjóðin væri eitthvað allt
annað en einstaklingarnir, sem
á íslandi húa. Einkum hefur
verið af þessum mönnum lögð
á það áherzla, að kjör launa-
manna mætti undir engum
kringumstæðum skerða og ekki
kæmi til að mála, að launþega-
samtökin sættu sig við kjara-
skerðingu um sinn. En svo
bregst Fram^jknarforkólfunum
allt í einu bogalistin í miðri
orrahríðinni.
„Stórfelldar ráðstaf-
anir, sem hljóta að
snerta launþega
alla"
S.l. sunnudag segir Timinn í
ritstjómargrein: „Ekkert er lík-
legra en gera verði eftir nokkr-
ar viku eða mánuði stófelldar
ráðstafanir, sem hljóta að snerta
launþega alla“. Þannig lýsir
þetta blað stjórnarandstöðunn-
ar því yfir, sjálfsagt óvart, að
það telji ráðstafanir þær, sem
ríkisstjórnin hefur nú boðað, svó
lítilvægar að óhjákvæmilegt
verði „eftir nokkrar vikur eða
rnánuði" að gera „stórfelldar
ráðstafanir, sem hljóta að snerta
launþega alla“. Þessa skoðun
byggir blaðið á því, að erfiðleik-
ar þeir, sem nú steðja að íslenzk-
um atvinnuvegum og þar með
þjóðarheildinni séu svo mikl-
ir að ráðstafanir þær, sem
rikisstjórnin hefur boðað geti
hvergi nærri nægt til þess að
Ieysa vandann í heild. Þar þurfi
miklu meira til að koma og hin-
ar stórfelldu ráðstafanir, sem
Tíminn boðar hljóti að „snerta
launþega alla“. Að mati Tímans
eru þannig þessar voðalegu álög-
ur, sem á landslýðinn eru lagðar
með þeim tillögum, sem ríkis-
stjórnin hefur gert til lausnar
efnahagsvandans, allt í einu að-
eins orðin lítilræði, því að „stór-
felldar ráðstafanir" hljóti að
koma síðar, þannig sé aðstaða
íslenzku þjóðarinnar.
Framsókn bÝður
blíðu sína
Víst er það rétt, að erfiðleik-
ar íslendinga eru mjög miklir
og undrar það engan, þegar hlið-
sjón er höfð af því, að útflutn-
ingstekjurnar verða fjórðungi
eða jafnvel þriðjungi minni í ár
en þær voru í fyrra. Þess vegna
skilja menn líka, að það er full-
komið ábyrgðarleysi þegar for-
ingjar Framsóknarflokksins
reyna að innræta fólki það að
við Iítinn eða engan vanda sé
að etja. En Timanum verður
það nú á, að lýsa því yfir að
víðtækar ráðstafanir þurfi, sem
mjög muiii koma við hag alls
almennings.
Og síðan bætir blaðið við:
„Farsæl lausn þess máls fæst
ekki nema mynduð verði algjör
þjóðarsamstaða um málið."
Þannig sé það í stakasta lagi,
að gera stórfelldar ráðstafanir,
sem snerti alla launþega, ein-
ungis ef Framsókn fái að vera
með í því. Hins vegar gleym-
| ist enn að segja, hverjar „ráð-
stafanir“ flokksins séu.