Morgunblaðið - 31.10.1967, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967
SÍÐASTL. laugardag afhenti
Pétur Pétursson, forstjóri
Kísiliðjunnar h.f. verksmiðj-
una á Bjarnarflagi, eigendum
fyrirtaekisins, en stjórnarfor-
maðurinn, Magnús Jónsson,
fjármálaráðherra, lýsti því yf
ir, að hann hefði tekið við
verksmiðjunni hæfri til til-
raunavinnslu. Afhenti hann
verksmiðjuna síðan til rekstr
ar, en Vésteinn Guðmundsson
verkfræðingur, tók við fram-
kvæmdastjórn. Loks vék
Magnús að því, hversu þýð-
ingarmikil slík verksmiðja
yrði í framtíðinni byggðarlag
inu og héraðinu öllu. Hann
færði þeim þakkir stjórnar-
innar, sem að byggingu verk
smiðjunnar höfðu unnið. Að
því búnu var fyrsti stjórnar-
fundurinn haldinn, þar sem
rætt var um ýmis mál, sem
framundan eru.
ir byggingaframkvæmdum,
sem hann sagði að hefðu
gengið mjög vel og verið 10
—12 millj. kr. undir upphaf-
legri kostnaðaráætlun, sem
nam 148 millj. kr. Færði
hann síðan þeim, er að bygg
ingu hennar hefðu staðið, sér
stakar þakkir fyrir vel unnin
störf og lagði áherzlu á, að
allt sem unnt var, hefði ver-
ið gert til að valda ekki nátt-
úruspjöllum umhverfis Mý-
vatn.
Vésteinn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, ræddi
framtíðarhorfur fyrirtækisins
og þau verkefni, sem fram-
undan eru. Jón Illugason úti-
bússtjóri KÞ, talaði fyrir
hönd hreppsnefndar Skútu-
staðahrepps og Björn Frið-
finnsson, bæjarstjóri, fyrir
hönd Húsavíkur. Loks bárust
heillaskeyti frá Jóhanni Haf-
stein, iðnaðarmálaráðherra,
Jóhanni Skaftasyni, sýslu-
manni og Kaupfélagi Þing-
eyinga.
Að loknum miðdegisverði
var verksmiðjan skoðuð und-
ir leiðsögn Vésteins Guð-
mundssonar framkvæmda-
Forystumenn Kísiliðjunnar frá vinstri: Pétur Pétursson, Mr. Hackney frá Johns-Manville,
Magnús Jónsson, Baldur Líndal, Brynjólfur Ingólfsson og Joe Polfer frá Kaiser Engi-
nerring, er stjórnaði tæknilegri uppsétningu allra tækja. (Ljósm. Mats Wibe Lund).
KÍSILIÐJAN AFHENT TIL
Magnús Jónsson, stjórnarformaður Kísiliðjunnar, veitir
kísilverksmiðjunni móttöku. Aðrir á myndinni frá vinstri,
eru Mr. Hackney, Brynjólfur Ingólfsson og Vésteinn Guð-
mundsson framkv.stj. verksmiðjunnar.
TILRAUNAREKSTRAR
6—7 árum.
— Þessi verksmiðja er eins
sjálfvirk og bezt gerist í
heiminum, miðað við verk-
smiðju af þessari tegund.
Síðan gerði hann grein fyr
stjóra, Einars Tjörva Einars-
sonar, verkfræðings, Birgis
Guðmundssonar, verkfræð-
ings og Mr. Polfer frá Kaiser
Engineering (Canada), sem
stjórnaði tæknilegri uppsetn-
ingu allra tækja.
botni Mývatns. Ef nokkrum
manni er að þakka sérstak-
lega fyrir það, að þessi verk-
smiðja er orðin að veruleika,
þá vil ég hiklaust telja, að
það sé einmitt Baldur. Með
einstakri eljusemi og dugnaði
tókst honum að sanna, að hér
væri um mjög verðmætt efni
að ræða. Hann gerði fyrstu
áætlanir og sýndi íslenzkum
stjórnvöldum fram á, að rétt-
lætanlegt væri að leggja tals
verða fjármuni í áframhald-
andi rannsóknir. Baldur Lín-
dal er vísindamaður, sem vill
vinna þjóð sinni allt það gagn
sem hann má. Slík störf ber
að meta og viðurkenna. Það
gerir stjórn Kísiliðjunnar
áreiðanlega.
— Afköst verksmiðjunnar
eiga að geta orðið 24 þús.
tonn af fullunnum kísilgúr
miðað við 300 daga árs-
vinnslu. Þó þarf að fjölga
gufuþurrkurum og auka
geymslurými, eftir því sem
afköstin aukast. Ef unnið
væri svo til alla daga árs-
ins og yfirframleiðslugeta
verksmiðjunnar notuð að
nokkru, má gera ráð fyrir,
að verksmiðjan geti að lok-
um afkastað 30 þús. tonnum
á ári.
— Hins vegar verður að
hafa í huga, að sala þessarar
vöru er ekki svo einföld, að
hægt sé að koma svo miklu
magni á markað strax. Fyr-
irtækið Johns-Manville í
New York hefur stofnað
sölufélag á Húsavík og Kísil-
iðjan gert samning við það
félag, sem gerir ráð fyrir, að
framleiðslan aukist ár frá ári
og komist í fyllstu afköst á
Verksmiðjnn er eins sjdllvirk og
bezt gerist um slíkor verksmiðj-
ur í heiminum
Eftir að verksmiðjan hafði
verið afhent til rekstrar, var
snæddur miðdegisverður í
boði Kísiliðjunnar í Hótel
Reynihlíð, þar sem voru um
40 gestir. Pétri Péturssyni
fórust m.a. svo orð, er hann
rakti aðdraganda þess, að ráð
izt var í byggingu verksmiðj-
unnar, og gerði grein fyrir
byggingarframkvæmdum:
— Verksmiðjan telst
vinnsluhæf. Þess vegna er nú
kominn tími til að afhenda
eigendum, stjórn Kísiliðjunn-
ar h.f., verksmiðjuna, til að
tilraunaframleiðsla geti hafizt
en hún kann að taka 4—6
mánuði. Formlega verður
því verksmiðjan ekki tekin í
notkun fyrr en á næsta ári,
en þá er gert ráð fyrir, að
öllum tilraunum varðandi
gæði efnisins verði lokið, en
útflutningur hefst væntan-
lega fyrr.
— Það munu vera 15 ár
síðan Baldur Líndal, efna-
verkfræðingur, uppgötvaði að
náma kísilgúrs myndi vera á
Sían í kísilverksmiðjunni, þar sem hráefnið er hreinsað, en
þaðan fer það í þurrkarana.
Iðnrekendur telja sant-
keppnisaðstöðuna erffiða
MBL. hefur borizt eftirfarandi
frétt frá félagi islenzkra iðn-
rekenda.
Að undar.förnu hefur stjóm
Félags íslenzkra iðnrekenda
efnt til funda með hinum ýmsu
greinum verksmiðjuiðnaðarins
innan vébanda samtakanna.
Megintilgangur funda þessara
hefur verið að kanna ástand og
horfur og ræða leiðir til lausn-
ar á vandamáluœ verksmiðju-
iðnaðarins. Það korn greinilega
fram á þessum fundum, að við
margvíslega erfiðieika er að
etja, þótt misjafnt sé eftir fram
leiðslugreinum.
Þá kom einnig fram, að nokk
uð hefur verið um uppsagnir
starfsfólfcs, vegna harðrar er-
lenda samkeppni, og eru horfur
á, að um ervn frekari samdrátt
verði að ræða a r.æstunni og þá
sérstaklega á fataiðnaði og
málmiðnaði.
Orsakir erfiðleikanna voru
almennt taldar vera hið óhag-
stæða hlutfall, sem ríkir milli
framleiðslukostnaðar hér á
landi og í viðskiptalöndum okk
ar. Gætti nokkurs ótta við, að
draga myndi enn úr eftirspurn
á framleiðsiuvörum iðnaðarins
á flestum sv.ðum, vegna minnk-
andi kaupgetu og lækkandi þjóð
artekna, aðallega af völdum
aflabrests og verðfalls útflutn-
ingsafurðanna. í Ijós kom, að
mikils uggs gæti varðandi þann
hugsanlega möguleika, að efna
hagsörðugleikar sðalútflutnings-
framleiðslunnar yrðu leystir um
studarsakir með enn víðtækari
uppbótakerfi, en slíkt var talið
koma í veg fyrir heilbrigða og
æskilega þróun atvinnulífsins.
Rætt var um. hvað helzt gæti
orðið til þess að draga almennt
úr erfiðleikum iðrvaðarins og
var einkum beni á eftirfarandi
í því sambandi: stöðugt verð-
lag innanlar.ds; raunhæf fram-
leiðniaukning; leiðrétting, þar
seem misræmis gætir í tollum
hráefna og fullunnina vara;
skráð gengi verði fært til sam-
ræmis við samkeppnisgetu at-
vinnuveganna: og að lánamál
innanlands yrðu færð í það horf,
að þau bæti samkeppnisaðstöðu
innlendra iðnfyiirtækja gagn-
vart erlendum.
Sfld fil Akraness
Akranesi, 30. október.
ÓFEIGUR II frá Yestmanna-
eyjum landaði hér 80 tonnum
af síld af Jökuldjúpi i dag. Síld
in er misjöfn að stærð, en góð
að öðru leyti og r.ýtist vel. Har
aldur Böðvarssonar kaupir síld-
ina og frystir.
Þorsk -og ýsuafli hjá línuveið
urum hefur heidur glæðzt,
— hjþ.