Morgunblaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967
— Marteinn Lúther
, Framhald af bls. 13
„allar meinsemdir trúarinnar
væru runnar frá hirð páfa“.
Hans naut aðeins við hluta af
tímanum 1522—23 og gat ekki
framkvæmt siðbótaráfrom sín,
en afmarkaði svið kaþólskrar
siðbótar. Þá tók við Klemens
páfi VII, „hinn mesti óheilla-
páfi“, segir Barry — lenti í
vandræðum og deilum við
Karl keisara og styrjöld að
auki, en það studdi óbeint
framgang siðbótarinnar næstu
ár.
Árið 1524 skrifar Lúther
bókina: „Til ráðherra allra
borga Þýzkalands, að þeir skuli
stofna kristiiega skóla“. Þann
23. júní /það ár hefst uppreisn
bænda gegn yfirvöldum sunn-
an til í Svartaskógi. Skömmu
síðar var haldið þing í Regens-
burg og kaþólskt samband
stofnað til að fullnægja dóms-
ákvæðum yfir Lúther. í sept-
ember komu út tvö stríðsrit
gegn Lúther, annað eftir Eras-
mus frá Rotterdam, hitt eftir
Thomas Miintzer, eins helzta
leiðtoga vingltrúarmanna.
III.
Árið 1525 er viðburðarríkt
— og saga þess á margan hátt
átakanleg. Þá gaf Lúther út
rit gegn vingltrúarmönnum,
svonefndum „himneskum spá-
mönnum“. Þann 24. febrúar
vann Karl keisari sigur yfir
Franz I. Frakkakonungi og tók
hann til fanga. í marz birtu
uppreisnarbændur í Þýzka-
landi kröfur sínar í 12 greinum.
Þann 19. apríl hvatti Lúther
til friðar með riti sínu: „Frið-
arhvatning samkvæmt tólf
greinum bændanna". Fri'ðrik
vitri, verndari Lúthers, dó
þann 5. maí og við tók Jóhann
hinn staðfasti. Sama dag skrif-
ar Lúther rit gegn „rænandi
og myrðandi bændum“, þar
sem hið fyrra og margar til-
raunir aðrar höfðu ekki borið
árangur. í maí og júní voru
uppreisnarbændur sigraðir, en
bændabyltingar höfðu við og
við áður blossað upp í Þýzka-
landi um aldar skeið. Th.
Múnzer var með bændahern-
um og tekinn til fanga þann
15. maí. Uppreisnin hafði ó-
heillavænleg áhrif á framgang
siðbótarinnar.
Hjónaband Lúthers og Kath-
arínar von Bora var stofnað
þann 13. júní þetta ár. I næsta
mánuði ritaði Lúther bréf út
af síðari bók sinni um bænd-
urna, sem honum fannst of
hörð. Þann 19. júlí stofnuðu
þjóðhöfðingjar í Mið- og Norð-
urþýzkalandi samband gegn
útbreiðslu evangeliskrar kenn-
ingar, kennt við Dessau. Um
jólaleytið gaf Lúther út „Deut-
sche Messe", það er um guðs-
þjónustu á móðurmáli. í lok
desember kom út bók hans
„Um ófrjálsan vilja“, ritúð sem
svar gegn árás Erasmusar, á
latinu, en sú bók hefir aftur
vakið mikla athygli á síðustu
árum meðal fræðimanna.
Árið 1526 gerðu Saxland og
Hessen bandalag til verndar
evangeliskri kenningu þann 23.
febrúar. Þann 22. maí var
„Heilagt bandalag", kennt við
Cognac, stofnað gegn Karli
keisara, og átti páfi aðild að
því. Ríkisþing var haldið í
Speyer dagana 25. til 27. ágúst,
og hlutu evangeliskir menn þar
með betri aðstöðu en vænta
mátti, og upp frá því tóku að
myndast litlar, evangeliskar
kirkjur víðs vegar um Þýzka-
land. Seinni hluta þessa árs
vehður styrjaldarástand milli
páfa og keisara, og seint í
september rændu Spánverjar
Vatikanið og páfi varð að flýja.
Stríðsástand helzt fram á næsta
ár.
Árið 1527 er Lúther mjög
heilsutæpur. Þó vinnur hann
að ritstörfum og kennslu og
byrjar á skýringum á spádóms-
bók Jesaja og tóku þær þrjú
ár. í apríl skrifaði hann gegn
vingltrúarmönnum og öðrum,
sem hann taldi ranglega til
þeirra, þ. á. m. Zwingli. Katha-
rina, kona Lúthers, reyndist
honum — og reyndar siðbótar-
hreyfingunni í heild, hinn mesti
bjargvættur á þessum tíma og
næstu árum. Á þessu ári hófst
annað stríð keisara og Frakka-
konungs og stóð til 1529. I
maímánuði var barizt í Róm og
varð páfi að flýja öðru sinni.
Segir Barry: „Þannig kom áð
páfi af Medici-ætt og kaþólsk-
ur keisari seldu höfuðborg
kristninnar á vald Lúther-
manna sex árum eftir að Karl
hafði bannfært Lúther" (Páfad.
bls. 84). Meðal hermannanna
voru þá einnig lútherskir
menn.
Árið 1528 gaf keisari út til-
skipun um að endurskírendur
skyldu sæta dauðarefsingu fyr-
ir trúarkenningar sínar. Lúther
gaf út stóra bók „Játningu um
kveldmáltíð Krists“. Svisslend-
ingar í Zurich og Bem gera
með sér bandalag til verndar
evangeliskri trú. — Næsta ár
var haldið annað ríkisþing í
Speyer, frá 26. febrúar til 12.
ápríl. Þann 19. apríl báru evan-
gelisku fulltrúarnir, undir for-
ystu Filippusar frá Hessen,
fram þau frægu mótmæli, sem
evangeliskir menn eru kenndir
við síðan, þ. e. mótmæli gegn
því að þeir yrðu sviptir þeim
rétti, sem þeir hlutu á sama
stað þrem árum áður. Keisari
og Frakkakonungur gerðu það
ár með sér varanlegan frið. Þá
voru haldnar samræður með
svissneskum og þýzkum sið-
bótarmönnum til að koma á
samstöðu í trúfræðilegum efn-
um, en samstaða náðist ekki
með Lúther og Zwingli, en upp
úr samræðunum samdi Lúther
Marborgargreinar, og urðu þær
árið eftir aðalstofn fyrri hluta
Ágsborgarjátningar, er Me-
lanchton samdi. Þá samdi
Lúther tvær af útbreiddustu
bókum sínum, „Fræðin meiri“
í apríl, og „Fræðin minni“
sennilega í júlí, til kennslu
Leó páfi tíundi,
sá sem bannfærði Luther.
lítilla bama. Þá tók hann sam-
an „Herprédikun gegn Tyrkj-
um“.
Árið 1530 voru sættir komn-
ar á með páfa og keisara, og
krýndi nú páfinn Karl V. bæði
til keisara ríkisins og konungs
yfir Langbarðalandi. Ríkisþing
hófst í Ágsbörg þann 20. júní
og stóð til 19. nóv. og voru að-
almálin trúin og herferð gegn
Tyrkjum, eða öllu heldur varn-
ir. Melanchton hafði samið
nýja játningu, Ágsborgarjátn-
ingu, upp úr Marborgar- og
Torgauar-greinum, á latínu.
Var hún lesin upp þann 26.
júní og færð Karli keisara.
Lúther sat þá á Kóburg (frá
16. apríl) og fylgdist með verk-
inu og lét sér vel líka, en
gat auðvitað ekki mætt á þing-
inu, bannfærður af páfa og
réttlaus og útlægur gerr af
keisara. Frá þessu ári telja
menn að til sé lúthersk kirkja,
ekki aðeins einstakir söfnuð-
ir. Þetta ár vinnur Lúther mjög
að málefnum barnaskólanna og
sambandi skóla og kirkju. Fræg
er prédikun hans um skóla-
fræðslu barna, frá 5. júní 1530.
I apríl árið 1531 semur
Lúther „Aðvörun til sinna
kæru Þjóðverja". Þann 11. okt.
þ. á. féll siðbótarmaðurinn
Zwingli í orrustunni við Kap-
pel. Árið 1534 er lokið biblíu-
þýðingu Lúthers og heildarút-
gáfa þýzkrar Biblíu gefin út.
Segir Lútherfræðingurinn
Franz Lau, að einu sinni hafi
menn endurbætt Lútherbiblí-
una og að það hafi mistekizt
og ekki verið gert síðan —
þótt hins vegar séu til margar
góðar þýðingar aðrar. Öðrum
bókum fremur hefir hún mót-
að háþýzkt ritmál til þessa
dags.
Með tilkomu Calvíns færist
nýtt líf í svissnesku siðbótina,
og aðalverk hans, „Institutio
religionis Christianae" kom út
árið 1535. Calvin er miklu
meira mótaður af Lúther en
Zwingli var, en kirkja hans
kennir sig ekki við hann, held-
ur ber jafnan heitið „Reformi-
erte Kirche“ með viðeigandi
þýðingum á önnur mál. Þetta
ár hóf Lúther að semja mikið
skýringarrit við fyrstu Móse-
bók, er tók tíu ár að ljúka við.
Árið 1537 voru trúargreinar
eftir Lúther lagðar fyrir þing
Schmalkaldensambandsins og
síðar kenndar við fundarstaðr
inn. Urðu þær síðan játningar-
rit margra lútherskra krikna,
þó ekki í ríkjum Danakon-
unga og því heldur ekki hjá
oss.
Bókina „Um kirkjuþing og
kirk,jur“ samdi Lúther í marz
og apríl 1539. Það ár hófst
heildarútgáfa af ritum hans, og
þá skrifaði hann forspjall fyrir
þýzkum ritum sínum. Forspjall
áð latnesku ritunum skrifaði
hann árið 1545, og sama ár
enn eitt ádeilurit gegn páfa-
dóminum. En þann 13. des.
sama ár hófst hið mikla siS-
bótarþing kaþólsku kirkjunnar,
kennt við Trient (eða Trident)
undir forsæti Páls in., er varð
páfi 1534, og stóð það, að
meðtöldum hléum, í 18 ár, og
voru þrír páfar hver á eftir
öðrum áður en því lauk, 1563.
Ákvæði þess móta í stórum
dráttum kaþólska kirkju fram
til vorra tíma.
Lúther andaðist þann 18.
febrúar 1546 í Eisleben og var
jarðáður þann 22. febrúar í
Wittenberg, í þeirri sömu
kirkju sem hann gerði víð-
fræga með siðbótarsetningun-
um. Karl keisari kom árið eft-
ir í kirkjuna, Ieit á gröf Lúth-
ers og lét hana í friði. Katha-
rína, kona Lúthers, lifði mann
sinn í sex ár, dó þann 20. des.
1552 og var jarðsett í borgar-
kirkjunni í Torgau. Melanch-
ton, nánasti vinur og samverka
maður Lúthers, dó árið 1560 og
var jarðaður í sömu hallar-
kirkjunni, andspænis gröf
Lúthers.
IV
Reynt hefir verið að segja í
örstuttu máli sögu Lúthers í
sambandi við nokkra helztu
menn samtíðar hans. En til að
gera málinu sæmileg skil,
þyrfti helzt jafn mörg bindi
og dálkarnir eru í þessari
grein.
Það er enginn hörgull á
mönnum, sem þykjast eitthvað
geta sagt um Lúther, og það er
eðlilegt á öld útþynninga, fals-
ana (og sögulegra lyga, svo
notuð séu orð Alberts Sohweitz
ers). Margt af þessu er létt-
vægt, ef vegið er, oft og einaít
tuggið upp eftir öðrum. Þá eru
til ýmis afbrigði af lúthersku,
útþynntri og afbakaðri, sem lít
ið eiga skylt við trúarfhetjuna
sjálfa. Það kann að vera nauð-
synlegt hér á landi, að minna
menn á að Lúther var hvorki
konungur í Danmörku né keis-
ari Þýzkalands.
Sumt af því, sem sagt er um
Lúther, er þó án efa rétt. Það
er ekki umdeilt mál, að Lúther
grundvallar háþýzkt ritmál.
Margir Þjóðverjar, og reyndar
aðrir, telja hann „mesta son
þýzkrar þjóðar“; það er auðvit
að matsatriði. En að han-n kom
móðurmálinu til virðingar, sem
það naut ekki áður, og það hjá
mörgum þjóðum, sem þýðingu
Biblíunnar og messuflutningi á
móðurmáli, það er almennt við
urkennt. Að Lúther gæddi
marga menn nýju hugrekki,
einkum með játningu sinni í
Worms, það sýnir sagan. Það
er einnig augljóst, að sumir
menn gerðust of djarfir og nei-
kivæðir. Oft benda menn á
framlag Lúthers til andlegs
frelsis og samvizkufrelsis, og
það framlag er ekki lítið. En
ekki má ofmeta þann þátt út
frá nútíma sjónarmiðum, því
þar kemur fjöldi annarra
ágætra manna við sögu, meðal
þeirra starfsbræður Lúthers í
Wittenberg, það sem um svip-
að leyti var prentuð bók Kóp-
ernikusar og Biblía Lúthers,
hin fyrrnefnda undir umsjón
Rheticusa-r, lærisveins Melanch
tons. En Lúther glæddi mjög
sannleiksást og sannleiksvit-
und manna, og köm-andi kyn-
slóðir nutu mikils góðs af
Kona Luthers,
Katrín von Bora.
þessu, þótt það skapaði óróa,
deilur og stríð á sínum tíma.
Framlag Lúthers til alþýðu-
fræðslu er miklu meira en
menn hérlendis gera sér ljóst.
En vísa má til doktorsritgerða
ungra menntamanna erlendis
um uppeldiskenningar Lúthers,
og til sex veigamestu verka
hans um það mál. Fræðin
minni, sem ætluð eru börnum,
teljast almennt til hinna beztu
kennslubóka, sem samdar hafa
verið. Margar lútherskar kirkj
ur og skólar nota enn þetta
verk og hafa í hávegum. Lærðu
skólarnir, menntaskólarnir,
voru hins vegar m-eir mótaðir
af Melanchton en Lúther, enda
ber hinn síðarnefndi heiðurs-
heitið „kennari Þýzkalands"
en sjálfur var hann að V 9T Q-
legu leyti lærisveinn Erasmus-
ar.
Áhrif Lúthers á kirkjur, aðr-
ar en hina evangelisk-
lúthersku, hafa sýnt sig meiri
og dýp.ri en menntamenn gerðu
sér fyrrum ljóst. Lúther vakti
einnig kaþólsku kirkjuna til
siðbótar. En margir ágætis-
menn kaþólskir, ekki sízt frá
Parísarháskóla fyrir daga
Lúthers, börðust fyrir slíkri
siðbót, og þess vegna voru hald
in nokkur kirkjuþing, sem
fræg eru í sögunni, þótt sið-
bótarhugsjónirnar næðu ekki
fram að ganga. Valdamiklar
ítalskar aðalsættir, stórlega sið
spilltar af anda endurreisnar-
aldar, héldu páfaembættinu í
sínum greipum, og komu því
til vegar að siðbót náði ekki
fram að ganga. Má lesa um
þetta í kaþólskum söguritum.
Áhrif Lúthers á siðabótina á
Bretlandseyjum voru þó nokk-
ur, en áhrif Calvins miklu
meiri, svo sem kunnugt er.
Hins vegar berast sterk
lúthersk áhrif til Bretlandseyja
í methódismanum, sem varð til<
alllöngu síðar, og leiddi til
stofnunar stórra kirkjudeilda.
Margir hafa gagnrýnt Lúther
fyrir að tengja kirkjuna svo
fast við ríkið, sem ra>un hefir
orðið á í þjóðkirkjuskipulaginu.
En ekkert er það í kenningum
hans, sem hindrar lútherska
kirkju síðari alda frá því að
vera frjáls og ríkinu óháð stofn
un, enda er hún fríkirkja í
mörgum löndum. Hins vegar
eru til önnur rök en guðfræði-
leg gegn því að breytt sé um
kirkjuskipan í grundvallarat-
riðum.
Rit Lúthers eru talsvert á
fjórða hundrað, og fáir menn,
aðrir en „Lútherfræðingar"
hafa lesið þau öll. Efni hinna
svonefndu siðbótarrita (re-
formatoríske skrifter) er hins
vegar almennt kunnugt flest-
um menntamönnum, kennurum
og fjölmörgum lei-kmönnum í
lútherskum kirkjum.. Um skeið
vann Lúther svo mikið að rit-
störfum að við lá. að hann yrði
heilsulaus, og var reyndar oft
mjög heilsutæpur síðustu ár
ævinnar, þótt andans gáfur
væru óskertar. Líf undir bann-
færingu og útlegðardómi mik-
nn hluta ævinnar er ekki vel
fallið til hressingar sál og
líkama. Hörð ádeila Lúthers
gegn andlegum og veraldlegum
valdhofum er alkunn, en hafa
verður í huga að ádeilan v-ar
hans verkfæri til að létta ánauð
aroki af ótal manneskjum, og
ber ekki að leggja misskiidar
„nútímatilfinningar" inn í
löngu liðna sögu, sízt þar sem
vér búum við mannúðlegt
stjórnarfar og mjög rólega
kirkju. Lúther viðurkenndi
líka — einnig í Worms — að
hann hefði stundum verið of
harður, en þar fyrir vildi hann
engan veginn afturkalla kenn-
ingar, sem hann vissi í sam-
ræmi við Guðs orð. Gerði hann
það, þá yrði ánauðarok aftur
lagt á menn, og þá yrði hann
samsekur kúgurunum. Huggun-
arbréf, sem hann skrifaði mörg
um einstaklingum, gjafmildi
hans og örlæti, sýna hins vegar
hjartahlýju hans, og hann um-
breytir mati manna á heimilis-
lífi, húsmóðurstörfum og hjóna
bandi svo mjög, að erfitt er að
meta svo sem vert væri.
Spyrja mætti hvenær LUther
sé fullmótaður, og hvað hafi
mótað hann mest. Nokkuð hef-
ir verið vikið að pessu, en rétta
svarið að hann hann sé ekki
fullmótaður fyrr en hann hefir
lengi unnið að kennslu og þýð-
ingu Ritningarinnar. En Ritn-
ingin var honum uppsprettu-
lind innblásturs, ekki aðeins
í siðbótarstarfinu, heldur einn-
ig til skáldskapar. Líkt og forn-
skáld íslenzk ortu einatt nokk-
uð í sambandi við stórviðiburði,
þannig einnig Lúther, en það
sem hann yrkir, t.d. í tilefni af
lífláti fyrstu píslarvottanna og
í tilefni af iífláti fyrsta
lútherska lútherska prédikar-
ans, eru að efni til Davíðs
sálmar, sem hann tekur til sín
á líðandi stund, og setur fram
í nýju formi. Lúther fylgdist
frábærlega vel með í samtíð
sinni, stóð í bréfaskiptum við
miarga fremstu menn aldarinn-
ar — gerði árásir með penn-
anum, og varð fyrir árásum, og
veitti oft harðskeytt svör, í
kappræðum, bókum og bréfum.
En Ritningin rnótar hann meir
en allir samtíðarmenn, og úr
henni tekur Lúther guðfræði
sína. Skilji menn ekki áhrif
Ritningarinnar á Lúther og
hugsun hans, þá geta þeir ekki
komist að orkulindinni í sið-
bótarverki hans. Hugtökin
„hulinn Guð, opinberaður Guð"
(Deus absconditus, d. revelat-
us), „eiginlegt verk og fram-
andi verk Guðs“ (opus propri-
um, opus alienum Dei) guð-
fræði dýrðarinnar og guðfræði
krossins (theologia gloria’e,
theologia crucis) er nauðsyn-
legt að skilja, til þess að standa
ekki framandi andspænis
þungamiðjunni í hugsun hans.
Annars verður tal manna um
„skoðanir Lúthers" að heldur
litlu gagni.
Spyrja mætti hvað Siaga þessa
óigleymanlega manns hafi oss
að segja, hvað hann vildi við
síðari tíma sagt nafa. Einfald-
ast er að grípa til tveggja ör-
stuttra greina frá Páli postula
til að setja þetta fram, orða,
sem höfðu afar djúp álhrif á líf
og verk Lúhers. — Ég fyrir-
verð mig ekki fyrir fagnaðar-
boðskapinn, því hann er kraft-
ur Guðs til hjálpræðis hverjum
þeim, sem trúir. Róm. 1,16. I
örstuttu máli var Lúther mað-
ur, sem fyrirvarð sig ekki fyr-
ir fagnaðarboðskapinn. Fyrir
þann boðskap vildi hann leggja
Framhald á bls. 24