Morgunblaðið - 05.12.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Bjami Benediktsson forsælisráðherra við komuna til Helsing- fors í gær. Myndin var tekin þegar hann ók með forsætis- ráðherra Finnlands, Rafael Paasio, frá flugvellinum. Kýpurdeilan íeyst - Grískir og tyrkneskir hermenn fhittir heim Aþenu og New York, 4. des. (NTB). MAKARIOS erkibiskup, forseti Kýpur, hefur í meginatriðum fallizt á tillögur U Thants fram- j kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- . anna til lausnar deilu Grikkja og Tyrkja um eyjuna. Áður höfðu ríkisstjórnir Grikklands og Tyrk- ; lands fallizt á lausn deilunnar á grundvelli samninga, sem þrir erlendir sáttasemjarar hafa unn- j ið að undanfarið, þeir Cyrus Vance fulltrúi Johnsons Banda- ríkjaforseta, Manlio Brosio fram- I kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins og Jose Rolz-Bennett að- stoðar-framkvæmdastjóri SÞ. Virði'st fri'ður vera tryggður milli Grikkja og Tyrkja, en Tyrk ir höfðu hótað innrás á Kýpur ef ekki næðist samkomulag, og safnað fjöknennu liði við strönd Tyrklands næst Kýpur. Ríkis- stjórnir Grikklands og Tyrklands hafa báðar samþykkt að ka.Ua heim alLt það herlið er þær hafa á Kvpur umfram það, sem heim- ilt er samkvæmt samningum frá 1960. Þeir samningar mœla svo fyrir að Grikkjum skuli heimilt að hafa 950 manna herlið á eynni, en Tyrkjum 650 hermenn. Talið er að Grikkir hafi haft þar að minnsta kosti 10 þúsund her- menn umfram þá 950, sem heim ilt var. Eftir að Tyrkir og Grikkir sömdu um heimköllun hermanna sinna og lausin Kýpurdeilunnar fyrir helgina, stóð lengi á sam- þykki Makariosar erkitoiskups. Voru einstaka greinar samkomu- lagsins ekki fyllilega við hans Framihald á tols. 2 Gin- og klaufaveikin í Bretlandi: Kjötinnflutningur bannaiur Þessi mynd var tekin af Uouis Washkansky á Groote Schuur sjúkrahúsinu í gær. (AP) Hátíðahöldin hefjast í dag: Finnar fagna 50 ára sjálfstœði ísland meðal níu undanþágulanda Helsingfors, 4. des. (NTB) ÞEIR opinberu erlendu gestir, sem boðið hefur verið til Finn- lands til að minnast fimmtíu ára sjálfstæðisafmælis landsins á miðvikudag, komu flestir til Helsingfors í dag. Fyrstir komu gestirnir frá Sov- étríkjunum undir forustu Niko- lai Podgornys forseta, og seinna fulltrúar frá Norðurlöndunum. Á morgun, þriðjudag, færa full- trúar erlendra ríkisstjórna Uhro Kekkonen Finnlandsforseta og finnsku ríkisstjórninni árnaðar- óskir stjórna sinna við hátíð- lega athöfn í viðhafnarbústað stjórnarinnar í Helsingfors. Frá Noregi koma m.a. Per Borten forsætisráðherra og Ole Myrvoll fjármálaráðherra, frá Islandi Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra og Emil Jónsson utanríkisráðherra, frá Svíþjóð Spellmon knrdindli látinn New York, 4. des., AP-NTB. Francis Spellman, kardi- náli, lézt í sjúkrahúsi í New York, sl. laugardag, 78 ára gamall. Varð heilablóðfall hinum aldna og mikilsvirta kirkjumanni að aldurtila. Spellman kardináli var erki- biskup New York borgar í rúman aldarfjórðung. Skipaði Eugenio Pacelli páfi hann í þetta embætti árið 1939. Ár- um saman var hann yfirmað- ur bandarískra kardinála og valdamesti maður rómversk- kaþólsku kirkjunnar í Banda ríkjunum. Francis Joseph Spellman fæddist í Massadhusetts 4. maí, 18>&9, elztur firmm barna auðugs verzluinarmanns. Hann hlaut menntun sína í Ró>m og -við Framhald á bls. 2 Tage Erlander forsætisrá'ðherra og Bertil prins, sem verður sér- legur fulltrúi Svíakonungs, og frá Danmörku Hans Tabor utan- ríkisráðherra. London, 4. des. — (AP-NTB) — FREDERICK Peart, landbúnað- arráðherra Bretlands skýrði frá því í neðri málstofu brezka þings ins að ákveðið hafi verið að banna kjötinnflutning til Bret- lands nema frá níu löndum. Er gripið til þessa ráðs í samráði við kjötinnflytjendur í þeim til- gangi að stemma stigu við frek- ari útbreiðslu gin- og klaufa- veikinnar, sem leitt hefur til slátrunar rúmlega 250 þúsund stórgripa. Innflutningur verður áfram leyfður frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Finnlandi, Ir- landi, íslandi, Kanada, Noregi, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. Sagði ráðherrann að í þessum níu löndum hefði sjaldan eða aldrei orðið vart gin- og klaufa veiki, og væri því ekki ástæða til að stöðva innflutning það- an. Hins vegar verður allur inn flutningur á kjöti frá tveimur helztu viðskiptaríkjunum á þessu sviði, Argentínu og Uru- guay, algjörlega bannaður. Peart sagði að kjötinnflytjend ur í Bretlandi hefðu einnig fall- izt á að hafa eftirlit með geymslu og dreifingu þess kjöts, sem þeg- ar hefur verið flutt til landsins. Bannið nær ekki til niðursoð- iðs kjöts né reykts svínakjöts, og verður bannið tekið til end- urskoðunar eftir þrjá mánuði, ef það verður þá enn i gildi. Bændasamtökin brezku hafa allt frá því að gin- og klaufa- veikifaraldurinn brauzt út í októ Framhald á bls. 2, Afrek lœkna í Höfðaborg: Hjarta grætt í dauðvona mann — öll starfsemi líkamans eðlileg — Nœstu 10 dagar afdrifaríkastir Höfðaborg, 4. des., AP-NTB. . Skurðlæknum í Groote Schuur sjúkrahúsinu í Höfðaborg tókst á sunnu- dag, að skipta um hjarta í dauðvona manni, með þeim árangri, að maður- inn lifir enn og virðist við góða heilsu. Hjartað var tekið úr 24 ára gamalli konu, sem látizt hafði í bifreiðarslysi, og grætt í 55 ára gamlan mann, Louis Washkansky að nafni, sem lá fyrir dauðanum vegna hjartasjúkdóms. Þetta er í fyrsta sinn í sögu læknis- fræðinnar, sem tekizt hef- ur að færa hjarta milli tveggja mannslíkama með góðum árangri. Aðgerðina framkvæmdu tuttugu hjartasérfræðingar undir stjórn dr. Christian Bar- nards. Dr. Barnard segir, að aðgerðin hafi farið fram hálfri klukkustund eftir lát konunnar, en sam kvæmt upplýsingum, sem sjúkrahúsið gaf var nafn hennar Denise Darvall. Þá var upplýst í dag, að Washkansky væri kominn til meðvitundar og blóðþrýst- Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.