Morgunblaðið - 05.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1967, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DES. 1967 IVIAOIMOSAR skiphoiti21 símar 21190 eftir lokun simi 40381 " SIM'1-44-44 mniF/oiR Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e»a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAiM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Vegamálastjóri svarar í dálkum Velvakanda hinn 3. þ. m., birtuð þér bréf frá Guðmundi Einarssyni á Blönduósi undir yfirskriftinni: „Af umhyggju fyrir brúnum“. Bréf þetta átti aS vera svar til annars bréfritara í dálkum yð- ar. Án þess að ég vilji blanda mér beint í bréfaviðskipti þess- ara heiðursmanna og þó að mér þyki ótrúlegt, að Guðmundur Einarsson tali þar fyrir munn langferðabifreiðastjóra almennt þá vil ég leyfa mér að gera ör- litla athugasemd við bréf hans. Sú fullyrðing Guðmundar Einarssonar, áð langferðabílar vegagerðarinnar hlíti ekki sett- um reglum um öxulþunga og séu ekki vigtaðir af vegalög- reglu eins og aðrir, hefur ekki við nein rök að styðjast og er mjög ómakleg ásökun. Sú kenning Guðmundar Ein- arssonar að ástæðulaust sé að nota ekki dýrmæt flutninga- tæki til fulls, þegar vegir eru harðfrosnir, er byggð á mein- legum misskilningi. Þó að burð arþol sjálfra veganna aukist verulega, þegar þeir eru frosn- ir, þá gildir það ekki um ræsi og brýr, nema síður sé. Að lögreglan hafi stcJðvað Austfirðingana hjá Kirkjubæj- arklaustri eingöngu af um- hyggju fyrir brúnum, er heldur ekki rétt. Hún var þar sem annars staðar til þess að halda uppi lögum og reglum í land- inu og hindra það, að brýrnar væru vitandi vits eyðilagðar fyrir löghlýðnum bílstjórum, sem halda uppi samgöngum við sveitirnar austan við Kirkjubæj arklaustur, en þær hafa enga aðra samgönguleið en veginn. Virðingarfyllst, Sigurður óhannsson, vegamálast j óri. * Verði hlíft við því framvegis Frá Akureyri hefur borizt eftirfarandi bréf: Kæri Velvakandi! Þú sem kemur flestra kvabbi á framfæri, viltu taka hér við mínu. Það er eindregin bón mín og margra annarra, sem ég hef taláð við, að okkur útvarps- hlustendum verði framvegis hlíft við að hlusta á klám og annan óþverra, eins og það sem Þorsteinn Ö. Stephensen lét sér sæma að lesa upp í útvarpið nú fyrir skemmstu. Þar á ég við kafla úr nýútkominni bók eftir einhvern Guðberg Bergs- son, sem einnig mun hafa skrif- að Tómas Jónsson metsölubók, sem út kom í fyrra fyrir jólin og var méð samskonar orð- bragði og af sama toga spunnin. Útvarpskona las einnig upp úr sömu bók skömmu seinna, og virtist ekki feimin. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar tveir, eða voru þeir þrír, bókmenntafræðingar voru kall- aðir síðastliðinn sunnudags- morgun til viðræðna um þetta ritverk og virtust varla hafa nógu sterk orð, til þess að lýsa ánægju sinni með verkið og höfundinn. Að vísu voru þeir lítt skilj- anlegir vegna útlendra orða, sem þeir slettu óspart, ef til vill til þess að við alþýðufólk gæt- um heyrt, hversu hámenntaðir þeir væru. Þessir miklu „fræðingar1* sögðu berum orðum, áð í bók- inni væri að finna guðlast og, virtust þeir undrandi yfir, að enginn prestur skyldi hafa and mælt því, það var beinlínis ögr- un til presta og annarra krist- inna manna, en ekki var að heyra, að þeir teldu það nein lýti á verkinu. Islenzkir karlar og konur, tökum höndum saman og for- dæmum slíkar bókmenntir og ljáum þeim ekki rúm í bóka- hiUum okkar. Er þetta það sem koma skal í íslenzkum bókmenntum, eru hér öfl að verki sem viljandi brjóta niður, það sem foreldrar og leiðbeinendur hafa verið að innræta börnum og unglingum sem siðgæði og menningu, eða hvað er meiningin? Akureyri, í n óvember 1967, Jón Rafnsson. I Velvakanda á sunnudag féU niður, að bréfið „Ástin er tíma- þjófur** var skrifað af manni, sem kallaðist „Fróðleiksfús". Dagblöðin K. J. skrifar: Kæri Velvakandi! Stundum hafa blaðaunenn verið atyrtir í dálkum yðar og ekki alltaf af mikilli sanngirni, sem mun stafa að einhverju leyti af ókunnugleika á starfi þeirra, það er, af hvað miklum hraða þeir þurfa að vinna verk sín. Því skal sízt mótmælt, að blöðin eru í dag einn áhrifa- mesti íslenzkukennarinn, þar sem þau eru lesin daglega af öllum þorra landsmanna, sem læsir eru orðnir. Það er satt, að oft eru mein- legar málvillur í blöðunum og T ækif ær iskaup Af sérstökum ástæðum er tU sölu sem nýtt alfræðiorðasafn „Encyclopædia Britannica" ásamt tilheyrandi bókaskáp, Sélst ódýrt. Ennfremur sér- lega fallegur síður brúðarkjóll með slöri. St. 36. Verð kr. 5000.00. Uppl. í síma 30547. SAMKOMUR K.F.U.M. Aðalfundur í kvöld kl. 8,30. Jólaföndur. Sigurbjörn Guð- mundsscMi, verkfræðingur flyt ur hugleiðingu. — Stjómin. því miður þenda þær til van- kunnáttu þeirra sem textann skrifa, éða þá á vítavert kæru- leysi, sama má segja um léleg- an prófarkalestur. Þetta er þó mjög misjafnt og fer það ekki eftir stærð blað- anna. A3 mínum dómi hefur málfar og öll vinnubrögð við dagblöðin stórlega batnað nú síðustu árin. Mætti þar nefna: Þjóðviljann, Tímann og Morg- unblaðið. Þessu ber að fagna, en er þó ekki annað en skylda blaðanna, þar sem þau hafa svo stóru og þýðingarmiklu hlut- verki að gegna, sem ég hef minnzt á hér áð framan. í þeirri trú, að öll dagblöðin verði í framtíðinni vörður ís- lenzkrar tungu, kveð ég eg þakka fyrir birtingu þessara lína. K. J. Sannir stangaveiði- menn kvelja ekki fiska Frá Vestmannaeyjum er skrifað: Herra Velvakandi! Það virðist vera ástriða hjá sumy fólki að hneykslast yfir öllum sköpuðum hlutum, bæði mögulegum og ómögulegum. Kemur þetta fram í mörgum bréfum, sem birtast í dálkum þínum. Ekki á ég þar við ýmis málefni, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni og ekki er nema gott og gagnlegt að ræða og rita um, heldur, svo ég taki dæmi, bréf sem birtist ekki alls fyrir löngu í dálkum þín- um um bókina Vatnanið eftir Björn Blöndal, sem höfundur las í útvarpinu nú í haust. Þa'ð ótrúlega skeði að fram á rit- völlinn geisist maður sem er svo hneykslaður að hann á vart til orð að lýsa því, að umrædd bók skuli hafa verið lesin upp í útvami, og liggur við að hann líki henni við verstu glæpasög- ur. Höfund sögunnar, svo og alla stangveiðimenn, virðist hann vilja stimpla sem „sadista", og kemur með hinar fáránlegustu samlíkingar í því sambandi. Enginn sannur stangveiðimað ur leikur sér áð því að kvelja þá fiska sem hann veiðir, enda kemur það glöggt fram í bók- inni. Eg vil ráðleggja þessum manni að lesa bækur Björns Blöndals, sem eru að mínu áliti úrvalsbækur, og kemur þar skýrt fram hvað höfundur er mikill fugla- og dýravinur, og sannur náttúruunnandi. Þeir, sem fara með sína veiðistöng út í náttúruna til að veiða og njóta kyrrðar, fegurðar og heilbrigðs útilífs, ættu að fá að vera í friði fyrir þeim sem ekk- ert virðast vilja skilja. Ég ætla áð koma með jafn fáránlega athugasemd og þessi maður gerði. Ef þessi maður er á gangi úti í náttúrunni ætti hann að gæta þess að ganga að- eins þar sem sandur, möl og mold er, því annars gæti hann stigið ofaná skordýr og jurtir og kramið í sundur, eða hvern- ig 'inndist honum ef risastór fótur stigi ofan á hann og kremdi til dauða eða jafnvel verra en það? Þetta er svipað dæmi og með tvíkrækjuna í Austurstræti. Allir sjá hve fáránlegt það væri ef hvergi mætti stíga nið- ur fæti og jafn fáránlegt er ef hvergi mætti veiða í ám og vötnum landsins. ar áð auki er þetta allt nytjafiskur og allur borðaður með góðri lyst. Sævar Sæmundsson. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.