Morgunblaðið - 05.12.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DES. 1%7
- ÍÞRÖTTIR
Framihald af bls. 30.
tíma. Geng-u Tékkarnir þar a3
niínum dómi lengxa en góðu
hófi gengdi, einkum í því að
reyna með handapati og ýt-
ingum að stöðva línuspil ís-
lendinga. Komust þeir furðu
langt í því dómarans vegna
— en þeir eru iíka meistarar í
því að hrjóta af sér eins og
fleiri „listum handknattleiks-
ins“.
Síðustu 10 mín. leiksins voru
ekki skoruð nema 2 mörk, Sig-
urbergur næstsíðasta mark
leiksins og Tékkar hið síðasta
er taepar 7 mín. voru til loka.
Tveir Tékkar og einn ís'l. leik-
maður urðu að víkja af velli í
2 mín. hver fyrir ítrekuð leik-
brot.
★ Líðin
ísl. liðið féll mjög vel saman
yfirleitt, en samleikurinn var oft
nokkuð þröngur og einskoraður
við miðja línuna, en hornin
gleymd. Geir var bezti maður
liðsins, en einnig áttu mjög góð-
an leiik Karl Jóh., Ingólfur og
Sigurbergur og báðir markverð-
irnir stóðu sig vel — en þó mis-
jafnlega. Átti Logi mjög góðan
kafla í leikslok.
Sigurbergur Sigsteinsson skorar.
Ingólfur Óskarsson fyrirliði hefur brotizt gegn vöm Tékka.
Mörk Tékka skoruðu: Duda,
Mares, Benes og Bruna 3 hver,
Havlik 3, Herman, Frolo,
Konecny og Cinner 1 hver.
Möik íslands: Geir, Karl, Ing-
ólfur 3 hver, Einar Magnússon
2, Örn, Guðjón og Sigurbergur
1 hver. — A. St.
Bylting í
skíðoiramleiðslu
AU STURRÍSKUR verkfræðing-
ur hefur fundið upp nýja gerð af
plastsólum, sem settir eru á
skíði og er uppfynning hans tal-
in orsaka byltingu á þessu sviði,
og að Austurríkismenn hljóti
marga sigra á skíðamótum vetr-
arins.
Hinir n£ju plastsólar eru ekki
sléttir eins ogþ eirs em í notkun
eru alls staðar, heldur „rifflað-
ir“. Skíði með slíkum sóla renna
jafnvel, hvernig sem faeri er og
áburður er óþarfur með öllu.
Fyrstu tilraunir í keppni voru
gerðar í sumar í Tyrol á vegum
austurríska menntamálaráðuneyt
isins og sýndu að þessi nýju
skíði bera af öllum öðrum.
íslandsmótið í körfuknattleik
einnig á Akureyri og Keflavík
- Bogi Þorsteinsson endur-
kjörinn formaður K. K. í.
SJÖUNDA ársþing Körfuknatt-
leikssambands íslands var hald-
ið sunnudaginn 26. nóv. sl. í
Reykjavík. Alls sóttu um 25
fulltrúar þingið, og voru fulltrú-
ar frá fimm aðildarfélögum
KKÍ.
Þingfbrseti var kjörinn Gunn-
ar Torfason, formaður KKRR, en
þingritarar Agnar Friðriksson
og Magnús Björnsson. Mörg
merk mál lágu fyrir ársþingi
þessu, sem mjög mótaðist af
fjárhagsvandræðum sa-mbands-
ins, en einkum vegur þar þungt
á metunum hin háa leiga, sem
greiða þarf fyrir afnota íþrótta-
hallarinnar í Laugardal. En þrátt
fyrir vaxandi aðsókn að körfu-
knattleik hefur leigugjaldið
xeynzt körfuknattleiknum þung-
ur_ baggi.
í reikningum KKÍ fyrir síð-
asta ár kom m.a. fram, að fyrir
afnot af íþróttaihöllinni fyrir
leiki I. og II. deildar nam rúm-
um 108 þús. krónum, en tekj-
ur af aðgangseyri svo og þátt-
tökugjald nárnurn rúmum 80
þúsund krónum, en þessi upp-
hæð ber meðal annars með sér,
að aðsókn að körfuknatleiksleikj
um hér í höfuðstaðnum fer mjög
vaxandi.
Með tilkomu Akureyrarliðsins
Þórs í I. deildina, verða 5 leikir
íslandsmótsins í körfuknattleik
leiknir á Akureyri, en aðsókn
að körfuknattleik þar er mjög
góð, auk þess sem leiga íþrótta-
húésins er mun lægri. Einnig kom
fram á þinginu, tillaga frú fulltrú
um ÍKF að hluti fslandsmeistara
mótsins, þ.e. sá hluti þess, sem
ÍKF á rétt á að fá sem heima-
leiki verða leikinn í íþróttahús-
inu á Keflavíkurflugvelli.
Einnig kom fram á þinginu
tiilaga um breytingu á reglum
bikarkeppninnar í körfuknatt-
leik, þannig, að I. deildarliðun-
um verði einnig heimilt að senda
lið til þátttöku í keppninni, en
reglugerð bikarkeppninnar nljóð
ar þannig, að þátttaka er heimil
II. deildarliðum og 1. flokkslið-
um þeirra félaga, sem eiga lið
í I. deild. Er þetta mál nú í at-
hugun hjá nýkjörinni stjórn, en
hana skipa: Bogi Þorsteinsson
formaður,' en aðrir i stjórn eru:
Magnús Björnsson, Helgi Sig-
urðsson, Gunnar Petersen, Magn
ús Sigurðsson, Þráinn Sdheving
og Jón Eysteinsson.
Frá KKÍ.
Herstjórnin bannor tvö dagblöð
Aþenu, 4. des. NTB.
Gríska herstjórnin bannaði í
dag útgáfu tveggja dagblaða í
Aþenu sökum þess að þau höfðu
neitað að birta árásir stjórnar-
innar á fyrrv. forsætisráðherra
Grikklands, Konstantín Karaman
lis.
Herstjórnin gaf á sunnudags-
kvöld út yfirlýsingu, sem skoða
átti sem svar við viðtölum, sem
birzt hafa við Karamanlis, sem
nú lifir í útlegð í París. Kara-
manlis hafði m.a. sagt, að auð-
veldara væri að leysa Kýpur-
deiluna, ef herstjórnin í Grikk-
landi færi frá völdum. í svari
herstjórnarinnar sagði, að Kara-
manlis væri að reyna að kljúfa
grísku þjóðina á þeim tíma, þeg-
ar herir Grikklands og Tyrk-
lands stæðu andspænis hvor
öðrum með fingurna á gikkjun-
um.
Það voru ritstjórar bl?i'ðanna
„Vradini“ og „Apoghev Matini",
sem neituðu að birta yfirlýsing-
una og kváðust þeir hafa gert
sér fulla grein fyrir afleiðingun-
um. Þeir sögðu, að sóma síns
vegna hefðu þeir ekki getað birt
árásir á stofnanda eina íhalds-
flokksins í Grikklandi og mann,
sem þjónað hefði landi sínu
dyggilega í átta ár.
Frystihús SÍS.
— telja aðgerðir ekki nœgar
MBL. hefur borizt eftirfarandi
samþykkt og greinargerð hrað-
frystihúsa á vegum SÍS, ásamt
nokkrum öðrum samþykktum
sem stuttlega er getið hér á eft-
ir:
„Fundur hraðfrystihúsa á veg-
um SÍS. haldinn dagana 27. og
28. nóvember 1967 telur að ráð-
stafanir þær í efnahagsmálum,
sem þegar h>afa verið gerðar, séu
ekki fullnægjandi fyrir hrað-
frystiiðnaðinn. Hins vegar telur
fundurinn að á meðan væntan-
legar hliðarráðstafanir hafa ekki
komið fram sé ekki unnt að taka
endanlega afstöðu til áframhald-
andi rekstrar hraðfrystihúsanna,
en lýsir yfir fullri samstöðu með
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna
um framhaldsathuganir og að-
gerðir af hálfu hraðfrystiiðnaðar
ins og frestar fundi fram yfir
áramót.
GREINARGERÐ:
Það er viðurkennd staðreynd
að á árinu 1966 varð verulegur
rekstrarhalli á hraðfrystihúsun-
um í heild. Með því að umreikna
tekjuliði og kostnaðarliði ársins
1967 út frá reynslu fyrri ára,
kemur í ljós að rekstrarhalli árs
ins 1967 verður geigvænlegur.
Þar við bætist vegna rekstrar-
halla þessara tveggja ára er orð
ið um svo gífurlegan fjárskort
að ræða hjá flestum hraðfrysti-
húsum, að það hefur leitt af sér
margs konar óeðlilega kostnaðar
liði og að ekki hefur verið hægt
að haga rekstrinum með fulla
hagkvæmni fyrir augum, þannig
að halli hraðfrystihúsanna verð-
ur allverulega meiri á þessu ári
heldur en þurft hefði að vera ef
— 4 umferðarslys
Framhald af bls. 32
á gangstéttinni. Maðurinn á hjól
inu lenti undir vinstri hlið
strætisvagnsins. Hann hlaut höf
uðhögg og missti meðvitund um
stund. Hann var flúttur í Landa
hans góð eftir atvikum.
Kona handleggsbrotnaði, þeg-
ar jeppi kastaðist á hana á
Njálsgötunni. Jeppinn kom norð
ur Snorrabraut og beygði inn á
Njálsgötuna, þegar bill, sem
kom sunnan Snorrabraut rakst
á jeppann. Við áreksturinn kast
aðist jeppinn upp á gangstétt og
lenti þar á konu, sem handleggs
brotnaði við höggið. Hún var
flutt í Slysavarðstofuna, þar
sem gert var að meiðslum henn
ar.
Tvær stúlkur meiddust, þeg-
ar tveir bílar rákust saman á
Laugarásvegi síðdegis á sunnu-
dag. Var annar billinn á leið
vestur Laugarásveg, þegar hann
rann til í hálkunni og skall fram
an á annan bíl, sem kom aust-
ur götuna. Önnur stúlkan hlaut
skurð á augabrún, en hin kvart-
aði um innvortis sársauka. Þær
voru báðar fluttar í Slysavarð-
stofuna, þar sem gert var að
sárum þeirra.
fjárhagsgrundvöllurinn hefði ver
ið eðlilegur.
Þar að auki hafa rekstrarmögu
leikar hraðfrystihúsanna minnk-
að á þessu ári í mörgum tilfell-
um, það hefur víða orðið um
beina afturför að ræða vegna
skorts á viðhaldi af fjárhagsá-
stæðum, nauðsynleg endurnýjun
á tækjum og tæknibúnaði hefur
ekki farið fram. Rekstur hrað-
frystihúsanna verður því í alla
staði miklu óhagkv'æmar; á þessu
ári, heldur en þurft hefði að
vera ef nauðsynlegar efnahags-
ráðstafanir hefðu verið gerðar
strax og Ijóst varð að þeirra var
þörf“.
„Nýafstaðin gengisfelling næg-
ir ekki til að rétta fjárhagsleg-
an svo er getur ekki ríkt bjart-
heild. Ekki hefur ennþá komið
fram hverjar hliðarráðstafanir
kunna að verða gerðar, en á með
an svo er getur ekki ríkt bjart-
sýni á að hraðfrystiiðnaðurinn
geti starfað afram. Sérstök á-
stæða er til að benda á að úti-
lokað er annað en gera eirahverj
ar ráðstafanir til þess að hrað-
frystiiðnaðurinn fái borið halla
áranna 1966 og 1967, annað hvort
með auknum tekjumöguleikum
eða lánum, sem unnt yrði að
standa straum af.
Á meðan afgreiðslu, þessara
mála liggur ekki fyrir er ekki
unnt að taka afstöðu til áfram-
haldandi rekstrarmöguleika, en
ástæða er til að láta í ljós undr-
un yfir þeim daufa skilningi, sem
sjávarútvegurinn hefur mætt að
undanförnu, en sjávarútvegurinn
er vissulega undirstöðuatvinnu-
vegur þessarar þjóðar og verður
það um langa framtíð ennþá".
Fundur þessi gerði ennfremur
samþykkt þess efnis að mótmæla
því harðlega að framleiðsla
frystihúsanna fram til áramóta
verði greidd á gamla genginu,
telur nauðsynlegt að hraðfrysti-
iðnaðurinn eigi framvegis beina
aðild að vinnusamningum við
ASÍ, beinir tilteknum tilmælum
til ríkisstjórnarinnar vegna
skreiðarframleiðslunnar. Enn-
fremur ályktaði fundurinn að
jafnan þyrftu að vera fyrir hendi
raunhæfar upplýsingar um hag
og stöðu frystihúsanna og fisk-
iðnaðarins í efnahagslífinu og
beri Sjávarafurðadeild SfS og
SH að vinna að þvi efni sam-
an. Loks er ályktun um vinnu-
kostnað á stórum og smáum
fiski.
LAgos, AP.
Útvarp aðskilnaðarsinna í Ni-
geríu fullyrti i dag, að her-
menn frá Biafra hefðu skotið
niður orrustuþotu af rússneskri
gerð í dag. Sambandsstjómin
hefur neitað þessum fullyrðing-
um.
Moskvu, 3. des., AP.
Sovétrikin og Kongó hafa
ákveðið að taka upp stjórnmála-
sarhband á ný. Stjórnmálatengsl-
in milli ríkjsnna voru rofin árið
1963, er Kongó-stjórn ásakaði
Sovétríki fyrir íhlutun í innan-
ríkismál landsins.