Morgunblaðið - 19.12.1967, Page 22

Morgunblaðið - 19.12.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1967 ▲ Páll Bóasson -Minning Fæddur 14. maí 1881. Dáinn 9. desember 1967. PÁLL Bóasson var sonur hjón- anna Rósu Bjarnadóttur og Bó- asar Pálssonar, bónda að Sléttu í Reyðarfirði. Barn að aldri flutt- ist Páll í fóstur til föðurömmu sinnar, Sæbjargar Jónsdóttur, er þá bjó ekkja að Seljateigi í Reyðarfirði. Var hún annáluð búsýslu- og rausnarkona og talin auðug. Hjá þessari ömmu sinni ólst Páll upp við mikið ástríki og komst til góðs þroska. Ungur að aldri byrjaði Páll sjóróðra á opnum bátum frá ýmsum verstöðvum við Reyðar- fjörð, en þegar vélbátaöldin hófst eystra gerðist hann for- maður á vélbátum. Sótti hann sjóinn fast, enda kappsfullur, en t Eiginkona min, móðir og tengdamóðir Sigríður Blöndal, Miklubraut 52. lézt á Landsspítalanum að- faranótt 17, desember. Lárus Þ. Blöndal. Björn Blöndal Ragnheiður og Gísli Blöndal t Móðir mín, tengdamóðir og amma, Þorvaldína Jónsdóttir andaðist á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund 16. desem- ber. Ingunn Jónasdóttir Helgi Gíslason, og börn. t Útför systur okkar Þórdísar Þórðardóttur frá Börmum er lézt 8. desember, fer fram frá Reykhólakirkju fimmtu- daginn 21. des. kl. 2. Ólafía Þórðardóttir Sigurlína Þórðardóttir. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar Hafdísar Haraldsdóttur, Hólmgarði 25. fer fram að Fossvogskapellu fimmtudaginn 21. des. kl. 13:30. Magnús Tómasson, og dætur. t Útför Sigurður Þórðarsonar skipasmiðs Vesturgötu 21. verður í Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. þm. kl. 10:30. Blóm vinsamlegast af- þökkuð, en þeir sem vilja minnast hans eru vinsam- lega beðnir að láta líknar- stofnanir njóta þess. Vandamenn. jafnframt var hann forsjáll, og aldrei 'hlekktist honum á við sjó- mannsstörfin, Eftir nokkur formennskuár, gerðist Páll verkstjóri á Eski- firði og varð brátt eftirsóttur í slík störf, enda fór'saman hjá honum húsbóndahollusta, dugn- aður og góð hæfni til að stjórna fólki, auk þess sem hann var verkhygginn, ákveðinn og sann- gjarn eins og ljúfmenninu sæmdi. Nálægt miðju aldursskeiði gerðist Páll sjálfstæður atvinnu- rekandi á Eskifirði. Tók hann fisk til verkunar í stórum stíl og keypti einnig fisk. Hafði hann þá fjölda fólks í vinnu. Var til þess tekið, hversu vel hann vand aði til fiskverkunar, og ekki horfði hann í kostnað við að gera fiskinn að fyrsta flokks vöru. Voru vörugæðin honum og meira virði en gróðavonin. Þekk ing hans og reynsla í meðferð fisks var svo traust, að naumast munu aðrir hafa staðið honum þar framar. Um þetta leyti var t Útför konu minnar Gróu Árnadóttur fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. des. kl. 2 e.h. Þorsteinn Jónsson. t Útför móður okar, fóstru tengdamóðvu: og ömmu Sigríðar Björnsdóttur, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. þm. kl. 3 síðdegis. Markús Signrjónsson Björg Sigurjónsdóttir Jóhanna Sigurjónsdóttir Helga Egilsson Rögnvaldur Sigurjónsson Hlíf Sigurjónsdóttir Óiöf Magnúsdóttir Hörður Sigurjónsson og barnabörn. t Jarðarför Málfríðar Tómasdóttur Waage Ljósheimum 18. sem lézt 13. desember s.l. fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 20. þ.m. kl. 1:30. Skarphéðinn Waage. Steinar og Klara Waage Baldur og Kristín María Wage. Tómas og Guðrún Waage. Magnús og Kitty Waage. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. t Alúðarþakkir fyrir auð- sýnda samúð og virðingu við andlát og útför móður okk- ar Þórdísar Einarsdóttur Börn og aðrir ættingjar. Austfjarðafiskur og Bíldudals- fiskur eftirsóttur og jafnframt í hærra verði en annar saltfiskur, sólþurrkaður. Árið 1934 fluttist Páll til Reykjavíkur. Stundaði hann þar í byrjun ýmisleg störf, unz hann gerðist starfsmaður í .fjármála- ráðuneytinu árið 1942. Þar vann hann síðan til ársins 1962, er hann veiktist og hætti störfum. Var starfstíminn þá og orðinn ærið langur og þrekið á þrotum. Hinn 30. nóvember 1908 kvænt ist Páll heitmey sinni, Vilborgu Einarsdóttur frá Helgustöðum við Reyðarfjörð, hinni ágætustu konu. Var hjónaband þeirra svo ástúðlegt og farsælt sem framast má verða. Þau eignuðust fimm syni og ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Af sonum Páls og Vilborgar eru á lífi Gunnar Axel hæstaréttarlögmaður, Ein- ar Halldór verzlunarmaður og Friðrik lögregluþjónn, mann- kostamenn. Fósturdóttirin var Oddný Guðmundsdóttir Þórar- inssonar frá Eskifirði, nú gift kona hér í borg. Frú Vilborg, kona Páls, lézt á síðastliðnu sumri. Sá harmur, sem greip Pál þá, virtist valda því, að lífslöngun hans dvínaði, og að síðustu þráði hann það heitast að mega sem fyrst ná endurfundum við konu sína, en um það var hann sannfærður, að svo yrði, þegar hérvist lyki. t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför, föður okkar, tengdaföður og afa, Þórarins Ólafssonar, húsasmíðameistara, Keflavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð, við andlát og útför Sigurlínar Erlendsdóttur Garðakoti Mýrdai. Einnig færum við öllum, sem heimsóttu hana og veittu henni aðstoð í langvarandi veikindum hennar alú'ðar þakkir. Þorsteinn Bjarnason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, föður tengdaföður og afa Halldórs Friðrikssonar frá Helgastöðum Þorgerður Sigtryggsdóttir, Steinunn Halldórsdóttir, Leifur Ingimarsson og börnin. Páll gegndi ýmsum trúnaðar- störfum um ævina. Hann sat um skeið í hreppsnefnd Eskifjarðar- hrepps, var mörg ár formaður sóknarnefndar þjóðkirkjunnar á Eskifirði og sáttanefndarmaður þar. í Reykjavík gegndi hann starfi sem stefnuvottur í mörg ár. Öll þessi störf rækti Páll af mikilli alúð og samvizkusemi. Páll Bóasson var hið mesta prúðmenni, hörkuduglegur og kappsfullur við öll störf, vel gef- inn, ráðvandur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita, samvizku- samur drengskaparmaður, orð- var og góðgjarn. Ég varð þess aldrei var við löng kynni, að hann talaði illa um nokkurn mann. Ef einhver hafði orðið til þess óviljandi eða af gáleysi að gera á hlut Páls, því Páll átti aldrei óvildarmenn, færði Páll allt slíkt til betri vegar með ljúf- mennsku sinni, sneri því jafnvel upp í gamanmál og erfði aldrei. Ég get ekki á þessari kveðju- stund látið hjá líða að minnast á eitt atvik úr lífi Páls, er lýsit vel ljúfmennsku hans og því, hvernig hann tók erfiðleikum við störf. Hann gegndi um skeið innheimtustörfum í Reykjavík, á tímabili, þegar illa gekk að fá greiðslu á réttum tíma. Einn vina Páls að austan, sem stadd- ur var í borginni, mætir honum þá eitt sinn og spyr meðal ann- ars, hvernig athafnamanninum frá Eskifirði falli innheimtustarf ið. Páll brosir og svarar með Runólfur ólfsson — Kveðja frá konu og börnum. Fæddur 19. júlí 1900 Dáinn 11. des. 1967 Nú rí'kir vetur og voðamyrkur í vorsins löndum við dauðans ós. En þó að geysi nú hel og harmar við höfum samt okkar jólaljós. Og gegnum tárin þar tindra geislar, sem tendra vonir í þreyttri sál, svo gullin stjarna í gegnum sortann, hún gefur jólanna englamál. Við Ijósblik jóla ég lít til baka um liðnu árin og farna slóð. Ég sé þig ungan á sumardegi, ég sé þig veita úr hjartans sjóð. Þú varst mér ávallt svo vænn og góður. t Innilega þökkum við öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðar- för önnu Snjólaugar Þorvaldsdóttur Kristjana Magnúsdóttir Þorvaldur Guðmundsson og systkin. t Við þökkum hjartanlega öll- um, er sýndu Kristínu Eggertsdóttur, Sörlaskjóli 90. Reykjavík, vinsemd á lífstíð hennar og virðingu við lát hennar og út- för. Sér í lagi þökkum við læknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsliði á Vífilsstöðum fyrir hlýleik og alú'ðlega hjúkrun. Þá þökkum við stofu systrum hennar fyrr og síðar fyrir næman skilning og vin- semd. Jóhannes Guðmundsson, Lára Jóhannesdóttir og systkin hinnar látnu. hægð, að sér falli það vel, hann hafi við svo gott fólk að eiga, sem flest bjóði sér að komra aft- ur. Þetta hnyttna svar lýsir bet- ur en langt mál afsakandi dóm- mildi Páls og viðhorfi hans til erfiðleika í starfi. Vitandi það, að þú átt góða heimkomu, vinur minn, Páll Bóasson, kveð ég þig og sendi jafnframt ættingjum þínum hérna megin samúðarkveðjur í tilefni aðskilnaðarins. Eiríkur Bjarnason. Salnn gekh vel SALA Lionsklúblbsins Njarðar um síðustu helgi á jólapappír til ágóða fyrir heyrnardaufa gekk mjög vel. Nam hagnaður af söl- unni rúmlega 70 þús. kr. Verður hagnaðinum varið til kaupa á smáisjá til notkunar við heyrnar- bætandi skurðaðgerðir. En eins og fram hefur komið í fréttum vantar smásjá í væntanlega háis-, nef- og eyrnadeild, sem ætlunin er að koma á móts við eitt af sjúkrahúsum borgarinn- ar. Þess skal getið, að Erlingur Þorsteinsson, læknir, hefur mörg undanfarin ár unnið að vissum heyrnarbætandi skurð- aðgerðum á heyrnardaufum og hefur hann notað eigin smásjá við þær aðgerðir. Hins vegar vantar smásjá í hina nýju deild. (Fréttatilkynning frá Nirði) S. Run- Minning Þú varst mitt sólskin á myrkum stig. í fátækt, sorgum og sjúkleik veittir þú söng og brosum í kringum þig- Við þökkum allt, sem þú veittir vinur og verndar biðjum af Drottins náð, því engar vaka í vetrars'kuggum og veita jarðheimi guðleg ráð. Og sál þín heitt unni söng og gróðri og sumarangan á breiðri strönd, þar sem þú áttir á æskudögum við ölduljóðin þín draumalönd. Og þegar vorið á vængjum ljóssins allt vefur angan í blóðbergsþey, þá sindrar Ijós'haf um Sjónarhóla, þá syngUr ’báran við lífsins ey. Þá komum við þar og krjúpum þögul í kvöldsins friði og minnumst þín. Þá blessar andi þinn afabörnin, er aftanljóminn á fjöl'lin skin. á. Ég þakka öllum þeim er glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 5. des. Bömum mínum og tengdafólki, barnabömum og frændfólki svo og starfs- fólki Kaupfélags Hafnfirðinga þakka ég góðar gjafir. Inni- legar kveðjur færi ég ykkur öllum. Lifið heil. Þórarinn J. Björnsson. Hjartans þakkir færi ég öll- um þeim mörgu, sem glöddu mig á áttræðisafmælinu. Gleðileg jól. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Snæbjörnsdóttir, Stað, Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.