Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968 5 Eintak bókar er fyrst var prentuð í Skáiholti — og margar aðrar ágætar bækur á bókaupphoði í dag SIGURÐUR Benediktsson heldur bókauppboð í Þjóð- leikhúskjallaranum í dag. Verður þar margt góðra bóka á boðstólum, og ef að líkum lætur láta bókaunnendur- og safnarar, ekki sig vanta. Á uppboðskránni eru 96 númer. „Þetta er nú lítt frá- sagnarvert, til að byrja með“, sagði Sigurður við blaðamann Mbl. sem leit inn til hans í gær, „en þegar kemur aftur fyrir miðja skrá, er margt góðra bóka, — flestar komnar úr erlendu safni“. Sú bók sem sennilega mun vekja mesta athygli er fyrsta bókin sem prentúð var í Skálholti. Nefnist hún Para- dysar Likell, eða Paradísar lykill. Er hún gefin út 1686 og þrátt fyrir að hún sé kom- in vel til ára sinna, er hún ótrúlega vel farin. Þá má nefna nokkrar bæk- ur sem fáir munu vita að til séu. Nefnist ein Drauma dikt- ur um Söknuð og sorglegan missir Eggerts Ólafssonar. Kver þetta er gefið út í Kaupmannahöfn 1769. Titilblað Drauma diktur um Sóknuð og sorglegan missir Eggerts Ólafssonar. Verk og Laun herra Jóns Teits Sonar, biskups, það kver er gefið út á Hólum 1782 og Æruminning sál. Guðrúnar Einars Dottur, gef- in út á Hólum 1778. Sagðist Sigurður aldrei hafa séð þessi kver áður. Af öðrum merkum bókum má nefna Ævisögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson, bókin er útgefin í Leirárgörð- um árið 1800, Husspostilla Fyrre Parturinn og Annar Parturenn. Bækur þessar eru gefnar á Hólum 1684 og 1710. eftir Gísla Þorláksson og út- Eftir Jón Vídalín er bók sem nefnist Stutt og Einfölld Undirviisun um Christen- doomen, gefin út á Hólum 1748, og 6., 7., 9. og 10. útgáfa af Huss Postilla. Þá verður bo'ðin upp 14. út- gáfa Grallarans, Kirkjusaga Finns Jónssonar, Æfi og Minn ing Magnúsar Gíslasonar, Flateyjarbók og sérstaklega fallegt eintak af tímaritinu Óðinn, og er verkið allt og bundið í samstætt skinnband. Uppboðið hefst kl. 5 í dag, Sigurður Benediktsson og áhugasamur bækur þær er boðnar verða upp í dag. bókainaður skoða en milli kl. 10 og 4 í dag, gefst bókaáhugamönnum kost ur á að skoða uppboðsbækur í Þjóðleikhúskjallaranum. Jimmy Heoth leikur iyrir juzz- unnendur í Tjurnurbúð í kvöld HÍNN frægi bandariski jazz- leikari, Jimmy Heath kom til ís- lands í gær, og mun hann leika í Tjarnarbúð í kvöld með íslenzk- um jazzleikurum. Hann er á leið vestur um haf frá meginlandi Evrópu, þar sem hann var á hljómleikaferð með Art Farmer. Jimmy Heath er fæddur í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum árið 1026, og er hann bróðir Persy Heath, bassaleikara Modern Jazz Quartet. Hóf hann að leika á tenórsaxafón, og lék þá m.a. á fimmta tugnum með Dizzy Gillespie, Kenny Dorham og Miles Davis. Hann sneri sér svo að þverflautunni, og hefur getið sér góðan orðstír á hana. Hann hefur m.a. leikið með Milt Jackson, Blue Mitohel, Art Farmer, Cal Tjader og Donald Byrd. Hann hefur einnig samið fjölda jazzlaga. - ÉG HEF ALDREI Framh. af bls. 2 radíói að nota neyðarsendi- stöð úr gúmbjörgunarbátnum og senda út á neyðarbylgj- unni 2182, en ekkert heyrð- ist frekar. Um mi'ðnætti vorum við komnir á ftrandstað og geis- aði sama ofsaveðrið. Var þá orðið ljóst að veðrið var lang harðast sunnan við Bjarnar- núp. Vegna veðurofsans var ekkert hægt að gera á strand- stað og varð því að bíða fær- is á björgunaraðgerðum. Hálfri stundu eftir miðnætti þann 5. febr. komu skilaboð frá SVFÍ á Isafirði, hvort þeir gætu gert eitthvað til hjálpar, en þeim var tilkynnt aftur að ekkert væri hægt að hugszs til björgunar að svo komnu máli vegna veðurofs- ans. Kl. 01,35 tilkynnti togarinn Kmgston Andalusite að tog- arinn Ross Cleveland hafi sokkið um kl. 22,40 og mundi enginn hafa komizt af. Loft- skeytamaðurinn tilkynnti a'ð þeir hefðu verið í nánd við skipið þegar það sökk og sást enginn maður yfirgefa skip- ið. Um kl. 02,00 var ljóst að ekkert var enn hægt að gera á strandstað og var lónað vestur fyrir Bjarnamúp til þess að svipast um eftir Heið- rúnu II. og var því haldið áfram til kl. 7 um morguninn, en án árangurs. Ve'ður var þá farið að lagast undir Grænu- hlíð og vestur undir Bjarnar- núp. Um 8 leytið þann morg- in var svo aftur komið á strandstað og var þá mun meiri vindur undir Bjarnar- núp, en vestan til í Djúpinu, eða um 8 vindstig af NA. Laust eftir 8 náðist slitrótt samband við Notts County og tilkynnti hann að mennimir væru enn um borð í togar- anum, en líðan þeirra væri mjög slæm. Klukkustundu seinna t.ilkynnti Notts County að botninn væri að brotna undir skipinu og að þeir væru a’ð fara á flot um borð. Við sendum þá fyrirmæli til skips hafnarinnar um að fara ekki frá borði, heldur bíða þess að veður batnaði, svo að hægt væri að bjarga þeim frá sjó. Um 10 leytið tilkynnti Notts County að hann heyrði í flautu varðskipsins og var það fyrsta vísbendingin um að við værum á réttum sta'ð, en aldrei sást til togarans nema í ratsjá. Einnig var Notts County tilkynnt að allt yrði gert til þess að hjálpa þeim, en ekki væri viðlit að senda bát til þess að bjarga þeim, eins og væri, vegna veðurs. Togarinn tilkynnti okkur þá að 18 menn væru á lífi og einn látinn, en 4 menn væru með kal. Kl. rúmlega 11 kall- aði togarinn aftur og þá voru 5 komnir með kal og 2 orðnir veikir. Við sög'ðum þeim þá að við myndum hefja björg- unarstarf strax og mögulegt væri. Um kl. 12 sást togar- inn fyrst með berum augum, en varðskipið var þá 0,2 sjó- mílur frá honum. Veður var þá NA 7-10 vindstig og snjó- koma. Það var fyrst um kl. 13.35, sem fært þótti að hefja björgunaraðgerðir. Varðskip- ið lónaði upp undir togarann og þegar hann var um 0,1 sjóm. frá settum við gúmmi- bát með utanbor’ðsmótor á flot, og hafði hann meðferðis 2 óútblásna gúmbjörgunar- báta. í hraðbátnum voru Sig- urjón Hannesson I. stýrimað- ur og Pálmi Hlöðversson II. stýrimaður.. Þeim gekk ferð- in vel yfir í togarann, nema hvað hægt gekk, vegna þess hvað var hvasst. Þegar þeir komu að síðu togarans blésu þeir upp annan bátinn og einnig notuðu þeir 10 manna gúmbjörgunarbát, sem var út- blásinn við síðu togarans. Áhöfn togarans var þá sett um bor’ð í bátana og þegar þeir lögðu frá Notts County lónaði Óðinn um 0,1 sjóm. þar frá og komust bátarnir áfalla- laust að síðu varðskipsins og mennirnir um borð. Gúmmí- hraðbáturinn dró hina bát- ana. Eftir að greiðlega hafði gengið að koma mönnunum um borð var haldið til ísa- fjar’ðar og mennirnir settir þar í land. Þann 6. febr. náð- um við svo í lík sjómanns- ins, sem lézt um borð í Notts County og því var komið til ísafjarðar. Við tókum síðan þátt 1 leytinni að HeiÖTÚruu II og leituðum á Jökulfjörð- um, en án árangurs. Annars kemur bað einkennilega í ljós að þegar skipin verða fyrir áföllum sunnan við Bjarnar- núp, er mun betra veður und- an Grænuhlfð og í Jökulfjörð- unum“. LEIÐRÉTTIMG Leiðréttar prentvillur. f grein um fyrirtækið BRÆÐURNIR ORMSSON í föstuidagsiblaðinu átti að standa í 12 l'ínu ofanfrá á bls. 16:, „Eftir að þar til valdir menn voru búnir að atihuga okk- ar tillögur og samþykkja þær, gáfum við tilboð í virkjun ánna Asamt háspennulínum og spenni- stöðvum á ísafirði og Hnífedal. Tilboðsupphæð um 900.000 kr. fyrir ca. 1100 hestöfl." Og 28 línum neðar hetfur fallið niður lína. Lesist: „Síðan sendir ísafjörður mann eftir mann til lánsútvegunar, sem allir komu með tvær hendur tómar o.s.frv." BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Nýlegt steinhús um 90 ferm. kjallari, tvær hæðir ásamt bílskúr og ræktaðri og girtri lóð í Auisturborginni til sölu. Á hvorri hæð er 3ja—4ra herb. íbúð en í kjallara 3ja herb. íbúð. Hæðirnar lausar strax. Útb. getur orðið eftir samkomulagi NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12. — Sími 24300. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.