Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
Nýja bíó
Morituri
Amerisk kvikmynd
Leikstjóri: Bernhard Wicki
Meðal leikenda:
Marlon Brando
Yul Brinner
, Vafasamt er, hvoxt kvik-
myndahúsunum er nokkur akk
ur að því lengur að auglýsa,
að kvikmynd gerist í heimsstyrj
öldinni síðari, svo sem gert er
með þessa mynd. Mönnum gæti
flogið í hug, að um væri að
ræða einhverja afburða lélega
hernaðarmynd, útþvælt efni,
þar sem faUbyssudrunur og
flugvélagnýr eiga fullt í fangi
með að halda fólki vakandi. —
Við könnumst við margar slík-
ar.
Ég gerði mér, að minnsta
kosti, ekki háar vonir, er ég
skrapp að sjá mynd þessa um
helgina. Og þvi ánægðari er ég
yfir því að geta eindregið mælt
með mynd þessari, fyrir þá ald
ursflokka, sem kost eiga á að
sjá hana.
Þótt myndin eigi að gerast á
styrjaldarárunum — nánar til-
tekið 1942 — þá fjallar hún ná-
lega ekkert um orustur. Stríð-
ið er fremur bakgrunnur mynd
arinnar, að vísu allnáinn. —
Þýzkt flutningaskip er á leið frá
Japan til hins hernumda hluta
Frakklands. Flytur það mikið
magn af gúmmí, eða eins og
brezkur erindreki orðar það:
„nægjanlegt magn, til að halda
Öllum þýzka hernum gangandi
í þrjá mánuði“. Bretar hafa
nefnilega fengið fregnir af ferð
um skipsins og ætla sér nú að
slá tvær flugur í einu höggi:
koma í veg fyrir að Þjóðverjar
fái gúmmíið til afnota og ná
þvi sjálfir til sinna þarfa, enda
voru Japanir um þetta leyti að
leggja undir sig þau lönd i Suð-
Austur Asíu, þar sem mest allt
hrégúmmí heims er að finna.
Þrír menn eru mest í sviðs-
Ijósinu á skipinu. Skal þar fyrst
telja skipstjórann (Yul Brinn-
er), sem er hollur föðurlandi
sínu, að minnsta kosti ódrukk-
inn, en hins vegar lítill vinur
nazista. Þegar hann fréttir, til
dæmis, að Hitler hafi sæmt son
hans heiðursmerki fyrir að
sökkva brezku sjúkraskipi. fær
það mikið á hann, svo hann
fer á „grenjandi túr“.
Fyrsti stýrimaður er einnig á-
berandi presóna í myndinni,
harður maður og framgjam,
flokksbundinn og fanatískur
nazisti. Hann er lítill vinur
skipstjórans, Stundum virðist
hann eiga í nokkurri innri bar
áttu. Hann er. þess að vísu full-
viss, að framar beri að hlýða
JJitler en mönnum. en hins veg
ar er hann lögum samkvæmt
skyldur að hlða nánasta yfir-
manni sinum, að minnsta kosti
á meðan hann gerir sig ekki ber
an að beinum drottinssvikum.
Á svipaðan hátt og skipstjórinn
er tilneyddur að hlýða skipun-
c»n „foringjans", ef hann vill
þjóna sínu föðurlandi, þannig
er stýrimaður neyddur til að
vera skipstjóra hlýðinn, til að
þjóna hinum sama foringja.
Svo er það „farþeginn" (Mar
lon Brando). Hann hafði komið
á skipið í Japan sem Gestapó-
spæjari, og ekki líður á löngu
áðuT en kastast í kekki milli
skipstjóra og hans út af pólitík.
Brando verður brúnaþungur og
ógnandi, sýnir lögregluskírteini
sitt og lætur í það skína, að
skipstjóra sé betra að halda sér
á mottunni, ella kunni hann að
gefa óþægilegar upplýsingar
um hann, þegar til hafnar komi
í Evrópu.
En skipstjóri lætur engan bil
bug á sér finna og harðbannar
„farþeganum" að vera að
snuðra um skipið. Segist vera
húsbóndi á sínu skipi og vilji
ekki láta neina spæjara vera
að hrella skipshöfnina. Fyrir-
mælum sínum verði hann að
lúta, meðan hann sé á skipi
með sér. — Farþeginn gengur
brott þungur á brún, en fyrsti
stýrmaður vottar honum fljót-
lega hollustu sína.
En hver er hann í rauninni
þessi „farþegi"? Hann laumast
um skipið i myrlkrinu og leitar
þeirra staða, þar sem Þjóðverj-
ar hafa komið fyrir sprengjum,
til að sprengja skipið í loft upp,
ef það kynni að verða yfirbug
að af óvinaskipum. Treysti
hann skipstjóra kannski illa til
að hafa þann útbúnað í sem
beztu lagi? Eða ætlaði hann
kannski að gera sprengjurnar
óvirkar 1 þeirri fullvissu, að
ekki mundi þurfa að nota þær?
Eða var hann---------Nei, það
varðar vist við lög að færa
þann grun á blað . . .
Hugmyndin að baki myndar
þessarar er snjöll, en hefði þó
auðvitað getað ónýtzt í höndum
klaufa. En myndin er vel gerð
og leikur afbragðsgóður. Minn-
isstæðastir verða þeir að sjálf-
sögðu í stærstu hlutverkunum,
Brando og Brynner, og má ekki
á milli sjá. hvor fer betur með
sitt hlutverk. — Annars sýna
flestir leikendur góðan leik.
Helzt mætti finna það að kvik
myndinni, að þegar til úrslita-
átaka kemur um borð í skipinu
undir lok myndarinnar, þá ger-
ast fremur ólíklegir atburðir,
vissir menn eru látnir geispa
golunni af of mifclum auðveld-
leika, meðan aðrir halda sinni
með jafnósennilega lítilli fyrir-
höfn. En fram að þeim atburð-
um, er efninu framfleytt á sann
ferðugan hátt, án þess það
bitni á spennunni, en það er
meira en sagt verður um allar
njósna- eða stríðsmyndir.
Og sjálf lokin eru vel við
myndina í heild.
Fastefgnir til sölu
Húsnæði fyrir skrifstofur,
heildverzlanir, iðnað, verzl-
anir, minniháttar verkstæði,
læknastofur, snyrtistofur o.
m. fl.
íbúðir á hgstæðum skilmál-
um í Miðborginni, og víðar
um borgina og í nágrenn-
inu.
Hús og íbúðir í smíðum.
Einbýlishús.
Akureyringai
Hús við Hrauntungu (Sig-
valdahús), skipti æskileg á
fasteign á Akureyri.
Austurstrætl 20 . Strnl 19545
Hafnarfjörður
Hef kaupendur að einbýlis-
húsum og íbúðarhæðum í
smíðum og fullgerðum. —
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni.
Guðjón Steingrímsson,
hrl.
Linnetstíg 3, Hafnarfirði
Sími 50960
Kvoldsími sölumanns 51066.
íbúbir óskast
Höfum kaupendur
að fullbúnum 2ja—6 herb.
hæðum, ennfremur einbýl-
ishúsum og raðhúsum í
Kópavogi, Reykjavík, Sel-
tjarnarnesi.
I smíðum
Til sölu
4ra og 6 herb. hæðir í Foss-
vogi, og 2ja, 3ja og 4ra
herb. hæðir í Breiðholts-
hverfi, seljast tilb. undir
tréverk og málningu. Gott
verð.
Raðhús í Fossvogi á góðu
verði, 6 herb.
6 herb. raðhús við Kapla-
skjólsveg. Tilb. nu undir tré
verk. Vill taka upp í 4ra—5
herb. hæð í góðu standi.
Einar Sigurðsson hdl.
Ingólfsstræti 4.
Sími 16767, kvöldsími 35993.
Til sölu
2ja herb. íbúðir við Ásbraut,
Hraunbæ og Rauðarárstíg.
3ja herb. íbúð við Drápuhlíð
og Hringbraut.
Lóð undir iðnaðarhúsnæði við
Reykjanesbraut, 350 ferm.
steyptur grunnur.
Sverrir Hermannsson
ÍMAR 21150 • 21370
Höíum fjársterkan
kaupanda að:
2ja—3ja herb. nýrri eða ný-
legri íbúð.
3ja herb. góðri íbúð.
4ra herb. góðri íbúð, helzt í
Heimunum eða nágrenni.
Til sölu
2ja—3ja herb. íbúð við Hraun
bæ. Góð kjör.
2ja herb. íbúð við Leifsgötu
með nýrri eldhúsinnrétt-
ingu og sérhitaveitu.
3ja herbergja
rishæð í góðu steinhúsi í
Vogunum. Útb. aðeins kr.
200 þús.
3ja herb. rúmgóð hæð við
Leifsgötu með nýrri eldhús
innréttingu og sérhitaveitu.
Stór bílskúr fylgir með hita
lögn.
3ja herb. rishæð í Kópavogi.
4ra herbergja
góð rishæð í Vogunum með
sérhitaveitu, svölum og
bílskúrsrétti. Góð kjör.
4ra herb. góð rishæð við Sig-
tún. Vel umgengin.
4ra herb. nýleg og óð íbúð í
Heimunum með sérhita-
veitu.
5 herbergja
gglæsileg efri hæð við
Rauðalæk með sérhitaveitu.
I smíðum
glæsilegt raðhús í Fossvogi.
Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð
æskileg.
Glæsileg 6 herb. íbúð á 3. hæð
í Fossvogi, fokheld með mið
stöð. Sérþvottahús á hæð-
inni.
140 ferm. glæsileg efri hæð í
Hafnarfirði. Allt sér. Verð
kr. 625 þús.
Iðnaðarhúsnæði
240 ferm. í smíðum í gamla
Austurbænum, nú fokhelt
með miðstöð.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LINDAR6ATA 9 SÍMAR 21150-21570
FÉLAGSLÍF
Sundmót Armanns
verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur fimmtudaginn 29.
febrúar kl. 8,30. Keppt verð-
ur í eftirtöldum greinum:
100 m skriðsundi karla (bik
arsund), 200 m bringusund
karla (bikarsund), 100 m bak
sund karla, 100 m skriðsund
kvenna, 200 m fjórsund
kvenna (bikarsund), 100 m
baksund kvenna, 50 m skrið-
sund drengja (bikarsund)
100 m bringusund stúlkna, 50
m bringusund teilpna, fæddra
1956 og síðar 4x100 m fjór-
sund karla, 4x100 m skriðsund
Bílstjóri
helzt með meistarapróf, óskast til að aka einkabíl,
einnig til lagerstarfa. Tilboð með upplýsingum um
aldur og fyrri störf sendist afgr. Mongunblaðsins
fyrir 16. febr. merkt: „BíLstjóri — 5272“.
JNauðungaruppboð
sem auglýst var í 50., 51. og 52. tbl. Lögbirtingablaðs-
1967 á v/s. Gullbjörgu VE. 89, talinni eign Guðmund-
ar Þórðarsonar, fer fram að kröfu Fiskveiðasjóðs fs-
lands o.fl. í skrifstofu bæjarfógeta að Víðigrund 5b
Sauðárkróki, föstudaginn 16. febr. 1968 kl. 16.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Til leigu
er 3. hæð í húseigninni Ármúla 5.
Stærð 540 ferm. Möguleikar eru á að skipta hæðinni,
þar sem um tvo stigaganga er að ræða, sinn í hvorum
enda.
Uppl. á staðnum veitir Karl J. Karlsson c/o Neon.
iNauðungaruppboð
sem auglýst var í 50., 51. og 52. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1967 á hraðfrystihúsi fiskimjölsverksmiðju- og
fiskmóttökuhúsi norðan hafnargarðs á Eauðárkróki,
þinglýstum eignum Guðmundar Þórðarsonar fer fram
að kröfu Jóns Hjaltasonar, hrl. og ofl. á eignunum
sjálfum, föstudaginn 16. febr. 1968 kl. 14.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Samband íslenzkra fegurðarsérfræðinga
Fræðslufundur verður haldinn í Snorrabúð, Hótel
Laftleiðum þann 15. febrúar n,k. kl. 8.30 a.h. stund-
víslega.
1. Venjuleg fundarstörf.
2. Fræðsluerindi: Vignir Andrésson, íþr.kennari.
3. Frú Elísabet Breiðfjörð kynnir megrunaraðferð-
ir með nýtízku tækjum.
Félagskonum er heimilt að taka með sér gesti.
STJÓRNIN.
INauðuíigaruppboð
Húseignin Hafnarstræti 4, Flateyri, eign Rafns A.
Péturssonar, forstjóra, Flateyri verður eftir kröfu
Iðnaðarbanka íslands, Reykjavík og Harðar Ólafs-
sonar hrl. Reykjavík seld á opinberu uppboði, sem
fram fer í sýsluskrifstofunni á ísafirði mánudaginn
13. marz n.k. kl. 13.30.
Uppboð þetta var áður auglýst í Lögbirtingablaði
nr. 23. 25. og 27/1966.
Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 8. 2. 1968.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
Skólavörðustíg 30,
sími 20625
Kvöldsími 24515.
Til leigu nú þegar
3jo herbergja
íbúð
á Melunum. íbúðin leigist í a.
m. k. 6 mánuði. Sími getur
fylgt. Þeir sem áhuga hafa
leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl.
fyrir fimmtudagskvöld merkt:
„5269“.
kvenna.
Ennfremur verður keppt
um afreksbikar Í.S.S. er
vinnst fyrir bezta afrek móts-
ins samkvæmt gildandi stiga-
töflu. Þátttökutilkynningar
berist til Siggeirs Siggeirsson
ar, Grettisgötu 92, sími 10565
fyrir föstudaginn 23. febrúar.
Stjórnin.
- f.o.G.r. -
St. Dröfn og Verðandi halda
sameiginlegan fund í G.T.-hús
inu í kvöld kl. 8,30. — Æt.
1