Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 19«8 pIiarjgiíiíMtóilí Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. NORÐ URLANDS- ÁÆTLUN OG UM- MÆLI FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA í síðustu viku urðu á Alþingi * miklar umræður um gerð Norðurlandsáætlunar, enda eru miklar vonir bundnar við það átak, sem nú er gert til þess að treysta atvinnulíf- ið á Norðurlandi og eins við þær opinberu framkvæmdir, sem gert er ráð fyrir að Norðurlandsáætlunin taki yf- ir. í fréttaflutningi af þessum umræðum gerði Tíminn sig enn einu sinni sekann um freklegustu falsanir og sagði í aðalfyrirsögn á forsíðu, að fjármálaráðherra hefði hald- ið því fram, að Norðurlands- áætlunin væri „ekki um stuðning við atvinnulíf“. Og síðan hefur blaðið haldið á- fram að hamra á þessari fár- ánlegu fullyrðingu sinni. Það er mál útaf fyrir sig, að með fréttaflutningi á borð við þennan hafa ráða- menn Tímans afrekað að sannfæra landslýð allan um, að ekkert mark sé takandi á fréttaflutningi þessa blaðs. Það er réttnefnt fréttaföls- unarblað og enginn heilvita maður les það til þess að afla sér réttra og óbrengl- aðra frétta. En í þessu máli er aðalat- riðið að sjálfsögðu, að Norð- urlandsáætlunin er áætlun um stuðning við atvinnulífið norðanlands, gagnstætt því, sem Tíminn heldur fram — og ætti nógsamlega að vera búið að undirstrika það. Hitt er annað mál, sem fjármálaráðherra vék að í ræðu sinni á Alþingi, að það er ekki tilgangur þeirra, sem standa að samningu Norður- landsáætlunar, að taka fram fyrir hendur manna og skipa þeim að gera eitt en ekki annað, heldur að leggja á ráðin um, hvaða atvinnu- rekstur sé heppilegastur á hverjum stað og síðan verð- ur yfirstjórn lánamála beitt þannig, að leitast verði við að hafa áhrif á það, að fjár- festingu verði hagað á sem skynsamlegastan veg. Það hefur aldrei verið ætlunin að ríkisvaldið kæmi upp fyrirtækjum í hverju einstöku byggðarlagi. Norð- urlandsáætlunin er ekki áætl un um þjóðnýtingu atvinnu- vega, heldur þvert á móti um að styrkja einstaklinga og fé- lög þeirra til þess að koma upp sem öflugustu og heil- brigðustu atvinnulífi. Framsóknarmenn vita það jafnt og aðrir, að þetta hefur frá fyrstu tíð verið tilgangur Norðurlandsáætlunar, og þess vegna eru árásirnar á Magn- ús Jónsson, fjármálaráð- herra, þann mann, sem mest og bezt hefur beitt sér fyrir eflingu atvinnulífs norðan- lands, ekki einungis ómak- legar heldur líka til minnk- unnar fyrir þá menn, sem að þeim standa. FORMANNA- SKIPTIN HJÁ FRAMSÓKN U’ysteinn Jónsson hefur nú látið af formennsku Framsóknarflokksins, en í hans stað hefur verið kjör- inn Ólafur Jóhannesson. Ekki er líklegt að af for- mannaskiptum leiði nokkra stefnubreytingu hjá Fram- sóknarflokknum. Ólafur Jó- hannesson hefur verið hægri hönd Eysteins Jónssonar í formannstíð hans sl. 5 ár. Báðir eru þessir menn glögg- ir og greindir. En ýmsum mun hafa fundizt, að Ey- stein Jónsson skorti nokkuð víðsýni og yfirsýn um ís- lenzk stjórnmál til þess að verða farsæll forustumaður í svo stórum og áhrifamiklum flokki, sem Framsóknarflokk urinn hefur lengstum verið. Enda þótt margir ágætir menn hafi verið og séu í for- ustuliði Framsóknarflokks- ins, hefur málafylgja hans mótazt mjög af hentistefnu, sem torveldað hefur sam- starf flokksins við aðra stjórn málaflokka og rýrt traust hans meðal almennings. Framsóknarflokkurinn hefur ýmist verið lengst til vinstri eða lengst til hægri í íslenzk- um stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann á stundum vera „hinn eini sanni milli- flokkur“. Sjálfir líkja Fram- sóknarmenn sér ýmist við róttæka vinstriflokkinn í Danmörku, bændaflokkinn í Finnlandi, miðflokkinn í Nor egi, demókrata í Bandaríkj- unum, eða jafnvel verka- mannaflokkinn í Bretlandi, allt eftir því hvernig þessum stjórnmálaflokkum vegnar í kosningum í heimalöndum sínum! Þessi mynd var tekin, eftir a ð stór þota flugtélagsins „Cana dian Pacfic Airlines“ varð fyr- ir óhappi í lendingu sl. mið vikudag í lendingu á flugvellin um í Vancouver og stöðvaðist ekki fyrr en hún skall á hús i við flugbrautina. Að minnst a kosti tveir menn hafa látið lífið af völdum þessa slyss o g 14 hlotið alvarleg meiðsli. SI ysið var, þegar þotan, sem var með 61 farþega, flaug inn ti 1 lendingar í mikilli þoku, e n flugvélin var að koma frá Honolulu. Sæmundor Eddu ú ensku hjú Oxford Universify Press OXFORD University Press er að undirbúa útgáfu af Sæmundar Eddu og vonast til að 1. hefti verði tilbúið snemma á árinu 1969, Það er frú Ursuiía Dronke, frá Clare College í Cambridge, sem vinnur að því að búa bók- ina til prentunar. í fréttatilkynningu frá útgáf- unni er vitnað í þessi stórkost- legu íslenzku 13. aldar ljóð, sem geymzt hafa í handritinu Codex Regius, nú í Kaupmannahöfn. I fyrsta bindi ensku útgiáfunnar verða m.a. tvö af elztu og drama tískustu hetjul'jóðunum, seen skýra frá morði Atla og ósigri JÖTmunreks. í öðru bindi verða goðfræðileg Ijóð, m. a. Völuspá og í 3. og 4. verða hetjuljóð og trúarljóð, hvort í sínu bindi. Hefur frú Dronke unnið textann beint úr handritinu, og gert skýr- ingar og athugasemdir. Með hverju ljóði er formáli. Þetta verður fyrsta útgáfan af Sæ- mundar Eddu með skýringum á ensku, og fyrsta útgáfan síðan 1931. Gamlir nazista ioringjnr dæmdir ÞRÍR fyrrverandi nazistaforingj- ar voru í gær dæmdir til ævi- langrar fangelsisvistar fyrir morð á óbreyttum borgurum, pólskum og rússneskum meðan á heimsstyrjöldinni seinni stóð. SS mennirnir þrír eru Kráhnes fyrrum kapteinn, Goldapp fyrr- verandi lögregluforingi og Drews lögreglumaður. Þeir stjórnuðu sérstökum aðgerðum, sem beindust að því að fjarlægja vegsummerki eftir fjöldaaftökur á Gyðingum, sem nazistar létu framkvæma í Sovétíkjunuim og í Póllandi. Er 110 ára og vinnur í mjólkurbúð Lowestoft, Englandi, 6. febr. AP. — FRÚ Ada Roe hélt hátíðlega 110 ára afmælis dag sinn án mi'killar viðhafnar, og af- greididi mjólk til viðskipta- vina sinna í mjól'kurbúðinni, þar sem hún starfar dag hvern. Hún sagði þeim, er vildu bera fram hamingjuóskir í tilefni dagsins, að enn væri hún ekki komin á eftirlauna- aldur. Bezta ráðið til að halda góðri heilsu væri að vinna sem mest. Frúin hefur rekið mjólkur- búðina síðustu fimmtíu árin með aðstoð dóttuir sinnar. Er hún var spurð, hvort hún hefðí einhverjar sérstakar óskir og vonir, svaraði hún að hún vildi gjarnan verða áttraéð aftur. Það verður erfitt fyrir hinn nýja formann Framsókn arflokksins að láta flokk sinn líkjast í senn öllum þessum flokkum. En Ólafur Jóhann- esson er samvizkusamur og traustur maður. Þess vegna má vel vera að honum tak- izt að draga úr stefnureiki flokks síns og gera hann að ábyrgara og gagnlegra afli í íslenzkum stjórnmálum og þjóðlífi en hann hefur verið undanfarin ár. ÚTHLUTUN LISTA■ MANNALAUNA Uthlutun listamannalauna er nýlega lokið. 95 lista- menn hafa öðlazt þá viður- kenningu, sem í úthlutun listamannalauna á að vera fólgin. En þessi síðasta úthlutun mun eins og aðrar valda deilum og sár- indum. Svo mikið álita- mál hlýtur það jafnan að verða, hvað sé verðlauna- vert og hvað ekki í íslenzkri list. Úthlutunarnefndin hef- ur vafalaust unnið verk sitt af samvizkusemi og réttlætis- tilfinningu. Engu að síður hlýtur að vera saknað nafna margra ágætra lista- manna, sem ekki getur að líta á úthlutunarlistan- um að þessu sinni. í því sambandi verður auðvitað að gera sér Ijóst, að út- hlutunarnefndin hefur tak- mörkuð fjárráð. Það verður einnig að koma fram, að því fleiri listamenn sem Alþingi setur í hinn háa heiðurs- launaflokk, þeim mun erfið- ari verður aðstaða úthlutun- arnefndarinnar. Sú ósk út- hlutunarnefndarinnar að tek- in verði upp sérstök fjárveit- ing til heiðurslaunaflokksins, sem Alþingi skipar í við af- greiðslu fjárlaga, verður að teljast eðlileg og sjálfsögð. íslenzka þjóðin vill gera vel við listamenn sína. Því miður gerir hún enn ekki nægilega vel við þá. Aðeins örfáir listamenn hér á landi lifa í dag á list sinni. Lang- samlega flestir verða að stunda allskonar aukastörf, og nýtast því ekki hæfileik- ar þeirra eins vel og skyldi. Úr þessu verður að bæta eft- ir fremsta megni á komandi árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.