Morgunblaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968
15
Nýja kirkjan á Reykhdlum
stúrskemmdist í dveörinu
Tugþúsunda tjón — Reykhóla-
söfnuður í miklum vanda og
heitir á alla velunnara kirkjunn
ar að hjálpa til að bæta skaðann
í FÁRVIÐRINU, sem geisaði á
Vestfjörð'um um seinustu helgi
stórskemmdist nýja kirkjan á
Reykhólum. Allar rúður á norð-
urhlið kirkjunnar brotnuðu í
veðurofsanum og fennti þá
óhindrað inn og var allt á kafi í
snjó þegar að var komið á mánu-
dag. Stormurinn æddi um kirkj-
una og færði snjóinn í skafla og
braut upp vandaðar hurðir fram
í anddyrið og eru þær ónýtar.
Sterkleg hurð fyrir útidyrum
varð næst að láta undan og
splundraði rokið henni einnig og
hafði þá óveðrið brotið sér leið
inn um gluggana og út um aðal-
dyrnar og lék sér að vild í helgi-
dóminum. — Ekki var viðlit að
gera neitt til varnar eða bjargar,
Vilja ekki Tito
Jerúsalem, 6. feb. NTB-Reuter,
ÍSRAEL hafnaði í dag ölluim
möguleikum ó því að Tito Júgó-
slavíuforseti tæki að sér sátta-
semjarastörf í deilu Araba og
fsraela.
Tító er í opinberri heimsókn
í Egyptalandi og hann hefur
fullvissað Nasser um að Júgó-
slavía styðji eindregnar kröfur
Egypta um að ísraelar hverfi
með lið sitt af svæðunum sem
þeir náðu í stríðinu í fyrravor.
Talsmiaður ísraelsstjórnar
sagði, að það þjónaði engum til-
ganigi, að Tító færi að hafa af-
skipti aif þessu máli, þar sem
hann hefði hvorki aðstæður né
nægan myndugleika til að verða
nokkuð ágengt. Auk þess hefðu
Sameinuðu þjóðirnar fengið
sáttasemjarahlutverkið öðrum í
hendur. Síðast en ekki sízt hefði
Tito hvað eftir annað lýst yfir
stuðningi við sjónarmið Araba
og kæmi því ekki til greina að
hann tæki slíkt að sér.
Þórarinn Þór
því engum var stætt úti og man
enginn hér um slóffir eftir aff svo
vont veður hafi áffur komið hér
á Reykhólum.
Það var laust fyrir miðnætti
aðfaranótt sunnudags að veðrið
skall á og stóð látlaust þangað til
á mánudagsmorgun. B'oðuð ’hafði
verið guðáþjónusta á sunnudag
og aðalsafnaðarfundur, en þá
var engum manni úti stætt, enda
kirkjan þá útleikin orðin, einis og
að ofan er sagt.
Nýja.kirkjan á Reykhólum var
vígð haustið 1903 og Iþví aðeins
4 ára gömul. Vantaði raunar
nokkuð á að hún væri fuiHgerð
eins og hún á endanlega að
verða, t.d. voru aðeins bráða-
birgðasæti í henni, lausir stólar.
Ætlaði söfnuðurinn að gera það
að næsta átaki sínu að safna fyr-
ir nýjum og varanlegum sætum
til frambúðar, en hefur ekki get-
að sinnt því tii þessa, þvi að allt
kapp hefur verið lagt á að koma
bygigingarskuldum í viðráðan-
legt ihorf, og hefur 'hver einasti
eyrir af litlum tekjum kirk'junn-
ar farið til þess og þó ekki dugað
til. Söfnuðurinn er fámennur og
kirkjan á ekkert nema skuldir.
Margir hér um slóðir hafa orðið
fyrir meiri og minni skaða í
f óveðrinu, sumir stórkostlegum
og eru því fáir heimam'enn af-
lögufærir til stuðnings kirkj-
unni, fyrsta kastið að minnsta
kosti, en brýna nauðsyn ber ein-
mitt til að gert sé við mestu
skammdirnar strax. Það verður
óðara að útibyrgja kirkjuna,
setja nýjar rúður í gluggana og
hurðir fyrir útidyrnar og and-
dyrið. Til þess er ekki grænn
eyrir til í sjóði. Þess vegna leitar
Reykhólasöfnuffur á náffir allra
velunnara staffarins, hvar sem
<$>-----—----------------------
Frakkar illa
látnirvestra
Princeton, New Jersey,
7. febrúar. AP.
ANDBANDARÍSK stefna de
Gaulles Frakklandsforseta hefur
orffiff til þess, aff dregiff hefur
gífurlega úr vinsældum Frakka
í Bandaríkjunum, samkvæmt
skoðanakönnun er Gallupstofn-
unin gerffi nýlega.
Hingað til hafa Bandaríkja-
menn metið fáar þjóðir eins mik
ils og Frakka, en nú eru aiðeins
Egyptar, Rússar og N-Viet-
namar, Kúbumenn og Kínverjar
óvinsælli en þeir.
Hins vegar eru tvær óvina-
þjóðir úr seinni heimsstyrjöld-
inni, Vestur-Þjóðverjar og Jap-
anir, í miklum metum.
Vinsælaista þjóðin eru Kanada-
menn (94%), en síðan koma
Svisslendingar (90), Ástralíu-
m-enn (89), Hollendingar (88),
Norðmenn (88), Svíar (87), Dan
ir (85), Finnar (85), ítalir og
Brasilíumenn (76).
50-70% þeirra sem spurðir
voru létu vel af Vestur-Þjóð-
verjum, Argentínumönnum, fsra
elsmönnum, Japönum, Grikkjum,
Austurríikismönnum, Uruguay-
mönnum, Ohilebúum, Indverj-
um, Suður-Vietnömum og írön-
um, en Frakkar hlutu 49%, Egypt
ar 39%, Rússar 19%, Norður-
Vietnamar 7%, Kúbumenn 6%
og Kínverjar 5%.
Kirkjan á Reykhólum
þeir eru, og biffur um hjálp til
að bæta þann skaffa, sem orffinn
er. Það er gréinilegt að tjónið
skiptir tugum þúsunda, bara úti-
hurðin eih kostar vart minna en
40 þúsund krónur, yfir 30 rúður
brotnuðu, innri dyrnar og ýmis-
konar minni skemmdir, og hefur
söfnuðurinn enga fjárhagslega
geíu til að kosta viðgerð, en fyrr
en þetta hefur verið lagað, er
ekki hægt að nota kirkjuna. Ef
ekki verður fljótt brugðið við, er
fyrirsjáanlegt að ekki verður
hægt að messa né Ihalda uppi
barnaguðsþjónustum í langan
tíma.
Reykhólakirkja hefur reynzt
góð til áheita, hún er sómi sveit-
arinnar og reisn Reykhólastaðar.
Við setjum traust oikkar til gaim-
alla sveitunga^sem fluttir eru að
heiman, átthagafélaga og ann-
arra samtaka sem tengd eru
þessu héraði um hjálp í þessum
mikla vanda. Morgunblaðið og
Tíminn hafa góðfúslega fallizt á
að veit.a gjöfum móttö'ku, sö-mu-
lelðis séra Arelíus Níelsson, og
er það ósk okkar að þeir, sem
leggja vilja þessu máli lið komi
gjöfum sín-urn þar á framfæri.
Eins má senda framlög til sókn-
arprestsins á Reykhólum og
sóknarnefndarinnar.
Reykhólasveitungar og aðrir
vinir og velunnarar Reykhóla-
kirkju og Reyklhólasveitar: Við
treystum því að þið bregðist
ok.kur ekki. Okkur vantar mikið
fé og því þurfa margir að leggja
lið, því ekki geta allir lagt mikið
fram, það vitum við, en við trú-
um þv'í að það hafist ef allir
leggja eitt’hvað, hver eftir sinni
getu.
Það er ekki gaman að þurfa að
fara um betlandi, en það er ein-
asta úrræði okkur nú, við höfum
engin önnur ráð, vegna þesis hve
nauðsynlegt er að gera strax við
mestu skemmdirnar og úti'byrgja
kirkjuna.
Þórarinn Þór.
Rúmenar gagnrýna
bandarísk-sovézka tillögu
Genf, 6. febr. AP.
RÚMENIA gagnrýndi í dag harff
lega bandarísksovésku tillög-
una sem lögff var fram 18. janú-
ar á fundi afvopnunarráffstefn-
unnar í Genf, sem felur í sér
bann viff frekari útbreiffslu kjarn
orkuvopna.
Rúmienía er fyrsta ríkið sem
gagnrýnir tillöguna opinberlega.
Þegar hafa hins vegar allmörg
ríki lýst yfir stuðningi við til-
löguna, þar á meðal Bretland,
Kanada, Tékkóslóvakía, Pólland
og Búlgaría.
Ambassador Rúmena sagði, að
Rúmenar væru mjög óánægðir
með þessa tillögu. Hann sagði,
að henni væru í flestu áíbóta-
vant, meðal annars væri þeim
löndum engin trygging sett, sem
ekki ráða yfir kjarnorkuivopn-
um, um að þau yrðu ekki fyrir
kjarnorkuárás. Hann krafðist
þess einnig, að bætt yrði í til-
löguna skuldlbindingu kjarnorku
veldanna um að hefja þegar
raurthæfa afvopnun.
UM LANDSBÓKASAFN
GRÆNLANDS
ÞEGAR hringt var hingað í safn-
ið sl. laugardag frá Morguntolað-
inu og spurt, hvort við hefðum
einhvern fróðleik um Land'S
bókasafnið í Godtháb á Græn-
landi, fundum við í þann svip-
inn ekkert að gagni um það.
Við nánari atJhugun nú eftir
helgina kom hins vegar, svo sem
vænta mátti, sitthvað upp og þá
m.a, igott yfirlit um sögu græn-
lenzkra bókasafna (De grþn-
landske bibliotekers historie)
eftir Hans Westermann lands-
bókavörð í G-odthab. Er það 50
blaðsiðna rit, og gaf Bi'blioteks-
centralen það út í Kaupmanna-
höfn 1903 sem 5. foindi í rit-
flokknum Biblioteker og læsn-
ing, en ritstjóri flokksins er
bókafulltrúinn danski, E. AUers-
lev Jensen.
I riti Westermanns er þess get-
ið, að raddir hafi fyrst verið
uppi um stofnun bókasafns á
Grænlandi árið 1796. íbúar
landsins voru þá um 6000, þar af
um 290 Evrópumenn. Talið er, að
Norður-grænlenzka lestrarfélag-
ið hafi verið stofnað nokkru
eftir aldamótin 1800. Árið 1833
átti félagið um 800 'bindi, en
starfsemi þess ’hafði gengið
nokkuð skrykkjótt.
Eins og kunnugt er, beitti
Carl Christian Rafn sér fyrir
stofnun Stiftis'bókasafnsins í
Reykjavík 1818, er sí'ðar hlaut
naf.nið Landsbókasafn. Rafn
stóð fyrir stofnun Amtsbóka-
safns Færeyja 1827 og lo'ks Bóka-
S'afns Suður-'Grænlands 1820. Á
Rafn þannig heiðurinn af því að
hafa 'hleypt a-ð sfcokkunum þrem-
ur Landsbókasöfnum, í Reykja-
vík, Tórsha-vn og Godfcháb.
Það er ekki ætlun mín að rekja
hér sögu Landsbókasafnsins í
Godtháb né annarra grænlenzkra
safna, heldur skal ég einungis,
vegna hins hörmulega bruna
safnsins í síðustu viku, birta það,
er Hans Westermann segir í riti
sínu um Grænlandsdeild Lands-
bókasafnsins:
„Sem Lands'bókasafn leggur
safnið nú sérstaklega rækt við
Grænlandsdeild sína. Bókakost-
ur deildarinnar tekur ekki að-
eins til þeirra grænlenzku rita
eða rita um Grænland, sem léð
eru út, heldur er það jafnframt
rannsóknarbókasafn, þ.e. varð-
veitir ekki óverulegan hlut
þeirra rita, er prentuð hafa verið
á grænlenzku auk fjölda danskra
og erlendra rita um Grænland óg
norðurheimsskautið.
Safnið hlýtur að telja það eitt
af höfuðverkefnum sínum að
draga saman sem allra víðtækast
safn rita á grænlenzku auk hvers
konar rita, er nauðsynleg eru til
rannsóknar á Grænlandi og græn
lenzkri menningu. Safn græn-
lenzkra bóka á Grænlandi er
þjóðlegt metnaðarmál, en þar
kemur fleira til greina. Á slíkt
Landsbókasafn Grænlands í Godtháb.
safn reynir æ því meira sem
stundir líða. í Godtháb er nú
barnaskóli og kennaraskóli, og
það virðist ekki langt undan, að
þar rísi einnig menntaskóli. Þeim
fjölgar því stöðugt, er geta lagt
og vilja leggja stund á Græn-
landsrannsóknir, og því er nauð-
synlegt, að unnt sé að fást við
þær í landinu sjálfu.
í Grænlandsdeild Landsbóka-
safnsins eru ýmsir fágætir og dýr
mætir hlutir. Má þar nefna m.a.,
að grænlenzka landsstjórnin
veitti árið 1958 fé til kaupa á
bókasafni prófessors Williams
Thalbitzers, er mjög fékkst við
rannsóknir á Eskimóum. í þessu
safni einu eru um 4000 bindi, en
mikill hluti þess er að visu sér-
prentanir og smáprent".
Hvert sem tjónið hefur orðið
í brunanum fyrir helgina, er
þess að vænta, að takast megi á
næstu árum að bæta það, sem
á annað borð verður bætt, og
efla svo Landsbókasafnið í Godt-
háb, að það geti gegnt sem bezt
mikilsverðu hlutverki sínu.
Finnbogi Guffmundsson.