Morgunblaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968
21
Wilson styður San
Antonio-áætlunina
Washington, 11. feb.,
AP-NTB.
FORSÆTISRAÐHERRA
Stóra-Bretlands Harold Wil-
son, sagði í viðtali, sem sjón-
varpað var um Bandaríkin á
sunnudag, að San Antonio-
áætlunin um stöðvun loft-
árása á N-Vietnam væri „veg
urinn til friðar*. Viðtalið við
Wilson var tekið upp á föstu-
dag sl„ en forsætisráðherr-
ann ræddi við Johnson for-
seta í Washington daginn áð-
ur. Kvaðst Wilson hafa lagt
áætlunina fyrir Kosygin, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna,
á fundi þeirra í Moskvu í síð-
asta mánuði.
Bandríkjaforseti lagði fram
San Antonio áætlunina í ræðu,
sem hann hélt í samnefndri borg
í Texas í september s.L f áætl-
uninni er heitið að stöðva loft-
árásir é N-Vietnam, ef giM
trygging er sett fyrir því, að það
muni leiða til árangursríkra
samningaviðræðna.
Willson sagði í fyrrgreindu við
tali ,að vanda.málið, sem við
væri að e'tja væri það hvernig
hægt væri að tryggja, að stjórn-
in í Hanoi settist að samninga-
borði, þegar eftir að loftárásirn-
ar hefðu verið stöðvaðar, og þá
einnig að samningaviðræður
bæru einhvern árangur. Wilson
sagði, að íitlu munaði, að hægt
væri að komast að samkomu-
lagi í Vietnamstyrjöldinmi, þótt
atburðir undanfarinna 10 daga
hefðu breikkað bilið miikið.
- TOLLALÆKKUN
Framh'ald af bls- 12.
það að þeir yrðu samþykkir
þeim fjáröflunaraðferðum sem
ríkisstjórnin kæmi til með að
beita við öflun fjár til tollaiækk-,
unarinnar.
Sveinn Guðmundsson lýsti yf-
ir ánægju sinni með tollalækk-
anirnar og s.agði að þær mundu
t.d, hafa mikla þýðingu fyrir ís-
lenzkan járniðnað. í þessari tolla
lækkun kærni einnig fram vilja.
yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um
aðstoð við innlendan iðnað.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, þakkaði nefndarmiönnum
fyrir skjóta og góða afgreiðslu
mlál'sins. Hann sagðist skilja það
að fraim kæmu fyrirspumir um
hvaða liði fjáhLaga ætti að skera
niður. Þvi miður gæti hann ekki
svarað þeim fyrirspumum á
þessu stigi málsins. Ymis atriðd
væru enn í athugun og gætu
enniþá breytzt. Hinsvegar væri
það ekki liétt verk að skera nið-'
ur um 100 miHjónir, jafnvel
þótt sú upplhæð væri ekki nema
lítill hluti ríkisútgjalda. Tillög-
ur ríkisstjórnrinnar yrðu lagðar
fyrir Alþingi jafnskjótt og þær
væru tilbúnar, og væri þeirra
að vænta bráðlega.
Einnig tók Karl Guðjónsson
til mláls og Einar Ágústsson, Ólaf
ur Björnsson og Sveinn Guð-
mundsson töl'uðu aiftur- Málið
var síðan afgreitt til Neðri-
deildar-
Wilson stakk upp á því, að
stjórnin í N-Vietnam ræddi mál
in í alvöru við annan eða báða
formenn Genfarráðstefnunnar,
Bretland og Sovétrikin. Hann
ga't þess, að hann hefði beðið
Kosygin aftur en árangurslaust
að kalla saman Genfarráðstefn-
una, skipaða sömu aðilum og
reyndu að koma á friði í Indó-
Kína árið 1954. Þá sagði for-
sætisráðherrann, að engin lauen
fengist á vandamálinu í Viet-
nam með hernaðaraðgerðum og
bætti því við, að sérhver tillaga
um notkun kjarnorkuvopna í
Vietnam væri „hreinræktað
brjálæði".
Blaðafulltrúi Hvíta hússins
var þegar að því spurður hvort
komið hefði til tals að beita
kjarnorkuvopnum í Vietnam.
Kvað hann það fráleitt og aldrei
hefði verið um það rætt.
Wilson fór heim til Lundúna
á sunnu'dag og samdægurs veitt-
ist leiðtogi íhaldsm.anna í Bret-
landi, Edward Heath, harðlega
að forsætisráðherranum fyrir
að ha.fa reynt að „kenna“ John-
son hvað gera ætti í Vietnam
í stað þess að styðja hann. Sagði
Heatih, að brezkir fhaldsmenn
styddu stefnu Johnsons í Viet-
nm eindregið.
í ávarpi, sem Wilson hélt í
kvöldverðarboði í Hvíta húsinu
á föstudagskivöld ráðlagði hann
Johnson, að virða að vettugi ör-
vinglunarkröfur um aukna bar-
daga í Vietnam. f brezku blöð-
unum var þetta túlkað sem til-
mæli til Johnsons um að taka
meira tillit til friðarsinnanna
beima fyrir en hann hefur gert
til þessa,
Fram að þessu heifur Wilson
ekki látið undan þeim kröfum
vinstri arms Verkamannaflokks-
ins, að láta af stuðningi sínum
við stefnu Bandaríkjanna í Viet-
nam. Nú telja brezku blöðin, að
ýmislegt bendi til að hann muni
taka einbei'ttari afstöðu í þessu
máli til að bæta pólitíska af-
stöðu sína 'heima fyrir.
S. Helgason hf.
SÍMI 36177
Súðarvogi 20
Árshátíð
Barðstrendingafélagsins
verður haldin í Tjarnarbúð laugardaginn 17. febrúar
og hefst með borðhaldi kl. 19.
Góð skemmtiatriði.
Aðgöngumiðar verða seldir í Tjarnarbúð miðviku-
dagiinn 14. og fimmtudag 15. febrúar kl. 17—19
Borð tekin frá á sama tíma.
STJÓRNIN.
— Nigeria
Framh. af bls. 1
trúa Biafra. Er haft fyrir satt,
að ferðin hafi verið vel undir-
búin — hann hafi síðustu vik-
urnar rætt ýtarlega við fulltrúa
beggja aðila í London og enn-
fremur fulltrúa samveldisland-
anna.
Brezka stjórnin styður þessar
tilraunir Smiths án efa mjög
rækilega því að ástandið í Bi-
afra hefur á margan hátt skaðað
hagsmuni Breta, m.a. hafa þeir
farið á mis við olíuna frá Biafra
og segir AP, að þáð hafi átt ekki
svo lítinn þátt í því, að Bretar
urðu að fella gengi sterlings-
pundsins í vetur.
Eftir því, sem næst verður
komizt um hugmyndir Smiths
um vopnahléð, munu þær byggj
ast á því, að herli'ð frá Sam-
veldislöndum hafi eftirlit á
Biafralandamærunum og tryggi
öryggi Biafra gegn stjórnar-
hernum. Hefur verið óttast, að
stjórnarherinn muni hreint og
beint útrýma Ibounum í austur-
hlutanum; lengi hafa verið vær-
ingar með Iboum og öðrum íbú-
um Nígeriu, einkum Hausum í
norðurhlutanum — sem eru fjöl
mennari en á allan hátt skemmra
komnir í tækni og menntun og
hafa tíðum ofsótt Iboana mjög.
Búizt er við, áð stjórnir Bret-
lands, Kanada, Indlands og Pak-
istan mundu bregðast skjótt við
og senda herlið til Nígeriu, ef
þess væri óskað.
Ekki er Ijóst hvort gert er
ráð fyrir, að Biafra verði tryggt
áframhaldandi sjálfstæði í ein-
hverri mynd. Lagosstjórn hefur
krafizt þess, að Biafra falli frá
sjálfstæðiskröfunni áður en sam
ið verði um vopnahlé og leið-
togi Biafra, Odumegwu Oju-
kwu aftur á móti krafizt þess, að
sjálfstæ’ðisyfirlýsingin verði við-
urkennd, — þar til nú síðustu
daga, að hann virðist vera að
slaka eitthvað til í þeim efnum.
1 síðustu viku fóru sendimenn
Páfagarðs til fundar við
Ojukwu og erkibiskupinn í
Enugu, I. M. Ozudike. Höfðu
sendhnennirnir eftir báðum, að
þeim vildu gjarna að vopnahlé
kæmist á, því að Iboarnir í Bi-
afra væru orðnir þreyttir á
blóðsúthellingum. Útvarpið í
Enugu sagði frá því í dag, að
sendimenn Páfa hefðu gefið
20.000 dollara til hjálpar bág-
stöddum í Biafra.
Stjórnarherinn hefur, eins og
kunnugt er af fréttum, náð
nokkrum hluta Biafra á sitt
vald, þar á meðal nokkrum
stærstu borgunum, en í raun
segir það lítið um gang styrj-
aldarinnar. Ibúarnir hafa eftir
megni reynt að flýja borgirnar
af ótta við fjöldamorð og hafast
við í skógunum og mestur hluti
landsvæðsins er enn í höndum
Biafrahersins. í dag lýsir Biafra
stjórnin því yfir, að hermenn
hennar hafi aftur ná'ð háskóla-
bænum Nsukku, sem er 64 km
norður af Enugu. Ekki hefur
stjórnin í Lagos fengizt til að
samþykkja það — og segir Oju
kwu hugga sig við „ímyndaða
sigra“, eins og Gowon hershöfð-
ingi komast að orði.
— Rockefeller
Framh. af bls. 1
ast, ef ekki væri gripið til rót-
tækra ráðstafana. Sums staðar I
borginni hófu sorphreinsunar-
mennirnir vinnu þegar á laugar-
dagskvöldið.
Rockefeller skýrði frá afstöðu
sinni og ákvörðun í útvarps- og
sjónvarpsræðu á laugardag. Ljóst
er, að hún hefur vakið mikinn
úlfaþyt í herbúðum repúblikana
í Bandaríkjunum. Þeir Lindsay
og Rockefeller eru báðir framar-
lega í flokknum og a.m.k.
Richard Nixon, sem hefur boðið
sig fram til útnefningar fram-
bjóðanda flokksins í forsetaem-
bættið í haust, hefur tekið af-
stöðu með Lindsay. Hann sagði
að verkfall sorphreinsunar-
manna hefði verið ólöglegt og
meðferð Rockefellers á því gæti
orðið til þess að hvetja til svip-
aðra aðferða í öðrum borgum
Bandaríkj anna.
Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum
Kentucky í Ameríku kemur þessi
úrvals tóbaksblanda
SIRWALTER
RALEIGH
Sir Walter Raleigh...
ilmar ffnt... pakkast rétt...
bragðast bezt. Geymist 44%
lengur ferkst í handhægu
loftþéttu pokunum.