Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1966 Finnar unnu bikarinn - Island gefur annan IMorðurlandamótið í körfuknatt- leik stórsigur fyrir KKÍ FINNAR og Svíar háðu einhvern skemmtilegasta og tvísýnasta ur slitaleik, sem hér hefur ver'ð haldinn, þá er Norðurlandamói inu í kórfuknattleik lauk hér á mánudagskvó'dið. Finnar fóru með nauman sigur, 68 gegn 63 stig, eftir að liðin höfðu margoft skipzt á um að halda forystunni. Þetta var glæsilegur lokakafli í ágætt og sérlega vel undirbúið Norðurlandamót, sem KKÍ sióð fyrir — fyrsta Norðurlandamót í karlaflokkum sem bér er haldið. Mótið hófst á laugardag með setningarræðu Gylfa Þ. Gislason ar. Fjölmargir áhorfendur komu til mótsins, raunar fleiri en bú- izt var við, og mótið í heúd tókst svo vel og leikir þess vorn svo góðir að ætla má að það verði kófuknattleiksiþróttinni til verulegs framdráttar hér. Um þetta voru leiðtoga allra aðkomu liða sammála. Fianar unnu nú verðlaunagrip mótsins til eignar og Bogi Þor- steinsson lýsti yfir því í hófi að móti loknu að íslendingar mtmdu gefa næsta bikar í Norðurlanda- keppninni „þar sem hinn fyrri hefði unnizt í keppni er fram fór á íslandi". Finnska liðið var vel að sigri komið. Það lék af sannri leik- gleði og list og reyndi í hverj- um leik að ná upp fögrum leik og góðum en lagði ekki aðal- áherzlu á stigamismun. Slikt gerðu Svíar hins vegar og þó þeir sýndu nú ótvíræðar fram- farir og kæmu fram með sterk- asta lið en þeir hafa nokkru sinni átt, var aldrei sami glans- svipur yfir leik liðsins og t.d. Finna og liðs íslendinga og Dana á stundum. Öll liðin sýndu algera yfir- burði yfir Norðimenn, sem eru yngstir í greininni og voru þar að auki án síns bezta manns, sem tognaði á síðustu æfingu fyr ir íslandsför. Kom hann samt með, en skarð hans varð ekki fyllt. Norðmenn eiga miargt og mikið ólært í þessari grein. Danmörk. Danir komu með lið sem vakti mikla athygli. Skotmenn þess sýndu enga linkind og sýndu mikla hæfni. Verða öllum er minnisstæðir þeir Fiala (en sá átti í rr.iklum erfiðleikum með að komast í danska liðið, en „blómstraði" hér) F. Wich, Arne Petersen og Ernst Jensen. Skemmtilgt lið og vaxandi. Svíþjóð. Svíar eiga mátt sinn að miklu leyti í tveim ,,risum“ Hans AI- bertson og Jörgen Hansson, En án hins lágvaxna en frábæra leikmanns Anders Grönl.und (nr. 4) hefðu þeir ekki náð jafn langt og raun sannaði. Það sýnir að hæðin er ekki allt í körfuknatt- leik — og það sannaði einnig geta ísl. liðsins í mótinu. En há- ir menn. eru góðir með. Grönlund sýndi sérlega góðan leik í úrslitaleiknum gegn Finn- um og verður að teljast bezti leikmaður mótsins ásamt Pilke- vaara Finnlandi. Finnland, Finnska liðið var ákaflega skemmtilegt. Það reyndi aldrei að sýna yfirburði umfram það er þurfti ti'l sigurs, en komst þó ! mæli fyrir ísl. piltana. Finnar í klípu gegn fslendingum — og hafa alltaf borið af í þessari | svo gegn Svíum í úrslitunum. greri. Finnski þjálfarinn sagði líka fyr Úrslit einstakra ieikja urðu: irfram, að harm óttaðist tvö lið Danmörk — Noregur 100— 29 I í mótinu það sænska — og hið ísland — Svíþjóð 52— 80 íslenzka. Það eru verðug með- Danmörk — Finmland 70—117 I Norégur — Svíþjóð 44—148 ísland — Danmörk 71— 51 Finnland — Noregur 131— 56 ísland — Finnland 70— 85 Danmörk — Svíiþjóð 46— 88 ísland — Noregur 123— 59 Finnland — Svíiþjóð 68— 63 Kolbeinn fyrirliði ísl. liðsins (nr. 12) og Grpmslund, annar tvegjja beztu Ieikmanna mótsins, eggja beztu leikmanna mótsins.einn (nr. 12) og Birgir Örn (nr. 4). Islenzka liðið verðskuldaði bronsið Þorsteinn skorar. Hann var stighæsti maður ísl. liðsins í mót- inu og næststighæsti í leiknum. ÍSLENZKA liðið hafnaði í þriðja j hér um páskana. Liffið sýndi sæti á Norðurlandamótinu í ágæta leiki og sannaði að aldrei körfuknattleik, sem haldið var' hefur ísl. landslið verið sterk- ara í þessari grein en einmitt nú. í fyrsta sinn náði liðið hag- stæffri skorun — þ.e.a.s. skoraði fleiri stig en liðið fékk á sig. En mest tim veit er, að liðiff sýndi mjög góðan leik, gullfallega leik ltafla, og eini neikvæði svipur- inn á iiðinu var leikurinn gegn Svíum á upphafsdegi mótsins. Þá var mikið í húfi, en liðsmenn taugaóstyrkir og hittnin var af- ar léleg, langt fyrir neðan það er eðlilegt verður að teljast. Er sýnilegt að ísl. piltarnir voru eins taugaóstyrkir á heimavelli og óreyndu affkomuliðin. Má því eflaust ætla að rangt hafi verið að raða leikjum svo, aff Svíar yrðu fyrstu mótherjamir. Við þá stóð aðalkeppnin um, hvort ís- land hækkaði í sæti frá fyrri „Polar Cup“ mótum, og reynsl- an sýndi að ísl. liðið varð sam- stilltara og sterkari meff hverj- um leik, og hefði því haft mesta möguleika gegn Svíum síffast. En þetta voru takisk mistök. Skal nú vikið stuttlega aff hverjum leik íslands fyrir sig: ísland — Síþjóð 80:52. Hinir hávöxnu leikmenn Svía tóku þeg.ar í byrjun forystuna og strax kom í ljós taugaóstyrk- leiki ísl. piltana í samtoarndi við körfuskotin. Þau mistókust hvert af öðru, þrátt fyrir góð færi, sem áunnri höfðu verið oft með snilldarlega góðum leik. En eigi að síður tókst íslend- ingum að jafna upp lítið forskot Svíanna og staðan varð 11:10 ís- íendingum í vil eftir 8 mdn. og litlu síðar 12—0 og 14—14 var staðan eftir tæpar 10 mín. En þar með var draumurinn búinn og Svíar náðu öruggu for skoti. Skapaðist það ekki aðal- lega fyrir góðan leik Svíanna, því í spili stóðu íslendingar sig ekki lakar en þeir og á stundum sýndi ísl. liðið mun skemmtilegri leik, því sænska liðið var í þess um leik sem og öðrum helzt til lítið hreyfanlegt. Staðan breytt- ist í 17 stiga forskot Svía fyrir hálfleik eða 39 gegn 22. í síðari hálfleik hélt ísl. liðið betur við, þó hittnin batnaði alls ekki. Sigri Svia varð aldrei ógn- að — og þetta var þegar til baka er litið lélegasti leikur ísl. liðsins. Stighæstu menn: Birgir Jak. 12, Gunnar Gunnarsson 11, Þor- steinn Hallgrímsson 10 og aðrir mun minna. Risarnir sænsku Hansson. og Albertsson voru stigahæstir Svía með 15 og 14 stig. íslenzka liðið ótti 64 upphlaup en tapaði lcnettinum í 27% þeirra fyrir mistök. ísland — Danmörk. Mikil spenna ríkti fyrir leik fslendinga og Dana og það að vonum því Danir höfðu sýnt mjög góða leiki við Norðmenn og Finnland, reynzt öruggir í skotum og hittnir vel, með vel leikandi lið sem var líklegt jafn vel til að ógna ísl. liðinu, ef hittni þess yrði ekki betri en í leiknum gegn Svíum. Fyrtu minúturnar gengu Dön um í vil og komust þeir þó eigi hærra en í 5—2 forystu. Eftir 5 mín. jöfnuðu fslendingar 5—5 og eftir það náðu Danir aldrei forystu. ísi, liðið máði mjög góðum leikkafia og komast í 15—5. Tókst þá að halda niðri skytt- um Dana og þétta svo vörnina ásamt því að halda uppi sókn og leifturáhlaupum er tækifæri gáf ust, að yfirtourðir náðust. En mest fyrir rangar skiptingar (að mínum dómi) tókst Dönum að jafna leikinn 17—17 eftir 12 mín. En aftur náðu íslendingar fullum tökum á leiknum — og verðskulduðum — og staðan í hálfleik var 31—23. Síðari hálfleikurinn staðfesti aðeins yfirburði ísl liðsins á flest um sviðum leiksins, skipulagðri vörn, beittari sókn, meiri til- breyttm í leik o.s.frv. Lokastað- an var 71—51. Stighæstir voru Kolbeinn 18, Þorsteinn 14, Birgir Örn og Gunn ar 10 hver. ísland — Finnland. Menn gerðu sér ekki miklar vonir í þessum leik kl. 9.30 að morgni gegn finnsku meistunun- um. En á daginn kom að þetta var bezti leikur ísl. liðsins og þeir ógnuðu Fnnum ailan tím- ann — og það svo, að þeiir þorðu akki að hafa inn á nema sitt sterkasta lið til síðustu mínútu. Aðalfundur Hnuka AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Hauka verður haldinn í Alþýðu'húsinu í Hafnarfirði í kvöld og hefst kl. 8:00 e. h. Fé- lagar fjölmennið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.