Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 5
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁPRÍL 1%8 5 Vorið er komið Gengið um ■ vorkomunni á vit íslenzkrar náttúru Maður andaði því að sér. — Snjórinn í brekkunni lét und- an síga frá degi til dags. Það var sjónarmunur á honum eftir einn sólarhring. Græn bergfur- an og vindbarið sitkagrenið Fýllinn liggur þama rólegur á hreiðri sínu. (Myndin er vestan af Breiðafirði). kom grænt undan snjónum. — Það var ekki um að villast, að vorið var komið. — Og Guð léti gott á vita. Guð láti ekki hret koma eftir þenn- an dag. — Þá verður allur jarð- argróður i essinu sínu og kem- ur grænn og ókalinn undan snjónum. Við fórum upp í sveit á dög- unum, rétt fyrir páska og sáum dýrðina, skynjuðum þetta ur í fjöru, sem okkur er tamast að kalla Os, en þeir í gamla daga kölluðu Báshvamm. Hug- uðum að minkaholum í leiðinni með smáum fuglabeinum fyrir dyrum, — litum til æðarfugls- ins, sem sat þar í hnapp á sjón um fyrir utan og lyftist við hvert öldufall. Samræmið í náttúrunni sézt máski hvergi frekar en hjá æðarfuglabóp við fjöruborð, úið og lyftingin er svo sjálfu sér samkvæm að leitun er að öðru eins. MERKI ÞRIGGJA ÍSALDA Síðan göngum við inn fjör- una, þar sem sjá má merki þriggja ísalda með rauðum jarð vegi á milli, sem myndazt hefur áður en ..næsta hraunskefla skall á þeim magra jarðvegi, og allt líf agðist í rúst, en merk in þau einu eru örfáir kuðung- ar og skeljar, sem híma þar steingerðir eftir þessar ham- farir. — Það er svo gott að ganga um í vorkomunni. — Eins og allt líf vakni af dvala. Jafnvel mos- inn. sem hefur tórað alla Is- landsbyggð, virtist fjarska hress í skapi og grænn álitum glápa á okkur, og við vörðumst að spilla þessum frumgróðri. Þegar niður í fjöruna kom blöstu við oklkur kúfskeljar, öðuskeljar, kræklingar og jafn- vel skartiprýddir hörpudiskar. Og innar gengum við til móts við ævintýrið dulúðga, þar sem siórinnn hafði lamið holur í 1 klettunum í fjörunni situr fýllinn á öllum syllum, og þeyt- ir sviffugið af kappi. Fjarst sést í Óshól, 60 metra háan sandhól. blessaða vor, sem andaði angan í vit okkar. Við gengum niður frá Eiríks- hólnum í vesturátt. Enginn veit nú lengur í höfuð h'vaða Eiríki 'hóllinn er nefndur, en sjálfsagt hefur það verið merkismaður, því að örnefni á íslandi hafa alla jafna fengið nafn sitt af merkismönhum, og það er ekki fyrr en á síðustu og verstu tím- um, sem þetta er dregið í efa. Lá nú leið okkar fram hjá gamla Ósbænum, þar sem síð- astur bjó Magnús í Ó.si, sem sannarlega var langt á undan sinni samtíð, því að enn þann dag í dag má sjá merki um kartöflugarða hans, og fór þó bærinn í eyði tveim tugum ár a fyrir síðustu aldamót. Og við gengum alla leið nið- móbergið í vondum vetrar- hríðum. — og þar sem rautt og grænt bergið glitrar af guð- móði og geislasteinum, þar sem heimssálin ríkir í öllu sínu al- mætti, og einmitt þarna við hvelfinguna, rauðu og bláu, með grænum línum í bland, gátum við tekið undir með skáldinu og sungið við raust: „Hamraborgin mín há og fög- FÝLLINN ER FAGUR FUGL Fýllinn var þegar seztur að í klettunum við sjóinn og þá ekki síður í hamrabeltunum ofanvert við Eiríkshól, þar sem heitir Hrafnastandur. Fýllinn renndi sér á svifflugi yfir höfðum okkar. Ha-nn er raunar sá fugl, sem hvað mesta prýði gefur fuglabjörgum, því að drit hans fær dafna grænan gróður á berum klettum, og engum gerir hann mein, hvorki mönnum né skepnum. Svifflug ið hans í uppstreyminu við klettana er alltaf augnayndi hverjum þeim, sem meta kann formfegurð og list. Það er máski að taka stórt upp í sig, þegar við fullyrðum, að svif Fýlsins er eitt hið fegursta af undrum náttúrunnar hérlendis, en þó höldum við það varla, því að engin gengur ósnortinn frá þeim leik að horfa á svíf- andi fýla hjá björgum. Bezti ballett í heimi jafnast ekki þar við. Auðvitað voru þarna í fjör- unni margir hinna stærri máfa, ein.s og svartbakur og hvitmáf- ur. og sýndu vel mátt sinna öflugu vængja, og þótt þeir séu sagðir allls ills maklegir, eru þeir þrátt fyrir ailt fallegir álitum og skoðunarverðir. Lengra inn með ströndinni gengum við fram á menn, sem það eitt höfðu að atvinnu þá stundina að skjóta á hina hvítu máfa, svartbak, hvítmáf og fýl, þegar þessir fuglar í granda- leysi lyftu sér upp með klett- unum vegna uppstreymisins. LJÓTUR LEIKUR BYSSU- MANNA Okkur fannst þetta ljótur leikur lystskyttanna. Þeir sátu fremst á bjargbrúninnni og reyndu að hæfa þessa hvítu, saklausu máfa. Verður þessum vesalingum virkilega aldrei hugsað til þeirra kvala, sem þeir valda lifandi fuglum með þessu „skytteríi". Eru þetta virkilega samvizkulausir menn? Geta þeir ekki látið þetta „Ghettó“ vera í friði? Og í alvöru talað til ykkar, Ofanvert við þessa kletta sátu skytturnar og skutu á hina hvítu máfa í uppstreyminu. sem með byssu farið út í vorið, haldið þið virkilega, að ykkur hafi verið veitt byssuleyfi til að myrða þann unað, sem í íslenzkri náttúru felst? órugglega ekki, — og mæ't- um við svo hin, sem þessu eru mótfallin, rísa upp og fá þar um sett lög, sem banna slíkt athæfi að viðlagðri verðugri refsingu, því að svona skotgleði er svívirðileg, og þarfnast engr ar annarrar skýrgreiningar. Látið fuglana í friði. Fáir verða ríkir af fugladrápi, dreng ir góðir. Þetta var að vísu bara íslenzkur málsháttur fyrr á öldum, en hann er í fullu gildi enn þann dag í dag, og máski ekki hvað sízf í dag í þessu velferðarríki okkar. þar sem enga nauðsyn ber til þess að slátra saklausum fuglum sér til bjargar. Mætti segja, að þessa hafi fremur verið þörf á öldum áður, þegar menn hungr aðj í fæðu og urðu að leggja sér til munns maðkað mjöl, Jökulruðningurinn er stórkost- legur í fjörunni, og þar má greina merki þriggja ísalda. (Allar myndirnar tók ljósm. Mbl. Fr. S.). hvað þá heldur annað, jafnvel skóbætur og handrit. Ykkur er tamast að sikjóta á hina hvítu máfa, sem öruggir svífa meðfram klettunum, sjálf ir syngið þið með ástríðuhljóm: ..Hvítir máfar, segið þið henni“ eða „honum“, en athugið ekki um leið, að þið hafið þegar með framferði ykkar murkað ldfið úr þes-sum hvítu máfum. Þann- ig .fer um ykikar „rómantík“. Eitt atriði enn í sambandi við þessar leyniskyttur. Hafið þið alla jafna leyfi landeiganda til þessara hryðjuverka? Ég veit af reynslu, að það hafið þið ekki. Og framvegis skal ég, og ég veit, að margir góðir menn, munu feta í fót- spor mín, krefja ykkur, byssu- mennina um skilríki, hvort þið hafið leyfi til þéss að vaða um eignarlönd manna í þessu skyni, — og veit ég, að þá verð ur fátt um svör. Síðan liggur leið ykkar til fógetans og sýslumannnsins, og þá megið þið gæta að einu, að auðtekið er af ykkur byssu- leyfið og jafnvel byssan. UNAÐTTR ÍSLENZKRAR NÁTTÚRU En fyrir alla muni skulum við leiða hugann frá þessum leiðu hlutum, sem heita skot- glaðir veiðimenn á vori og til þeirra dásemda, sem hvarvetna blasa við okikur á vaknandi vori. Við erum þeirra skoðunar, að þá myndi fækka sjúikdóm- um vítt og breitt um veröld- ina, ef fólk fengi í alvöru skoð- að sig um í náttúrunnar riki.. Engin heilsulind jafnast á við það að ganga um í guðsgrænni náttúrunni, teiga af nægta- bmnni hennar, sját heyra og skynja þessa ómælisvíðáttu, sem við köllum móður náttúru. Fullviss um þetta gengum við upp ú - fiörunni, endurnærð af snertingunni við þessa eilífu móður náttúru og þaðan á vit hins daglega lífs, en snöggtum betur undir það búin að mæta sorgum þess og gleði, önn og amstri, og þannig myndi áreið- anlega fleirum vera farið. — Fr. S. HJÖLBARÐAR OG SLÖNGUR ENN VIÐ HAGSTÆÐU VERÐI 155 — 14/4 kr. 965.— 560 — 15/4 — 980.— 590 — 15/4 — 1.079.— 600 — 16/6 — 1.275.— slanga kr. 150.— _ _ 138.— _ _ 138.— — — 153.— Það er yður í hag að gera hjólbarðakaup sumarsins fyrir hækkun. SKODABÚÐIN, Bolholti 4 sími 3 28 81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.