Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA SÍMI 1D-1DD MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1968. AUGLYSIHGAR SÍMI SS*4*8Q Björguðu hreintarfi úr súrheysgryfju Vopnaíirði, 16. apríl. FULLORÐNUM hreintarfi var bjargað úr gamalli súrheys- gryfju á eyðibýlinu Hraun- felli í Sunnudal á páskadag. Virtist tarfurinn vel á sig kom inn og í fullu fjöri og hvarf þegar til fjalla eftir að honum var bjargað- Það var Haukur Georgsson, bóndi að Sunnuhlíð, sem fann tarfinn í súrheysgryfjunni. Var Haukur að gá að fé og gekk þá fram hjá eyðibýlinu Hraunfelli, sem er tveimur kilómetrum framar í Sunnu- dal. Heyrir hann þá einhver hljóð, gengur á þau og finn- ur hreintarfinn niðri í súr- heysgryfjunni. Hraðaði Haukur sér heim í Sunnuhlíð og náði í hjálp. Gekk greiðlega að ná tarfin- um upp úr gryfjunni, en að áliti þeirra, sem tarfinum björguðu, hefur hann ekki verið lengur en tvo sólar- hringa þarna niðri í. — Fréttaritari. Ef dh úsdagsumræður í kvöld og annað kvöld HINAR árlegu eldhúsdagsum- ræður fara fram á Alþingi í kvöld og annað kvöld og verður útvarpað. Hefjast þær kl. 8.00 bæði kvöldin. Röð flokkanna verður þessi í kvöld. 1. Alþýðubandalag 2. Sjálfstæðisflokkur 3. Framsóknarflokkur 4. Alþýðuflokkur Annað kvöld verður röð flokk anna þessi: 1. Framsóknarflokkur 2. Alþýðuflokkur 3. Alþýðubandalag 4. Sjálfstæðisflokkur Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala í kvöld þeir Bjarni Benedikts- son, Ólafur Björnsson og sr. Gunnar Gíslason. Á fimmtudagskvöld tala þeir Ingólfur Jónsson, Jón Árnason, Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason. Innlendir og erlendir smíða gluggaveggi í — Veggirnir kosta uppsettir 7 milljónir — Erlendur kostnaður 2,1 millj. jí FRÉTTATILKYNNINGU, sem Mbl. hefur borizt frá fjármálaráðuneytinu vegna kaupa á gluggaveggjum í nýju tollstöðvarbygginguna segir að Völundur hf. smíði hluta glugganna, danska fyrirtækið Perspektiva A/S leggi til efni (prófíla) í gluggaveggina en uppsetn- ing eigi sér stað á vegum inn lendra aðila- Með þessum hætti er talið að veggirnir kosti uppsettir um 7 milljón- ir króna og nemi erlendi kostnaðurinn rúmlega 2,1 milljón króna. í tilkynningu ráðuneytis- ins segir ennfremur, að höfð hafi verið til hliðsjónar þau sjónarmið sem ríkisstjórnin hafi gert að stefnuskráratriði Nýtt iélogsheimili d Húsovík Húsavík, 16. apríl. Á ANNAN dag páska var tekin í notkun fyrsti áfangi nýs félags- heimilis, sem er í byggingu á Húsavík. Byggingaframkvæmdir hófust haustið 1962. Sá hluti húss ins, sem nú er fullbúinn og tek- inh í notkun eru herbergi félaga, þeirra, er að byggingunni standa og danssalur, sem rúmar um 170 manns. Við tilkomu þessa húss batnar aðstaða Húsvíkinga til skemmt- anahalds, því að húsakynnin eru hin glæsilegustu. Við athöfn, er húsið var tekið í notkun, tilkynnti Einar M. Jó- hannesson, verksmiðjustjóri, að hann gæfi 25 þúsund krónur til f élagsh eimilisins. Gamla samkomuhúsinu hefur verið breytt í bió og leikhús og sett í það hallandi góif og er það búið góðum sætum. — Fréttaritari. Strætisvagnarnir eru um borð í Tungufossi, sem var staddur á Reyðarfirði um helgina. (Ljósm. Mbl.: HA). 4 gamlir strætisvagn- ar frá Kaupmannahöfn FJÓRIR strætisvagnar af Volvo- gerð, sem Strætisvagnar Reykja- víkur hafa keypt af De Danske Statsbaner — dönsku járnbraut- unum — voru væntanlegir með Tungufossi tii Reykjavíkur kl. 01 í nótt. Hér er um að ræða 4 8 til 10 ára gamla vagna, sem notaðir verða eftir H-dag. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR, tjáði Mbl. í gær, að upp- runalega hefði veri'ð ráðgert að kaupa 38 nýja strætisvagna, en tala þeirra hefði nú verið lækk- aðilar tollstöðina að leitast við að hlynna að innlendum iðnaði svo sem kostur er. Greinargerð ráðuneytisins fer hér á eftir í heild: „í forsíðufrétt í Alþýðublað- inu hinn 9. apríl og leiðara hinn 10. apríl hefur Alþýðublaðið tjáð lesendum sínum, að í tveimur stórbyggingum, sem nú eru reistar á vegum ríkisins í miðbænum í Reykjavík, toll- stöð og Landssímahúsi, séu er- lend fyrirtækin ráðin til að smíða gluggaveggi í þessi stór- hýsi, og gangi ríkið þar framhjá íslenzkum iðnaði með verkefni fyrir rúmlega 12 millj. kr. AS því er varðar Landssímahús mun póst- og simamálastjórn gera grein fyrir þessu máli. Toll stöð við Reykjavíkurhöfn er hins vegar byggð á vegum fjár- málaráðuneytisins og telur ráðu neytið í því sambandi eðlilegt að taka fram eftirfarandi: Gagnrýni Alþýðublaðsins á þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið í sambandi við áður nefnd verk er mjög hvöss og telur ráðuneytið illa farið, að svo hörð gagnrýni skuli bersýni- lega vera sett fram að því er Framhald á bls. 21 uð í 30 af hagkvæmniástæðum. Hins vegar yrðu keyptir 4 gaml- ir vagnar frá Kaupmannahöfn og verða varahlutabirgðir SVR not- aðir í þá, en vagnarnir eru af sömu gerð og þeir, sem verið hafa í notkun hér. UPP úr miðri síðustu viku fór að bera á óvenju mörgum in- flúenzutilfellum í Reykjavík, sem síðan jukust og urðu lækn- arnir þrir, sem voru á vakt yfir páskana, að kalla á þann f jórða sér til aðstoðar. Við vitum ekki ennþá, hvort hér er um Asíuinflúenzu að ræða eða okkar eigin inflúenzu, sem herjar vor og haust, sagði Bragi Ólafsson, aðstoðarborgar- Kísiliðjan aftur ígang KÍSIHÐJAN við Mývatn hóf aftur vinnslu í gær eftir nokk- urt hlé og er nú framleitt fyrir erlendan markað. Við Kísiliðj- una vinna nú 30 manns á þrí- skiptum vöktum, en áætluð fram leiðsla er 6000 tonn á ári. Vinnsla Kísiliðjunnar stöðvað- ist í byrjun marzmánaðar, en þá var byrjað á ýmsum smávægi- legum breytingum, sem nauð- synlegar reyndust, og nú eftir páskafríið er allt komið í fullan gang aftur, sem fyrr segir. Riffli stolið RIFFLI af Savage-gerð, fimm skota, stærð 202, var stolið úr Landroverjeppa, sem stóð fyrir utan húsið Tjarnargötu 7 í Keflavík á tímabilinu frá klukk- an 20:00 sl. mánudag (annan í páskum) til klukkan 10:00 í gærmorgun. Riffillinn var í Ijósum trékassa, svampfóðruð- um, og var kassanum stolið líka. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um málið eru vin- samlegast beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Keflavík. læknir, við Mbl. í gær, en Asíu- inflúenza hefur gengi'ð í Reykja- vík nú í nokkurn tíma, án þess þó að verða verulega skæð. Bragi sagði, að hér virtist vera um hreina inflúenzu að ræða og legðist hún jafnt á börn sem fullorðna. Veikinni fylgir hár hiti fyrsta sólarhring- inn, beinverkir og höfuðverkur. Veiran er í rannsókn að Keld- Sœmileg fœrð á þjóðvegum — hætta á aurbleytu ef tekur að rigna FÆRÐ á þjóðvegum landsins var góð eftir atvikum í gær, en hætta er á mikilli aurbleytu ef tekur að rigna. Fært var allt frá Reykjavík norður um land til Raufarhafnar um Vaðlaheiði, sem reyndar er aðeins fær jepp- um. Þungatakmörkun er á veg- inum allt frá Reykjavík í Dals- mynni í því skyni að hlífa veg- inum. Á Snæfellsnesi er allsæmileg færð, en Skógarstrandarvegur utan til í Hörðudal er slæmur vegna aurbleytu. — Sæmilegt ástand er í Dölunum og fært er í Reykhólasveit, einnig er fært innan fjarða á Vestfjörðum. Um Suðurland má heita góð færð. Allir vegir í Árnessýslu eru opnir nema Skálholtsvegur, og í Eldhrauni í Skaftafellssýslu var mikil aurbleyta, en ástandið er þar nú skárra. Þá er og all- sæmileg færð um Austurlandið. Framhald á bls. 21 Úvenju mikið um in- flúenzu í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.