Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 13

Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1966 13 Tvær sýningar f BOGASAL ÞESSA dagana sýna tvær lista- 1 konur verk eftir sig í Bogasal Þjóðminjasafnsins, eru það þær *El|ín Pétursdáttir Bjarnason) ogVigdís Kristjánsdóttir- Vig- dís er vel kunn fyrir myndvefn að sinn en Elín er næsta óþekkt nafn hér heima, enda hefur hún starfað ytra allt frá því hún hóf nám í K.höfn fyrir 23 árum, þar sem hún naut kennslu úr- valsmanna líkt og Elof Risebye og Vilhelms Lundström við list háskólann þar í borg. f Boga- salnum getur að lita 12 stein- þrykkmyndir (litografíur) eft- Elínu og er jafnan ánægjulegt þegar sú listgrein er kynnt hér, en verk þessi orka frekar á mig sem skólavinna en afger- andi hlutir því svo er sem lista- konan virðist frekar hafa ver- ið að þreifa fyrir sér í ókann- aðri tækni, fundið í henni marga og ríka möguleika, en verið full hikandi við hin viðameiri átök. Listræn útfærsla verka Elínar ber svip af langri dvöl listakon- unnar í borginni við sundið — það er mildur blær yfir þessum verkum Elínar einna helst vöktu athygli mína myndir eins og „Kranium" (2), „Sitjandi módel (9) og „Portræt“ (12). Ég þyk- ist vita að veigameiri verk liggi eftir þessa listakonu og undrast að hún skuli ekki frekar velja þau til sýningar hér, en kannski eigum við eftir að sjá þau áður en langt um líður. ingsformuðum teppum sinum finnst mér hún á þessari sýn- ingu ekki ná yfir heimilisiðnað- arstigið, þótt hún sýni þar einn- ig góða kunnáttu á handverk- inu, en þessa sína ágætu kunn- áttu getur hún vissulega hag- nýtt betur svo bera teppi eins og „Hvíti galdur“ (1), „Bólstr- ar“ (3) og „Mosaik" (8) órækan vott um. Sýningunni hefði mátt koma betur fyrir en það er sannarlega ekki vandalaust að setja upp sýningu á jafn ólík- um listgreinum í svo takmörk- uðum sal sem Bogasalurinn er, svo vel fari. Frances Stone í sölum Ameríska bókasafns- ins við Hagtorg sýnir um þess- lar mundir amerísk listakona Frances Stone 17 myndir, flest- ar unnar í olíu, það eru þó ekki olíumyndirnar sem virðast sterk asta hlið listakonunnar heldur myndir líkt og nr. 2 „Crevasse" sem er unninn íblandaðri tækni og nr 16 „Fire and Ice“ unnin í collage. Bragi Ásgeirsson Nauði?npriippboð sem auglýst var í 66, 68. og 71. tbl. I/ögbirtingabilaðs 1967 á Fálkagötu 23 A, þ ngl. eign Árnu Steinunnar Rögnvaldsdóttur, fer fram eftir kröfu Arnar Þór hrl., Þorvalds Lúðvikssonar hrl., og Sigurðar Sigurðssonar hrl., á eigninni sjálfri, laugardaginn 20. apríl 1968, ki. 10.30 árdegis. Borgarfógetaembaettið í Reykjavik. Vestur-þýzkir kvenskór frá Libelle Ný sending Stórkostleg fjölbreytni í litum og gerðum — AUSTURSTRÆTI 18 - SKOVAL EY MUNDSSON ARKJ ALLARA Vigdís Kristjánsdó'ttir sýnir að þessu sinni 14 teppi mjög ólík í stíl, stærð og útfærslu, í sum- um teppanna nostrar hún svo til ótakmarkað við viðfangsefnið og bregður þá fyrir mjög róman- tískum viðhorfum, en í öðrum teppum vinnur hún í stórum og heilum flötum og er mér engin launung á að þau finnst mér bera af á sýningunni, bæði eru þetta meiri vefnaður og öflugri átök við liti og form. í renn- Jofndægraól í Mývatnssveit Björk. 23 marz. Síðastliðið laugardagskvöld, var haldið í Hótel Reynihlíð svo- kallað — Jafndægraát, hið fyrsta sem hér hefur verið hald- ið með því nafni. Þrátt fyrir mjög slæmt veðurútlit og veður- spá, mættu þarna yfir 100 manns. Mjög var rausnarlega á borð borið, og ekkert við nögl skor- ið, þar var hangikjöt, harðfisk- ur, smjör, laufabrauð, flatbrauð, svið og fjölmargir aðrir réttir, sem ég kann ekki að nefna. Veizlu og jafndægramatstjóri var dr. Einar Tjörfi Elíasson. Fórst honum það starf með mikl- um ágætum. Þó svona ríkulega væri á borð borið, varð maturinn mjög ó- dýr, enda imnu margir sjálf- boðaliðar að matargerðinni. Áð- ur en máltíðin hófst flutti sókn arpresturinn stutta borðbæn. Ennfremur stjórnaði hann al- mennum söng meðan á borð- haldinu stóð. Eftir að staðið var upp frá borðum, skemmtu menn sér við dans og leiki af miklu fjöri fram eftir nóttu. Þegar þessari ánaegjulegu skemmtun var lokið, var komin öskrandi stórhríð. Áttu því sum- ir í erfiðleikum með að komast heim vegna dimmvirðris og veð- urofsa. Þeir sem iengri leið þurftu að fara, gistu á sam- komustað þar til veðrinu fór að slota um morguninn. Þótt svona gerningaveður kæmi, er fyrsta Jafndægraát var haldið í Mývatnssveit vona ég að slíkar samkomur verði fast- ur liður f árlegu skemmtana- haldi hér í sveitinni. STÓRFELLD VERÐLÆKKUN Tímabundin verðlækkun framleiðenda gerir oss nú kleyft að bjóða yður SCOUT 800 á stórlega lækkuðu verði. Örfáar bifreiðir til afgreiðslu strax. Ármúla 3 Reykjavík, síml 38900 SCOUT 800 hefur þegar sannað ágæti sitt við íslenzkar aðstæður. Drif á öllum lijólum, tvöfalt hemiakerfi og frábær stýrisbúnaður tryggja yður fullkomið öryggi í akstri, hvort sem leið yðar liggur um torleiði íslenzkra óbyggða eða hrað- brautir þéttbýlisins. Tryggið yður þessa frábæru bifreið með því að panta tímanlega. Kristján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.