Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR i‘t. APRÍL 1968 5 Þingflokkur Sjálfstæð'isflok ksins við þinglok: Talið frá vinstri: Jónas Pétursson, Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Pétur Benediktsson, Magnús Jóns- son, fjármálaráðherra, Sigurður Bjarnason, forseti Neðri deildar, Oddur Andrésson, Auður Auðuns, Ólafur Björnsson, Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, Pétur Sigurðsson, Steinþór Gestsson, Friðjón Þórðarson, Guðlaugur Gíslason, Geir Hallgrímsson, Jónas G. Rafnar forseti Efri deildar, Matthias Bjarnason, Sverrir Júlíusson, Jón Árnason, Birgir Kjaran, Gunnar Gíslason, Sveinn Guðmundsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Óskar Levý. STÖRF 88. löggjafarþings ís- lendinga, sem lauk laugardag- inn ,20. apríl s.l., mótuðust öðru fremur af hinum miklu erfið- leikum sem við hefur verið að etja í íslenzku efnahagslífi. Afla leysi og verðfall á útflutnings- framleiðslunni kemur hvað harð ast niður á framleiðsiuatvinnu- vegunum, en hefur þá vitanlega einnig gagnverkandi áhrif á allt athafna- og efnahágslíf landsmanna. Það er hlutverk stjórnvaldanna að leysa úr þess- um erfiðleikum, á þann hátt sem farsælastur má teljast. íslendingar voru reyndar bet- ur undir það búnir en nokkru sinni fyrr að mæta slíkum áföll- um. Myndarlegum gjaldeyris- varasjóði var búið að safna og á síðustu árum hefur fjárfesting atvinnuveganna verið það mikil að þörfinni hefur að mestu ver- ið fullnægt. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvernig ástand ið hefði orðið, ef þjóðin hefði orðið fyrir slíkum skakkaföll- um strax eftir þrotabú vinstri stjórnarinnar. Þá var gjaldeyris- staða bankanna orðin mjög slæm, og erlendar lausaskuldir það miklar, að lánstraust út á við var þorrið. Þessari spurn- ingu mættu framsöknarmenn og alþýðubandalagsmenn, sem nú deila hvað harðast á ríkisstjórn- ina, gjarnan velta fyrir sér í al- vöru. Að sjálfsögðu eru skiptar skoð anjr manna á meðal hvort ríkis- stjórnin hafi greitt úr efnahags- örðugleikunum á réttan hátt. Fólk gerir sér grein fyrir því að minnkandi þjóðartekjur hljóta að koma einhvers staðar fram, en hitt er mannlegt að telja í lengstu lög að einihver annar hafi breiðara bak til að axla birgðarnar. Stjórnarflokkarnir og ríkis- stjórnin mótuðu afstöðu sína til efnahagsmálanna með það að sjónarmiði að nauðsynlegar ráð- stafanir kæmu sem minnst nið- ur á launþegum. Má til nefna töllalækkanir í kjölfar gengis- breytingarinnar, aðild verkalýðs hreyfingarinnar að verðlags- ráði og strangar reglur um álagningu og vöruverð. Eigi að síður reyndu stjórnar- andstöðuflokkarnir innan þings og utan að halda í þá von sína í lengstu lög að möguleikinn til að knésetja ríkisstjórnina væri sá helztur að verkalýðshreyfing- in notaði heimild sína til verk- lalla til að knýja fram launa- hækkanir sem reyndust þjóðar- búinu um megn. Verkföllin eru örugglega öll- um í fersku minni, og einnig það að þá sýndi kommúnistadeild Al- þýðubandalagsins og framsókn- armenn sitt rétta andlit. Friður á vinnumarkaðinum var þeim fjarri skapi, og eftir að verkföll- in leystustu gátu þeir ekki dulið gremju sína. Pormaður Fram- sóknarflokksins lýsti þvi t.d. yf- ir í þingræðu í efri deild, að hann teldi það engum til sæmd- ar, að slakað var á kröfunni um fulla vísitöluuppbót launa, þótt svo virðist að honum hafi síðar orðið Ijóst að þarna hafi hann opnað hug sinn um of og reyni að draga fjöður yfir ummæli sín. Auga leið gefur, að full vísi- tölutrygging launa eftir gengis- fellingu hefði skapað mjög auk- in vandræði — þá hefði að nýju hafizt kapphlaup kaupgjalds og verðlags og aukið verðbólguna, sem nú er nauðsynlegra en áður að haldið verði í skefjum. Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar þurftu oft að takast á við erfið úrlausnarefni á Alþingi í vetur. Finna þurfti leiðir til þess að bæta útflutningsatvinnuvegun- um það mikla tjón sem þeir hafa orðið fyrir, en jafnframt að gæta þess að skerða kjör launþega sem minnst. Ríkis- stjórnin kemur sterk frá þeim átökum. Hún hefur sannað þjóð inni að hún er vandanum og ábyrgðinni vaxin og hún gaf gott fordæmi til eftirbreytni með því að draga verulega úr rekstrarútgjöldum ríkissjóðs. Enginn getur á þessu stigi mála, sagt fyrir um hvort efna- hagsráðstafanir þær sem Al- þingi gerði í vetur reynast full- nægjandi. Aflabrögð og þróun markaðsmála sér enginn fyrir. íslenzk ef.nahagsmál verða aldrei leyst „með einu penna- striki", fremur en efnahags- mál annarra þjóða, hvað svo sem formaður Framsóknar- flokksins kann að hafa mikið álit á stjórnkænsku sinni og hæfileikum. Alþingi sat alls 168 daga í vet ur og samtals voru haldnir 260 þingfundir. Stór hluti þeirra fór, sem fyrr segir, í að ræða efnahagsmálin og undir lokin voru ræður stjórnarandstæð- inga oft orðnar keimlí'kar hver annarri, svo ekki sé meira sagt. En mörg önnur mál komu einn- ig til umræðu á Alþingi í vet- ur. Settar voru merkar löggjaf- ir bæði á sviði félags- og at- vinnumála og 16 þingsályktun- artillögur er flestar fjölluðu um athyglisverð mál voru samþykkt ar. Hér á eftir verður drepið á helztu atriði nokkurra lagafrum varpa og þingsályktunartillagna sem Altþingi samiþykkti. Sam- tals voru afgreitt 71 lagafrum- varp sem lög og 15 þingsálykt- unartillögur, auk þess sem 26 fyrirspurnir til ráðherra voru bornar fram og gáfu svör þeirra glöggar og miklar upplýsingar. Lög og lagabreytingar ★ Lög um heimild fyrir rík- isstjórnina að ábyrgjast lán til byggingar dráttarbrauta og skipasmíðastöðva kveða á um að ríkisstjórninni sé heimilt að ábyrgjast lán til byggingar drátt ax-brauta og skipasmiðastöðva, allt að 50 millj. kr. Upphæð rík- isábyrgðar af kostnaðarverði framkvæmda má nema allt að 80%, ef sérstaklega stendur á, og fyrir hendi eru fullnægjandi tryggingar. ★ Lagabreyting um Iðnlána- sjóð. Aðalákvæði þeirra laga er, að verja skal allt að 10% af ár- legu iðnlánasjóðsgjaldi frá 1. janúar 1968 til þess að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðn aðarins og ennfremur að ríkis- stjórninni sé heimilt að greiða til lánadeildar veiðarfæraiðnað- arirts allt að 1.5 millj. fcr., til að bæta innlendum veiðarfæraiðn- aði það tjón, sem hann hefur orðið fyrir vegna breyttra reglna um möskvastærð fiski- neta 1963 og 1904. ★ Breyting á vegalögum. Lög þessi hafa það að meginmark- miði að afla vegasjóði au'kið fé til hraðbrautaframkvæmda, og var benzín, gúmmígjald og þungaskattur hækkaður í því skyni. í umræðum kom fram, að væntanlega verður hægt að bjóða út byrjunai-framkvæmdir hraðbrautagerðarinnar árið 1969. ★ Lög um heimild fyrir ríkis- stjóx-nina til að taka lán vegna framkvæmdaáætlunar fyrir árið 1968, heimila ríkisstjórninni að taka 75 millj. kr. lán innanlands og 275 millj. kr. lán erlendis vegna framkvæmdaáætlunarinn ar. Mestum hluta þessa fjár verður varið til vegamála 82 millj. kr., til Búrfellsvirkjunar 75 millj. kr., landshafna 40 millj. kr., sjúkrahúsa 37 millj. kr., skóla 25.6 millj. kr. og til raf- magnsveitna ríkisins 20.3 milij. kr. ir Lög um stofnfjársjóð fiski- skipa kveða á um, að stofna skuli deild við Fiskveiðasjóð ís- lands, er nefnist Stofnfjársjóður fiskiskipa. Megin hlutverk sjóðs ins er að veita eigendum fiski- skipa aðstoð við að standa straum af stofnfjárkostnaði fiskiskipa sinna, og þá fyrst og fremst með því að greiða afborg anir og vexti af lánum þeim, sem veitt hafa verið af Fisk- veiðasjóði og tryggð með veði í skipunum. Stofnfé sjóðsins er framlag úr ríkissjóði á árim* 1908, kr. 124 millj. ir Lagabreyting um útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum, seg ir fyrir um, að hækkað skuli út- flutningsgjald af saltfiski, sait- síld og sumar. Er þetta gert til að afla tryggingasjóði fiskiskjpa aukið fé, en fjárhagur sjóðsins er mjög slæmur. ir Lagabreyting um tekju- stofna sveitafélaga. Aðalatriði þeirrar breytingar er sú, að gjaldendum sé skylt að hafa lok ið fyrirframgreiðslu útsvara fyr ir 3>1. júlí, til þess að þau verði að fullu frádráttai'bær við álagn ingu næsta árs á eftir. ★ Lög um kaup ríkissjóðs á hlutabréfum Áburðarverksmiðj- unnar h.f. sem eru í einkaeign. Þessi lög gefa ríkisstjórninni heimild til að kaupa fyrir hönd rí'kissjóðs hlutabréf, sem erú í einkaeign í Áburðarverksmiðj- unni h.f. á allt að fimmföldu nafnverði hlutabréfanna, og er ríkisstjórninni heimilt að taka lán í þessu skyni. ★ Lög um eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum kveða á um að starfsemi Fiskmats ríkisins og Ferskfiskeftirlitsins verði sameinuð, og er talið að slík sameining geti haft töluverðan fjárhagslegan sparnað í för með sér. ★ Lagabreyting um sölu verk- aðrar síldar og síldarútvegs- nefnd kveður á um, að nefndar- mönnum verði fjolgað um einn, og að varnarþing og aðalskrif- stofa nefndarinnar skuli vera á Siglufirði. i( Lagabreyting um bygginga- sjóð aldraðs fólks. Aðalefni breytingarinnar er að eftirleiðis verði sjóðnum heimilað að veita lán til byggingar dvalarheimila, en áður voru lánveitingar sjóðs- ins eingöngu bundnar við ibúða- byggingar fyrir aldraða. i( Lög um Félagsstofnun stú- denta við Háskóla íslands. Lög- in ákveða, að við 'Háskóla ís- lands skuli sett á stofn Félags- stofnun stúdenta og skal hún annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra, auk þess sem stjórn stofnunar- innar er falið að afla fjár til þeirra framkvæmda er undir stofnunina heyra. i( Lagabreyting um tekju- og eignaskatt, heimila sjómanna- frádrátt til þessara skatta einnig fyrir farmenn. en frádrátturinn var áður aðeins heimill fyrir fiskimenn. •k Lagabreyting um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Breyting- in er í beinum tengslum við yfir lýsingu ríkisstjórnarinnar við lok verkfallanna, og kveða á um, að vísitöluákvæðum húsnæðis- lánasamninga verði breytt til hagsbóta fyrir lántakendur. i( Stjórnskipunarlög. Lögin eru til staðfestingar lögum er sett voru á Alþingi 1966—1967, um lækkun kosningaaldurs. Þar sem um breytingu á stjórnar- skránni er að ræða, þurfti Al- þingi að fjalla um frumvarpið aftur. Tengd þessum lögum voru ennfremur þrjú önnur lög sem sett voru og ákvarða þau, að lögræðisaldur, giftingaaldur og kosningaréttur til sveitastjórnar verði lækkaður um eitt ár, úr 21 ári í 20 ár. ★ Einnig var gerð breyting á lögum um kosningar til Alþing- is og var meginatriði þess frum- varps ,sem hinna að færa kosn- ingaaldurinn niður um eitt ár. Dómsmálaráðherra flutti breyt- ingartillögu við frumvarpið, sem var samþykkt. Felur hún í sér ákvarðanir um hvernig flokksframboðum skuli hagað. ★ Lög um bókhald, sem miða að því að gera fleiri aðila eft áður bókhaldsskylda, auk þess sem þau kveða nánar á um gerð og frágang bókhalds. ★ Lög um verzlunaratvinnu. Markmið laganna er að tryggja að borgararnir eigi völ á sem beztri verzlunarþjónustu og að tryggja að þeir sem fást við verzlun uppfylli þær skyldur Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.