Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 M. Fagias: FIMMTA KONAN fínt, en þó ekki ókurteist að koma seint, skrautbúin í kápu úr hreysikattarskinni eða chinhilla og alsett dýrum gimsteinum. Hún var í för með manninum sínum, og allir herrarnir, sem fyrir voru, heilsuðu henni með lotningu. Nemetz hafði kunnað betur við hana en nokkra hinna fínu frúnna sem hann átti að gæta gimsteinanna á. Hún var sú eina, sem lét svo lítið að tala við hann, eða að minnsta kosti kinka kolli til hans. Væri hann í boði heima hjá henni sjálfri, gætti hún þess alltaf, að hann tæki þátt í kvöldverðinum og fengi nóg í sig að láta. Eftir 1924, þegar hann var fluttur í morðdeildina og hafði gengið frá kjólfötunum sínum og sett í þau nóg af mölkúlum, sá hann hana mjög sjaldan, en gat hinsvegar fylgzt með ferli henn- ar í slúðurflálkum blaðanna og kjaftasögum. Einn afsettur kóng ur Evrópu tók að gera tíð- reist til Budapest, hennar vegna. Árið 1930 fæddi hún manni sínum dótturina Margit og 1933 tvíburana Miklos og Mi- haly. Þessar tvær skirnarveizl- ur voru merkustu viðburðir sam kvæmislífsins þau árin, þar sem ríkisstjórinn var viðstaddur með frú sinni, svo og erkihertoga- hjónin og allir höfðingjarnir á- samt konum, ennfremur sá af- setti — drottningarlaus. Rétt sem snöggvast fann Ne- metz til freistingar að spyrja hana um þetta fall frá höllinni til húsvarðaríbúðarinnar, en sá sig um hönd. Hún virtist sjálf hafa kosið að þegja um þetta atriði, og þá ósk hennar varð hann að virða. En annars þekkti hann málið í öllum aðalatriðum. Rudolf Maray-Moller var gyðingur í aðra ættina. Fall hans hófst árið 1938, þegar hann missti austurrísku hlutabréf in sín, fyrir tilverknað Hitlers. Og á næstu árum voru allar efnaverksmiðjurnar hans tekn- ar eignarnárm af nazistunum. Hann sat í fangabúðunum í Dac- hau frá því í júnimánuðu 1944 og þangað til Bandaríkjamenn komust þangað. Þá gat hann val- ið um að setjast að í vestur- löndum eða hverfa aftur til Ungverjalands. Hann kaus hið síðarnefnda. Húsið hans hafði verið eyðilagt í innrásinni, en fyrir eitthvert kraftaverk voru öll dýru málverkin hans ó- skemmd. Með miklum söknuði seldi hann þau og hóf síðan endurreisn húss síns og tilveru allrar. En 1949 sat hann aftur í fangabúðum, þó ekki þeim sömu og áður. Og nú var það ekki vegna þess, að hann var gyðingur, heldur stóreignarhað- ur. Síðan hafði ekkert af hon- um frétzt. Líklega hlaut hann að vera dáinn, hugsaði Nemetz. Og sama hefði getað átt við um konu hans, sem hafði ekki strok- ið með kónginum sínum fyrir syndaflóðið, heldur verið kyrr hjá manninum sínum. Og nú sat hún hér, andspænis Nemetz, í eldhúsi, sem var undirlagt af kakalökum, með dílótt andlit, fingur kreppta af gigt og fall- ega hökuna, þar sem vottað'i I fyrir ókvenlegum skegghárum. — Frú Moller ... ég hef heyrt, að synir yðar og maður- inn yðar hafi ekki verið sér- lega vinveittir Tothfólkinu. Þetta Hafði enginn sagt hon- um, en hann hætti á spurning- una, uppá von og óvon. — Já, það er ekki nema satt sagði hún. — Hversvegna? Hvað höfðu þeir móti Tothfólkinu? — I sjálfu sér ekkert sér- stakt. Það var hr. Toth, jsem byrjaði. Hún sagði „hr.“ en ekki „félagi“. — Ég held hann hafi ekki kært sig um. að tvíburarn- ir ynnu í sömu verksmiðjunni og hann sjálfur. Leðurverksmiðj unni Veritas. Jú, annars, okkur var nú reyndar búið að lenda 43 saman við hann áður. Eiginlega alveg síðan við komum hingað, 1952. Hann var umboðsmaður fyrir húsið, og sem slíkur hafði hann leyfi til ... ja, hvað skul- um við segja ... að skipta sér af. Hvort stiginn væri almenni- lega þveginn? Tæmdum við rusla föturnar í tæka tíð? Höfðum við auga með gestum tiltekins leigj- anda? Hún þagnaði snögglega og bætti svo við í flýti: — Það var nú annars ekkert alvarlegt. Við reyndum að forðast rifrildi. Nemetz tók eftir því, hve um- hugað henni var um að gera lítið úr ósamkomulaginu milli þeirra. Hún sat þegjandi, svo að hann varð að ýta undir hana að halda áfram. — Og hvað meira, frú Moller? Hún dró djúpt andann. — Aitl fór vel, þangað til drengirnir fengu vinnuna í Veritas, fyrir hreina tilviljun. Það eru um það bil tvö ár síðan. En síðan hefur Toth róið að því öllum árum að . .. — Að hverju? — Að koma okkur út úr hús veitingahúsið ftSKUR BÝÐUR YÐUR l HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að táka HEIM GRILLAÐA KJtJKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ ÍGLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Gleðjið frúna — f fjölskyldma — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima t stofuyðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað • við sendum leiguhíl með réttina heim tilyðar. K S KU R maireidir fyriryður alla daga vikunnar Sudurlamhb raut 14 sími S8550 — Já, alveg rétt, fyrir 20 árum lá vegurinn hér í gegn. inu og drengjunum úr verksmiðj unni. Það leið langur tími áður én honum tókst það. Jafnvel þótt hann væri orðinn forstjóri. Verkstjórinn drengjanna kunni vel við þá og tók svari þeirra. En loks veitti hr. Toth betur. Hann gat komið á þá kæru fyr- ir skemmdarstarfsemi. Hann út- vegaði nokkur Ijúgvitni og loks voru þeir dæmdir í 18 mánaða nauðungarvinnu. Þeir áttu fjóra mánuði eftir þegar byltingin leysti þá úr haldi. — Hvaða tilgang getur Toth haft með þessari framkomu sinni? spurði Nemetz. Frú Moller yppti öxlum. — Ég veit það ekki, en svo virðist sem þeir hafi komið auga á einhverja óreglu í verksmiðj- unni. En það er mín eigin til- gáta og kannski út í bláinn. Sjálfir hafa drengirnir ekki sagt eitt orð í þá átt. Nemetz vildi gjarna hafa get- að rétt út hönd og klappað henni, til þess að róa hana, en jafnframt varð hann að muna, hver þau voru — hann lög- reglumaður en hún grunuð. —- Afsakið, hélt hún áfram, —- en þetta lætur í eyrum eins og einhver vitleysa hjá mér. Því að svona nokkuð ... ég á við lognar ákærur og allt þess- háttar, er daglegt brauð hvort sem er. Tímarnir eru nú einu- sinni svona. Og það eru til • verri húsbændur en hr. Toht. Maðurinn minn og ég höfum aldrei beitt því sem gerðist gegn honum. Nú kom einhver órói í röddina. — Við erum búin að gleyma því fyrir löngu. Ég veit svei mér ekki, hversvegna ég | fór að minnast á það núna. : Kannski bara vegna þess, að | ég óttaðist, að þér kynnuð að j komast að þessum sektardómi og fá rangar hugmyndir um drengina mína. En þeir eru svo inndælir drengir, glaðlyndir og duglegir. Það er skammar- legt, að þeir skuli þurfa að láta sér nægja að vera bara verka- menn. En ef við nú vinnum . . . vinnum byltinguna — geta þeir j kannski haldið áfram námi. Þeir i voru búnir með tvö misseri í 27.APRÍL. Hrúturinn 21 marz — 19 apríl Þú fæið óvæntar og gleðilegar fréttir, sem sennilega standa í sambandi við starf þitt eða rannsóknir einhvers konar. Skipu- leggðu sumarleyfið. NautiS 20. apríl — 20 maí. Þú gerir tilraun til að miðla málum í deilu einhverra þér nákominna, en skynsamlegra væri að þú færir að því sem gát Það er exki sterkasta hlið þín að koma á sáttum stríðandi aðila. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þér hefur borizt upp í hendur eitthvað óvænt seim þú ættir að kynna þér betur. Kvöldinu skaltu verja til skynsamlegra og uppbyggilegra rökræðna við vini. Krabbinn 21. júní — 22 júlí Deildu hugmyndum þínum með ættingjum, sem skilja þær og meta. Fjölskylduimálin ánægjuleg. Þú skalt fara í leikhús 1 kvöld. Ljónið 23 júlí — 22 september Ekki skaltu gera ráð fyrir mi'klum skilningi hjá þínum nán- ustu á vandamálum þínum. Gerðu þér ljóst, að þú verður að standa einn og sinn og gerðu það virðulega. Jómfrúiu 23. ágúst — 22. september Viðskipti í blóma í dag, þú færð sennilega greiðslur langt að fyrir einhver verk, sem þú hefur unnið að upp á síðskatið Veittu fjölskyldunni hlutdeild í hagnaðiinum. Vogin 23. september — 22. október Þú skah ganga úr skugga um hvað þú raunverulega vilt og hvað fyiir þér vákir, áður en þú biður um það Málamiðlun sennilega heppilegust fyrir báða aðila. Drekinn 23. október — 21. nóvember Þú mátt búast við því, að þróun mála taki nú stöfck næstu daga og skalt vera undir það búinn Skipuleggðu starf þitt eftir megni og rendu að fara eftir því. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Líkur til að þú hefir fulla ástæðu til að vera bjarteýnm Maki þinn eða náinn ættingi mun ná góðum árangri í starfi síniu og full ástæða fyrir þig að gleðjast með. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Ástandið breytist lítið í dag Hugarangur þitt er enn, þú ætt- ir samt að forðast að láta á því bera, nema þú sért viss um að einhvei geti hjálpað þér. Notaðu kvöldið til lestrar eða Iþrótta iðkana. Vatnsberinn 20. janúar — 18 febrúar Gleymdu ekki að standa við loforð þín einkum þegar yngri meðlimir fjölskyldunnar eiga í hlut Kvöldið skaltu nota tii góðr ar skemmtunar með kunningjuinuim. Fiskarnir 19. fkbrúar — 20. marz Næstu vikur verða að öllum Hkindum annasamar, og þú ættir að taka þvl með brosi á vör og sömuledðis vera ekki alltaf svona dæmalust uppstökkur og viðskotaillux

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.