Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRfL 1968 Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR I VINDINUM Sigurður A. Magnússon: SAÐ í VINDINN. 166 bls. Helgafell. Rvík — 1968. Sigurður A. Magnússon hefur verið ötull rithöfundur. Sáð í vindinn, greinar og fyrirlestrar, sem Helgafell hefur nýverið sent á markaðinn, er tíunda bók hans með frumsömdu efni. Þar að auki hefur Sigurður þýtt sjö bækur. Ennfremur hefur hann skrifað urmul greina um bæk- ur, leiksýningar og dægurmál. Þær greinar mundu sjálfsagt fylla nokkrar bækur til viðbótar, væri þeim safnað saman. Sigurður er engan veginn sér stæður höfundur. En aðstaða hans hefur um margt verið sér- stæð- Honum hafa boðizt óvenju leg tækifæri. Og þau tækifæri hefur hann óspart notað sér. Þegar hann hóf að skrifa um bækur fyriir tíu árum, var bók- menntagagnrýni íslenzkra blaða vægast sagt handahófskennd. Að eins fáir menn skrifuðu þá um bækur, svo mark væri á takandi og fæstir þó hlutdrægnislaust. Bókmenntagagnrýni hafði þá lengi verið öðrum þræði pólitísk Sigurður blés á þvílíkar kerl- ingabækur og skrifaði það eitt, sem honum sjálfum sýndist. Loksins var kominn fram á sjónarsviðið bókmenntagagnrýn andi, sem skrifaði ekki hlut- drægt, heldur hlutlægt. Sigurður opinberaði engin ný sannindi og gerðist ekki boð- beri neinnar bókmenntastefnu. Og ekki töfraði hann lesendur með stílbrögðum. Því síður vakti hann athygli á skrifum sínum með því að koma fólki til að hlæja. Hann skrifaði fábrotinn og alvanalegan stíl. Og hann hafði á sér snið alvörumannsins og fór ekki með dár og spé. En viðhorf hans til hhitanna voru að ýmsu leyti fersk. Hann var óragur og ótrauður og eng- um háður í skrifum sínum. Það var út af fyrir sig nýlunda. Hann var sanngjarn og hygginn í dómum og niðurstöðum, ef til vill fyrst og fremst hygginn, hag sýnn. Hann var nógu ósvífinn til að egna til andstöðu þann þröngsýna hóp, sem leíkur naut- ið í nautaati menningarmálanna, og þó aldrei svo ósvífinn að hann ofbyði almenningsálitinu ( utan einu sinni lítillega, en var sam- stundis fyrirgefið). Styrkur hans sem gagnrýn- anda var framar öðru fólginn í traustum vinnubrögðum. Hann gekk beint og útúrdúralaust að hverju verkefni og gerði skil sérhverjum hlut án undanbragða Og það, sem skorti á tilþrifa- mikinn stíl, bætti Sigurður upp með einurð og mælsku. Hann hafði alltaf nóg að segja ogvirt- ist reiðubúinn að hafa skoðun í hverju máli. Ef til vill kann einhverjum að þykja þessi orð mín ótímabær, þegar rætt er um höfund sem enn er undir miðjum aldri. En þá get ég líka tekið fram, að ég ætlaði mér ekki að skrifa hér neinn almennan palladóm um Sig urð, heldur átti þetta einungis að vera dálítil umsögn um bók ham, Sáð í vindinn, því kjarni hennar er einmitt frá þeim árum, þegar Sigurður skrifaði að stað- aldri um bækur og hafði bezta aðstöðu til að fylgjast með. Að vísu hafa „engir beinir ritdóm- ar“ verið teknir upp í bókina, eins og Sigurður tekur fram í formála, og sakna ég þess. Aðal- kjarni bókarinnar eru — auk eim fyrirlestrar um nútímaljóð- list — tvær yfirlitsgreinar um íslenzkar samtímabókmenntir, hin fyrri skrifuð ári eftir að Sigurður hóf að skrifa um bæk- ur, en seinni greinin, sem var raunar samin og flutt sem fyrir- lestur eða framsöguerindi á kappræðufundi stúdenta, var samin fjórum árum síðar hinni fyrri. í þessum þrem greinum ræðir Sigurður viðhorf sín til íslenzkra samtíðarbókmennta, og hygg ég, að skoðanir hans komi þar svo greinilega fram, að ekki sé um að villast, hvernig þau mál blöstu við honum, þegar grein- arnar voru samdar. Síðan hefur að vísu margt breytzt, í raun- inni svo margt, að bókmennta- skrif þessara ára eru orðin bók- menntasöguleg, þau sem ekki eru þegar úrelt. En fyrir bragðið er líka auðveldara að átta sig á þessum skrifum Sigurðar. Tím- inn vinzar efnið hægt og bítandi Sannar eitt. Ógildir anmað. Bókmenntagagnrýnandi við dagblað hefur ekki alltaf tóm til að núlla við hlutina. En ég held mér sé óhætt að fullyrða, að margt af því, sem' Sigurður hefur orðið að hugsa fljótt og skrifa fljótt, muni lengi standa. Ég man t.d., þegar Sigurður lýsti yfir þeirri skoðun sinni á stúdentafundinum ’63 að ljó'ð- listin væri þá „bezt á vegi stödd“, en skáldsagnagerð stæði „höllustum fæti“. Þá var ekki laust við, að stað- hæfing Sigurðar væri skilin sem kokhreysti manns, sem gerzt hafði forsvarsmaður atómkveð- skaparins lítils metna. En hvað er ekki komið á dag- inn nú? Nú er svo komið að frá þessu tímabili stendur fátt upp úr nema — ljóðin. Það voru ungir menn eins og Hannes Sigfússon og Hannes Pétursson, Sigfús Daðason og Matthías Johannes- sen, ásamt ýmsum öðrum byrj- endum, sem forðuðu frá því, að umrætt tímabil yrði bókmennta- leg eyða í sögunni. Það er ekki af rælni, að ég nefni hér sérstaklega þessi fjög- ur skáld. Einmitt þau hin sömu skáld telur Sigurður „hafa náð álitlegustum árangri". Sum þeirra hafa síðan styrkt þá umsögn. Ekki vantaði svo sem, að út kæmu á 3jötta áratugnum skáld- sögur, sem auglýstar væru eins og undur og atórmerki. Nú eru þær gleymdar, margar hverjar, og ekki aðeins sögumar sjálf- ar,_ heldur einnig höfundarnir. Ég gæti tilfært hér fleiri stað hæfingar úr bók Sigurðar, þar sem ég er honum algerlega sam- mála og er beinlínis sannfærður um, að hann hafi haft rétt fyrir sér. En svo eru líka önnur atriði í skrifum hans, sem mér þykir hlýða að sleppa ekki framhjá athugasemdalaust. Á stöku stað finnst mér hann fara of mikið niður í ómerkileg smáatriði. Einhvers staðar getur . hann þess t.d., að Ólafur Jónsson á Alþýðublaðinu hafi samið tvær smásögur.Slík bókmenntaleg smá sjárathugun nær vitanlega engri átt. Þá mættu nú flestir sótraftar fara að kalla sig andans menn, ef Ó.J. ætti að heita rithöfund- ur. Og mér kemur annað í hug, um leið og minnzt er á smásögur. I ritgerðinni íslenzkar bókmennt ir eftir seinna stríð víkur Sig- urður að gengi smásögunnar í íslenzkum bókmenntum og segir þá meðal annars: „Af eldri smásagnahöfundum ber að nefna þá Guðmund G. Hagalín og Halldór Stefánsson." Þarna nefnir Sigurður þá, Guð mund G. Hagalín og Halldór Stefánsson. En á Þóri Bergsson minnist hann ekki aukateknu orði. Raunar held ég, að sá ágæti höfundur sé hvergi nefnd ur á nafn í þessum greinum og Sig. A. Magnússon fyrirlestrum Sigurðar, þó þar sé annars minnzt á flesta núlifandi höfunda íslenzka, þá sem hafa látið að sér kveða, auk ýmissa minni spámanna- Ég held, að það hljóti að stafa af gleymsku, að Sigurður nefn- ir hvergi jafnmætan höfund eins og Þórir Bergsson er, úr því hann að minnsta kosti, man eftir Halldóri Stefánssyni. Þórir Bergsson hefur ekki ver ið stórvirkur rithöfundur. En hann hefur vandað sitt verk. Margar smásögur hans enfskrif aðar af innlifun list og hagleik. En Þórir Bergsson hafði sig lítt í frammi til að vekja at- hygli á verkum sínum á þeim tíma, sem honum hefði þó verið það hægast. Hann naut ekki fé- lagslegra sambanda á borð við Halldór, sem undi sér í skjólí hins mikla manns, Kristins E. Andréssonar. Kristinn studdi Halldór og verndaði hann og útvegaði hon- um viðurkenningu. Þórir Bergs- son átti ekki í nein þvílík hús að venda. En er hann fyrir þó sök ó- merkari höfundur? —★— Ég hef drepið hér á örfá at- riði í yfirlitsgreinum Sigurðar. En fleira er vitanlega umræðu- vert í þessari bók hans. Þar eru t.d. stuttar greinar um einstaka höfunda: Gunnar Gunnarsson, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness. Að mínu viti er minna á þeim ritgerðum að græða en yfirlits- greinunum, ef til vill vegna þess, að SigurðUr fjallar þar um verk eldri höfunda, sem standa honum fjær heldur en verk ungu skáld- anna. f spjalli sínu um Gunnar ieið- ist Sigurður út í markliitla mælgl sem hendir hann annars sára- sjaldan. Samanburðurinn á Tóm- asi og Steini er til skemmtunar fremur en glöggvunar, þar eð þeir eru svo litt sambærilegir I Listamannaskála JÓHANN Eyfells og kona hans, Kristín H. Eyfells, eru mörgum listunnendum kunn síðan þau héldu sína fyrstu sameiginlegu sýningu á þessum sama stað fyr- ir fjórum árum — og sem þá vakti athygli fyrir nýbreytni. Skálinn var þá þegar lélegur orðinn en þó stórum ásjálegri þeim hrörlega hripleka kulda- hjalli, sem hann er nú orðinn og það er því í raun og veru út af fyrir sig afrek að ráðast í að sýna í honum. En íslenzJkir mynd- listarmenn virðast bjóða öllu byrginn í viðleytni sinni við að halda uppi jákvæðri myndlistar- menningu í höfuðborginni. Jóhann Eyfells sýnir að þessu sinni nýja hlið á sér í 33 vegg- myndum (relief) sem eru gerð- ar í alúmín, járn og kopar. Við fyrstu sýn virðist þetta nokkuð einhæf framleiðsla, en við nán- ari kynni sér maður fljótlega að því fer fjarri að nokkrar tvær myndir séu eins, því hér er um að ræða síbreytilegt spil fbrm- tilbrigða,. sem listamaðurinn auðgar með samruna ólíkra efna sem eru mótuð af mikilli ná- kvæmni og vakandi tilfinningu. Það er ekki svo auðvelt að beita þessum vinnubrögðum Jó- hanns, því þau krefjast ekk-i að- eins mikilla leikni og kunnáttu, heldur einnig hörku og hugrekki þess manns, sem hazlar sér völl á ótroðnum slóðum .Slíkar mynd ir hafa ekki verið gerðar áður hér á landi og ég minnist ekki að hafa séð hliðstæðar við þær erlendis og hef ég þó víða kom- ið. Að mínu viti eru myndir Jó- hanns ekki aðeins persónulegar heldur er þessi árátta hans að þrautvinna hverja hugmynd, svo að jaðrar við ofvinnu, mjög óvenjuiegur eiginleiki meðal ís- lenzkra myndiistarmanna og sízt vænleg viðkomandi^ til vin- sælda, því það er gefið að venju legur áhorfandi og raunar marg ur atvinnumaður, sem ekki legg ur sig að þrautskoða slikar myndir, muni finnast þetta æði einhæft — hann horfir, dregur ályktanir, en sér ekki. Að mínum dómi þyngja «m- búðir myndanna sýninguna, en þær eru allar í sama formi og lit og gera lærðum og leikum erfiðara fyrir að nálgast þessi nýju form. Hinn flauelsvarti lit- ur rammanna fellur að vísu oft vel að efninu, t.d. í myndum nr. 32 og 33, en í annan stað er eins og oft vanti loft í kringum mynd irnar og maður óskar sér þá að engin umgerð væri um þær. Ég nefni þetta hér vegna þess að mér urðu fljótt ljósir hinir ríku möguleikar í uppsetningu slíkra mynda er gæfi formunum aukið spil og drægi fram á ljósari hátt sérkenni hverrar myndar, en við getum ekki gert of altækar kröf- ur til listamanns, sem fitjar upp á nýjungum er tekið hafa hann allan svo að annað hefur orðið að víkja. Þessar myndir Jóhanns í Lista mannaskálanum eru að mínum dómi fyrir marga hluti atlhyglis- verðari fyrri myndum hans, vil ég þessari staðhæfingu minni til áréttingar benda á myndir nr. 2, 4, 11 og 22, sem eru hverri annarri sérkennilegri og jafn- framt heillegt verk. Myndunum er vel fyrir komið svo langt sem það nær, en ég saknaði þess að hafa ekki t.d. 2-3 af eldri mynd- um á staðnum til samanburðar og víst er að skálinn er óæski- leg umgjörð um þessa tegund mynda. Eitt tel ég víst og það er, að sýning þessi staðfestir ótví- rætt að við höfum eignazt enn einn frambærilegan myndhöggv ara á alþjóðamælikvarða og væri óskandi að opinberir og fé- sterkir aðilar létu ekki þá stað- reynd fram hjá sér fara. Og hvenær finna arkitektar sinn vitjunartíma og fara að gera ráð fyrir reliefmyndum fyrir ofan eða til hliðar anddyrum háhýsa og annarra stórbygginga. Á því sviði eru íslendingar óralangt á eftir öðrum þjóðum Evrópu. Ég hefi áður bent á þá stað- reynd að kostnaður á íbúð yrði hverfandi. Hér er því ekkert að vanbúnaði annað en vilji og listrænn þroski. Hver einstök höggmyndasýning sem hrífur mig hér, er mér tilefni slíkra hugleiðinga. Kristín H. Eyfells er um flest gjörólík manni sínum og það er raunar óvenjulegt að hjón er vinna í sömu listgrein verði ekki fyrir beinum eða óbeinum áhrif- um hvort af öðru. Höggmyndir Kristínar virðast vera að verða hennar sterkari hlið, þar vinnur hún hreint og vafningalaust í lifrænum formum og mögnuð- um, sem minna á nakin kræklótt tré og sýnist mér hún hafa náð einna heilsteyptustum árangri í mynd nr. 59. Átök hennar við höfundar. Greinin um Laxness heitir hvorki meira né minna en: Pólamir í skáldskap Halldórs Laxness. Ektoert nýtt kemur fram í því skrifi. Öðru máli gegnir um grein, sem Sigurður ritar um Tómas Jónsson metsölubók. Þar er Sig- urður heima. Enda þó hann skrifi ekki langt mál um met- söhibók, finnst mér hann gera Guðbergi gleggri skil en aðrir hafa gert. Sigurður hefur líka tekið upp í þetta greinasafn sitt skemmti- legar hugleiðingar um gagnrýni, þá lætur hann fljóta með ritdeilugreinar, sem njóta sín ekki nema maður muni, hvað mót partarnir höfðu til málanna að leggja, og sýnishorn af marg- frægu „rabbi“ sínu, sem hann skrifáði að staðaldri í Lesbók Morgunblaðsins. Sáð í vindinn endar svo á tveim stuttum fyrirlestrum um Nóbelsskáldið okkar. Fyrir- lestrar þessir eru birtir á — ensku. Hljóta þeir því að vera ætlaðir útlendingum. Að öðr- um kosti hefði verið hægur vand inn að snara þeim á móðurmálið. Nafnaskrá fylgir þessu greina safni til hagræðis fyrir þá, sem langar að fletta upp í bókinni sér til fróðleiks eða til að vitna í höfundinn. Ég þakka Sigurði fyrir ár- veknina, að halda saman rit- smíðum sínum, og Ragnari í Smára fyrir sína stóru hlutdeild í bókinni — að gefa hana út. Erlendur Jónsson skúlptúrinn virðast ætla að verða málverkinu til góðs, því að þau málverk, sem við sjáum hér eru mun sterkari þeim er voru á fyrri sýningu hennar. Hinar stóru andlitsmyndir Krist- ínar virka mjög hrjúfar við fyrstu kynni og vissulega er hér um að ræða afbrigði af „Pein- ture grotesque". Kristín ætl- ar sér stærri hlut en hún eqn sem komið er veld- ur, en vinna hennar er hrein og bein og heiðarleg og ég vil veikja athygli á því hve óra- langt slík glíma er frá ýmsu föndri, sem við höfum fyrir aug- unum, en þó er vænlegra til vafasamra vinsælda. Þetta eitt er nægilegt til að gefa myndum Kristínar ákveðið gildi, en hún nær einnig á köflum sterkum listrænum tilþrifum og sálrænni innlifun í útfærsluna (hún er einnig sálfræðingur að mennt) og kemur það einna sterkast fram í mynd nr. 36, sem er af tengdaföður hennar, Eyjólfi Eyfells. Kristín er ekki eins ákveðin í teikningum sínum, í þær vantar snerpu og um leið mýkt, en þó sýnir hún þar einn- ig góð tilþrif eins og í andlits- mynd nr. 49. Það er bersýni- legt að ýmislegt er í gerjun hjá Kristínu og noti hún tímann vel og haldi hún fast við þessi vinnu brögð, munu verk hennar vafa- laust öðlast þá „monumentölu" reisn og styrk í myndir sínar, sem mér virðist listakonan stefna að. Þessi sýning Jóhanns og Krist ínar, er sýning hjóna er óhikað leggja á brattann og er viðburð- ur í listalífi okkar, sem enginn sem telur sig fylgjast með mynd- list, má láta fram hjá sér fara. Að lokum vil ég vekja athygli á því að tvær sýningar einstakl- inga á skúlptúr eru uppi sam- tímis, sem er einstætt fyrirbæri í borg vorri enda hefur til þessa ekki verið um auðugan garð að gresja hve myndlhöggvara áhrær ir hérlendis. — Báðar þessar sýn ingar eru mjög svo athyglisverð- ar og öllum aðilum er að þeim standa flyt ég þakkir fyrir ánægjulegar stundir. Bragi Ásgeirsson. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.