Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 1. MAÍ 1968 Friðleifur I. Friðriksson vörubílstjóri: Sigrast verður á tíma- bundnum erfiðleikum ÞAð ER öðruvísu umhorfs nú, í íslenzku atvinnu og efnahags- lífi á þessum hátíðisdegi verka- lýðssamtakanna en verið hefur síðustu nær þrjá áratugina. Við höfum búið við sívvax- andi velgengni frá ári til árs, og erum orðin því svo vön að geta ráðist í, og veitt okkur flést af því sem hugurinn girn- ist, að við trúum því vart enn, og allra sízt yngri kynslóðin, að þetta velgengistímabil geti tekið enda. Það er ekki langt síðan að allar vinnufærar hendur í þjóð- félaginu höfðu meir en nóg að starfa, það varð líka að flytja inn í landið erlendan vinnu- kraft í þúsunda tali, svo hægt væri að halda aðal atvinnuvegi þjóðarinnar gangandi. r Nú í fyrsta sinn um langt árabil horfumst við í augu við, höfuðfjanda allra vinnufærra manna — samdrátt og minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli og þó í litlum mæli sé, þá hefur þó örlað á algjöru atvinnuleysi hjá mismunandi stórum hópum manna í flestum starfsgreinum launþegasamtakanna. Orsakanna er ekki langt að leita, harður vetur, fádæma ótíð og aflatregða, ásamt vaxandi örðugleikum á sölu íslenzkra af- urða á erlendum mörkuðum, til dæmis skreið, ull, gærum o. fl. landbúnaðarafurðir. Einnig ört fallandi verðlag á nær öllum okkar útflutningsvörum, sem hlýtur óhjákvæmilega að hafa örlagarík áhrif á allt atvinnu- 'og efnahagslíf þjóðarinnar. En hvernig erum við þá und- ir það búin, að takast á við þessa erfiðleika? Við höfum á undanförnum árum tamið okkur lifnaðarhætti, sem í flestu líkj- ast lifnaðarháttum háþróaðra og auðugra milljóna þjóða. Það væri vissulega ástæða til að gleðjast yfir þessu ef við hefðum haft efni á því. En höfum við það þegar betur er að gáð? Tökum t.d. húsnæðismálin. Það gengur ævintýri næst, að sjá hve mikið af stórhýsum og glæsilegum í- búðarhúsum, hafa risið upp um land allt á rúmum áratug og þá ekki hvað sízt í Reykjavík. Vissulega er gaman að geta sýnt þetta útlendingum sem hingað koma, sem dæmi um fram tak og glæsibrag fámennrar þjóð ar. En hefur ekki hraðinn og fjárfestingin verið of ör? Það eru ekki nema tæplega fjórir áratugir síðan meginn hluti alþýðu þessa lands, varð að búa í litlum og þröngum timburhjöllum, og jafnvel torf- kofum. Þess voru mörg dæmi að 5—7 manna fjölskyldur byggju í 1—2 litlum herbergjum, með eldhúskríli og þægindin voru steinolíulampi og kolaofn. Þá var atvinna oft lítil og kaupið lágt. En útgjaldaliðirnir voru líka færri og smærri en nú tíðk- ast. Þá þekktist varla að venju- legur launþegi hefði síma í heima húsum. Útvarp kom ekki fyrr en löngu síðar og sjónvarp var fjarlægur draumur. Enginn góðviljaður maður, myndi óska þess að þessir tím- ar endurtækju sig, en þá ber líka að hafa í huga, að oft er stutt öfganna á milli. Nú þykir sjálfsagt hjá þeim sem betur mega sín, að byggja sér einbýlishús, að flatarmáli minnst 2—400 fermetra með öllum ný- tízku þægindum þó oft séu að- eins 2—3 í heimili. Og eftir höfðinu dansa limirnir, hinn venjulegi daglaunamaður er far- inn að fussa við minni íbúð en 100—130 ferm. að flatarmáli og eftirlíkingu af þægindum hinna. Nú getur fátæki maðurinn ekki lengur sparað sér aura, með því að trolla upp kol úr höfninni í frístundum sínum og hirða spítna brak í eldinn. Nei, nú skal hann annaðhvort sitja í kuldanum, eða hafa hand- bært fé til að greiða hitaveit- una mánaðarlega. Um síma, út- varp og jafnvel sjónvarp er rætt sem væru það daglegar nauðþurftir. Óhætt mun að fullyrða að hús næðiskostnaður meðal fjölskyldu hvort sem um er að ræða, af- borganir og vexti af lánum til íbúðakaupa, eða leigu á húsnæði, séu ekki undir 60—90 þúsund kr. á ári. Þegar þar við bætast útsvör, skattar og önnur opin- ber gjöld, er ekki að undra þótt það valdi mönnum með 120—160 þús. kr. árstekjur nokkrum höf- uðverki. Að menn hafi getað klofið þetta til þessa liggur eingöngu í mikilli yfirvinnu, yfirborgunum og að konan og uppkomin börn hafa getað valið um vinnu. Nú virðist þetta vera að gjörbreyt- ast, ég hitti varla svo mann, að hann telji sig ekki vera 20—30% tekjulægri í ár, en á sama tíma í fyrra, auk þess reynist nú æ erfiðara fyrir konur og unglinga að fá vinnu. Það liggur í aug- um uppi, að menn í þessum tekju flokkum, eru þess ekki umkomn- ir að taka á sig kjararýrnun. Og hvernig væri atvinnuá- standið í dag og fjárhagsafkoma hundruða heimila, ef ekki nyti við þeirra miklu framkvæmda sem nú eiga sér stað við Búr- fell og Straumsvík. Það er verð- ugt íhugunarefni fyrir þann hluta í launþegasamtökunum, sem látið hafa Framsókn og kommúnista hafa sig til þess, að rægja núverandi ríkisstjórn fyr- ir hennar lofsverðu framsýni og framtak í þeim málum. Þótt ný afstaðið verkfall sé ekki með þeim lengstu sem hér hafa verið háð, var það tvímælalaust víð- tækasta verkfallið, og hefur vald ið launþegum, vinnuveitendum og þjóðinni í heild, miklu tjóni, sem aldrei fæst bætt. f því sambandi vaknar sú spurning? hvort löggjafarvaldið hafi ekki getað afstýrt þessum átökum í tíma, með því að breyta vísitölulögunum í svipað horf og umsamdist í verkfalls- lok, í stað þess að afnema lögin með öllu. Vísitölulögin í þeirri mynd sem þau voru, hafa að mínu viti aldrei átt rétt á sér, þar sem þau voru óumflýjanlegur dýrtíð- ar kvati. Hitt er jafn fráleitt, að ætla sér að losna við vísitölu uppbót á nauðþurftir hinna lægstlaunuðu í þjóðfélaginu, ef nokkur von á að vera til, að unnt sé að varðveita vinnufrið til lengdar. Það hefur reynslan marg oft sýnt okkur og það ber öllum, ekki sízt stjórnvöldum, að læra af henni. En það eru fleiri spurningar sem vakna í sambandi við verk- föll yfirleitt. Hvað á okkar 40 ára gamla vinnulöggjöf að gilda lengi án nauðsynlegra breyt- inga? Nær það nokkurri átt, að jafn örlagarík ákvörðun og vinnustöðvun sé gild, þó hún sé samþykkt á rúmlega 100 manna félagsfundi í félagi sem telur jafnvel nokkur þúsund meðlimi? eins og mörg félög gera núorð- ið t.d. Dagsbrún — Sjómannafé- lögin, Iðja — Verzlunarmenn og m.fl. Er ekki orðið tímabært að lögfesta skriflega allsherjar at- kvæðagreiðslu um þessi mál, í stað þess að löggilda minni hlut- ann gegn meirihlutanum. Er það samboðið íslenzkri verkalýðs- hreyfingu í dag, að búa við vinnulöggjöf sem lögverndar níð ingsverk á sjúku fólki, gamal- mennum og ómálga börnum, Er ekki orðið tímabært að lög- festa sáttanefnd, skipaða full- trúum launþega og vinnuveit- enda — sem starfi óslitið og hafi það hlutverk að, afla nauð- synlegra gagna í margvíslegum og viðkvæmum málum, og leitist við að samræma sjónarmið beggja aðila áður en í óefni er komið. Og fleiri spurningar vakna, þó ég láti þetta nægja að sinni. Ekki ber að rengja né gera lít- ið úr erfiðleikum atvinnuveg- anna og sízt þeirra sem við út- flutningsframleiðslu fást. En mér dettur í hug, klausa í einu dagblaðanna í vetur þar sem sagt var frá ræðu eins af frammá- mönnum bænda á Alþingi. Þar sem rætt var um hvort skylda ætti bændur til að halda bú- reikningana. Þingmaðurinn taldi lítið gagn að slíku, þar sem bænd ur myndu svíkja og ljúga eins og þeir hefðu vit og getu til. Ekki vil ég leggja neinn dóm á sannleiksgildi þessa orða þing- mannsins, en ef þau hafa við nokkur rök að styðjast væri þá fráleitt að ímynda sér, að ein- hverjir aðrir, sem við atvinnu- rekstur fást, gætu hugsað sér að gera hið sama. Eitt er víst, að mörgum finnst lítið samræmi í umsvifum og brambolti sumra at vinnurekenda og forstjóra í sam bandi við sín einkamál, og því eimdarvæli sem fram kemur í skýrslum sömu aðila, þegar þeir eru að knýja á stjórnarvöldin um sí aukna styrki af almanna fé. Að sjálfsögðu ber margvísleg- an vanda að höndum ríkisstjórn- ar á erfiðleika tímum, og velt- ur þá á miklu fyrir þjóðina að reyndir og mikilhæfir menn haldi um stjórnvölinn. Nú ver- andi ríkisstjórn undir forystu hins landsþekkta atorku og gáfu manns Bjarna Benediktssonar, hefur nú setið lengur við völd, en nokkur önnur ríkisstjórn í okkar landi. Og undanfarnar kosningar hafa sýnt, að þjóðin treystir honum og Sjálfstæðis- flokknum bezt til að mæta hverj um þeim vanda sem að höndum ber. Látlaus rógur og níð, Fram- sóknar og Kommunista, fá þar engu um þokað. Og þótt þeir biðli látlaust í allskonar gerfum til launþegasamtakanna og þyk- ist vera hinir einu og sönnu vin ir þeirra og láglauna fólksins í landinu þá blekkir það fáa nú orðið. Þeir treysta á gleymsku flóksins og láta eins og þeir hafi aldrei áður farið með völd í landinu. En fólkið man betur launþegarnir muna hvernig hin svokallaða þeirra ríkisstjórn fór að því að leysa vandann. Hún gerði það með því að taka tvisvar af launþegum öll vísitölustigin án bóta og ætlaði sér að höggva í þriðja sinn í sama knérunn þegar Verkalýðs lengra. Þá hrökklaðist ríkis- stjórnin frá ráðalaus við lítinn orðstýr og viðskilnaðinn muna margir enn. Það steðja nógu mörg vandamál og erfiðleikar að þjóðinni nú þótt leiðsögn Framsóknar og Kommúnista bæt ist ekki þar ofan á. Þó ég sé hættur leiguakstri eftir 39 ára óslitið starf þá hef ég þó ekki gleymt mínum fyrri vinum og félögum í þeirri at- vinnugrein. Mig tekur sárt að sjá hvernig nú skal farið með þá. Enginn getur með rökum mælt gegn því að vörubílstjórastéttin hefur unnið ómetanlegt starf á undan förnum áratugum í þágu aðalat- vinnuveganna og við uppbygg ingu borgar og bæja. Hún hefur rækt sín störf oft við erfiðustu skilyrði en unnið þau möglunar lítið. Vissulega hefur það verið þeirra draumur ekki síður en annara að þjóðvegakerfi lands- ins yrði stórbætt frá því sem verið hefur og í því skyni hafa þeir greitt sfna skatta í ríkissjóðinn, til þessara þarfa. Þó stundum hafi komið lítið í aðra hönd. En það risastökk sem nú er tekið í skattpíningu á þessa stétt verður ekki með rökum varið, þótt þönfin fyrir nýja og bætta vegi sé mikil. íslenzka þjóðin hefur á und- anförnum áratug lifað eitt mesta velgengnistímabil í sögu þjóð- arinnar og tamið sér lifnaðar- hætti í samræmi við það. Nú virðist þessari velgengni lokið í bili og vð blasa erfiðlekar á flestum sviðum þjóðlífsins. En enginn má láta hugfallast. Þrátt fyrir eindæma harðan og vond- an vetur hefur vertíðin gengið betur en flestir þorðu að vona. Við skulum líka vona að sum- arið verði okkur gjöfult og gott það myndi leysa margan vanda. f þeirri von og vissu að þau máttarvöld sem verndað hafa ís- lenzka þjóð í gegnum margvís- legar hörmungar liðinna alda haldi áfram að gera það. Óska ég Verkalýðssamtökunum og þjóðinni allri gæfu og gengis um ókomna framtíð. Cuðmundur C. Cuðmundsson iðnverkam.: Aukin stóriðja og bætt verkmenning f DAG eru 45 ár síðan ís- lenzkur verkalýður gekk fyrst í skrúðgöngu um götur Reykja- víkur. Verkalýðsfélögin stóðu fyrir þessari nýbreytni sem þá var að ryðja sér til rúms úti í heimi. Vefkamenn söfnuðust saman við Báruhúsið við Tjörnina og gengu undir rauðum fánum með lúðrasveit í broddi fylkingar. Borin voru 28 hvít merki með ýmiskonar áletrunum Eftir að hafa farið um ýmsar götur bæj- arins var staðnæmst á lóð hins fyrirhugaða Alþýðuhúss þar sem Alþýðuhúsið er nú. Þessari nýbreytni var auðvit- að misjafnlega tekið enda hátt- vísi almennings þá minni en nú er. Sumir hentu skít í göngu- menn en á einum stað gekk kona í veg fyrir fyrsta fániaber- ann og nældi rauðri rós í barm hans. Síðan 1923 hefur margt breyst til hins betra og nú þyk- ir það sjálfsagður hlutur að verkamenn lærðir sem ólærðir múrarar, málarar, rafvikja, smiðir og sem sagt allir vinn- andi menn og konur klæðist sín um bezta búnaði 1. maí og fari út á götuna, sumir í skrúðgöng- una en aðrir fylli gangstéttirnar og horfi á fána mergðina og lesi kröfuspjöld sem borin eru. Á sumardaginn fyrsta er einn ig farið í skrúðgöngur um bæ- inn og háir sem lágir fylgja börnum sínum ,um göturnar. Á frídegi verzlunarmanna er hins- vegar aldrei farið í svona göng- ur. Þá er líka komið hásumar og allir sem vettlingi geta vald- ið fara út úr bænum og skemmta sér konunglega. Því miður er slíkt naumast hægt 1. maí vegna vegakerfisins sem þá er sligað af leysingum og byltingu vors- ins um strönd og dal. Efalaust samtökin sögðu hingað en ekkimætti þó skemmta sér meira 1. maí en gert er og dagurinn gæti vterið hátíðlegori. Einum spillir það hástíðaskapi fólksins þá að ræðumenn eru með skammir og svívirðingar á menn og flokka. Einhver árátta er hjá flokkun- um til að æsa menn og spilla gleði hinna prúðbúnu verka- manna með skætingi og ásök- unum. Þetta er alls ekki viðeig- andi. Verkamenn eru ekki flokk ur heldur stétt. Hér eru tveir pólitízkir flokkar sem telja sig sjálfkjörna fulltrú fyrir verka- menn sem eru allir ein stétt. Einnig hafa verið hér tveir flokkar sem báðir töldu sig full- trúa bænda en bændur eru auð- vitað líka ein stétt. Oft hafa ver ið miklar deilur um slagorð þau sem borin eru vegna þess að pólitíkin vill ráða og hver flokk ur um sig ætlar að reyna að hafa áhrif á mennina sem komu í bæinn til að skemmta sér og heilsa upp á hvern annan. Með þessum bægslagangi flokkanna eru þeir að stela deginum frá stéttinni sem hefur fengið nú- verandi stjórn til að löghelga daginn sem frídag og hátíðisdag verkamanna. Á seinustu árum hefur þó nokkuð áunnist í því að lægja öldur ágreiningsins og temja sér heflaðra orðalag. Því ber vissu- lega að fagna og stefna að því að gera daginn hátíðlegan og skemmtilegan. Kröfur þær sem bornar voru í 1. maí göngunum fýrstu árin eru flestar fyrir löngu orðnar að veruleika. Nýir tímar gera þó nýjar kröfur og þessvegna á að bera áfram spjöld 1. maí en þær mættu vera nýtízkulegir og þjóðlegri en þær eru. Sú var tíð að verka menn litu kolakranann við höfn ina óhýru auga, óttuðust að hann tæki frá þeim vinnu. Nú fagna verkamennirnir hverju nýju tæki sem léttir störfin og eykur afköstin. Þeir vita að vélarnar bæta kjör þeirra meira en verk föll og aðrar úreltar kjarabar- áttuaðferðir hafa möguleika til að gera. Við sem erum farnir að eldast og þreytast vitum bezt hver feikna breyting er orðin á öll- um atvinnuháttum og launakjör um. Við vorum fæddir danskir ríkisborgarar en höfum stofnað lýðveldi í landi okkar. Við höf- um alið upp þróttmikla, óbeygða og skólagengna menm. Æska sú er að umbreyta höfuðborg- inni í hallir Aladíns. Vélgrafan sem þeir stjórna tekur í einu jafnmörg tonn og handskóflan okkar tók mörg kíló. Faglærð- ir iðnaðarmenn dagsins í dag hyggja glerhallir á súlum og risa kranar, sem einnig er stjórn að af ungaverkamanninum, tek- ur gömlu húsin upp á pall í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.