Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGL'A, 1. MAÍ 1968
23
Fjölbreyttari atvinnuhættir
skapa aukið atvinnu öryggi
Frá byggingaframkvæmdunum við álverksmiðjuna í Straums-
vík.
Fáar þjóðir munu fagna komu
sumarsins af jafn heilum huga
og við íslendingar. Þetta er mjög
eðlilegt, þegar þess er gætt, að
allt frá landnámstíð hefur þjóð
in háð harða og oft mjög ójafna
baráttu við miskunnarlaus harð-
viðri norðursins, sem allt fram á
okkar daga hafa höggvið stór
skörð í þjóðarstofndinai.
Á stuindium lá við landauðn
af völdum harðinda og annarrra
náttúruhamfara enda má segja,
að lengst af hafi þjóðin vegna
fátæktar orðið að berjast fyrir
lífi sínu í landinu með berum
höndum. En þó að landið sé
vissu.lega harðbýlt er það gjöf
ult á mörgwm sviðum og vetr-
arhörkur og harðindi gleymast
furðu fljótt á fögru sumri líkt
og skáldið kvað:
„Heilum vetri þótt hann væri
þungur,
þeyta má á einni sumar nótt“
Ljóst er af sögu landsins að
veðurfar hefur verið hér mjög
misjafnlega gott frá því að land
ið byiggðist. Og á því hlýinda-
tímabili, sm verið hefur undan-
fama áratugi hafa mörgum
gleymst hörðu árin enda er það
vel skiljanlegt, þar sem þeim fer
nú stöðugt fækkandi, sem lifðu
torðindin á fyrri öld, en veður-
far á þessari öld verið mjög hag
stætt og hlýtt í það minnsta frá
1918.
Erfitt árferði
Síðus bu vetur hafa farið barðn
andi og sá sem nú er nýliðinin lik
lega sá harðasti, sem komið hef-
ur um áratugi. Ef slíkur vetuir
hefði komið fyrr á árum, er lík-
legt að þröngt hefði orðið fyrir
dyrum hjá mörgum og hallæri
skapazt í landinu, en nú er sköp
um skipt að því leyti, að þjóð-
in er be'tur undir það búin að
mæta erfiðu árferði en nokkru
sinni fyrr og verjast mestu á-
föllunum.
Þó verður það tjón sennilega
seint meetið, er þjóðin varð fyr
ir bæði beint og óbeint vegna
ótíðar og harðinda á síðast-
liðnum vetri. Ógæftir á vertíð
og frosthöörkur urðu þess vald-
andi að nokkuð bar á atvinnu-
leysi viða um land og það m.a.
á stöðum, sem þess hafði lítt
orðið vart í mörg undanfarin ar.
Hafísinn fyrir norðan og aust-
an olli sjómönnum miklu tjóni
bæði beint og óbeint og var það
þó harla lítið miðað við það, sem
gerzt hefði ef hafisinn hiefði lagzt
að í öllu sínu veldi, ef til vill
um miðjan vetur eins og leit út
fyrir á tímabili og lokað höfn-
um um miki'nh hluta landsins.
Þetta hefði getað komið fyrir og
að áliti þeirra er bezt til þekkja
má telja það mikla mildi, að svo
varð ekki.
Aftur á móti veit víst enginn
hvað hafísinn og sá mikli sjáv
arkuldi er honum fylgir á eftir
að gera mikið tjón varðandi
væntanlegar síldveiðar í sumar
og aðrar fiskigöngur fyrir Norð
ur- og Austurlandi.
Þá hefur veturinn orðið bænd
um þungur í skauti. Ef vorið
verður ekkl því betra verður
gjafatími lengri nú en verið hef
ur árum saman sem þýðir, að
bændur verða að kaupa mieri
fóið'urbæti en ella sérstaklega
þegar það er athugað að hey-
öflun var með minna móti víða
um land á sl. sumri. Þá hafa
fliutniinigar á laindi verið óvenju-
lega erfiðir og kostnaðarsamir.
Þetta er ekki rifjað upp hér
vegna þess, að þetta sé ekki öll-
um í fersku minni heldur vegna
nins, að .reynslan af sl. vetri
sannar, að þrátt yrir nútíma
tækni og útbúnað getur vont tíð
arfar orðið þjóðinni erfitt og
haft veruleg áhrif á lífskjörin,
ekki samfara eins og íslending-
ar eiga nú við að búa.
Fjölbreyttari atvinnuhættir
Ljóst er að atvinnuhættir þjóð
arinnar eru allt of fábreyttir og
af háðir tíðafari á hverjum tíma.
Og vegna fábreytni í útflutn-
ingi geta verðsveiflur á helztu
útflutningsafurðir landsmanna
komið mjög hart niður á efna-
hagskerfinu, eins og dæmin
sanna í dag.
Því er það lífsnauðsyn fyrir
þjóðina, að koma upp nýjum at-
vinnugreinum til að skapa meiri
festu í atvinnulífið og auka á
fjölbreytni í útflutnmgi.
Atvinnuöryggi
Það tímabundna- atvinnuleysi
sem sumstaðar er þekkt á land-
inu og nú átti sér stað í vetur
víða um land vegna ótíðar og
harðinda þarf að minnka og
helzt að hverfa. Þó er bezt að
gera sér ljósa grein fyrir því, að
ekkert er eðlilegra vegna lands
hátta, að meira sé unnið hér á
landi á sumrin en á vetrum og
lengi má búast við löngum vinnu
degi á stundum við björgun
verðmæta bæði á landi og úr
sjó.
En til að fyrirbyggja sem mest
tímabundið atvinnuleysi og til
þesss að veita sívaxandi fjölda
fólks næga atvinnu er það vöxt
ur iðnaðarins sem skiptir mestu
máli.
Þær stórframkvæmdir, sem nú
fara fram við Brúfell, og Strams
vík tryggðu hundruðum manna,
vinnu sem annars hefðu senni-
lega verið atvininiulausir og bæzt
í hópa þeirra, sem enga vinnu
fengu á tímabili í vetur.
Ekki er lengra síðan en rúmt
ár, að vissir ágætir menn, sem
tengdir voru öðrum atvinnu-
gfeinum óttuðust að þessar fram
kvæmdir mundu draga um of
vinnuafl frá öðrum atvinnuveg-
um og vildu því láta fresta fram
kvæmdum.
Nú eru allir sammála um, að
það hefði verið rangt, nema hóp
ur þröngsýnustu kommúnista,
sem alltaf bafa barmt gegn þjóð
legri viðreisn og aldrei virðast
geta átt samleið með íslenzkum
hagsmu'num og sízt hagsmunum
verkalýðsins.
Þessar stór framkvæmdir hafa
hjálpað í bili otg geim það vissu
lega áfram á margvíslegan hátt
bæði með því að veita atvinnu
þeim er við væntanlega álfram-
leiðslu starfa og möguleikum á
öðrum atvinnugreinum í sam-
bandi við þá framleiðslu og stór
virkjuinin í Þjórsá skapar öðrum
atvinnugreinum aukna orku og
meiri framleiðslumöguleika.
En hér má ekki láta staðar
numið, þegar þessum framkvæm
um lýkur er nauðsynlegt að
hægt sé að hefja framkvæmdir
við aðrar slíkar til að taka við
vaxandi vinnuafli.
Enginn ágreiningur er um það
að reyna verður eftir föngum
að tryggja öllum verkfærum
mönnum næga atvinnu við hag-
nýt störf, en þetta verður ekki
gert til langframa nema því að-
eins að við komum hér upp nýj-
um atvinnugreinum, sem byggð-
ar eru á þeim náttúruauðæfum
sem við eigum í og við landið.
Þetta kostar mikið fé og verður
ekki gert á það skömmum tíma,
sem þairf, nema til korrui erlent
fjármagn að einhverju leyti
enda er sjálfsagt að við hag-
nýtum okkur aþð ekki síður en
nágrannaþjóðir okkar, sem eru
þó um flest miklu betur settar
en við í atvinnu- og framleiðslu
málu.
Lýðræði eða einræði
Þar sem lýðræði ríkir er 1.
maí hátíðisdagur verkalýðsins.
Dagur til að bera fram kröfur
og til að minna á mátt verka-
lýðssamtakanna í þjóðfélaginu.
En launþegar margra landa njóta
ekki slíks frelsis, að mega koma
út á götur borganna og bera
fram kröfur og flytja mál sitt á
frjálsan hátt.
Þeim sem lengi hafa búið við
frelsi er hætt á því, að fara að
telja málfnelsi, ritfrelsi og fund
frelsi svo edtthvað sé nefnt, eins
og einhvern sjálfsagðan hlut,
sem allt af hafi verið til og hljóti
að verða og allir njóti. Flestar
þjóðir heims munu hafa stað-
fest mannréttindaskrá Samein-
uðu þjóðanna, þar sem réttur
miannsiins til frelsisins er við’ur
kenndur en hvað margar þjóðir
s'kyldu hafa efnt það heiit.
Það þóttu um daginn heims-
fréttir er það spurðist, að ein-
hver hópur manna í Tékkósló-
vakiu hefðu leyft sér að gera
verkfall og talið sýna þau miklu
umskipti, sem þar hefði átt sér
stað í lýðræðisátt mið tilkomu
hinna nýju valdhafa enda ekki
verið gert verkfall þar í landi
yfir 20 ár eða allt frá því að
„vinir verkalýðsins“ kommúnist
ar hrifsuðu til sín völdin með
ofbeldi og blóðsúthellingum.
Á sama tíma bárust út fréttir
frá Póllandi og Sovétríkjunum
um nýjar fangelsanir og of-
sóknir gegn rit'höfundum, kenn-
urum og studentum og öðrum
menntamönnum er kröfðust
frumstæðustu mannréttinda.
Vonandi er, að sú frelsishreyf
lng sem nú fer um austur Ev-
rópu verðd ekki kæfð með of-
beldí eins og svo oft áðiur og að
fleiri og fleiri þjóðir fái notið
frelsis og geti haldið 1. miaí há-
tíðlegan líkt og við gerum hér
í dag.
G. H.
þó að miairka'ðiyerfliðled'kar seiu
Togarinn Egill Skallagrímsson, sem nýkominn er til Reykja-
víkur var allskaddaður aftarlega stjúrnborðsmegin, er hann
kom inn á höfnina. Togarinn hafði lent í árekstri við brezkan
togara, en sjópróf höfðu enn ekki farið fram i gær og hafði
ekki verið akveðið hvenær þau yrðu. Á mvndinni sjást
skemmdirnar á togaranum, er verið var að gcra við þær i
gær. — Ljósm. Sv. Þorm.
Landskeppni í
bridge við Skota
Á MORGUN (fimmtudag) er
væntanlegt landslið Skotlands í
bridge. Eru það sjö menn, allt
þekktir spilarar, sem munu spila
við íslenzka bridgespilara.
Skozka liðið er þannig skipað:
Charles Bowman. Fyrirliði liðs
ins. Hann var forseti skozka
bridgesambandsins árið 19616 og
hefur ferðazt mikið og leiðbeint
smærri bridgefélögum í Skot-
landi.
Dr. J. R. Allan. Er einmenn-
ingsmeistari Skotlands og Skot-
landsmeistari í sveitakeppni.
Dr. J. G. Shearer. Hefur verið
mótspilari Dr. Allan síðan árið
1955. Þeir hafa fimm sinnum spil
að í Camrosemótinu, sem er
landskeppni Englands, Wales,
írlands og Skotlands.
Louis Shenkin. Einn af fremstu
bridgespilurum Skotlands. Hann
er nú formaður brezka bridge-
sambandsins.
' Arehie Winetrobe. Mjög fær
spilari, sem tekið hefur þátt í
Camrosemótinu. Hefur verið
mjög hjálplegur ungum spilur-
um. sem haft hafa hug á að auka
getu sína.
John MacLaren. Hann er álit-
in jafnbezti spilarinn. Góður
sóknar og varnarmaður, en sjálf
ur telur hann sagntækni sína
sinn höfuðkost. Hefuir spilað í
Camrosemótum og var í liðinu,
sem sigraði árin 1963 og 1'964.
Hann er núverandi forseti
skozka bridgesambandsins.
I. M. Morrison. Hann er mót-
spilari MacLaren og hefur átt
þátt í flestum sigrum hans.
A föstudagskvöld verður spil-
aður landsleikur. Fer hann fram
í Sigtúni og hefst kl. 20. Keppt
verður um farandbikar, sem
Flugfélag íslands hf. hefur gefið.
Er hugmyndin að þessi heim-
sókn verði upphaf af árlegum
samskiptum milli bridgespilara
þessara þjóða og verði árlega
háðir landsleikir hér á landi og
í Skotlandi og keppt um bikar
Flugfélags íslands hf.
Lið íslands verður skipað
þeim mönnum, sem fara á OI-
ympíumótið í Frakklandi, en það
verður háð dagana 5. til 21. júní.
Liðið er þannig skipað: Asmund-
ur Pálsson, Eggert Benónýsson,
Hjalti Elíasson, Stefán Guð-
jolhnsen, Símon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson. Fyrirliði er
Þórður H. Jónsson.
Á laugardag verður spiluð
hraðkeppni 22 sveita í Domus
Medica, þar sem skozku spilar-
arnir verða meðal þátttakenda.
Á sunnudag kl. 13.30 leika
Skotar við A-sveit íslands, sem
spila mun á Norðurlandamótinu
í Gautaborg í maímánuði. Sveit-
ina skipa eftirgreindir menn:
Benedikt Jóhannsson, Jóhann
Jónsson, Jón Arason og Sigurð-
ur Helgason. Þessi leikur verður
einnig spilaður í Sigtúni.
Keppnisstjóri verður Agnar
Jörgensson.
Leikirnir í Sigtúni verða sýnd
ir á sýningartöflu. Aðstaða til
að fylgjast með leikjunum verð-
ur því mjög ákjósanleg og ekki
að efa að margir munu leggja
leið sína í Sigtún um helgina til
að fylgjast með hvernig okkar
mönnum gangi í viðureigninni