Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 1. MAÍ 1968
M. Fíagias:
I
KOYtlY
urvöörubúðinni. Þar var hver
út eins og ringluð. Augu henn-
ar staðnæmdust við óþvegna
borðbúnaðinn í vaskinum, og
hún hleypti brúnum, rétt eins og
hún væri nú fyrst að taka eftir
honum.
— Hér lítur hræðilega út!
Hún rak upp óstyrkan hlátur.
— Ég ætlaði að fara að taka til,
þegar þér komuð. Þér skiljið . . .
Hún lauk ekki við setninguna.
Það var rétt eins og henni yrði
það snögglega ljóst, að upp-
þvotturinn væri nú kannski ekki
merkasta viðfangsefnið, rétt í
bili.— En hvað nú, herra full-
trúi? spurði hún og var næstum
kát í bragði.
Nemetz fór í yfirfrakkann og
sneri treflinum um hálsinn. —
Ég er hræddur um, að þér verð-
ið að koma með mér, frú Moller.
Hun gekk að vaskinum og tók
að hreinsa á sér hendurnar með
vikurkoli. — Mér datt það í
hug, sagði hún en sneri sér svo
við. — Má ég skrifa orðsendingu
til mannsins rhíns? Hann veit,
hvort sem er ekki, hvar ég er.
— Það er engin þörf á því,
sagði Nemetz. — Ég skil mann
hérna eftir til að bíða eftir hon-
um, svo að hann geti líka kom-
ið í skrifstofuna mína.
— Einmitt. Hún brosti
þreytulega og með beizkiusvip
og fór að taka af sér svuntuna.
Svo tók hún úlfaldahárskápu,
frá því fyrir stríð, út úr fata-
skápnum og Nemetz hjálpaði
henni í hana. Úr skúffu tók
hún síðan slitna peningabuddu.
— Hvað gerðuð þér af tösk-
unni hennar frú Halmy? spurði
Nemetz.
— Þér viljið nú sjálfsagt ekki
trúa því, sagði hún og brosti og
brosið var einkennilega við-
kvæmnislegt, en jafnframt ekki
alveg laust við hæðni. — Ég
ætlaði að fleygja henni i fyrstu
beztu ruslatunnuna en, svo varð
mér gengið framhjá Kuritz, leð-
einasti gluggi brotinn. Ég lagði
svo töskuna i einn gluggann, og
ég er alveg viss um, að þar
er hún enn. Það er alveg merki-
legt hvað fólk er orðið ráðvant.
Venjulega mundi svona upp-
brotin verzlun verða rænd sam'-
stundis. En það verður þessi
ekki. Fólk rænir ekki. Fólk
sveltur og þjáist meir en nokkru
sinni áður, en það snertir ekki
við neinu, sem það á ekki.
Þegar Nemetz hafði um morg-
uninn verið á leið að heiman til
að leita að Halmy lækni, hafði
hann séð fjöldan allan af rúss-
neskum skriðdrekum kring um
þinghúsið. Nú, er hann var á
leið í lögreglustöðina með frú
Moller, sá hann heila lest af
skriðdrekum á leið yfir til Buda.
Þeir komu úr öllum áttum og
stefndu að brúnium — stórar,
grágrænar ófreskjur á glamr
andi margfætlufótum.
Jafnskjótt sem hann kom í
sRrifstofuna, opnaði hann út-
varpið. Klukkan var tólf, svo að
hann náði i hádegisfréttirnar.
Sendingin frá Budapest var frið
vænleg. Almenn brottför Rúss-
anna hafði hafizt kvöldinu áður
og virtist ganga samkvæmt á-
ætlun. Nagy forsætisráðherra
hafði talað til mannfjöldans fyr-
ir framan þinghúsið. „Hin þjóð-
lega ríkisstjórn vor mun ekki
þola nein afskipti af innanríkis
málum Ungverjalands", sagði
hann. „Við stöndum jafnfætis ná
grannalöndum okkar og munum
verða menn til að verja full-
veldi okkar og sjálfstæði". Og
hann bætti við: „Hjá fyrsta vara
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
hr. Mikoyan, hef ég fengið lof-
orð um, að allar rússneskar her-
sveitir verði farnar úr Ungverja
landi fyrir 15. janúar 1957“.
Næsti kafli fréttasendingarinnar
gekk út á það, að loftbrúin til
vesturs væri í góðu lagi. Miklar
birgðir af lyfjavörum og mat-
vörum kæmu stöðugt til Feri-
hegy-flugvallaírLns. En útvarps
stöðvar, sem voru nær norð-
austurlandamærunum voru ekki
líkt því eins vongóðar, en létu
þess getið, að enda þótt rúss-
neskar hersveitir væru kannski
á leið frá Budapest, þá héldu
aðrar stöðugt áfram að streyma
inn í landið annarsstaðar.
Nemetz lokaði útvarpinu og
andvarpaði. Hann hafði sent Ir-
ene í matstofuna eftir pylsum og
brauði og bauð nú frú Moller
til matar með sér. Hún tók því
boði, án þess að þurfa að hugsa
sig um, og tók síðan til matar
síns með beztu lyst, sem virtist
henni eðlileg.
Þau höfðu næstum lokið borð-
haldinu, þegar Irene kom inn og
tilkynnti, að Kaldy biði frammi,
og þyrfti að tala við Nemetz taf-
arlaust.
— Hver haldið þér, að hafi
heimsótt Halmy lækni í gær-
kvöld? sagði Kaldy ákafur, jafn
skjótt sem Nemetz sýndi sig.
Svona áhugi hjá Kaldy var al-
veg óvenjulegur. — Lori Kun!
46
Ég komst að því fyrir hreina til-
viljun. Það var þannig, að Koll-
er fulltrúi — æ, fyrirgefið þér,
að ég gleymi alltaf að kalla hann
lögreglustjóra — hann ákvað
snögglega að gera hríð að smygl
urunum. En eins og er, þá eru
lifandi manneskjur hér um bil
eini smyglvarningurinn þeirra.
Straumurinn að austurrísku
landamærunum er alveg ótrúleg-
ur. En stjórinn viidi ráðast að
þeim á þeim stöðum þar sem
þeir hitta viðskiptavinina. Menn
irnir hans röktu spor Loris til
Cuban Espresso og eltu hann
svo allan daginn. Og Lori hafði
enga hugmynd um það, nema þá
þessi bölvaður bragðarefur,
hann . . .
— Hvað hafði Koller að saka
Kun um?
— Ekki svo sem neitt nýtt.
Bara gömul afrek hans. Stjórinn
taldi, að nú væri rétti tíminn að
hafa hendur í hári hans. Þeir,
sem vernda hann, eru annað-
hvort horfnir, eða önnum kafnir
við eitthvað annað, og þessvegna
fannst honum, að nú væri rétti
tíminn, og það tækifæri mætti
ekki láta ónotað.
Lori Kun var smyglari og lík-
lega sá heppnasti og ósvífnasti
í þeim hópi. Hann starfaði ef
svo mætti segja, rétt fyrir fram-
an nefið á lögreglunni og landa-
mæra-tollvörðiunuim, sem oft
voru sagðir hjálpa honum, svo
að lítið bar á. Fyrir byltinguna
hafði hann haft óhófsvöru að
•sérgrein — skozkt kasmir,
-þýzkar Ijósmyndavélar, sviss-
‘nesk úr — og aðeins af beztu
•tegund, en aldrei algengar vörur
eins og vindlinga eða náelon-
sokka. Beztu viðskiptamenn
hans voru háttsettir Rússar,
bæði úr hernum og borgaraleg-
ir, og vernd þeirra verkaði eins
og töframeðal, sem gerði hann
ósærandi og óaðgengilegan.
Stöku sinnum hjálpaði hann
fólki að komast til Austurríkis,
en annars fékkst hann ekki við
mannasmygl. Það var alltof
hættulegt og þessvegna fékkst
hann ekki við það nema greiðsl-
an væri nógu há til að freista
hans. En nú, þegar gaddavírs-
girðingarnar höfðu verið felldar
eins og korn á akri, jarðsprengj
urnar grafnar upp, eins oig
þroskaðar kartöflur og ljóskast-
ararnir slökktir eins og blinduð
augu, var þetta valið hlutverk
fyrir framtakssaman mann, sem
vildi komast skemmstu leið til
auðæfanna. Fólk úr öllum hinum
frjálsa heimi streymdi til Vínar-
borgar til þess að fá að greiða
fimm hundruð til fimm þúsund
Bandaríkjadali á mann til allra
þeirra mörgu Lori Kuna, sem
fluttu foreldra bræður, systur
og vini saman aftur, eftir lang-
an skilnað.
Það mátti heita, að Lori Kun
hefði reglulega skrifstofu í litla
espressobarnum, og þar gátu
viðskiptavinir hans komizt í sam
band við hann. Hann var alltof
aðsóttur til að taka að sér flutn-
ing á einum og einum manni,
heldur sendi hann beinlínis fólk
frá sér í hópum og græddi fimm
til fimmtán þúsund dalí í
hverri ferð. Hann var nítján ára
að aldri.
— Hvar hittust þeir Lori og
Halmy læknir? spurði Nemetz.
— Hann leitaði lækninn uppi
í sjúkrahúsinu. Han.n bafði
bundið bleyju um hausinn á sér,
svo að það leit út eins og hann
hefði særzt og þyrfti læknis
hjálpar við. Þeir læstu sig inni
í rannsóknastofunni og voru þar
einar tíu mínútur. Þegar hann
fór aftur, var hann enn með
bleyjuna um hausinn, en svo fór
hann inn í salernin í Rakoszi-
götu og tók hana af sér.
Nemetz kallaði á Koller og
sagði honum að láta halda áfram
að elta Lori, og lóta sig vita
jafnharðan, hvað honum liði.
Síðan beindi hann aftur athygli
sinni að Mollerfjölskyldunni og
skipaði Kaldy að leita uppi tví-
burana og eins að tala við þá,
sem hefðu verið með hr. Moller
ó laugardagskvöldið.
Þetta hlutverk Kaldys var
ekkert áhlaupaverk og minnti
mest á að leita að nál í hey-
sátu. Samt sem áður kom hann
eftir nokkrar klukkustundir aft-
ur sigri hrósandi og sagðist
hafa komizt að því, hvar tví-
burarnir væru. Hann hafði fund
ið nöfn þeirra á slysaskrám
Rauðakrossins. Báðir höfðu ver-
ið lagðir inn í Stefánsspítalann
við Almenningsgarðinn.
Nemetz leit á úrið sitt. Klukk-
an var orðin sex. Mágkona hans
hafði tekið af honum loforð um
að koma í matinn í tæka tíð.
Ef hann nú sviki það loforð, gat
hann komizt til tvíburanna og
yfirheyrt þá, og síðan gæti hann
kannski bundið viðunanlegan
enda á Halmymálið. f annarri
skrifstofu — sem var auð —
sat frú Moller, beið eftir að á-
kvörðun yrði tekin um hennar
öriög. Hún vissi ekki, að tví-
burarnir voru fundnir, og að
Múrarar - múrarar
Viljum ráða múrara nú þegar.
BREIÐHOLT H.F., sími 81550.
Jórniðnaðarmenn óskast
= HÉÐINN =
TILBIYNNING
Frá og með deginum í dag verður breyting á rekstri
og stjórn Fljóthreinsunar, Gnoðarvogi 44.
Um leið verður byrjað á að taka fatnað í pressun,
ásamt hreinsun, sem er tilbúið samdægurs.
GNOÐAVOG 44 . SfMI 30655
I. MAÍ.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Vinjiiuaðstaða þín batnar til muna í dag. Talaðu hreint út og
heimtaðu þinm hluta í ágóðanum. Leggðu peningana til hliðar.
Farðu snemma að sofa í kvöld.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Börn þín eða ættingja þinna kunna að reyna á þolinmæði þína
í dag. Forða9tu að vera milkið á ferli í umferðinni. Reyndu að
taka lífinu með ró og ætla þér elkki um of.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Ýmsir óvæntir atburðir gerast á vinnustað í dag og ekki vlsrt,
að allir verði þeir sem ánægjulegastir. Sennilega finnst þér yfir-
mienn þínir sýna þér ósanngirni.
Krabbinn 21. júni — 22. júlí
Þú ættir að halda þig á heimavígstöðvum, og fara ekki þangað
sem þú ert lítt kunnugur. Mættir gjarnan gleðja fjölskyldu þína
með gjöfum í kvöld.
Ljónið 23. júií — 22. ágúst
Mikið verður umleikis hjá þér í dag og þú verður að hafa
þig allan við til að komast yfir aðkallandi verkefni. Lestu góða
bók í kvöld.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. sept
Þú átt £ innri baráttu, og skyldir heyja hatja einn, enda muntu
síðar finna, að hún verður ékki til einskis. Forðastu að reka
nefið í mál, sem þér eru óviðkomandi.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Þú ætlast til að aðrir sýni þér traust í ákveðnum málum.
en getur vart búizt við því ef þú reynir ekki að gera afstöðu
þína ögn jákvæðari.
Drekinn 23. okt. — 21. nóv.
Þér er eindregið ráðlagt að fylgjast betur með heilsufari þínu.
Mættir gjarnan minnlka við þig mat og drykk. Leyfðu öðrum að
fylgjast með framvindu ákveðins máls, svo að þú getir reitt
þig á samstarfsvilja þeirra.
Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Þú verður að greina á milli virkil-eika og hugaróra og treysta
eigin dómgreind. Telfdu ekki í neina tvísýnu í dag. Vertu heima
við í kvöld.
Steingeitin 22. des. — 19. janúar
Þér finnst verk þín ekki metin nægilega og þykir aðrir sýna
þér óbilgirni. Líttu í eigin barm. KanniSki er eitthvað hjá sjálí-
um þér sem betur mætti fara.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þú verður að endurskipuleggja fjármál þín frá grunni i dag
og umfram allt leita nýrra fjáröflunarleiða. Leggðu ekki árar í
bát, þótt útlitið í þeirn málum virðisit afleitt um sinn.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Það er nauðsynlegt að þú leyfir þínum betri manni að komast
upp á yfirborðið öðru hverju — og í dag er það blátt áfram
skylda þín.