Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAI 1968 — Kandidatakeppnin Framhald af bls. 10. ryðja sér braut að því mikla tignarsæti. Þriðji í aldursröðinni er Rúss- inn Geller, fæddur 1925, en með því að hann er þegar fallinn frambjóðandi, þá er ekki ástæða til að hafa mörg orð um hann í þessari grein. Hann er að vísu hugmyndaríkur skákmaður og sókndjarfur, en ekki að sama skapi öruggur. Tap hans gegn Spassky nú kemur því ekki mjög á óvart. Hann tapaði einnig gegn Spassky í einvígi um sömu rétt- indi í keppninni 1965. Rússinn Korschnoj kemur næst ur, rösklega hálffertugur að aldri. Hann var þegar um tví- tugsaldur orðinn öflugur skák- meistari, en sinn fyrsta stórsig- ur á erlendum vettvangi vann hann á jólaskákmótinu í Hast ings 1955—56, þar sem hann lenti í 1—2 sæti ásamt Frlðriki Ólafssyni. Síðan hefur Korshnoj verið vaxandi skákmaður. Hann hefur oft staðið sig frábærlega vel á hinum árlegu „Skákþing- um Sovétríkjanna" og að minnsta kosti einu sinni unnið þar efsta sætið, en slíkt heppnast aðeins fáum útvöldum. Eigi að síður hefur þess þótt gæta, að Korschnoj væri nokkuð Móðir okkar, tengdamóðir og amma Andrea Andrésdóttir frá Patreksfirði, andaðist í Borgarsjúkrahús- inu föstudaginn 3. maí 1968. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær eiginkona min, Svanhvít Árnadóttir Jófríðarstaðaveg 84, Hafnarfirði, lézt í Landsspítalanum 4. þ.m. Bjarni Þórðarson. Gligoric mistækur skákmaður. Til dæmis stóð hann sig fremur illa á kandí datamótinu í Curacao í Suður— Ameríku 1962, og á heimavelli hefur styrkleiki hans líka reynzt dálitið óstöðugur. Hins vegar hefur komið í ljós á skákmótum á síðustu árum, að þegar Korshnoj tekst bezt upp, þá stendur enginn skákmaður heims honum framar. Nýjasta dæmið um það er skákmótið í Beverwijk í Hollandi, sem hald- ið var síðast liðinn vetur. Þar var Korchnoj efstur, þremur vinningum fyrir ofan næstu menn, sem voru ekki minni karl ar en Tal, Portisch og Tékkinn Hort. Því er óhætt að segja, að alls megi af Korshnoj vænta í þess- ari keppni. Vinni hann Reshevs ky með allmiklum yfirburðum í einvígi þeirra og sýni þannig gott „form“ í byrjun, þá er hann ekk ólíklegri en hver annar til að verða heimsmeistari 1969. Fjórir yngstu menn keppninn- ar eru á svipuðum aldri. Larsen er fæddur 1935, Tal 1936 og Spassky 1937. Ungverjinn Port isch er einnig liðlega þrítugur. Mun ég fyrst víkja örlítið að Móðir mín Guðrúrn Oddgeirsdóttir andaðist föstudaginn 3. þ.m. í Sjúkrahúsi Akraness. Fyrir hönd vandamanna. Anna Magnúsdóttir. Móðir okkar elskuleg Vilhelmína B. Guðmundsdóttir frá Ytra-Vallholti, SkagafirSi, Iézt 28. apríl 84 ára gömul. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir mína hönd og bræðra minna. Herfríður B. Tómasdóttir. Dóttir mín og systir okkar Ólafía Kristín Þorvaldsdóttir vefnaðarkennari, er andaðist að Laugum 30. apríl, verður jartSsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudag- inn 7. maí kl. 13.30. Elísabet Friðriksdóttir Soffía Þorvaldsdóttir Guðbjörg Blöndal Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Kveðjuathöfn móður minnar Gunnþórunnar Oddsdóttur fer fram mánudaginn 6. maí frá Fossvogskirkju kl. 3. Margrét Marinósdóttir. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát míns elskulega manns, sonar og bróður, Gunnars Andersen. Guð blessi ykkur ÖIL Karóline Andersen, Sveinlaug Halldórsdóttir, Gústaf Andersen, Ásta Andersen, Rósa Andersen. honum. Þótt Ungverjar séu ekki fjöl- menn þjóð, þá hafa þeir lengi staðið framarlega í skáklistinni, enda listhneigðir, til dæmis minn ir mig ég læsi í gömlu landa- fræðinni minni, að þeir væru sér staklega hneigðir fyrir tónlist. Mundi það þá enn styrkja þá kenningu, að tónlistaráhugi og skákáhugi fari oft saman. Framan af þessari öld var Marcozy langfremsti skákmeist- ari Ungverja, og veitti hann oft fremstu stórmeisturum heims og jafnvel heimsmeisturum hart við nám. 1938 kom Ungverjinn Szabo sem eldibrandur fram á sjónar- sviðið og vann frægan sigur á jólaskákmóti í Hastings það ár. Var hann síðan allt fram á síð- ustu ár í flokki sigursælustu stórmeistara í heimi. Á síðasta áratug hafa mjög margir öflugir, ungir skákmeist- arar komið fram í sviðsljósið í Unverjalandi, reiðubúnir að halda á lofti merki hinna eldri meistara. Þeirra fremstur er Portisch, sem telja verður sterk- asta skákmann Ungverja frá því um 1960. Virðist hann hafa erft sóknarhörku Szabos, en er miklu traustari og fjölhæfari skákmaður. Portisch tókst, eins og áður segir, að komast í síðustu kandí- datakeppni (1965) eftir úrslita- keppni við Reshevsky. Lenti hann síðan gegn Tal í fyrsta umgangi einvíganna og stóð sig ekki vonum lakar framan af í því einvígi. Hafði hann tvo og hálfan vinning gegn þremur og hálfum að sex skákum tefldum. En síðan tapaði hann tveimur síðustu skákunum, og þar með var draumurinn búinn að því sinnL Svo sem áður greinir, mætir Portisch Larsen í fyrsta umgangi einvíganna nú. Larsen hefur stað ið sig betur í skákmótum upp á síðkastið og verður því að telj- ast allmiklu líklegri til að sigra. Ekki er þó trúlegt, að það verði mikill yfirburðarsigur. Þá er komið að Larsen sjáf- um í upptalningu kanditatanna. Hann þarf ekki að kynna fyrir íslendingum. Síðan hann kom hingað snemma árs 1956 og hrifs aði skákmeistaratitil Norður- landa úr höndum Friðriks Ólafs- sonar, hefur hann verið vinsælt umræðuefni meðal íslenzkra skák áhugamanna, en dómar um hann ekki gengið allir á sömu lund. Frá 1956 hefur framför Lar- sens verið nokkuð óregluleg, og sum árin hefur jafnvel svo virzt sem um nokkurn afturkipp væri að ræða á framabraut hans. En ávallt hefur hann þó náð sér aftur á strik og sumarið 1964 náði hann óumdeilanlega þeim á- fanga að komast í röð allra fremstu stórmeistara í heimi. Það var þegar hann hreppti efsta sæt ið á millisvæðamótinu í Hollandi, ásamt þeim Sovétmönnum: Smysloff, Spassky og Tal. Gaf það hónum rétt til að tefla í kandídatakeppninni 1965. Larsen varð eins og ég gat um áðan að lúta í lægra haldi fyrir Tal í einvígi 1965 og komst ekki lengra áleiðis að stóli heimsmeist arans þá. Tal sýndi þó ekki mikla yfirburði í því einvígi, hlaut fimm og hálfan vinning gegn fjórum og hálfum. Þegar tekið er tillit til hinnar frábæru frammistöðu Larsens á síðasta ári, er hann hreppti efsta sætíð á ekki færri en fjór- um sterkt mönnuðum mótum — Larsen var þannig óvéfengjan- lega sigursælasti skákmaður í heimi árið 1967 — þá verður að gera ráð fyrir því, að mjög erf- itt verði að sigra hann í útslátt- areinvígi í þessari keppni. Og takist Larsen að vinna sér réttindi til að skora á heims- meistarann á næsta ári, þá má Guð vita, hvernig þeirri viður- eign lyktar. Það skyld þó ekki fara svo, að heimurinn sitji uppi með danskan heimsmeistara í skák? Fari svo þrátt fyrir slæma byrjun, að Tal takist að sigra Glígoric í einvígi þeirra, sem nú stendur yfir, þá mætir hann ann- að hvort Korschnoj eða Res- sky næst. Eflaust mundi hann síður kjósa að tefla við Korsch- noj, því hann er sá skákmaður, sem Tal mun hafa látið einna lakast að tefla við af öllum skák- mönnum í heimi fram að þessu. Tal og Reshevsky munu aðeins hafa teflt eina skák saman á æfinni, og endaði hún með jafn tefli. Er þvi lítil vísbending nær Portisch tæk um það, hvemig einvígi þeirra í milli kynni að lykta. Nafnið Tal er ekki lengur magnað þeirri ógn, sem það fól í sér fyrir átta til tíu árum. Þá var Tal nær ósigrandi maður. Hann var lítt kunnur utan Sov- étríkjanna, fyrr en 1957, en vann eftir það hvert skákmótið á fæt- ur öðru, unz hann lagði að velli sjálfan heimsmeistarsnn, Botvinnik, 1960. En þá gerast þau tiðindi, að hann tapar titl- inum í hendur sama manns ári síðar. Frá og með því ári, 1961, hefur Tal að vísu ávallt verið í „topp- inum“, sem kallað er, en þó er engu líkara en Botvinnik hafi sniðið hvassasta broddinn af honum, er hann sigraði hann í síðara einvíginu. Hann teflir varla af sama sjálfstrausti og ör- yggi sem fyrr, enda hefur hon- um vegnað mun lakar á mótum eftir en áður. Tal mun ekki vera vel heilsu- hraustur, og munu orsakir hinn- ar slakari frammistöðu hans hin síðari ár að einhverju leyti vera fólgnar í þvi. Auk þess er hætt við að menn eins og Tal, sem stíga svo óvænt, nær fullmótað- ir heimsmeistarar, fram í sviðs- ljósið, reki sig fyrr eða síðar á hindranir, sem stemma stigu við leiftursókn þeirra. Andstæð- ingarnir fara að gaumgæfa í hverju hinir miklu yfirburðir þeirra séu fólgnir, taka að læra af þeim og jafnvel beita þá þeirra eigin vopnum. Menn finna oftast hæfanlegt varnar- vopn við nýju sóknarvopni. Á sviðaðan hátt finha skákmenn Vandaíar íbúðir til leigu Glæsileg íbúð 225 fermetra, á fyrstu hæð, á bezta stað í Vesturbænum fáanleg til leigu. Einnig fjög- urra herbergja íbúð, stór og góð í kjallara sama húss. Leigist helzt í einu lagi. Tilvalið fyrír sendiráð. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir íbúðum þess- um eru beðnir að senda nöfn sín til afgreiðslu blaðsins fyrir 8. maí, merkt: „8938“. oft af reynzlu og með því að þreifa sig áfram bættar varnar- aðferðir við nýjum glæsilegum sóknarstíL Þrátt fyrir þetta, er ekki hægt að útiloka þann möguleika, að Tal nái aftur sínu fjrrra ör- yggi og reisn í skákinni, svo fremi þó að hann haldi sæmi- legri heilsu. Fari svo, þá gæti hann vel orðið heimsmeistari aft ur, því naumast býr nokkur skákmaður í heimi yfir meiri upprunalegum hæfileikum til að tefla skák en Tal. — Tal hefur tvisvar sinnum teflt á skákmót- um hér á landi, árin 1957 og 1964. Þá er ég kominn að yngsta og síðasta kandídatinum, Rúss- anum Spassky, þeim sem hreppti réttinn til að skora á Petrosjan síðast, en laut í lægra haldi í heimsmeistaraeinvíginu. Tekst honum að endurvinna áskorunar réttinn nú? Spassky var þegar orðinn öfl ugur skákmeistari 16 ára gamall og hefur raunar allt frá þeim tima verið í hópi sterkustu meist ara Sovétríkjanna. Mun eqginn skákmeistari, að Fischer frátöld- um, nokkru sinni hafa náð slík- um skákstyrkleika jafnungur að árum. Það þarf því engan að undra, þótt Spassky hafi snemma sett markið hátt, og munu það hafa orðið honum allmikil von- brigði, er lítt þekktur jafnaldri hans og samlandi (Tal er raun- ar Letti, en „beiddist inngöngu“ í Sovétríkin árið 1940) vippaði sér upp í heimsmeistarasætið beint fyrir framan nefið á hon- um. En Spassky har harm sinn í hljóði og beið átekta. Og á með- an hinn glæsti vígahnöttur tók að lækka á himni, efldist Spass- ky smátt og smátt að styrkleika. 1965 vinnur hann svo sinn glæsi legasta sigur fram að þeim tíma, er hann sigraði í kandidata- keppninni, sem áður var greint, og var ekki mjög fjarri því að hreppa heimsmeistaratitilinn. Munaði aðeins einum vinningi á Petrosjan og honum í heimsmeist- araeinvíginu. Spassky fer aftur vel afstað nú, með því að sigra Geller með yfirburðum. Hann ætti því að hafa allmikla möguleika til að hreppa áskorunarréttinn aftur nú, þótt samkeppnin muni nú harðari. Einkum mun Larsen hafa eflzt talsvert að styrkleika á síðustu þremur árum. Og Korchnoj er til alls líklegur, en hann tefldi ekki á siðasta kandi- datamóti. — Spassky kom hingað til lands sumarið 1957 og tefldi hér á heimsmeistaramóti stúdenta. Friðrik og framtíðin. Skákáhugamenn um allan heim hafa sannarlega um nóg að hugsa næstu vikur og mánuði að fylgj- ast með þeirri spennandi keppnL sem hér hefur lítillega verið kynnt. íslenzkir skákáhugamenn munu áreiðanlega fylgjast með henni af athygli, enda hefur skáklistin löngum átt miklum vin sældum að fagna hér á landi, ekki hvað sízt eftir að Friðrik Ólafsson hóf sinn glæsilega skák feril og komst í hóp fremstu skákmanna heims. Friðrik hefur vegna námsanna ekki gert tilraunir til að kom- ast í hóp heimsmeistarakandídat anna síðustu árin, en nú sem hann er í þann veginn að ljúka námb ætti hann aS hafa betri aðstöðu til að taka þátt í mikil- vægum skákmótum. Hann er ekki nema þrjátíu og þriggja ára að aldri enn, og þar sem enginn mun saka hann um hæfileika- skort, þá gæti svo farið, að hann gengi einn góðan veðurdag aft- ur inn í raðir kandídatanna. En sem kunnugt er, þá hefur Frið- rik áður teflt á einu kandídata- móti, það var í Júgóslavíu 1959. Þar náði hann þó ekki þeim ár- angri, sem margir höfðu vænzt, enda samkeppnin hörð. Fuilyrða m&, að taki Friðrik aftur að stunda skák af alvöru og komist í góða þjálfun, þá standa fæstir þeirra átta manna, sem nú tefla um áskorunarrétt- inn, honum framar að styrkleika. Sveinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.