Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD'AGUR 5. MAÍ 19G8 19 Safnið, sem bærinn gaf sjálf um sér í afmælisgjöf. - ESBJERG Framhald af bls. 14. with his boots on“, og smeygði sér því úr fasta stígvélinu sem hvarf fyrir borð með netinu. Ahöfnin gat varla stillt sig um að hlæja en reiði skipstjórans var svo ógurleg að brosin föln uðu fljótt. Hann reif hitt stíg- vélið af sér og grýtti því af mikih bræði langt út í sjó. Síðan þrammaði hann inn í klefa sinn og lét ekki sjá sig næsta klukkutímann. En viti menn. í>að fyrsta sem kom upp þegar þeir byrjuðu að draga inn netið var útflúr- að leðurstígvél, ennþá fast í netinu. Og þá gat ekkert hald- ið aftur af skipshöfninni, þeir bókstaflega veinuðu af hlátri. Og Jespersen gamili fékk aft- ur tár í augun af hlátri þegar hann sagði mér söguna. Því miður varð ég áð yfir- gefa gamla garpinn fyrr en ég vildi, því að í hinum enda bæj- arins beið alþjóðleg sjávaraf- urðasýning. Þar kenndi margra grasa og voru margar sýningardeildir, m.a. höfðu vinir okkar Fær- eyingar eina þar sem þeir sýndu hvemig þeir vinna ým- islegt sem þeir draga úr sjó. Þar voru einnig líkön af ný- móðins fiskiskipum og ýms- um nýungum á sviði fiskveiða og fiskileitar. Þar hefur áreið- anlega verið margt á sjá fyr- ir íslenzkan sérfræðing í þess- um efnum, en engan tókst mér að finna þann stutta tíma sem ég dvaldist þar. ----o--- Þegar á allt er litið er það kannski ekki svo einkennilegt áð Esbjerg skuli hafa svona mikil hátíðahöld vegna 100 ára afmælis hafnarinnar. íbúarnir eru um 75.000, og þar hafa 600 fiskiskip heimahöfn. Auk þess eru gríðarstórar verksmiðjur út um allt þannig að mestur hluti íbúanna byggiir afkornu sína á hafinu, eins og við Is- lendingar gerum. Og eins og á íslandi er ástandið ekki al- veg eins gott þessa dagana. Af einhverjum ástæðum er dönsk • rauðspretta nú orðin svo tii óseljanleg erlendis. og sala á öðrum neyzilufiski gengur ekki vel. Að vísu var síðastliðið ár, metár hvað snertir veiði fisks til bræðsJ.u, en eftirspurnin eftir fiskimjöli og olíu er sem kunnug't er heldur lítil, og hvað hefur metveiði að segja ef afurðirnar seljast ekki. Sjó- mennirnir eru samt bjartsýnir. Þeir þek'kja það frá hafinu að á eftir öldudal kemur öldu- toppur, og eftir honum bíða þeir þolinmóðir. ÓH Tynes. Gullverðið 39,6 dalir London, 3. miaí. NTB-AP. GULL hækkaði um 15 cent í verði á gullmarkaðnum í London í dag, og er verðið nú 39.60 dollarar únsan. Gullið hefur þá hækkað um rúm- lega 2.90 dollara í verði síðan 4. .apríl, og nemur verðhækk- unin 93.000 dollurum tonnið. Þvi hefur verið spáð, að þegar verðið komist í 40 dollara úns an reyni spákaupmenn að Iosa sig við gullbirgðir þaer, sem þeir hömstruðu þegar gullæð- ið stóð sem hæst og þá Iækki verðið aftur í 35 dollara, sem er hið skráða gengi. Fjölskyldur American Field Service á fslandi óskar að komast í samband við fjölskyldur sem vildu taka að sér 16 ára bandarískan skiptinemanda á tímabilinu 20. júní — 20. ágúst. Miðað er við að fjölskyldan sé venjuleg íslenzk fjölskylda, foreldrar bæði orðin 35 ára, unglingur sé á heimilinu og að skiptinemandinn verði með- tekinn sem einn af fjölskyldunni og finni að hann sé velkomnn. Vinsamlega hafið samband við Jón Steinar Guð- mundsson, Grundargerði 8, sími 33941 sem fyrst. Kastæfingar Útiæfingar eru hafnar fyrir félaga SVFR. þriðju- dags- og fimmtudagskvöld kl. 8—10 við Rauðavatn. Fyrir félaga í SVH. fimmtudagskvöld á skólamöl- inni við lækinn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar. Kvenskátaskólinn á Úlfljótsvatni verður starfræktur í sumar, eins og undanfarin ár. Dvalartímar verða eftirfarandi: 18. júní — 29. júní fyrir telpur 7—11 ára 1. júlí — 12. júlí — — — — 15. júlí — 26. júíí — — — — 29. júlí — 9. ágúst — — — — 12. ágúst — 23. ágúst — — — — 26. ágúst — 1. sept. — — 12—14 — Hverri telpu gefst aðeins kostur á dvöl eitt tímabil. Tekið verður á móti pöntunum á skrifstofu Banda- lags ísl. skáta, að Tómasarhaga 31, Reykjavík ög í síma 23190 mánudag 6. maí kl. 2—6 e.h. Bandalag íslenzkra skáta. Iðnskólinn í Reykjnvik Verknámsskóli fyrir þá, sem hyggja á störf í málm- iðnaði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september til maíloka næsta skólaár, Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og eftir því sem aðstæður leyfa, í samræmi við reg'lugerð um iðnfræðslu frá 15. september 1967. Bóklega námið miðast við að nemendur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaárinu. Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. — Iðnnáms- samningur er ekki áskilinn en nemendur, sem þegar hafa hafið iðnnám og eru á námssamningi er að sjálfsögðu einnig heimil skólavist. Skráning nemenda fer fram í skrifstofu skólans á venjulegum skrifstofutíma, til 24. þ.m. — Innritun nemenda, sem ætla sér ekki í verknámsskólann, mun fara fram í ágústmánuði n.k. SKÓLASTJÓRI. SUIVfARBIiSTAÐAPLAST- SALERINII með eyðingarvökva Sérstaklega hentug þar sem vatnslögn er ekki á staðnum. Laugavegi 15, sími 1-33-33. Tilkynning iró Biireiðaeftirliti ríkisins Bifreiðaeftirlitið, Borgartúni 7, verður lokað á laugardögum yfir sumarmánuðina frá maí til septemberloka. Skoðun fer fram mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9—12 og 13—17. Fimmtudaga kl. 9—12 og 13— 18.30. FöstudÉtga kl. 9—12 og 13—16.30. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Allir eru þeir vandlátir. Allir velja jbeir Kóróna-töt KCj'f^Ö N A ■ KÓRÖNaW K Ó'ÓÓ NaI KÓ'ÓtiNA HiiliH /-ö t ■ ty-L ■ 1"““« f /1! I Kti'ótf)N A ■ KÓtöÖNA| KÖ'ótiN A ■ Kó’ÓtiN A fú-c ■ - ■ iium 'jHv-t: l/l/l/l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.