Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 32
ÆSKUR
Suðurlandsbraut 14 — Sírni 38550
SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1968
AUGLÝSINGAR
SIMI SS*4<80
500 kr. seðill og 10 kr.
mynt í umferð á morgun
— Seðlabankinn tekur við myntsláftu og opnar afgreiðslu
tyrir mynt í Hafnarstrœti — 5000 króna seðill í bígerð
Á MORGUN setur Seðlabankinn
í umferð 10 króna mynt og 500
króna seðil með mynd af Hann-
W 4** ^ ^ ^
Aðeins frost-
Inust í Eyjum
KULDINN í fyrrinótt var
óvenju mikill um allt land,
að því er Veðurstofan tjáði
Mbl. í gær .Kaldast var á
Hveravöllum, 17 stiga frost,
og víða fyrir norðan og aust-
an komst frostið upp í 10 stig.
Sunnanlands var frostið frá
5 og upp í 9 stig, en varð
mest í Reykjavík 6 stig.
Klukkan 9 í gærmorgun var
hlýjast í Vestmannaeyjum,
1 stigs hiti, en alls staðar
annars staðar mældist hitinn
undir frostmarki.
esi Hafstein, ráðherra og er aðal-
litur seðilsins grænn. Jafnframt
tekur Seðlabankinn nú við
myntsláttu og myntdreifingu af
ríkissjóði og hefur bankinn í þvi
skyni opnað sérstaka afgreiðslu
í Hafnarstræti. 10 krónamyntin
er 25 mm í þvermál og vegur
6.5 gr. Peningurinn er í sama
lit og 10-eyringur og 25-eyring-
ur, en rönd hans er slétt í stað
rifflaðrar eins og er á öðrum ís-
lenzkum myntum. Stærð pen-
ingsins er mitt á milli krónu-
penings og tveggjakrónupenings.
Ríkissjóður hefur haft með
hönidum myntsláttu allt frá 1922
og hefur afgreiðsla verið í hönd-
um ríkisféhirðis, en með samn-
ingi milli þessara tveggja stofn-
ana var ákveðið 1966, að Seðla-
bankinn tæki slóttuna að sér.
Öll dreifing myntar verður frá
og með morgundeginum í hönd-
um bankans. Með nýlegri sam-
ræmingu seðlaútgáfu og mynt-
sláttu í höndum sama aðila
opnast tækifæri til samræming-
ar mynt- og seðlastærða á þann
hátt sem hentugast þykir hverju
sinni. f>á má geta þess að í lög-
um um endurskipulagningu
myntsláttu og seðlaútgáfu er ráð-
herra heimilt að tillögu Seðla-
bankans að ákveða með reglu-
gerð að fjárhæð sérhverrar kröfu
eða reiknings skuli greind í hei’l-
um tug auxa, þannig að hálfum
tug eða minna skuli sleppt, en
fjárhæð, sem sé hærri en það
skuli hækkuð í heilan tug. Meðj^.
þessu yrðu 10 aurar minnsta
reikningseining og allar smærri
myntir því óaþrfar.
Þegar seðlaútgáfunnl var
breytt árið 1957 var álitið að
eftirspurn eftir 500 króna seðli
væri ekki það mikil að þörf
væri fyrir slíka seðla 1 umferð.
Reyndin varð þó önnur og var
þá haldið áfram að setja gömlu
Framh. á bls. 2
500 króna seðilinn, sem
kemnr í umferð á morgun.
í fangelsi vegna meinsæris
KVEÐINN hefur verið upp
í Sakadómi Reykjavíkur af Hall-
dóri Þorbjarnarsyni, sakadómara,
dómur vegna meinsæris í máli
vegna ölvunar við akstur. Var
ákærði dæmdur í fjögurra mán-
aða fangelsi óskilorðsbundið og
sviptur ökuleyfi ævilangt.
Málsatvik eru þau, að ákærði
var grunaður um ölvun við akst
ur. Við rannsókn málsins þótti
sannað, að hann hefði fengið 2
vitni til að bera rangan vitnis-
burð, og að auki reynt að fá
þriðja aðila til hins sama, ef til
kæmi. Báru vitnin tvö, að maður
inn hefði ekki neytt áfengis er
hann dvaldi hjá þeim og sóru
eið að. Stuttu eftir vitnisburðinn
iðruðust þau og tilkynntu rétt-
inum, að þau hefðu gerzt mein-
svarar vegna beiðni ákærða, og
leiðréttu þau framburð sinn. —
Kom í ljós við rannsókn, að á-
kærði hafði og beðið konu, sem
var með í förinni að bera það,
að ákærði hefði ekki neytt áfeng
is, en til þess kom þó ekki að
konan bæri vitni í ölvunarmál-
inu. Ákærði þrætti ætíð fyrir
þetta, en réttinum þótti sann-
að, að ákærði hefði fengið fyrr-
greind tvö vitni til að bera ljúg-
vitni. Vitnin fengu skilorðsbund-
in dóm, en eins og fyrr segir
var sakborningur dæmdur í
fjögurra mánaða fangelsi óskil-
orðsbundið og sviptur ökuleyfi
ævilangt.
Frá lokahófi þátttakenda í gær
Rúml. 100 iðnrekendur og meistarar
— og áhugamennum iðnaðarmál — Sátu
iðnþróunarráðstefnu Sjálfstœðismanna
Iðnþróunarráðstefnu Sjálf-
stæðismanna var haldið
áfram í gær, en ráðstefnan
hófst sl. fimmtudag. Að lokn
um hádegisverði í gær flutti
Magnús Jónsson, fjármála-
ráðherra, erindi um skatta-
og tollamál iðnaðarins en
síðan hófust „panel“-umræð-
ur, sem ráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins og borgarstjórinn
í Reykjavík tóku þátt í, en
stjórnandi var Sveinn Björns
son, verkfræðingur.
Að loknum þessum „panel“-
umræðum voru teknar fyrir
álitsgerðir ráðstefnunnar. Ragn-
ar Kjartansson, framkvæmda-
stjóri Fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík ,sagði í
viðtali við Mbl. um hádegisbilið
ekki reyhdist kleift að ljúka
ráðstefnunni, svo sem fyrirhug-
að var síðari hluta dags í gær
sökum þess hve viðamiklar álits
gerðir ráðstefnunnar væru og
yrði þá lokafundur haldinn síð-
ar.
Ragnar Kjartansson sagði
ennfremur, að ráðstefnuna
hefðu setið rúmlega 100 þátt-
takendur, aðallega iðnrekendur
og meistarar, en einnig nokkur
hópur áhugamanna um iðnaðar-
mál. Hann kvað ráðstefnuna
hafa farið hið bezta fram.
Iðnaðarmálaráðherra
IMoregs í heimsókn hér
f FRÉTTATILKYNNINGU frá
iðnaðarmálaráðuneytinu er skýrt
frá því að iðnaðarmálaráðherra
Noregs S. W. Rostoft og frú,
koma í opinbera heimsókn til ís
lands, sem gestir ríkisstjórnarinn
ar í kvöld, 5. maí.
Til þessa heimboðs var stofn-
að, eftir að Jóhann Hafstein, iðn
aðarmálaráðherra og frú, höfðu
verið gestir norsku ríkisstjórnar
innar á sl. hausti.
Til grundvallar beggja heim-
sóknanna liggur, að efna til auk-
inna persónulegra kynna og sam
starfs.
Ráðherrahjónin norsku munu
dvelja hér á landi til næstkom-
andi föstudags, og á þeim tíma
kynnast mönnum og málefnum,
i iðnaði og stjórnsýslu hér á
landi, jafnframt því, að fá nokk
uð tækifæri til þess að kynnast
landinu.
Sérstök athygli skal vakin á
því, að á morgun, mánudag 6.
maí, mun norski iðnaðarmálaráð
herrann, S. W. Rostoft, flytja fyr
irlestur kl. 5 síðdegis, í Sjálf-
stæðishúsinu. Mun fyrirlestur
hans fjalla um ýmsa þætti norsks
iðnaðar, þ.á.m. reynslu Norð-
manna af þátttöku í Fríverzlun-
arbandalaginu EFTA, svo og
reynslu þeirra af erlendu fjár-
magni í norsku atvinnulífi.
Ölium er heimill aðgangur að
S. W. Rostoft
þessum fyrirlestri ráðherrans.
Sverre Rostoft er lögfræðingur
að menntun, útskrifaðist frá
Oslóarháskóla 1947. Hann átti
sæti í bæjarstjórn Oddernes
1952-1955 og var kjörinn á Stór-
þingið fyrir hægri flokkinn 1954
og átti þar sæti til 1957. Hann
var endurkjörinn 1965.
Sverre Rostoft hefur verið
framkvæmdastjóri skipasmíða-
stöðvar í Kristiansand og átt
sæti í stjórnum fjölmargra fyrir-
tækja í Noregi.
Harðindi á Húsavík
Húsavík, 4. maí.
HARDINDIN halda hér áfram,
þótt bjart sé í lofti suma daga,
er alltaf frost og um nætur 6
til 12 stig. Hafísinn hefur ekki
verið teljandi hér inni í flóanum,
en strax og út að Lundey kemur
eru jakar á reki og til hafsins
er ailtaf ís að sjá og með mesta
móti í morgun.
Sjávarkuldinn er mjög mikill
Óðins-menn
í Grimsby
í FRÉTT blaðsins í gær af því,
er Óðins-menn voru heiðraðir í
Grimsby, misritaðist nafn ann-
ars stýrimannsins, Pálma Hlöðv-
erssonar (þar stóð Páll Hall-
dórsson). Við biðjumst afsökun-
ar á þekm mistökum.
og undanfarna morgna hafa bát-
ar héðan átt í erfiðleikum með
að komast úr höfn vegna lagíss.
Bátarnir hafa aðeins getað róið
hér innarlega í flóanum, en ekki
getað sótt á þau mið, sem þeir
venjulega sækja um þennan
tíma árs. Afli hefur því verið
tregur.
Grásleppuveiði hefur einnig
gengið erfiðlega og er sjávar-
kulda þar um kennt, því að þegar
hann er mikiill heldur gráslepp-
an sig á djúpu vatni ,en gengur
ekki upp að ströndinni, sem
hennar er vani og þar sem net
eru fyrir hana lögð.
Tjörnesingar stunda venjulega
mikið grásleppuveiðar, en hafa
mjög lítið getað stundað þaer
á þessu vori, því að þó þeir hafi
lagt net í sjó, hefux ísinn rekið
á þá og þeir orðið að flýja með
net sín. í dag er ísihrafl með
öllu Tjörnesi og engin net í sjó.
— Fréttaritari.