Morgunblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 19&8.
5
Síðustu tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar
Væru þetta síðustu hljómleik
arnir, er hann stjórna'ði að
sinni, en hann myndi starfa
fram í júní með hljómsveit-
— Bohdan Wodiczko lætur af
störfum sem stjórnandi
í KVÖLD fara fram 18. og
síðustu hljómleikar Sinfóníu-
hljómsveitar tslands á þessu
starfsári. Eru á efnisskránni
þrjú þekkt verk, forleikur
Webers að óperunni Euryant-
he, fyrsti píanókonsert Tsjai-
kovskys og sinfóníska svítan
Sjeherasad eftir Rimsky-
Korsakoff. Stjórnandi verður
Bohdan Wodiczko og verða
þetta síðustu hljómleikar, er
hann stjórnar um sinn, en von
ir standa til að hann muni
koma sem gestur til hennar í
framtíðinni. Wodiczko hefur
stjórnað hljómsveitinn í þrjú
ár og stjórnað samtals 67
hljómleikum. Hann mun nú
hverfa til lieimalands síns,
Póllands, og starfa þar við
hljómsveitina í Kodovits.
Einleikari með hljómsveit-
inni í kvöld verður enski
píanósnillingurinn John Og-
don, en hann varð frægur, er
hann deildi verðlaunum í
Tsaikovskykeppninni í Mosk-
vu 1962 ásamt Askenasí.
Á blaðamannafundi í gær
með Gunnari Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, Bohdan
Wodiczko og Birni Ólafssjmi,
konsertmeistara, skýrði Gunn-
ar stuttlega frá ferli Ogdons.
Hann er liðlega þrítugur,
en er talinn í fremstu röð
píanóleikara. Hefur hann farið
margar hljómleikaferðir m.a.
til Bandaríkjanna, Ástralíu og
Rússlands. Þá leikur hann
stöðugt með hljómsveitum í
heimalandi sínu Englandi.
Gunnar sagði, að nú væri
Bohdan Wodiczko á förum.
John Ogdon.
ínni í sambandi við útvarpið.
Wodiczko hefði unni'ð mikið og
ómetanlegt starf fyrir hljóm-
sveitina, enda væri hann frá-
bær stjórnandi og nyti mikill-
ar viðurkenningar í heima-
landi sínu, þar sem hann færi
nú til starfa. I sama streng tók
Björn Ólafsson, og sagði hann,
að nú væri mikill harmur
kveðinn, er hljómsveitin
missti svona mann, sem búinn
væri að gera svo mikið og
ómetanlegt gagn fyrir hljóm-
sveitina.
Blaðamenn ræddu síðan við
Wodizcko, og sagði hann aS
sér hefði verið mikil ánægja
að vinna með hljómsveitinni,
PANILL
Stærð 255 x 19 cm.
Eik, gullálmur, askur
og oregon pine.
Clœsileg vara.
Verð mjög hagstœtt.
LEIÐIN LICCUR TIL H.
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzlun, Hallveigarstíg 10 — Sími: 2-44-55.
en nú færi hann til starfa í
heimalandi sínu. Teldi hann,
að menn ættu ætíð að vinna
fyrir land sitt fyrst og fremst;
skipti þar ekki máli, hvort
þar ríkti kommúnismi eða
kapítalismi. Hins vegar væri
mjög ánægjulegt að vera hér,
og hljómsveitin væri góð.
Hann sagðist þekkja svo til
allar smærri hljómsveitir á
Norðurlöndum og persónulega
teldi hann þá íslenzku bezta.
Og þetta væri ekki einungis
sín skoðun, heldur hefðu marg
ir einleikaranna sagt þetta
sama við sig, verið raunar
undrandi á getu hennar.
Um aðbúnaðinn sagði
Wodiczko, að sér þætti alls
ekki nóg skrifað um tónlist á
íslandi og gæti það haft alvar
legar afleiðingar. Gagnrýni
væri bráðnauðsynleg fyrir
alla listamenn og furðulegt af
hverju menn vildu ekki skrifa
um hljómleika meira en gert
væri.
Þá ræddi hann um Háskóla-
bíó og sagði að hljómburður-
inn væri versta vandamáli'ð.
Þeir hefðu fundið það í Akur-
eyrarkirkju, hvað hljómburð-
inum væri ábótavant í Há-
skólabíói, enda væri kirkjan
mjög vel fallin til hljómleika-
halds sakir góðs hljómburðar.
Wodiczko sagði, að mjög
auðvelt væri að bæta hljóm-
burðinn í bíóinu. Hægt væri
að fá skerma, eins konar skel
yfir hljómsveitina, þeir væru
framleiddir í Bandaríkjunum
og kostuðu um hálfa milljón
krónur. Ef menn teldu þetta
of dýrt, þá væri það vitleysa.
Öll menning væri dýr og ef
menn hefðu ekki efni á henni,
þá væri mannkyni'ð illa statt.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
Á H-DAG, 26. maí, milli klukk-
an 13.00 og 15.30 var ekið á
R-4442, sem er tvílitur Plymouth
þar sem bíllinn stóð á stæði við
Múlakaffi við Hallarmúla.
Vinstra afturbretti bílsins dæld-
aðist við ákeyrsluna.
Rannsóknarlögreglan skorar á
ökumanninn, sem tjóninu olli,
svo og vitni, ef einhver eru, að
gefa sig fram. I
Bohdan Wodiczko: „Það vantar alla gagnrýni í blöðin um ,
tónlist. Það er eðlilegt að fólk hætti að sækja tónleika, þeg-
ar ekkert er skrifað um þá.“
INTERNATIONAL
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA
sími io-ioa
Þurf ið þér
sérstðk dekk
fyrir H-UMFERÐ ?
Nei,aðeins gðð.
Gerum fIjótt og vel við hvaða dekk sem er,
seljum GENERAL dekk.
hjólbarðinn hf.
Laugavegi 178 * sími 35260
%
í KVÖLD KL. 8,30
Á LAUGARDALSVELLINUM
llRVAL - MIDDLESEX WANOtRERS
(Úrval Lantlsliðsnefndar),
(OLYMPIULIÐ BRETLANDS)
Verð aðgöngumiða:
Börn kr. 25.00. Stæði kr. 75.00. Stúka kr. 100.00.
KNATTSPYRNUFELAG REYKJAVIKUR.