Morgunblaðið - 30.05.1968, Page 12

Morgunblaðið - 30.05.1968, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1008. THALIDOMIDE-SKJÖLIN Hinumegin á hnettinum hafði gáfaður ungur læknir verið að vinna að kenningu, sem átti eft- ir að kollvarpa öllum vonum Griinenthal. Læknirinn, William McBride, við Crown Street kvensjúkra- húsið í Sydney í Ástralíu, var á styrk til að rannsaka börn sem fæddust vansköpuð. Þann 4. maí, 1961, sá hann fyrsta vanskapaða barnið. Þótt McBride vissi, að vanskapning- ar höfðu fylgt mannkyninu allt frá upphafi, þá var þetta barn svo illa útleikið, að hann athug- aði skýrslur móðurinnar. Hann fann ekkert, sem gæti verið or- sök harmleiksins og ákvað að hugsa ekki um þetta frekar. Innan þriggja vikna fæddist annað barn þar mað svipuðum vanskapnaði. Að tvö börn skyldu fæðast innan mánaðar með sviplíkum vanskapnaði á sjúkrahúsi, þar sem vanskapað barn hafði ekki fæðst í sjö ár gat ekki verið tilviljun, að því er McBride taldi. Hann hóf nákvæma rannsókn ög komst að því, að báðar mæð- umar áttu heima innan við kíló meter frá atómstöðinni á Lúkas- arhæðum í grennd við Sydney. Rökrétt virtist að álíta, að um geislun væri að ræða, en það reyndist rangt. McBride beindi athygli sinni að öðru. Til allrar hamingju höfðu báðar mæður- nar komið reglulega til skoðun- ar á sjúkrahúsið og allarskýrsl ur varðandi þær lágu frammi. Þær sýndu, að báðar konurnar höfðu tekið thalidomide skömmu eftir að getnaður hafði átt sér stað. McBride var þess fullviss, að hann hefði góðar og gildar ástæður til að gruna thalidomide Þótt lyfið virtist ágætt á yfir- borðinu (McBride hafði sjálfur ráðlagt það við slappleika á morgnana) þá var lítið vitað um verkanir þess. Sjúkrahúsið hafði gert tilraunir með lyfið í júlí og ágúst, 1960, og þá hafði það verið sett á markað í Ástralíu nákvæmlega níu mánuðum áð ur en vansköpuðu börnin fædd- ust. Gat verið eitthvert sam- band milli thalidomides og þeirra? McBride hóf að gera tilraun- ir á dýrum. Honum tókst ekki að framkalla vanskapnaði, en grunaði enn thalidomide. Starfs bræður hans hlustuðu á hann með efasemdum og hann átti í erfiðleikum með að fá viðtal við yfirmenn sína: ekkert studdi kenningu hans nema tilviljun- in. Þá, 8. júní fæddist annað van skapað barn — og enn sýndu skýrslurnar, að móðirin hafði nejrtt thalidomides. Nú var Mc Bride sannfærður. Hann vann alla helgina og á mánudag hafði hann næg sönnunargögn í hönd unum til að sýna, að þunguðum konum stafaði hætta af thalido- mide. Lyfið var þegar tekið úr notkun á sjúkrahúsinu. Nú lagði McBride leið sína til næstu söludeildar lyfsins og lagði fram gögn sín. Hann sagði Höfuðpaurarnir: Frá v. Winandi, Múckter, Leufgens. (AP). sig með áhugaleysi, sem hann furðaði sig á. Honum var sagt að lyfið hefði veri vandlega prófað og það hetfði verið til sölu í Þýzkalandi í mörg ár án þess að nokkuð hefði gerst. Loks tókst honum að fá loforð um að varnarorð hans yrðu flutt 3. grein aðalbækistöðvunum. Aftur á móti var hann beðinn um að þegja um málið. í gremju sinni og vonbrigðum skrifaði McBride grein í „The Lancet“, þar sem hann gerði grein fyrir kenningum sínum. Ritstjórinn skilaði greininni. Bréf frá honum var fyrst birt ári eftir að thalidomide hafði verið tekið af markaðinum. ÞRIðJUDAGINN 21. nóvem- ber, 1961, bárust niðurstöður McBrides til aðalstöðvanna i London, sem höfðu sett lyfið á markað í Ástralíu. Niðurstöður- nar voru sendar Grúnentíhal í Stolberg 24. nóvember. En þá hafði dregið til úrslita í Þýzka- landi. Sex mánuðum fyrr fór ungur lögfræðingur að hitta próf. Widukind Lenz yfirmann barna hælisins í Hamborg. Hann hét Karl Schulte-Hillen og hann var faðir og frændi vanskap- aðra barna. Hann kom frá smá-i borginni Menden, nálægt Múnst er, og hann áleit, að ástæðan fyrir vanskapningafæðingunum í fjölskyldu sinni ætti eitthvað skylt við lyfagjöf. Lenz var fullur samúðar en efagjarn, en hann var nógu mikill vísinda- maður til að rannsaka málið. Lenz var önnum kafinn mað- ur og það var fyrst í ágúst, sem hann fékk tíma til að aka til Múnster til að ræða við próf. síðar, að hlustað hefði verið á Degenhardt, erfðafræðing, og Hið örlagaríka lyf. próf. Kosenow. Þeir vissu um hvað hann var að tala. Þeir sögðu honum frá svipuðum van- skapningum, sem fæðst höfðu í nágrannaborgum og þeir höfðu hafið rannsóknir á þeim. Hvor- ugur gat fundið ástæðuna. Vanskapnaðurinn var af því tagi, sem læknisfræðin nefmr phocomelia (af grísku orðunum phokos: selur, og melos: limur). Beinin milli handar og axbr vantar eða þau eru vansköpuð og hendurnar minna á sels- hreifa. Þetta er svo sjaldgæft, að ljósmyndir af þessum van- skapnaði voru næstum ófáanleg ar: margir þýzkir læknar höfðu aldrei séð þetta nema í teikn- ingu Goya af spænskri bónda- konu með barn, sem þjáðist af phocomeliu, í fanginu. Grúber við háskólann í Göttingen, sem helgað hafði sig rannsóknum á vanskapningum, og var þá á átt ræðisaldri, sagðist hafa séð fleiri börn með tvö höfuð um ævina en phocomeliu. Þegar Lenz sneri aftur til Ham borgar komst hann að raun um að þessi sjaldgæfi og hræðilegi mannlegi harmleikur var orðinn næstum því farsótt. Strax og hann hóf að spyrjast fyrir um þetta heyrði hann af 16 tilfell- um. Með aðstoðarmanni sínum hóf Lenz að telja skráð tilfelli vanskapningafæðinga á tveimur stórum sjúkrahúsum í Hamborg. Hann komst að raun um það, að af 6.220 fæðingum á 13 mán- uðum höfðu áfta börn fæðst van sköpuð og af því ályktaði hann, að í allri borginni hefðu fæðst 50 börn með phocomeliu á síð- ustu tveimur árum, þar sem að- eins hafði fæðst eitt slíkt barn af 212.000 á 20 árum frá 1935- 1955. Vikum saman ræddi Lenz við mæður hinna vansköpuðu barna. Aðeins tvær þeirra minntust á Contergan. Þá skyndilega 12. nóvember komu fram í dagsljós- ið fjórar mæður í viðbót, sem tekið höfðu Contergan. Lenz hringdi í þá lækna, sem hann þekkti og bað þá um að rann- saka hvort Contergan gæti ver- ið undirrót phocomeliu. 15. nóv. vissi hann um 14 tilfelli, þar sem mæður vanskapaðra barna höfðu annaðhvort örugglega eða mjög líklega tekið Contergan meðan á meðgöngutímanum stóð. Það var ekki lengur hægt að fresta árekstri við Grúnenthal. Sama dag hringdi Lenz til fyrir tækisins og ræddi við Múckter í símann. „Ég sagði honum allt sem ég vissi,“ sagði Lenz seinna, „Frá grunsemdum mínum og niður- stöðum rannsóknanna. Ég sagði það vera skoðun mína, að taka ætti Contergan af markaðinum þegar í stað.“ Lenz til mikillar furðu virtist Múckter engann áhuga hafa á málinu. Hann sagði, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann heyrði um þetta, og hann mundi senda fulltrúa sinn til að ræða við Lenz eftir fáeina daga. Lenz svaraði því til að hann væri undrandi á þessari afstöðu Múckters og næsta dag „tiil að létta af mér á'byr.gð'nnf1 skrifaði var nú mun viðræðubetri. Hann kvaðst ekki hafa haft nægan tíma daginn áður og spurði hvort Grúnenthal-maðurinn mætti ekki koma næsta mánu- dag, 20. nóvember. Á laugardeginum áttu Kosen- ow og samstarfsmaður hans dr. Pfeiffer að halda fyrirlestra um orsakir vanskapnaðar á ráð- stefnu barnalækna í Dússeldorf Lenz ákvað að sækja fundinn sjálfur og í umræðunum lýsti hann þeim grun sínum, að hina nýja tegund vanskapnaðar væri að kenna vissu lyfi. Hann bar fyrir sig mæðurnar fjórtán. Hann nefndi ekki lyfið á nafn. Síðar sagði hann nokkrum starfs bræðrum sínum frá heiti þess: Contergan. Þá voru skjölin frá McBride á leiðinni til London. Reynt að rengja Lenz. Á mánudag komu þrír sendi- boðar frá Stolberg til Hamborg- ar til að hitta Lenz. Þeir voru von Schrader-Beielstein, sá sem nú annaðist tilbúning thalidom ides, dr. Michael og lagaráð- gjafi Grúnenthal dr. von Velt- heim. Lenz ákvað að ná sér í vitni áður en fundurinn hæfist og fann ekkert fyrr en um kvöldið. Hann hafði einnig ákveðið að tala við heilbrigðis- yfirvöld Hamborgar og bauð Grúnenthal-mönnunum að koma með sér. Þeir samþykktu það. Fundurinn hófst kl. hálf þrjú. Lenz hóf að segja frá tilfellun- um fjórtán. Grúnenthal-mennir- nir spurðu hann ítarlega út úr. Einn embættismannanna, sem viðstaddur var, furðaði sig á „frekju“ þeirra. Lenz sagði sjálfur síðar: „Ég hafði það á tilfinningunni, að Grúnenthal- mannirnir hefðu engan áhuga á staðreyndum eða rökum, sem bentu til þess að thalidomide Sonur Schulte-Hillens og kennslukona hans. hann Grúnenthal bréf, sem hljóð ar svo: „Síðan á árinu 1957 hefur viss tegund vanskapnaðar komið í ljós hjá ungbörnum með vaxandi tíðni . . alvar- lega gallaðir limir. . . ytri eyru vantar á stundum, lilust ir eru lokaðar, hjartað veikt . . . Vanskapnaðir af þessari tegund hafa ætíð fyrirfund- ist en vissulega í minna mæli en hjá einu barni af 50.000 kannski minna en einu barni af 100-000 . . Á síðasta ári fæddust eitt til tvö börn af hverju þúsundi í Hamborg vansköpuð á þennan hátt. Um umfangsmikil könnun í Ham- borg að skaðvaldinum hefur leitt í ljós einn sam- eiginlega þátt; að í hverju þeirra 14 tilfella, sem ég hef áreiðanlegar spurnir af, með fullkominni vitneskju um lyfjagjöf á meðgöngutím- anum, hefur thalidomide ver ið tekið á fyrstu mánuðum eftir getnað. . .“ Sama dag og bréfið var skrif- að hringdi Múckter til Lenz og væri aðalorsök vanskapnaðar ins. Þvert á móti. Þeir sýndu mikinn áhuga á smáatriðum, sem sýndu rannsóknir mínar í óhag- stæðu ljósi.“ Og þeir létu sér það ekki nægja: þeir hótuðu, að lögsækja Lenz fyrir „óréttlæt- anlega árás“. Áður en fundin- um lauk eftir rúma þrjá tíma, spurðu heilbrigðisyfirvöldin Grúnenthal-menn hvort þeir væru reiðubúnir að taka Conter gan af markaðinum. Þeir neit- uðu. Sama dag póstlagði Grúnent- hal dreifibréf, þar sem þvi var haldið fram að Contergan vaeri „öruggt rneðal". Næsti fundur var haldinn á föstudegi 24. nóv. í innanríkis- ráðuneytinu í Dússeldorf kl. 10 f.h. Lenz kom of seint vegna umferðarhnúts. Grúnenthal- menn Nowel og Schrader-Beiel- stein höfðu beðið í einn klukku tíma. Heilbrigðisyfirvöldin höfðu beðið þá um að taka Contergan af markaðinum en þeir neituðu enn. Þá kom Lenz og í fylgd með Framih. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.