Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1968. 15 Ólafur G. Hallgríms son — Minning HINN 21. þ.m. andaðist á Landa- kotsspítala, Ólafur G. HallgTÍms- son, framkvæniidastjóri, öldu- götu 11 hér í borg. Banamein hans var hjartaslag. Ólafur var fæddur á Siglu- firði 24. ágúst 1921, en þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Camiiila, elzta dóttiir Thons heit- ins Jensen og Guðmiundur T. Hallgrímsson, þá héraðslæknir þar á staðnum, en Guðimundur var sonur Tómasar læknis og læknaskólakennara HaUgríms- sonar. Ólafur var yngstur sex systkyna og ólst upp á Siglufirði, þar til faðir hans lét þar af störfum héraðslæknis árdð 1934. Ég kynntist Ólafi heitnum ekki fyrr en leiðir okkar lágu saman í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Strax við fyrstu sýn vakti hann athygli fyrir frjáls- mannlega og hispurslausa fram- komu, hann var vörpulegur á velli og gæddur einhverjtim sér- stökum þokka, sem laðaði að honum félaga og vini án fyrir- hafnar. Hann var ágætlega músikalskur, hafði djúpa og fagra söngrödd og var jafnan hrókur alls fagnaðar í hópi góðra skólafélaga. Atvikin höigiuðu því svo til, að við settumst hlið við hlið, í fyrsta tíma, báðir nýkomnir í máladeild, og vorum ef.tir það sessunautar til stúdentsprófs 1941. Þetta voru miklir gleði- dagar og þá leiddu menn sízt hugann að því, að „öllu er af- mörkuð stund og sérhver hlufur undi.r himninum hefur sinn tíma“. Oft lásum við lexíur okk- ar saman og þá gjarna á heimiii hans, þar sem ég var heima- gangur um skeið. Kannske hvarflaði hugurinn þá stundum frá námiinu og að öðrum hugðar- efnum, sem voru mörg og það var oft sett plata á fóninn. Heimili hans man ég fyrir það sérstaka sambland af alþýðleik og höfðingsskap, sem einkenndi þar al'lan brag og móðir hans, nú háöldr.uð, verður mér jafnan minnissitæð sem göfug kona í alilri sinni hógværð og látleysi. Að loknu stúdentsprófi fór Ólafur tifl. Bandaríkjanna og lagði stund á verzlunarnám við „Uniiversity of Maryland" í hál'ft þriðja ár. Haustið 1944 kvæntist hann þar vestra glæsilegri konu, Þórunni, dóttur hjónanna Sig- ríðar Sigurðardóttur og Guð- mundar Jenssonar, framkvæmda stjóra hér í borg. Þau hjónin komu heim árið 1945 og varð Ólafur eftir það fljótlega skrif- stofustjóri hjá Skeljungi h.f. Síðar varð hann éinnig skrif- stofustjóri hjá Hæringi h.f., en lengst af rak hann eigið fyrir- tæki og hafði með höndum inn- flutnings og útflutninigsverzlun. Hann hafði á tímabiili aðalvið- skiptasambönd sín við íra og varð fyrsiti ræðismaður þeirra hér á landi. Þeim Þórunni og ólafi varð þriggja barna auðið. Elztur barn anna er Guðmundur f. 1946, þá var Sigríður f. 1948 og yngst er Margrét Erna f. 1953. Á s.l. ári urðu hjónin fyrir þeirri sáru raun að miissa dóttur sína Sig- ríði, mestu efnisstúlku, en hún fórst 1 bílslysi í Þýzkalandd og aðeins eru liðnar fáar vikur síð- an Guðmundur, faðir Þórunnar félfl frá. Og nú er Ólafuir, þessi gflað- væri og góði drengur afllur. Sorgin hefur því uim sinn setzt að, þar sem áður ríkti gleðin ein. En megi það verða huggun vandamönnum hans öllium, að sú forsjón sem leggur slíikar byrðar á mennina, mun einnig gefa þeim þrek tifl að bera þær. Við sem urðum honuim sam- ferða gegnum skóla og áttum með honum samleið uim lengri eða skemri áfanga síðar í tífiniu, þökkum nú þá samfylgd og send- um ástvinum hans innilegar samúðarkveð j ur. GuSm. Vignir Jósefsson. AÐ hryggjast og gleðjast, hér um nokkra daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þessi orð geta að nokkru leyti lýst ævi Ólafs Hallgrímssonar, sem lézt að heimili sínu 21. þ.m. þá aðeins 46 ára gamall. Svo „skjótt hefur sól brugðist sumri“ og sár harmur gjör ást- vinum og vandamönnum. Ólafur Hallgrímsson var stór- brotinn heimilisfaðir í rausn og risnu og að vera heimilinu eitt og allt tii ánægju og uppbygg- ingar, var hans heitasta ósk. Lífsgleði og gott lundarfar var honum í blóð borið og var hann hrókur alls fagnaðar þegar svo bar við að til samfunda kom, og er mér það gleðiéfni að minnast þeirra stunda, sem ég og fjöl- skylda mín nutum á heimili hans, sem hafði alltaf uppá alla prýði og ánægju að bjóða og vil ég þakka allar þær ánægju samverustundir sem 19 ára kynning og sambúð gaf mér. Þegar ég nú í dag kveð þenn- an góða dreng, því að hann var æskunnar maður jafnt sem eldri, óska ég honum góðrar heim- komu til ríkra sólarheima og endurfunda þar, nýlega horfinna ástvina af hér Vistatilveru lífs. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Haf þökk fyrir allt og allt. Ekkju hans og börnum og öli- um aðstandendum færum við hjartanlegar samúðarkveðjur. Guðni A. Jónsson. NÚ er Óli Rikki farinn. Hugur- inn hvarflar heim á fornar slóð- ir, heim til þeirrar Akureyrar, sem einu sinni var. Þar inn í Fjörunni urðu okkar fyrstu kynni. Það var á haustmánuðum 1936. Við lásum saman undir próf, lögðum fast að okkur, en tíminn leið að öðru leyti við ýmsa geðfellda vitleysu. Sam- borgararnir týna tölunni eftir því sem á ævina líður. Einstaka verða manni svo leiðir, að eigi tjáir annað en láta þá hverfa sér sýnum, þótt þeir séu enn of- ar moldu. Á þetta jafnt við um nákomna sem aðra samferða- menn. Óli Rikki varð manni vandabundinn, þótt tímar liðu og leiðir lægju ekki ávallt sam- an, en þau bönd reyndust all sterk, er tengdu okkur þegar í æsku. Hann var einn þeirra manna, sem mannfagnaður var að, hvar sem hann fór eða flækt ist. Óli Rikki var vörpulegur, klæddist manna bezt, skartmað- ur og höfðingi í framgöngu og samskiptum við aðra menn. Hann var samkvæmis- og gleði- maður og fjölfróður um margt. Óli Rikki var kvæntur Þór- unni Guðmundsdóttur. Þegar hann kynntist henni fór eldur um sál hans ,enda voru þau ávallt síðan samhent um alla hluti. Áttu þau fagurt heimili, þar sem ríkti höfðingsskapur og hjartahlýja, enda eru þeir marg ir, sem í dag senda þangað heit- ar þakkir. Óli Rikki var ekki gallaflaus frekar en við hinir. En á beztu stundum ævi hans ríkti eilíft vor í kringum hann. Nú hefur hann náð landi, einmitt á þeim tíma árs, er dagsbirtan situr að völdum allan sólahringinn í fæðingarsveit hans. Sú strönd er ekki vinalaus, þar sem hann brýnir báti sínum í naust. Kristján Eiríksson. B>að er leikur einn að slá grasflötinn með Langmest selda garðsláttuvélin á Norðurlöndum. Norlett mótor- sláttuvélin slær og fínsaxar grasið og dreifir því aftur jafnt á flöt- inn. Slær alveg upp að húsveggjum og í kanta. Á báðum gerðum er hæðarstilling, sem ræður því, hve nærri er slegið. Vinnslubreidd 19 tommur. Létt og lipur í notkun. Gerð 805B DeLuxe kr. 6.132.90. Gerð 802 A kr. 4.335.00 með söluskatti. Báðar gerðir fyrirliggjandi. C'- ^ . / . Ódýrasta og bezta garðsláttuvélin á markaðnum. Einkauinboðsmenn á íslandi fyrir: % ílarsh LeHmalall Globus hf. Lágmúla 5 — Sími 11555. AUKIÐ HREINLÆTIÐ - LÆKKIÐ ÖTGJÖLD Serviettubox með óflýrum serviettum fyrir: ★ Matsölustaði ★ íssölur ★ Pylsubari ★ Mötuneyti ★ Kaffistofur ★ Veitingastaði k Heimili ★ Bíla Serviettur koma tilbúnar til ísetningar NEYZLUVÖRUR HF. Snorrabraut 50 — Sími 12816—82467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.