Morgunblaðið - 30.05.1968, Side 16

Morgunblaðið - 30.05.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ I»OT. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. HÖRMULEG ÓDÆÐIS VERK Roger Moore í búningsherbergi sínu hjá brezka sjónvarpinu. Dýrlingurinn hefur fengiö nóg Roger Moore yfir í kvikmyndir /kdæðisverk þau, sem unnin voru í gamla kirkjugarð- inum í Reykjavík aðfara- nótt þriðjdags, þegar ráðizt var á grafreiti og legsteinum, krossum, styttum og öðru velt um koll, brotið og skemmt, vekja menn til umhugsunar um, hversu langt þeir vesal- ingar, sem slíkt stunda, geta gengið til þess að svala skemmdarfýsn sinni. Verkn- aðir á borð við þennan eru svo langt utan ramma heil- brigðrar skynsemi, að erfitt er að gera sér í hugarlund, hvar ódæðismennirnir munu næst koma við og saurga um- hverfi sitt með viðurstyggi- legum athöfnum sínum. Undanfarið hefur farið í vöxt hér á landi, að skemmd- arverk séu unnin á eignum annarra án nokkurs annars sýnilegs tilgangs, en að svala skemmdarfýsninni. Má í því sambandi minna á ferðir skemmdarvarganna í garðinn við listasafn Einars Jónsson- ar á Skólavörðuholti, þegar þeir eyðilögðu tré og annan skógargróður í garðinum, og aðfarirnar við mannlausa sumarbústaði, sem voru nær gjöreyðilagðir. Einnig rifjast upp aðfarir af líku tagi við umferðarmerki, eins og þeg- ar stangir við þjóðveginn yf- ir Hellisheiði voru sagaðar í sundur eða brotnar niður. Allir verða að vera á verði gagnvart þeim, sem leggjast svo lágt, að svívirða helga reiti og eignir. Virðingarleys- ið á því, sem gert er og hef- ur eitthvert gildi, virðist fara vaxandi. Hér verður aðeins spórnað á móti, ef allir heið- virðir menn taka höndum saman og segja ófögnuði þess um stríð á hendur með auk- inni árvekni og áhrifamikilli fordæmingu. EKKIREKSTRAR- FJÁRSKORTUR illtaf öðru hvoru er að því vikið í málgögnum Fram- sóknarflokksins, að erfiðleik- ar samvinnufélaganna stafi af því, að þau hafi ekki nægi- legt rekstrarfé. Og síðast vík- ur Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, að þessu í viðtali við Tímann í gær, þar sem hann talaði um þau litlu rekstrar- lán, sem samvinnufélögin hafi og kennir rekstrarfjár- skorti um það, að mörg kaup- félaganna geti ekki sett trygg ingar fyrir greiðslum sínum, m.a. til áburðarkaupa. Því miður er málið ekki jafn einfalt og Gunnar Guð- bjartssen og Tíminn vilja vera láta. Ástæðan til erfið- leika margra kaupfélaganna er beinlínis sú, að rekstur þeirra hefur gengið svo hörmulega, að þau hafa ekki eðlilegt lánstraust. Annars er sannarlega fyllsta ástæða til að það mál sé brotið til mergjar, hvernig háttað sé lánamálum sam- vinnufélaganna. Þar er um að ræða almannasamtök, sem ekkert eiga að þurfa að dylja; þess vegna ættu þau að gera opinberlega grein fyrir lána- málum sínum, hve mikið fé Samvinnuhreyfingin hafi að láni, ýmist frá bankastofnun- um eða þá frá félagsmönn- um í innlánsdeildum, en þar er um að ræða gífurlega mik- ið fjármagn, eins og alkunna er. 1 Engin bót fæst á því á- standi, sem nú ríkir hjá kaup- félögunum víða um land, með því einu að fullyrða gjörsam- lega órökstutt, að illa hafi verið farið með samvinnufé- lögin að því er varðar lán- veitingar. Það er heldur ekki hægt að ásaka ríkisvaldið fyr- ir það, þótt einhver atvinnu- fyrirtæki séu þannig rekin, að þau séu rúin trausti, bæði í bankastofnunum og hjá við- skiptavinum sínum. Fyrst verða stjórnendur fyrirtækj- anna að líta í eigin barm og gera allar tiltækar ráðstafan- ir til að bæta og treysta rekst urinn. Hitt er svo rétt, að ástandið er vissulega uggvænlegt í ýmsum landshlutum, þar sem svo háttar til, að samvinnu- félögin geta ekki tryggt bænd um áburð og aðrar nauðsynj- ar, en þessi fyrirtæki eru oft eini viðskiptaaðilinn á sviði helztu nauðsynja bænda. Bæði ríkisvaldið og bank- arnir hafa haft þungar áhyggj ur af þessum erfiðleikum, og ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að létta undir með samvinnufélögunum, og sízt situr þess vegna á þeim, sem þykjast formælendur samvinnureksturs, að ráðast á ríkisstjómina og saka hana fyrir þá erfiðleika, sem þessir menn sjálfir hafa komið sam- vinnurekstrinum í. LEIÐTOGI í ATVINNUREKSTRI ¥ ritstjómargrein Tímans í gær er vitnað til orða for- Eftir Granville DÝRLINGURINN barmaði sér og sagði: „Ég finn til í hvert skipti sem ég þarf að berja einhvern.“ Brezki leikarinn Roger Moore hefur þurft að gera talsvert af því að berja menn í sjónvarpshlutverki sínu sem Dýrlingurinn — söguhetjan úr bókum rithöfundarins Les lie Charteris. En þið takið eft ir því að hann sparkar aldrei í þann, sem er fallinn. Og þau sex ár sem sjónvarps- þátturinn hefur gengið, hefur dýrlingurinn aldrei drepið mann. Moore tók sér smá hvíld frá myndaötku fyrir sjón- varpið til að ræða um fram- tíðina: „Það hefur verið gam an að leika Dýrlinginn, en sex ár eru langur tími,“ sagði hann. Moore, sem nú er 39 ára, er að hætta við sjón- varpsþáttinn, og hefur tekið að sér aðalhlutverk í þrem- ur kvikmyndum á vegum United Artists félagsins. Hefst taka þeirrar fyrstuhjá Ealing kvikmyndaverinu við London 1. júní. Er það saka- mála- og gamanmynd, sem nefnist „Cross Plot“. „Ég held ekki að kvik- myndastjórnendurnir ætli að láta mig hætta að leika góða manninn,“ sagði hann. „En væri gaman svona til til- breytingar að leika forhertan bófa. Gallinn við Dýrlinginn manns Framsóknarflokksins, þar sem hann segist hafa ráð undir hverju rifi til þess að bæta hag atvinnufyrirtækj- anna. En inntakið er nú raun ar ekki annað en að „það þarf að breyta um stefnu“, eins og foringi Framsóknar- Watls er sá, að hann er svo ótrú- verðugur að mér er ómögu- legt að setja mig í spor hans sem persónu. Hann tapar aldrei áflogum. Mig langar til að tapa eða þó ekki væri nema að vinna einu sinni með brögðum." „Sex ára hlutverk töfra- hetjunnar hefur að sjálf sögðu fært mér ríkulega um bun og góðar gjafir. En það hefur einnig sína slæmu galla og fáum dettur í hug að ég hafi eigin skoðanir, eða að ég líti ekki alltaf út eins og út- stillingarbrúða klæðsker- ans.“ Moore hefur eigin skoðan- ir. Hann hefur til dæmis mjög ákveðnar skoðanir í kynþáttamálum. Um Marlon Brando, sem lagt hefur kvik- myndirnar á hilluna til að einbeita sér að baráttunni gegn kynþáttaofsóknum, seg- ir Moore: „Ég dáist mjög að Brando. Það þarf mikið á- ræði til að gera það sem hann gerir og segja það sem hann segir. Ég er sammála honum. Og ég tel að ástand- ið í kynþáttamálum í Bret- landi eigi sannarlega eftir að versna. Tökum til dæmis blökkumenn í leikarastétt. Það er búið illa að þeim. Ég held að við séum að byggja hér upp haturskynslóð.“ Þótt Moore hafi sín- ar skoðanir, telur hann vara- samt fyrir leikara að skipta manna kemst svo spaklega að orði. En væri ekki ástæða til þess, að formaður Framsókn- arflokksins beitti áhrifum sín- úm í eiginn flokki á þann veg, að Samband ísl. samvinnufé- laga „breytti um stefnu“. Það er vissulega tímabært að þar sér af stjórnmálum. „Mér ) finnst það heimskulegt af \ Vanessu Redgrave að hafa L tekið þátt í nýafstöðnum I mótmælum í London gegn 7 styrjöldinni í Vietnam," seg- | ir hann. i Moore segist hafa „gamal- L dags“ álit á málum eins og I eiturlyfjaneyzlu. „Eitur- » lyfjavandamálið er hörmu 1 legt, en sem betur fer er L það aðeins örlítill hluti æsk- / unnar, sem notar eiturlyf. ; Mér finnst að foreldrar eigi \ að taka á sig meiri ábyrgð í og vera strangari, þá fækk- l aði eiturlyfjaneytendum." Sögurnar um Dýrlinginn voru eitt sinn kvikmyndað- ar, og lék þá George Sand- ers Dýrlinginn. En Moore á- lítur að höfundurinn sjálfur hefði getað gert því hlut- verki betri skil en nokkur annar. „Hann reiddist eitt sinn, er ég sagði þetta við hann. Ég benti honum þá á að hann hefði lagt svo mikið af sjálf- um sér í bækurnar, og skildi X hann við hvað ég átti.“ í Við svo búið kvaddi Moore / og hélt áleiðis til vinnustof- » unnar þar sem verið var að kvikmynda næsta kafla af sjónvarpsþættinum, sem sýnd ur er í 80 löndum. „Þarna er Dýrlingurinn", sagði einn af starfsmönnunum við félaga sinn. Það tekur Moore áreið- anlega langan tíma að losna við geislabauginn. fari að ríkja viðskiptasjónar- mið; en ekki þau pólitísku sjónarmið, sem lengst af hafa ráðið stefnu Sambandsins og kaupfélaganna og borið þann árangur, sem alkunna er, að mörg kaupfélaganna eru kom in í erfiðleika, sem vandséð er hvernig þau komast út úr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.