Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1008. 19 Þessi stúdent neitaði að beita ofbeldi. Hann klæddist Araba- búningi, tók sér stöðu mitt á milli hópa stúdenta og lögreglu- manna þegar efnt var til mótmælaaðgerða í einu hverfi París ar, og barði bumbu. - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 14 hreyfingu að ræða, en þótt leið- togar hennar séu þekktir, er erf itt að koma auga á hana, enda hefur hún ekkert nafn og enga stefnuskrá og er ekki formlega skipulögð. Mikilvægi þessarar uppreisnarhreyfingar er fólgið í því, að áhrif hennar eru ekki bundin við stúdenta eina, held- ur ná þau til allra stétta þjóð- félágsins og allra sviða þjóðlífs- ins. Uppreisnarhreyfingin hefur þegar grafið undan völdum yfir- manna í skólum, verksmiðjum, sjúkraJhúsuim og öðrum stofnun- um. Hinir ungu upptreisnar- menn hafa hlotið mjög víðtæka samúð, einkum vegna hrotta- skapar lögreglunnar, þótt erfitt sé að spá um það hvað þessi samúð verði langUf. Kunnasti leiðtogi hinna öfga- sinnuðu vinstrimanna er stúdent inn Daniel Coihr Bendit, en stuðn ingsmenn hans eru úr herská- um samtökum, sem kallast Jeun- esse Communiste Révolutionaire (JCR) og eru þrautskipulögð. Meðlimir þessaira samtaka eru kallaðir trotskýistar og hafa það markmið að setja þjóðfélagið úr skorðum með byltingaraðferðum og koma þannig á sósíalisma. Þeir vilja að stúdentar verði öðr um þjóðfélagshópum til fyrir- myndar með herskáum aðferðum og segja að verkalýðsstéttirnar muni að lokum fara að dæmi þeirra. En kommúnistaflokkur- inn_ og verkalýðsfélög, sem hann stjórnar, hafa reynt allt sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr áhrifum þess- ara og annarra öfgasinna. Sorbon ne-háskó 1 i er mikilvæg asta hreiðuir hinnar nýju öfga- Ihreyfingar, og hefur honum ver ið lýst sem höfuðvirki stjórn- leysingja. Veggir háskólans eru þaktir miðum og spjöldum með byltingaslagorðum, fundaboð- um og tilkynningum um mót- mælaaðgerðir. Undarlegur bylt- ingareldmóðutr liggur í loftinu. Eldur logar á miðri háskólalóð- in-ni og á þremur stórum súlum hanga myndir af Marx, Lenín og Mao. Stúdentar í vinnugöllum og vinnujökkum sitja á tröpp- unum og ræða ástandið og virð- ast úrvinda af þreytu og sljóir. Þetta forna menntasetur virðist hafa breytzt í sígaunabúðir. Stú dentar klæddir leðurjökkum blása í flautur og stjórna um- ferðinni til og frá h-áskólalóð- inni. Nokkrir 18-20 ára gamlir unglingar stanida i-nni í háskól- anum og selja brauð, pylsur, á- vexti, kaffi og mjólk. Allt er þetta einna líkast umsátursá- standi, sem minnir eldra fólk á ennþá alvarlegri tíma í sögu Frakklands. f París og annans staðar, þar sem bardagar hafa geisað, er ömurlegt um að litast. Götur eru þaktax rusli og sorpi vegna verk f-allanna, hvarvetna standa leif ar götuvígja, víða má sjábrunna bíla og brotin umferðarskilti og alls staðar eru glerbrot. Ástand ið er hvergi hörmulegra en í Latínuhverfinu í París, þar sem átökin h-afa verið hörðust, og forvitnir Parísarbúar, sem þang að leggja leið sína, fyllast undr- un pg jafnvel skelfingu. FýLa frá rotnandi sorpi er svo ofboðs- leg að menn grípa fyrir nefið. Vatnisleiðslur hafa sprungið og vatn flæðiir um götumar. Blaðasöluturnar og símaklefar hafa verið jafnaðir við jörðu. Ofbeldið hefur borið árangur FRANSKA stjórnin hefur geng- ið alllangt í átt til samkomulags við verkamenn og stúdenta, nú seinast með því að heita verka- mönnum allríflegum kjarabótum, einkum hinum lægst launuðu. Verkamenn hafa tekið tilboðum stjómarinnar miisjafnlega vel, og þess vegna er sú hætta fyrir hendi að óeirðirnar færist enn í aukana og sumir óttast jafnvel að þær verði sífellt ofsafengn- ari, jafnvel svo ofsafengnar, að ekki reynist unnt að halda þjóð aratkvæðagreiðsluna, sem de Gaulle hefur boðað. Sennilega telur franska stjóm in sig naumast geta slakað meira til gagnvart verkamönnum. De G-aulle og stjórn haiis hafa beð- ið ægilegan álitshnekki og orðið að fallast á hinar ýmsu kröfur til að halda völdunum. Á-lit de Gaulles og stjórnaxinnar erlend is er í alvarlegri hættu, og sama er að segja um stöðu frankans gjaldeyrisvarasjóði og jafnvæ-gi í frönskum efnahagsmálum yfir- leitt. Frönsku stjórninni mun reynast erfitt og ef til vill um megn að gerá allt í senn: láta undan kröfum um launahækkan ir og þjóðfélagsumbætur, auka framlög til menntamála og þjóð- félagsmála og viðhalda um leið hinni traustu fjárhagsstöðu F-rakklands. Þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður beðið með mikilli eftir- væntingu, en svo kann að fara að jafnvel þótt de Gaulle fái hr-einan meirihluta verði hann ekki talinn nógu mikill til þess að líta megi á úrslitin sem traustsyfirlýsingu við hann og að fremur megi túlka þau þann ig, að almenningur óttist að enn þá alvarlegra ástand en nú rík- ir taki við ef de Gaulle segir af sér. Ástandið, sem sífellt hef- ’ur minnt meir og meir á borg- arastyrjöld, getuir leitt til æ harðari gagnráðstafana af hálfu ríkisvaldsins og að lokumhljóta slíkar ráðstafanir að leiða til al- gers einræðis. Stjórnin vonar bersýnilega, að hún geti sundrað andstæðingum sínum með því að ganga áð ein- dregnustu kröfum þeirra og það befur henni tekizt að vissu marki. Stjórnarandstaðan hefur alltaf verið sjálfri sér sundur- þykk þrátt fyrir hina nánu sam- vinnu Vinstriflokkabandalags Francois Mi-tterands og Komm- únistaflokksins, sem eir undir for ystu Waldeck Roohets. Stjórnar andstöðunni mun reynast erfitt að vinna tiltrú þjóðarinnar, ef henni tekst ekki að sýna fram á, að hún geti veitt styrka for- ystu og að sama vand- ræðaástandið og ríkti á dögum fjórða lýðveldisins taki ekki við, ef hún myndar ríkisstjórn. At- burðirr síðustu vikna hafa ekki dregið úr hinni gagnkvæmu tor- tryggni kommúnista og Vinstri- flokkabandalagsins- En mik- ilvægara er, að atburðimir hafa allt að því valdið klofningi í kommúnistaflokknum vegna til- raunar flokksforystunnar til að sigrast á hættu þeirri, sem hún telu-r sér stafa frá hinum öfga- fullu vinstri sinnum. Með samstarfinu við Vinstri- flokkabandalagið hefur Rochet reynt að binda enda á langa ein angrun kommúnista í frönskum stjórnmálum, ag hann hefur á all-a lund reynt að gera flokk- inn „virðulegan“ til að auka fylgi hans meðal kjósenda. At- busrðirnir að undanförnu virðast hafa 1-eitt í Ijós, að Rochet vill ekki fella stjórn de Gaulles, sem er markmið hinna öfgafullu, og athyglisvert er að málgögn sov- ézka kommúnistaflokksins og sovétstjórnarinnar hafa verið heldur kuldaleg í garð stúdent- anna í Frakklandi. En þrýst- ingurinn frá öfgamönnun- um geriir það að verkum, að kommúnistar eru smám saman að hverfa frá hinni varkáru stefnu sem þeir hafa fylgt til þessa, og gerir það ástandið ískyggilegra en ella. Þetta felur einnig í sér sigur fyrir stúdentana, sem hafa auk þess sýnt, að með ofbeldi er hægt að flýta fyrir þjóðfélagsleig um breytingum. V erzlimarmaður óskast Maður með bókhalds og vöruþekkingu óskast til þess að gegna fulltrúarstörfum við stórt verzlunar- fyrirtæki nærri Reykjavík. Þeir sem áhuga hafa fyrir nefndu starfi, gjöri svo vel að leggja nafn sitt inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Starf — 5051“ fyrir 5. júní n.k. ÚTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR Um leið og þér sjáið ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ sjáið þér einnig hina stórköstlegu endingu SIMFISK SI\IIIRPllHRII\IGJmiH i SÝItHniGARSTÚKU i. 68 Sölumboð: ÁRNI ÓLAFSSON & CO. Suðurlandsbraut 12. Sími: 37960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.