Morgunblaðið - 30.05.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1088.
21
- SKJÖLIN
Fnamlh. ai bls. 12
Ihonum var lögfræðingurinn ungi
Kairl Schulfce-Hillen. Schrader-
Beielstein spurði hann hvort
hann væri þar sem fulltrúilækn
isins. Hann neitaði, en kvað sig
vera föður og frænda vanskap- 1
aðra barna. Þá krafðist Schrad-
er-Beielstein þess, að hann yfir-
gæfi fundarherbergið. Schulte-
Hillen rauk á dyr í mjög æstu
skapi. Einn embættismannanna
frá Hamborg fór á eftir honum
og reyndi að sefa hann. Hann
benti ennfremur á, að bezt væri
að menn stilltu skap sitt sök-
um þess að Grunenfchal hefði
hótað lögsókn. Schrader-Beiel-
stein hringdi til von Veltheim,
sem kom bráðlega á staðinn.
Umræðurnar snerust fyrst um
almenna hluti, um eðli vísinda-
legra sönnunargagna. Það var
þá sem ástæðan fyrir nærveru
Nowels kom í ljós. „Sem stað-
tölufiræðingur," sagði hann við
Lenz, „leyfi ég mér að efast um
gildi gagna þinna.“ Um kvöldið
urðu samræðurnar mjög snarp-
ar og þá snerust heilbrigðisyfir
völdin fyrst á sveif með Lenz.
Einu sinni enn spurðu þeir full-
trúa Grúnenthal hvort þeir
vildu ekki taka thalidomide af
markaðinum. Einu sinni enn
svöruðu þeir nei. Málið virtist
í sjálfheldu.
í tvær klukkustundir í
matarhlénu ræddu Schrader-
Beielstein og von Veltheim við
bækistöðvarnar í Stolberg. Þeg-
ar fundurinn hófst um kvöldið
að nýju bað Velfcheim Lenz að
bíða útifyrir og hikandi féllst
hann á það.
Schrader-Beielstein lagði nú
fram tilboðið, sem hann hafði
rætt við höfuðstöðvarnar í sím-
anum Grúnenthal vildi setja
miða á alla Contergan lyfja-
pákka, þar sem stæði: „Ekki til
notkunar fyrir þungaðar kon-
ur-“ Og læknum og efnafræð-
ingum yrði gert aðvart um hætt
una fyrir ófrískar konur af Con
tergan neyzlu. Lengra vilduþeir
ekki ganga.
Þá hóf Schrader-Beielstein aft
ur að véfengja rannsóknir og
gögn Lenz. Hann hækkaði rödd
ina. Lenz kom reiður mjög inn
í fundarherbergið og hafði
heyrt allt sem sagt var. Hann
sagði, að það væri rangt að
ræða gögn sín í fjarveru sinni.
Áhrifin voru dramatísk. Aftur
'hörðnuðu samræðurnar mjög. Aft
ur tjáðu yfirvöldin Grúnenthal-
mönnum, að bezta lausnin væri
að taka lyfið af markaðinum. Og
í þetta sinn tvínónuðu þeir ekki
við hlutina. Annaðhvort tæki
fyrirtækið lyfið af markaðinum
af frjálsum og fúsum vilja, eða
ráðuneytið mundi banna sölu
þess.
LOKAÞÁTTURINN var ef ti]
vill hinn furðulegasti í allri
thalidomide-sögunni. Næsta dag
laugardaig, nákvæmlega viku eft
ir að Lénz heimsótti læknaráð-
stefnuna, kom stjórn Grúnent-
hals saman í Stolberg til að
ákveða hvað ætti að taka til
bragðs: þar voru fimm sakborn-
inganna í réttairholdunum nú —
Múckter. Schrader-Beielstein,
Ohauvistré, Leufgens og Win-
andi. Þar var einnig Veltheim.
Beielstein skýrði frá því, sem
gerzt hafði á fundinum í ráðu-
neytinu kvöldið áður. Hann lauk
máli sínu með því að segja, að
Contergan yrði að taka af mark
aðinum. Múckter var því ósam-
mála en ákvað þá, af ölluim und
arlegum stundum, að lesa bréf,
sem hann hafði fengið frá Lond
on daginn áður:
„Kæri dr. Miiokter,
Okkur hefur borizt frem-
ur uggvekjandi skýrzla frá
kvens.iúkdómafræðingi okk-
ar um vanskapnað á börnum,
sem hægt var að setja í sam-
band við það, að mæðumar
höfðu tekið thalidomide
snemma á meðgöngutímanum,
vegna morgunveiki. . .
f okt. 1961 fæddust aftur
þrjii börn með svipaðan van-
skapnað og dóu ÖU eins og
hin fyrri.“
f sex tilfellum hafði thali-
domide verið skaðvaldurinn.
Saft vildi Muckter ekki
enn taka thalidomide af mark
aðinum. Hinir mótmæltu: nú
jæja, hann mundi þá sjálfur
taka ábyrgðina. Fundurinn
drógst á langinn. Loks var
ákveðin að senda dreifibréf
tii lækna og efnafræðinga,
þar sem skýrt var frá grun-
semdum Lenz.
En nú hafði stjórnið verið tek
in úr höndum Grúnenthal.
Almenningsálitið fordæmir
Næsta morgun, sunnudag, kom
út fréttablaðið Welt am Sonn-
tag og skýrði frá þeim grun-
semdurn Lenz, að Contergan
væri lyfið, sem væri orsök van-
skapnaðar hjá börnum, Blaðið
hafði frétt sína eftir Wessel-
kowski nokkrum, sem heyrt
hafði einkaathugasemdir Lenz á
ráðstefnunni í Dússeldorf.
Nowel, staðtölufræðingurinn,
sem hafði verið á fundinum á
föstudag eyddi deginum eins og
skyldurækinn þýzkur fjöl-
skyldufaðir með ættingjum sín-
um í Bochum. Hann heyrði um
æsifregn Welt am Sonntag af
tilviljun, þegar hann hringdi til
vinair síns, sem var læknir. Eitt
hvað verðuir að taka til bragðs,
hugsaði hann. Hann hringdi til
Leufgens, framkvæmdastjórans,
sem var heima hjá sér. Honum
var sagt frá fundinum í Stol-
berg og að ákvörðun hefði ver-
ið tekin um að taka Contergan
af markaðinum.
Allt til loka tóku Grúnent-
hal-menn ekkert sérstakt til
bragðs. Þeir sendu út dreifibréf
in sín til lækna og efnafræð-
inga og sögðu að lyfið hefði ver
ið tekið úr umferð. „Almennings
álitið", sögðu þeir, „hefur eyði-
lagt allan grundvöll fyrir vís-
indalegum umræðum." í sím-
skeyti til ráðuneytisins kvað við
dálítið annan tón. „Þar til vís-
indalegum spurningum hefur
verið svarað tökum við Conter-
gan úr umferð þegar í stað.“
Af þessum vísindalegu spurn-
ingum var sú mikilvægust, sem
Múckter hafði verið spurður að
af finnskum kvenlækni: gat Con
tergan komizt í gegnum fylgj-
una og þannig haft áhrif á ófætt
barn? Þótt lyfið hefði verið í
umferð í þrjú og hálft ár svar-
aði hann stuttaralega: „Ekki vit
að.“ Nú var það um seinan og
starfsbræður hans hófu að
kanna þetta.
Það reyndist ekki erfitt. Beck
man var einn þeirra vísinda-
manna, sem tóku upp þráðinn
varðandi rannsóknir á Conter-
gan. Hann gerði thalidomide
skammt geislavirkan til þess að
geta fylgt honum eftir í æða-
kerfi músa til þess að ganga úr
skugga um hvort lyfið kæmist í
gegnum fylgjuna. Aðeins fjór-
um vikum eftir að Contergan
var tekið úr umferð, hafði hann
fengið svarið. Það gerði það svo
sannariega.
Hver var tilganguurinn?
Þetta er saga thalidomides.
Þeirra fjórtán dómara, sem
munu skera úr um hlutverk
hvers og eins sakbornings bíð-
ur mikið starf: saksóknin ein
mun taka mánuði.
En rétturinn verður að ganga
lengra. Hann verður að skera
úr um tilgang hvers og eins
þeirra. Fyrstu þrjár ákærurnar
fjalla um vanrækslu, er lyfið
olli óbætanlegum taugaskemmd-
um, óbætanlegum skaða á fóstr-
um og dauða saklausra mann-
vera. Þrjár aðrar ákærur fjalla
um illfýsni nokkurra sakborn-
inga — að þeir hafi „sameigin-
lega og illgirnislega" valdið
heilsutjóni, notað villandi full-
yrðingar til að selja lyfið og
farið út yfir hæfileg takmörk í
Ijósi nýjustu læknavísinda.
Þegar um tilganginn er að
ræða verða jafnvel lögin óná-
kvæm: orð eins og illgirni og
vanræksla eru í bezta tilfelli að
eins hrjúfir leiðarsteinar. Á
næstu mánuðum verður rætt um
tilgang Heinrichs Múckter og fé
laga hans, hvort þeir séu sekir
eða saklausir. En dómurinn
svarar aldrei spurningunni um
hversvegna þetta gerðist.
Orðsending frá L
Við bjóðum yður mjög ódýrar vörur á eftirtöldu
verði:
SUMARKÁPUR frá kr. 1650,—
CRIMPLENEKJÓLA tvískipta á kr. 100,—
betri gerðir á kr. 1360.—
CRIMPLENEKJÓLAR heiUr kr. 800.—
PILS hringsniðin kr. 300.— og 320.—
CRIMPLENEPILS fóðruð kr. 560,—
SUMARKJÓLAR á kr. 400,— stærðir 36 og 38.
LAUFIÐ, Laugavegi 2.
PLYMOUTH í fararbroddi í H-umferð
Enn einu sinni var bíll frá CHRYSLER í fararbroddi — það var
PLYMOUTH VALIANT sem var fyrsti bílinn sem fór yfir í hægri umferð
á íslandi.
„Hið sögulega augnablik, þegar Valgarð J. Briem, formaður Framkvæmda-
nefndar, ekur fyrstur manna yfir til hægri fyrir framan Fiskifélagshúsið
við Skúlagötu,“ segir á forsíðu Tímans, 28. 5. 1968, með þessum myndum.
DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í gæðum.
DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í endingu og akstri.
DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í útliti og frágangi.
DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í vinsældum á íslandi.
Verið í fararbroddi — veljið yður DODGE eða PLYMOUTH 1968.
^ CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL h.f.
Hringbraut 121 — sími 10600.
Glerárgötu 26, Akureyri.