Morgunblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1008.
25
Húsgagnakaup Islend-
ings vekja athygli
I NORSKA blaffinu Ukens Nytt
er lítiff fréttavifftal viff norskan
húsgagnaframieiffanda, Kroge-
næs, sem biaffiff segir nýkominn
mannahöfn, og Mbl. hcfur áffur
sagt frá. Krogenæs segir í viff-
talinu aff furuhúsgögn hans
hefffu vakiff mikla athygli á sýn-
ingunni og nefnir til sanninda-
merkis aff tveir affilar hafi
keypt sýningardeild hans, íslenzk
ur húsgagnainnflytjandi og ann-
ar frá Kanaríeyjum.
Svo sem áður hefur verið sagt
frá í Mbl. er hér um Húsgagna-
höllina að ræða. Krogenæs segir
a'ð íslendingurinn Jón Hjartar-
son hafi strax, er hann sá 1 hús-
gögnin, keypt deildina, en hinn
kanaríeyski hafi komið dálítið
síðar og keypt sams konar hús-
gögn. Einnig sagði hann austur-
rískan markað mjög vænlegím.
Það sem kom Krogenæs mest
á óvart í sambandi við söluna
til íslands, var hversu óhrædd-
ur íslendingurinn var við kaup-
in, þar sem allt að 90% inn-
flutningstollur er á húsgögnum
til íslands.
í viðtali við Jón Hjartarson,
er Morgunblaðið átti um líkt
leyti og kaupin voru gerð, sagði
Jón að hann hefði keypt hús-
gögnin vegna þess áð hann hefðí
orðið hrifinn af þeim og ætlar
hann að hafa þau sem sýningar-
húsgögn í verzlun sinni. Hús-
gögn sem þessi hafa ekki verið
flutt til landsins áður.
Hægri umferð
á Sauðárkróki
SAUÐÁRKRÓKI 27. maí. — Veð
ur var með ágætum hér á H-
daginn, stillilogn, en lítiff sól-
skin. Umferð var lítil fram yfir
hádegi, en fór vaxandi og var
óeðlilega mikil þegar á daginp
leið. Engin slys eða óhöpp hentu,
hvorki hér á Sauðárkróki eða i
logsagnarumdæminu.
Undirbúningur undir umferða-
breytinguna var vel framkvæmd
ur m.a. vaæ afmarkað æfingar-
avæði fyrir ökumenn niður á
Borgarsandi, þar sem bílstjórum
gefst tækifæri til að æfa sig í
rtokkra daga. Flutt voru 22 um-
ferðarmerki og 12 ný sett upp. Það
vekur mikla athygli hvað bíl-
stjórar aka hægt í bænum, en
hins vegar voru teknir úti á
þjóðvegunum í gær nokkrir ung-
ir menn sem óku á ólöglegum
hraða. Ég átti tal í dag við yfir-
lögregluþjóninn, Gunnar Þórðar-
son og Magnús Aðalsteinsson
lögregluþjón úr Reykjavík og
voru þeir báðir mjög ánaegðir
yfir viðbrögðum fólks í umferð-
innL — jóm.
AUGLYSINGAR
SÍMI 22.4.80
frá húsgagnasýningunnl i Kaup-
Til sölu
International SCOUT 1965 með stækkuðu húsi,
láestu mismunadrifi að aftan og framan, spili o. fL
Upplýsingar í síma 40217 eftir kl. 7 e.h.
Rafsuðumenn - rafsuðumenn
Viljum ráða reglusama og góða rafsuðumenn
í kvöldvinnu nú þegar.
Upplýsingar ekki í síma.
RUNTALOFNAR, Síðumúla 17.
Cítarkennsla
Upplýsingar í síma 1 88 42 í dag og
á morgun kl. 2 — 6.
Katrín Guðjónsdóttir.
Til sölu
Hy-Mas 4 traktorsgrafa. Einnig 15 tonna Batam
bílkrani og Ingersoll-Rand Giriflow loftpressa 250
cub. fet.
Upplýsingar í síma 21131 og 21359, Akureyri.
Sumarnámskeið
barna á Seltjarnarnesi.
Innritun á námskeið eru í dag og á morgun í Mýrar-
húsaskóla frá kl. 3—6 eftir hádegi.
Námskeiðsgjald kr. 250 greiðist við innritun.
Barnaverndarnefnd.
VERZLUN TIL LEIGU
Matvöru- og búsáhaldabúð í einu af fjölmennustu hverfum bæjarins til ).eigu.
Búðin er mjög vel staðsett, búðarpláss er á tveimur hæðum um 250—300 ferm.
með geymslum. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt: „Góð sala —8713“.
FLOWERS
AFTUR í INGÓLFSCAFÉ í KVÖLD
TILKYNNING
um framlagningu skattskráa Reykjanesumdæmis og út-
svarsskráa eftirtalinna sveitarfélaga:
Kóþavogskaupstaðar,
Hafnarfjarðarkaupstaðar,
Keflavíkurkaupstaðar,
Grindavíkurhrepps,
'Hafnarhrepps,
Miðneshrepps,
Gerðahrepps,
Nj arð víkurhrepps,
V atnsleysustrandarhrepps,
Garðahrepps,
Selt j arnameshrepps,
Mosfellshrepps.
Skattskrár allra sveitarfélaga og Keflavíkurflugvallar
í Reykjanesumdæmi, ásamt útsvarsskrám ofangreindra
sveitarfélaga, liggja frammi frá 31. maí til 13. júní, að
báðum dögum meðtöldum.
Skrárnar liggja frammi á eftirgreindum stöðum:
f Kópavogi:
Á skrifstofu Kópavogsbæjar og hjá umboðsmanni í
félagsheimilinu H. hæð. Skrifstofa umboðsmanns verður
opin alla virka daga, nema laugardaga kl. 4 til 7 e.h.
í Hafnarfirði:
Á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar og á skattstofunni.
í Keflavík:
Á skrifstofu Keflavíkurbæjar og hjá Járn og skip h.f.
við Vatnsnestorg.
Á Keflavíkurflugvelli:
Hjá umboðsmanni Guðmundi Gunnlaugssyni á skrif-
stofu Flugmálastjórnarinnar.
í hreppum:
Hjá umboðsmönnum og á skrifstofum fyrrgreindra
sveitarfélaga.
f skattskrám alls umdæmisins eru eftirtalin gjöld:
1. Tekjuskattur.
2. Eignaskattur.
3. Námsbókagjald.
5. Almannatryggingagjöld.
5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda.
6. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda.
7. Atvinnuleysistryggingargjald.
8. Iðnlánasjóðsgjald.
9. Launaskattur (ógreiddur).
10. Iðnaðargjald.
í skattskrá umdæmisins verða einnig kirkjugjöld og
kirkjugarðsgjöld, þar sem sóknarnefndir og kirkjugarðs-
stjórnir hafa óskað þess.
f þeim sveitarfélögum, er talin eru fyrst upp í auglýs-
ingu þessari, eru eftirtalin gjöld til viðbótar áður upp-
töldum gjöldum:
1. Tekju- og eignaútsvar.
2. Aðstöðugjald.
Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Bygg-
ingarsjóðs ríkisins.
Kærufrestur vegna tekju- og eignarskatts, útsvars, að-
stöðugjalds, iðnlánasjóðsgjalds og launaskatts er til loka
dagsins 13. júní 1908.
Kærur vegna útsvars skulu sendar viðkomandi fram-
talsnefnd, en vegna annarra gjalda til Skattstofu Reykja-
nesumdæmis, Hafnarfirði, eða umboðsmanns í heima-
sveit.
Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa borizt rétt-
um úrskurðaraðila í síðasta lagi að kvöldi 13. júní 1968.
Álagningarseðlar, er sýna gjöld og gjaldstofna, hafa
verið sendir til allra framteljenda. Jafnframt liggja
frammi á Skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði
skrár um álagðan söluskatt í Reykjanesumdæmi árið 1967.
Hafnarfirði, 29. maí 1968.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæml.