Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAI 1988.
Nemetz fann börnin í fjarlæg-
ari enda salarins. Agnes lá í
venjulegu rúmi en Pétur í barna
rúmi, sem var honum heldur
stutt. Fljótt á litið virtist hann
vera við fulla heilsu, en svo sá
Nemetz, að vinstri öxlin var í
umbúðum.
— Hvað gengur svo að þér,
strákur? Honum tókst að hafa
röddina næstum hressilega.
Pétur brosti kindarlega, rétt
eins og hann vissi ekki, hvers
hann mætti vænta af hálfu
frænda síns — hróss, meðaumk-
unar eða skamma.
— í>að er ekki neitt, sagði
drengurinn. — Bara skráma,
ekki neitt slæmt Það sagði
læknirinn að minnsta kosti. Ég
ligg hérna bara vegna hennar
Agnesar.
Þá fyrst sneri Nemetz sér að
litlu stúlkunni.sem lá hreifing-
arlaus undir þykkri sæng. Enda
þótt sængin næði alveg upp að
andlitinu, fékk það ekki dulizt
að hún var mikið særð. Andlit-
ið var tekið og grátt. Nemetz
laut yfir hana og skammaðist
sín fyrir að hafa metið dreng-
inn meira. Hún opnaði augum og
leit á hann.
— Lajos frændi! Ertu búinn
að vera hérna lengi, Lajos
frændi?
— Nei, elskan. Ég var rétt
að koma. Hvernig líður þér?
— Vel, sagði hún. Og allt í
einu brosti hún til hans borg-
inmannlega. — Veiztu hver er
með stærsta sárið hérna á deild-
inni?
— Nei, svaraði Nemetz, enda
þótt hann vissi svarið fyrirfram.
— Það er ég, sagði hún há-
tíðlega. — Héðan og hingað. Og
svo benti hún með hendinni allt
holhendinni og niður á
mjöðm. — Læknirinn segir, að
það verði að setja stálnagla í
mjaðmarbeinið til þess að halda
því saman.
— Hefur hann virkilega sagt
þér það?
— Nei, ekki mér, en hann
sagði það við hinn lækninn.
Hann hélt, að ég væri sofandi,
en það var ég bara ekki. Hún
þagnaði, eíns og hún væri orð-
in uppgefin af að tala.
Nemetz leit á töfluna á fóta-
gaflinum á rúminu. „Nephecto-
mi“. Það átti að taka úr henni
annað nýrað, og svo átti hún að
fá nagla í mjöðmina og ham-
ingjan mátti vita, hvað fleira.
Önnur hjúkrunarkonan var
nú komin að rúminu. Svo að
þú ert búinn að fá heimsókn,
Pétur sagði hún.
Ég er föðurbróðir og for-
róðamaður barnanna, sagði Ne-
metz.
Það á að skera Agnesi? Og
hver á að gera það?
Ég held það sé hann Mac-
ray læknir, en ég veit ekki hve-
nær. Þeir viija fyrst bíða á-
tekta og sjá, hvort hún ... Hún
þagnaði snögglega. Við erum
svo hræðilega illa mennt hérna.
Nú þegar Rússarnir eru komn-
ir aftur, vonum við, að Lendvai
prófessor komi aftur. Jafnvel
Forster læknir. Ég hefði svarið
fyrir, að sá dagur kæmi, að mig
langaði að fá hann hingað aft-
Ostur er Ijúffeng og holl fœöa - ostur einn sér eða ostur sem krydd. Eigið
ávalt nokkrar osttegundir heima. Þér getið valið úr yfir 20 tegundum.
Reynið fleiri osttegundir.
OSTA OG SMJÖRSALAN SF
■--------------------------------------—-----—---------------------
OSTA
BAKKINN
er einstaklega skemmtilégur og fjölbreytilegur réttur. Tilvalinn sjónvarps-
réttur, daglegur eftirréttur, milli eða eftirréttur við hátíðleg tœkifæri og sér-
réttur á köldu borði. Reynið ostabakka — það er auðvelt.
Á meðfylgjandi mynd má sjá: Gráðost, camembert
ost, stykki af ambassador, tvær ostsneiðar vafðár
upp ofan á ostinum, valhnetukjarna stungið í,
tilsitterost, skorinn í þykkar, þríhyrndar sneiðar,
teninga af goudaosti ásamt grænum og rauðum
kokkteilberjum, stungið í appelsínu og teninga af
sterkum goudaosti með mandarínurifi. Ennfremur
eru á bakkanum appelsína, banani, epli og vfnber.
Fallegt er að skreyta með grænu grænmeti, svo sem
steinselju, dilli eða blaðsalati, þegar völ er á því.
Ýmsa fleiri ávexti og grænmeti má hafa með ost-
unum á ostabakka, svo sem hreðkur, tómata,
agúrkur, ólífur, döðlur, gráfíkjur, perur og ananas.
Ostabakki
Raðið saman á fat ostum og ávöxtum eða græn-
meti og berið fram sem eftirrétt. Gott er að velja
saman milda og sterka osttegund. Þegar ostabakki
er borinn fram sem daglegur eftirréttur, eru tvær
til þijár osttegundir settar á bakka ásamt einum til
tveim tegundum af ávöxtum eða grænmeti, ost-
stykkin borin fram heil, svo hver og einn geti skorið
sér ostbita eftir vild.
Á fiátíðaborðið má skera oststafi, teninga og
sneiðar af ýmsum osttegundum og raða smekk-
Iega á stóran bakka ásamt ávöxtum eða grænmeti.
— Dóttir mín hefur skínandi stöðu sem módel — hjá skop-
teiknara.
ur. En svona er það nú samt.
Við óskum þess öll. Læknarnir
komast ekki yfir þetta allt sam
an.
Eruð þér viss um, að það
sé ekki hann Halmy læknir, sem
á að gera aðgerðina á henni
frænku minni?
En ég býzt við, að það verði
að skera hana aftur, vegna
mjaðmarinnar En það verður
langt þangað til. Það var greini-
legt, að hún átti við: ef hún lif-
ir fyrri aðgerðina af.
Nemetz gekk út úr salnum til
68
að leita að Macray og frétta
hjá honum um möguleika
frænku sinnar. Á gangin-
um rakst hann á Alexu Mehely.
Guð minn góður, eruð þér
nú kominn aftur? sagði hún og
var alls ekkert fegin að sjá hann
aftur. En þegar hann hafði sagt
henni erindi sitt, hjálpaði hún
honum að finna lækninn.
Og þær fréttir, sem læknir-
inn hafði að færa voru nákvæm-
lega jafn hryggilegar og Nemetz
hafði óttazt.
Vesalings barnið, sagði Al-
exa, er þau voru aftur komin út
í ganginn. Það er svo hræði-
legt, hvernig þessi vesalings-
börn eru útileikin. Þau halda, að
öll borgin sé orðin einn skemmti
garður með skottjöldum á öðru
hverju götuhorni. Og svo liggja
þau bak við götuvirkin og miða
á Rússana, eins og þeir væru
tálendur. En svo verða þessar
tálendur aUt í einu að hermönn-
um, sem drepa.
— Er Maeray læknir fær?
spurði Nemetz. Það er víst
hann, sem á að skera hana
frænku mína.
Hann hefur verið í hressingar-
dvöl eftir að hafa- særzt, og kom
aftur í dag.
Hún fylgdi honum inn í barna-
deildina. Agnes var sofnuð, og
hann varð að horfa lengi á hana,
til þess að sjá, hvort hún drægi
yfirleitt andann.
Pétur var seztur upp i rúm-
inu og var nú að segja hjúkrun-
arkonunni frá þessu misheppn-
aða ferðalagi þeirra systkina.
Enda þótt hjúkrunarkonan væri
víst þegar búin að heyra marg
ar svipaðar sögur, sat hún og
hlustaði með áhuga kannski
ekki svo mjög á sjálfa söguna,
fremur á . barnsröddina, sem
hljómaði eins og fuglakvak.
Hvað þetta er indæll
drengur, sagði Alexa. Það er
gott, að hann skuli ekki vera
mikið særður. Hún leit á hann
og svo á stúlkuna. Það er
merkilegt, að þau skuli vera
systkini, ekki líkari en þau eru
hvort öðru. Svo tók hún sig
snögglega á. Hún er vitan-
lega líka lagleg, en bara allt
öðruvísi.
Nemetz kinkaði kolli. Hann
var því fegnastur, að Agnes
skyldi vera sofandi.
Þá heyrði hann einhvern háv-
30. MAI 1968
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Taktu til í kringum þig, taktu kvöldinu með ró
Nautið 20. apríl — 20. maí
Þú gætir gert góð kaup í nágrenninu. Kynntu
viðfangsefni
Tvíbwrarnir 21. maí — 20. júní
Segðu meiningu þína, hvað seim það kostar. Eyddu ekki umn
efni fram, en njóttu lífsins.
Krabbinn 21 júní — 22. júlí
Þú átt óvenju hægt með að umgangast aðra. Gefðu ekki
hverjum sem er góðar hugmyndir, ekki er vert að gera öllum
greiða.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Taktu öUu með ró í dag og líttu yfir farinn veg. Gerðu
einhverja breytingu. Gleddu þína nánustu í dag.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Vinir þínir eru ofarlega á baugi í dag. Gömul ósk virðist
um bað bil að rætas.t
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Taktu viðskiptin með alvöru í dag. Lundarfar þitt mun hafa
mikil áhrif á umhverfið.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Skipuleggðu ferðalög í dag. Góður dagur til að kynna þér
ný viðfangsefni. Verðu kvöldinu til alvarlegra viðfangsefna.
Steingeitin 22. des. — 19. janúar
Tungulipurð þín er mikil, en gefðu öðrum einnig tækifæri. Þú
skalt ekki vinna of mikið.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þungi dagslns gæti lent á þér. Vertu sam vinnuþýður.
Fiskarnir 19 febrúar — 20. marz
Reyndu að breyta algjörlega til í dag. Hugsaðu siðar um þá
breytingu er þú hefur gert.
___________1