Morgunblaðið - 30.05.1968, Side 30

Morgunblaðið - 30.05.1968, Side 30
3 mörk á 9 mín. í framleng- ingu og Manchester vann Einhver sögulegasti úrslitaleikur um Evrópubikarinn sem fram hetur farið ÓSKADRAUMUR Englendinga um mörg ár, rættist í gærkvöldi er Manchester United sigraði í Evrópukeppni meistaraliða. A1 drei áður hefur enskt lið komizt i úrslit þessarar keppni, hvað þá meir. Aldrei áður hefur nokkr- um sigri félagsliðs verið eins ákaft fagnað og þessum. Yfir 100 þúsund manns á Wembley-leik- vanginum ráku upp ólýsanlegt siguróp er Manchester náði ör- uggri forystu þá er framlenging leiks hafði staðið í 4 mínútur. Já, það þurfti framlenginu til milli Manch. Utd. og portugölsku meistaranna Benfica. Og leikur- inn var mjög dramatískur. Fyrri hálfleikur var marklaus en að venjulegum leiktíma liðn- um stóð 1-1. Á 9 mínútum í fram lengingu skoraði Manch. Utd. 3 mörk — þvílík stórsókn hefur sjaldan áður sézt. Evrópubikar- inn var Englendinga. Hann fer til Manchester í kvöld. Nýkom- inn þangað var meistarabikar Englands, sem Manchester City hafði unnið. Þeir eiga knatt- spyrnumenn þar. Fyrri hálfleikur í gærkvöldi var heldur lélegur. Mikið var um hörð og ólögleg návígi svo von- in um „bezta úrslitaleik allra tíma“ dvínaði fljótt. Fyrirliði Manch., Bobby Charl- Met Vil- hjálms bætt FINNINN Pertti Pousi setti nýtt Norðurlandamet í þrí- stökki, 16.76 m., á íþrótta- móti í Modesto, Kaliforníu um síðustu helgi. Eidra metið átti Vilhjálmur Einarsson, 16.70 m. ton, skapaði forystu eftir 8 mín. í síðari hálfleik. Skallaði hann í mark, með fallegum tilburðum, þversendingu Sadlers. Röskan helming síðari hálf- leiks hafði Manch. Uth. yfirburði í spili, þó ekki yrði meira um mörk. En er á leið breyttu Portu galar vörn í sókn og það var næstum einstefnuakstur að marki Manch. undir lok venju- legs leiktíma og þá tókst Graca að jafna af stuttu færi, er 11 mín. voru eftir. Er framlenging hófst voru áhorfendur kvíðnir — að þurfa að upplifa þessa jöfnu baráttu áfram. En Manchester liðið hóf þegar slíka stórsókn að æstustu stuðningsmenn liðsins hefðu aldrei órað fyr- ir að liðið ætti slíkt til. George Best, hinn stórkost- legi útherji sem af mörgum er nú talinn bezti knattspyrnu- maður heims, einlék frá miðju gegnum alla portugölsku vörn ina og skoraði með fallegu vinstri fótar skoti. Þá voru 3 mín. af leiktíma. Mínútu síð- ar skallar Brian Kidd, 19 ára unglingur, knöttinn upp undir slá og í netið. Staðan 3-1. Það ætlaði allt um koll að keyra. Baráttan var unnin — Benfica liðið gersigrað. Er 9 mín. voru liðnar skor- aði svo Charlton fyrirliði 4. markið eftir fallegan aðdrag- anda. Mínúturnar sem eftir voru voru aðeins formsatriði. — Sigurganga Manchester þessar 9 mínútur á sér víst fá eða engin fordæmi. Matt Busby, framkv.stjóri Manch. Utd. horfir hér á æfingu á velli félagsins Old Trafford. George Best er t.v. en hægra megin Brian Kidd. Þeir tveir tryggðu sigurinn á 2 mínútum með glæsi- legum mörkum. „Tilraunalið" valið er mætir Bretum í kvöld LANDSLIÐSNEFND hefur valið „tilraunalið“, sem leika skal gegn MiddLesex Wanderers í kvöld. Landsliðið er þaninig skipað, talið frá markverði til v. útherja: Sigurður Dagsson, Val Guðrni Kjartansson, Í.B.K. Þorsteinn Friðþjófsson, Val Ársæll Kjartansson, K.R. Viktor Helgason, Í.B.V. Magnús Torfason, Í.B.K. Matthías Hallgirfmsison, Í.A. Eyleifur Hafsteinsson, K.R. Hermann Gunnarsson, Vai Þórol'fur Beck, K.R. Guðm. Þórðarson, Bneiðabl ik. Varaimenn: Samiúel Jóhannsson, f.B.A. Anton Bjarnason, Fram Gunnar Gunnarsson, Vílking Helgi Númason, Fram Kári Árnason, Í.B.A. 3. deildar mótið í kvöld ÍSLANDSMÓT 3. dediMar hefst í kvöld kl. 20.30. Þá leika Víðir og Hrönn, leifcurinn fer fram á Víðisvetlli, Gerðum, Garði. Fimleikasamband Islands stofnað 3 Svíar . yfir 2,13 Sænsku hástökkvararnir Dahl gren og Johnson náðu afbragðs árangri um síðustu helgi. Jan Dahlberg fór yfir 2.14 í Ture- berg, sem hann hefur nýflutzt tiL Bo „Vista“ Johnsson fór yf- ir 2.13 í Norrköping. Þessari hæð, 2.13, náði þriðji Svíinn, Kenneth Lundmark á laugardag inn. Svíar eiga nú þrjá hástökkv- ara, sem hafa náð 2.13 og yfir, en engin Evrópuþjóð getur stát- að af því í ár. „Eg verð að ná að stökkva yfir 2.20 til að hafa möguleika í Mexíkó“ sagði Dahlgren eftir keppnina í Ture- berg. Guðmundur setfi 100. Islandsmetið GUÐMUNDUR Gíslason sund kappi náði því einstæða af- reki í gærkvöldi að setja 100. íslandsmet sitt í einstaklings- greinum. Sjálfur hefur hann ekki tölu á öllum boðsunds- sveitarmetum sem hann á þátt í, en þau munu um eða yfir 30 talsins. 100. metið setti Guðmund- ur í 100 m flugsundi, 1:02.5 en það eldra átti Davíð Valgarðs- son 1:02.7. í 200 m baksundi kvenna varð hörkukeppni alla leið. Sigrún Siggeirsdóttir Á sigr- aði á 2:44.1 og Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR 2:45.0. Báðar voru þær undir eldra metinu, 2:45.7 sem sett var fyrir mánuði. í 100 m bringusundi kvenna sigraði Ellen Ingva- dóttir Á 1:21.2 og var 1/10 úr sek. frá íslandsmeti Hrafn- hildar Guðmundsdóttur. Er það met bezta met í kvenna- greinum samkv. stigatöflu. Hrafnhildur varð önnur á 1:22.6 — en fékk stutta hvíld milli sunda. í bringusundi karla 100 m synti Leiknir Jónsson á 1:12.5 en met Harðar Finnssonar er 1:11.1. í 4x100 m bringusundi karla setti sveit Ármanns (Leiknir, 1:13.0, Reynir Guðmundsson 1:18.6, Árni Þ. 1:15.7 og Guðm. Gíslasson 1:13.2) íslandsmet 5:00.5 en eldra met Ármanns var 5:16.2. f 4x50 m skriðsundi kvenna setti Ármannssveitin (Hrafn- hildur Kristjánsd., Ellen, Matt hiidur Guðm. og Sigrún Sig- geirsd.) íslandsmet 2:06.2, það eldra var 2:10.5. í sundknattleiknum varð lið Ármanns íslandsmeistari eftir sigur yfir KR í úrslita- leik, 5:3. 17. MAl sl. var haldið stofn- þing fimleikasambands íslands í fundarsal ÍSÍ. Forseti íþróttasambands ís- lands Gísli Halldórsson, rakti aðdraganda þessa stofnþings er væri samþykkt síðasta íþrótta- þings og árangur af starfi und- irbúningsnefndar er fram- kvæmdastjórn skipaði 27. októ- ber 1966. Með stofnun Fimleikasam- bands fslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 10 talsins. 12 héraðssambönd ÍSÍ, voru stofnaðilar og auk undirbúnings- nefndar og framkvæmdastjórnax mættu 15 fulltrúar. Þingforsetar voru kjörnir: Jens Guðbjörnsson, Reykjavík, Guðjón Ingimundarson, Sauðár- króki. Ritarar: Sveinn Björnsson og Helgi Hólm. Judónámskeið * Armanns ANNAÐ vornámskeið judodeild- air Ármanns he.fst núna í viku- lokin að Ármúla 14. Eins og áður hetfur verið skýrt frá þá standa þessi nám- skeið yfir í mánaðartíma Oig eru tvisvar í vdku. Verða þau fyrir karimenn og kvenfóik á ölluim aldri í öllum flokikum. Byrjendum og skólafölki er sérstaklega bent á að notfæra sér þessi námiskeið, en innritun hefst í dag í síma 83295. Á stofnþinginu voru sam- þykkt lög fyrir fimleikasam- bandið og síðan kosin stjórn en hana skipa: Valdimar Örnólfsson, Reykja- vík, formaður. Meðstjórnendur: Jens Guð- bjöirnsson, Reykjavík, Sigurður R. Guðmundsson, Leirárskóla, Þorgerður Gísladóttir, Hafnar- firði, Grétar Franklínsson, Reykjavík. Síðan urðu miklar umræður um fimleika, mót og fimleika- mál almennh en í fundarlok flutti forseti ÍSÍ, Gísli Halldórs- *on hinu nýja sambandi árnað- aróskir. EÚP-mót FÖSTUDAGINN 31. þ.m. fer fram hið árlega EÓP-mót á KR- á Melavellinum í Reykjavík. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Karlar: 100 m. hl., 400 m. hl., 1500 m. hl., 4x100 m. boðhL, kúluvarp, kringlukast, sleggju- kast, stangarstökk, hástökk, lang stökk. Drengir 17—18 ára: 100 m- hL Sveinar 16 ára og yngri: 60 m. hl. Stúlkur: 100 m. hl. og hástökk. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir fimmtu dagskvöld 30. þ.m. á Melavöll- inn. Mótið hefst á sleggjukasti kl 19.30, en aðrar greinar kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.