Morgunblaðið - 11.06.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.06.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ. URIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1968 3 Robert Francis Kennedy öldungardeildarþingmaður var jarðsettur á laugardaginn var í þjóðarkirkjugarðinum í Arlington í Virginiu, en hann liggur í hæðardrögunum hand an Potomac-árinnar. Hinzti hvílustaður öldungardeildar- þingmannsins, sem var 42 ára, er hann var myrtur, er aðeins nokkra metra í burtu frá gröf bróður hans, John F. Kenne- dys forseta, þar sem eldur hrennur nótt sem dag. Útför Roberts Kennedys fór fram á einfaldlegan en virðulegan hátt og var hann jarðsettur, löngu eftir að myrkur var fallið á. Johnson forseti, ráðherrar í ríkisstjóminni, öldungardeildar- þingmenn, þingmenn úr fulltrúa deildinni og sendimenn erlendra ríkja að ógleymdri Kennedyfjöl skyldunni, sem orðið hefur fyrir svo þungum áföllum, fylgdust þögul með, er athöfnin fór fram, en birtu var varpað á greftrunar staðinn með kyndlum. Ekkja Roberts Kennedys, Et- hel, kraup við kistu hans og kyssti hana og níu af börnum þeirra hjóna, sem eru tíu, fóru Jacqueline Kennedy og börn he nnar, John og Caroline, við gröf Roberts Kennedys í Arlington kirkjugarði. Robert Kennedy var jarðsettur í Arlington - kirkjugarði á laugardag - Athöfnin var einföld en hátíðleg að dæmi hennar. Rétt áður en athöfninni, sem stóð í tíu mínút- ur, lauk, gekk Jo'hnson forseti fram og mælti nolkkur hughreyst- ingarorð til fjölskyldu hins látna. Á meðan lúðrasveitin lék „America, the Beautiful“ var bandaríski fáninn tekinn ofan af kistunni og fenginn Edward Kennedy, en hann rétti hann síð- an ekkju hins látna. Lestinni seinkaði. Lestin, sem flutti kistu hins látna frá New York til Warhing- ton kom til New York kl. 1.17 að Hún grætur ekki ETHEL KENNEDY feMdi ekki tár fyrstu mínúturnar eftir að skotið hafði verið á eigih- mann hennar, ekki næstu klukkustundim'ar né da/ga heldur. Eitt af boðorðum Kennedy-fjölskyldunnar er: „Enginn í Kennedy fjölskyld- unni grætur á almannafæri“. Ethel Kennedy braut ekki þetta boðorð, enda hefur hún stundum verið sögð sannari Kennedy en fjölskyldan sj'álf. Jacqueline Kennedy átti alla tíð erfitt með að laga sig að háttum Kennedyfjwlskyldunn- ar. Því var á annan veg far- ið með Ethel. Fjölskyldan tók henni opnum örmum frá upp- hafi. Hún kunni vel þeim margumtalaði keppnisanda sem blóimstrar í þessari frægu fjölskyldu. Þegar Ethel minntist fyrir fáeinum árum á myndarleg- an barnahóp sinn sagðist hún vera staðráðin í að hnekkja meti Rose, tengdamóður sinn- ar, sem ól níu börn. Það gerði hún svo í fyrra, þegar Dougl- as Harrimann fæddist. Nú gengur hún með það ellefta. Ethel Kennedy er bláeygð, með brúnt hár. Hún er aðlað- andi kona, en skortir glæsi- leik og tign Jacqueline. En vegna þess, að hún er fjörug, óþreytandi, síkát oig blátt áfram hefur hún alltaf verið í miklu eftirlæti innan fjöl- skyldunnar. Hún er af forríku fólki, en hefur jafnan haft þeilbrigða afstöðu til peninga. Árum saman hefur hún stað ið við hlið eiginmannsins, Ethel Kenneay ferðazt með honum i kosninga ferðalögum hans og oft komið fram ein fyrir hans hönd. Hún hefur hrifið áheyrendur með hispursleysi og hjartahlýju. Fjölskylda Ethel Kennedy hefur ekki farið varhluta af sorglegri reynslu. Foreldrar hennar og bróðir hafa farizt í flugslysum, oig í fyrra and- aðist systir hennar mjög svip lega. Það er ekki á henni að sjá, að hún hafi alið tíu börn, hún er grönn og spengileg eins og ung stúlka. Hún hefUr stjórn- að heimili sínu af stakri rögg- semi og ávallt verið börnum sínum mikil fyrirmyndarmóð- ir. ísl. tíma aðfaranótt sunnudags- ins, fjóra og hálfan tíma á eftir áætlun. Seinkun þessi stafaði af því, að hundruð þúsunda syrgj- andi manna, stóðu meðfram þeirri leið, er lestin fór, og vildu votta Kennedy öldungardeildar- þingmanni hinztu virðingu. Lest- in varð að fara með litlum hraða næstum allan tímann. Engu að síður átti sér stað hörmulegt slys. í Elizabeth í New Jersey biðu tveir áhorfenda bana, er þeiir urðu fyrir lestinni, sökum þess að þeir höfðu ýtst út í járnbrautargöngin, þar sem teinar lestarinnar lágu og tókst þeim ekki að forða sér í tíma. Þá seinkaði lestinni einnig í Rahwat, New Jersey, vegna bil- unar. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, að lestin kæmi til Washington kl. 20,30 að ísl. tíma. Þegar lestin var komin á leið- arenda gekk Joseph, elsti sonur Roberts Kennedys fram, en haun er 16 ára, og tók í hönd þeirra um það bil 1200 manns, sem með lestinni komu og þakkaði þeim fyrir að fylgja föður hans til grafar. Þjóðarsorg í Bandarikjunum. Á sunnudag ríkti þjóðarsorg í Bandaríkjunum, en Johnson for- seti hafði mælt svo fyrir, að svo skyldi verða til minningar um Robert Kennedy. Þúsundir fólks komu til grafar hans í Arlington kirkjugarði en glampandi sólskin var á og lá stöðugur straumur fólks að leiðum Kennedybræðr- anna. I kirkjum víðsvegar um landið voru haldnar minningarguðsþjón ustur, þar sem mienn og konur af öllum kynþáttum lutu höfði í sorg vegna fráfalls Roberts Kennedys. Snemma á sunnudag höfðu frú Erhel Kennedy og Joseph sonux hennar gengið til leiðisins og dvalið iþar nokkra stund alein. Johnson forseti var viðstadd- ur sérstaka minningarguðsþjón- ustu, sem haldin var í Hvíta hús inu, en þar prédikaði Billy Graham. Um hádegishil höfðu meira en 20.000 manns heimsótt leiði Ro- berts Kennedys og hélzt staraum ur fólks að leiði hans áfram all- an daginn. Ekiki bárust neinar fréttix um óeirðir eða uppjþot neins staðar að í Bandaríkjunum vegna morðis ins á Robert Kennedy, en John- son forseti bar í dag fram til- ilögu um að láta fara fram ramn- sólkn í því skynd, að komizt yrði að raun uim, að hve mikiliu leyti þær hiliðar séu till á bandarfsku þjóðfélagi, sem skapi skort á virð ingu fyrir illögun.um, virðiingar- Framhald á bls. 24 Ethel, ekkja Roberts Kennedys og mágur hennar, Edward Kennedy, ganga inn dómkirkju heilags Patreks í New York sl. Iaugardag, er þar var sungin sálumessa fyrir hinum látna. STAKSTEIMAR Mótmælin skipulögð Forsíða kommúnistamálgagns- ins sl. sunnudag er helguð áskor unum um að taka þátt í mót- mælaaðgerðum vegna ráðherra- fundar Atlantshafsbandalagsins hér á landi eftir hálfan mánuð. Kommúnistar munu beita hinum svokölluðu „Samtökum hernáms andstæðinga“ fyrir sig til þessara mótmæla og verða þau fram- kvæmd með venjulegum hætti þeirra manna, sem reyna að hnekkja löglegum ákvörðunum með ofbeldi og skrálslátum. Þá birtist í sama blaði grein eftir mann, sem væntanlega verður framarlega í röðum mót mælenda, en í henni segir: „Hver mótmælaaðgerð, hvar sem er, gegn bandaríska auð- valdinu, sem hersitur landið og grúfir yfir heimsbyggðinni er lóð á vogarskálina. Sérstaklega skulum við vera vakandi allt næsta ár og gera það að einni samfelldri bar- | áttu fyrir úrsögn úr Atlantshafs- ! bandalaginu og baráttu fyrir brottför hersins úr landiniu. Næsta tækifæri verður að | sýna Natóherrum sem hingað ! koma nú í mánuðinum að við . erum virk í striðinu. i Þeir höfðingjar sem koma ] núna í mánuðinum til að rétta ! okkur hönd dauðans hafa ekki talið sig geta fengið frið annars- staðar til þessa þinghalds. Þeð hvílir þessvegna á okk- ur sú kvöð að sýna þeim, og ekki síður öllum heimi, að hér fái þeir ekki þann frið. Með þeirri aðferð sem við höfum notað í okkar sdðustu frelsisbaráttu skulum við sýna þeim þetta, með mótmælagöng- um og fundum þúsunda.“ „Kvöð“ að rjúfa friðinn Kommúnistablaðið leggur á | það áherzlu, að aðgerðir hernáms I andstæðinga verði „friðsamleg- j ar“. En í grein þeirri, sem vitnað ! er til segir höfundur, að ráðherr- | ar NATO-ríkjanna komi hingað : vegna þess, að þeir hafi ekkl talið sig „geta fengið frið ann- j ars staðar“, en einmitt af þess- ! ari ástæðu hvili sú „kvöð*‘ á ' mótmælendum „ að sýna þeim, j og ekki siður öllum heimi, að hér j fái þeir ekki þann frið.“ j Fróðlegt verður að fylgjast ' með, 'hvemig „friðsamlegar" að- j gerðir Samtaka hernámsandstæð , inga fara fram, þegar þeir, sem j ætla sér að taka þátt í þeim, | hafa það meginmarkmið og sú „kvöð“ hvílir á þeim, að hér sé ekki friður til þess að halda j ráðstefnur. Eins og margoft hef- ur verið bent á, er ofbeldið eina vopn kommúnista í baráttunnl gegn Atlantshafsbandalaginu. —- Þeir gera ítrekaðar tilraunir til þess að fá hingað útlendinga til að standa með sér í baráttunni, því að þeir vita eins og aðrir, að íslendingar vilja ekki láta of- beldið ráða, heldur séu ákvarð- anir teknar og framkvæmdar af aðilum, sem til þess eru kjörnir á lögmætan hátt. Komm- únistar stefna „að einni sam- felldri baráttu“ allt næsta ár fyr- ir úrsögn úr Atlantshafsbanda- laginu. Reykvikingar hafa þegar fundið smjörþefinn af því, hvem ig þeirri „baráttu“ á að verða háttað. Mótmælin vegna ráð- herrafundarins eiga hins vegar að verða upphaf þess ástands, sem kommúnistar telja heppileg- ast skoðunum sinum og stefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.