Morgunblaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 196« Útgefandi: Framk væmdas tj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastj ór i: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. MIKIL VÆGI FORSETA EMBÆTTISINS 111 AN IÍD HFIMI \iiiv U1 nli Uli nLIIVII Tekst Dubcek að halda jafnvægi í Tékkóslóvakíu Vegna forsetakosninganna 30. þ.m. hafa orðið all- miklar umræður um þýðingu forsetaembættisins, og eru skoðanir talsvert skiptar um það, hve mikilvægt embætti þjóðhöfðingjans sé. Um þetta efni fjallaði Hákon Guð- mundsson, yfirborgardómari, í sérlega skemmtilegu og fróð legu erindi s.l. sunnudags- kvöld, þar sem hann rakti ákvæði stjórnarskrár og laga, þar sem fjallað er um stöðu forseta íslands. Hér er ekki hugmyndin að fjalla um ein- stök atriði, sem forsetaem- bættið varða, heldur einungis að geta þeirra meginatriða, sem nauðsynlegt er að menn hafi hugföst, ef þeir vilja gera sér rétta grein fyrir þýðingu forsetaembættisins. Allir virðast sammála um, að nauðsynlegt sé, að æðsti maður lýðveldisins gegni því hlutverki að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í samskipt um þjóðanna af háttprýði og virðuleik; hjá slíkum sam- skiptum geti engin fullvalda þjóð komizt. Þessi störf þjóð- höfðingjans séu því hin mik- ilvægustu, þótt menn geri sér það stundum til gamans að hafa orð á því, að óhjákvæmi- leg risna og ferðakostnaður, sem þessu er samfara sé „óþarfi“. Að vísu hefur því verið hreyft, að forsætisráðherra gæti sinnt þessum þætti starfs forseta íslands, en hins vegar halda engir því fram í alvöru, að unnt sé að láta af viðurkenndum kurteisisvenj- um í samskiptum milli landa og þjóða. Að formi til hefur forseti íslands víðtækt vald sam- kvæmt stjórnarskránni, en þess er að gæta, að oftast framkvæmir hann vald sitt með atbeina og á ábyrgð ráð- herra. Hinsvegar er staða hans gagnvart Alþingi á marg an hátt sterk. Honum verð- ur ekki vikið úr stöðu nema % hlutar þingmanna sam- þykki það og síðan sé sú sam- þykkt staðfest við þjóðarat- kvæðagreiðslu. Eigi má skerða laun fórseta á meðan kjörtímabil hans stendur. For setinn getur synjað staðfest- ingu laga, og þá verður þjóð- aratkvæðagreiðsla fram að fara. En meginþýðingu hefur for setaembættið þó, þegar erfið- leikar verða við stjórnarmynd anir, og eins og fram kemur í viðtali við Bjarna Bene- diktsson forsætisráðherra hér í blaðinu s.l. sunnudag hefur oft á þetta reynt og áhrif for setans hafa þá að sjálfsögðu verið geysimikil. Þegar þjóðfélagsátök leiða til þess að stjórnmálamönn- um reynist ekki unnt að koma á eðlilegu og nauðsyn- legu samstarfi, er forsetinn einn fær um það stöðu sinni samkvæmt að laða menn til samstarfs og skilnings. Þá reynir á hæfileika hans, víð- sýni og þekkingu á þjóðar- högum. Því miður virðist lýðræðis- þroski manna ekki meiri en svo, að flestar þjóðir lenda einhvern tíma í verulegum vanda, jafnvel þótt þær hafi um langa tíð búið við lýðræð- islega stjórnarhætti, og eru dæmin nærtæk, nú síðast erf- iðleikar Frakka. Ef tilvist for- setaembættisins gæti, þótt ekki væri nema einu sinni á öld, valdið því að þjóðfélags- átök, sem ella gætu leitt til þess að lýðræði yrði koll- varpað, leystust á friðsam- legan og gæfusamlegan hátt, þá væri vissulega þess virði að viðhalda þessu embætti. Dagleg störf forseta íslands eru margvísleg, en tilvist hans í neyðarástandi, sem því miður virðist á einhverju tímabili skapast hjá flestum þjóðum, er þó e.t.v. mikil- vægust. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir hafa þær raddir heyrzt að leggja bæri niður embætti forseta íslands. Þeim sjónarmiðum er Morgunblað- ið algjörlega andvígt. Skiljan- legt er að þeir, sem ekki meta mikilvægi forsetaembættisins meira en svo, að þeir vilja af- nema það, taki ekki allt of alvarlega kjör forseta íslands. En vonandi er þorri þjóðar- innar á allt annarri skoðun og sýnir það nú á þeim skamm'a tíma, sem eftir er til forseta- kjörs, að kosningamar ein- kennist af heiðarleika og fullri alvöru, hvorn fram- bjóðandann svo sem menn telja heppilegri og meiri hæfi leikum búinn til að gegna hinu þýðingarmikla embætti. BÚRFELLS- VIRKJUN egar forseti íslands lagði hornsteininn að Búrfells- virkjun, rifjuðust upp deil- urnar, sem urðu um þá miklu framkvæmd og byggingu ál- bræðslu — einhverjar hörð- ustu deilur, sem um langt skeið hafa orðið í íslenzkum stjórnmálum. JAFNVÆGISSKYN er eiffin- leiki, sem ekki öllum er gef- inn í jafn ríkum mæli, hvort heldur átt er við líkamlegt jafnvægisskyn eða til dæmis í stjórnmálum. Einn þeirra, sem virðist hafa það í góðu lagi, er tékkneski kommún- istaleiðtoginn, Alexander Du- cek, enda er honum ekki van- þörf á því, svo viðkvæm, sem aðstaða hans hlýtur að vera. Til þessa hefur honum tek- izt að halda jafnvægi milli öfgaaflanna til beggja handa, þar sem annars vegar eru hin- ir róttæku, sem vilja gera breytingar og það sem allra fyrst; hins vegar þeir, sem vilja halda í horfinu og telja allar breytingar til þess eins fallnar að grafa undan komm únismanum. Það hiljómar dá- lítið skrítilega að einmitt þeir skuli kallaðir afturhaldssinn- ar“ og „hægri menn“ en hin- ir, sem vilja færa lífið til frjálsara horfs og meira lýð- ræðis eru kallaðir „róttækir og vinstri“ menn. Væri of mikið og Of hratt látið undan kröfum „vinstri mannanna" gerði það Rúss- um líklega erfitt fyrir að grípa ekki í taumana. Á hinn bóginn sitja „hægri mennirn- ir“ um hvert tækifæri til að velgja Dubcek undir uggum — enda þótt þeir hafi Jlestir snúizt til fylgis við endurbæt ur hans — í orði — vegna þess, að þeir töldu sér ófært annað, vegna þess hvernig vindurinn blés. Og þessir menn mundu fljótir að færa sér það í nyt pólitískt, ef Dufoeck yrði á í messunni. Eins og er heldur Dubeck góðu jafnvægi og hefur stuðn i-ng tveggja þriðju hluta mið- stjórnarinnar í öllum hinum veigameiri málum. En það er þegar ljóst orðið, að ekki verð ur komið á varanlegum brevt ingum og þær fullkomlega tryggða-r, nema því aðeins, að kosið verði í miðstjórnina á ný. Og til þess að unnt sé að halda kosningar um mið- stjórnarmennina, verður að halda landsþing kommúnista flokksins. Framan af var tal ið, að Dubeck mundi forðast að flýta landsfundinum og að hann yrði ekki haldinn fyrr en næsta sumar; síðan var Andstæðingar stóriðjufram kvæmdanna beittu þá öllum ráðum til að koma í veg fyr- ir, að í þær yrði ráðizt. Þeir greiddu að vísu atkvæði með frumvarpi, sem heimilaði virkjun við Búrfell en börðust síðan með oddi og egg gegn því að unnt yrði að ráðast í framkvæmdirnar með því að tryggja fjárhagslegan grund- völl þeirra, en hann varð ekki tryggður nema orka yrði seld til stóriðju. Svo mikil var heift beggja stjórnarandstöðuflokkanna í umræðum um þessa mikil- vægu framkvæmd, að gripið var til einna falsraka af öðr- um og allar bardagaaðferðir taldar réttlætanlegar. Nú er hins vegar svo kom- sagt, að hann yrði sennilega að vera í vetur og nú síðast herma fregnir, að honum verði lífclega enn flýtt og hann verði haldinn þegar í haust, og í október eða nóv- ember. Alex Dubcek En það er laust við, að Dub cek sitji á meðan og haldi að sér höndum. Hann hefur skip að nefnd til þess að útíbúa nýja stjórnarskrá, þar sem Slóvöikum og Tékkum verður gert jafn hátt undir höfði. í undirbúningi eru lagafrum- vörp um hin aðskiljanlegustu og athygiisverðustu mál, til dærnis frjáilsan frélttaflutning og afnám ritskoðunar, funda- frelsi, breytingar á fyrir- komulagi kosninga, sem mundi gefa stjórnarandstæð- ingum aukna möguileika, þótt ekki láti kommúnistaflokkur- inn af stjórnartaumunum. Enn fremur hefur stjórnin gengið frá og fengið samþykkt ný lög á sviði félagsmála, afnum inn hefur verið skattur á ellilaunum, lögboðin fimm daga vinnuvika í septemfoer og lengd fæðingarorflofs kvenna á launum. AMt eru þetta mikilvæg spor, sem lífc leg eru til að vekja traust á Dubeck og stjórn hans. Menn eru farnir að trúa því, að Blómstrandi hagur Tollvöru- geymslunnar hf. AÐALFUNDUR Tollvörugeymsl- unnar h.f. var haldinn í Sigtúni miðvikudaginn 5 .júní 196«. Fund ið, að svo til hver einasti arstjóri var kjörinn Þorsteinn Bernharðsson, og fundarritari maður gerir sér grein fyrir því, hve mikið gæfuspor var stigið, þegar ákveðið var að ráðast í þessar fram- kvæmdir, og foringjar stjórn- arandstöðunnar, einkum Framsóknarmenn, fyrirverða sig fyrir afstöðuna til málsins, og er það út af fyrir sig góðra gjalda vert. stjórnin nýja ætli afó gera eitt hvað af því, sem hún talar um. En — hættan liggur í leyni — og hún er mest þar sem eru verkalýðsfélögin og verka menn almennt. Þeir vilja sjá skjótan árangur af auknum af köstum. Verkamenn halda því fram, með notokrum rétti, að launahækkanir og bónus- greiðslur, sem þegar hafa ver ið veittar, séu svo takmarkað- ar, að þær hafi samstundis kafnað í hækkandi lífskostn- aði. Menn vilja sjá órangur af aukinni vinnu; sérstaklega er þeim í mun að fá bætt hús næði. Það er ein ástæða þess, að Dubcek hefur sent nefnd manna til Frakklands til þess að semja þar um kaup á hrað framleiddum verksmiðjulhús- um og íbúðum. Það er líka ein ástæða þess, að hann hefur reynt að fá Rússa til þess að jafna vöruskipti ríkj- anna með lánum í staðinn fyr ir vörur, sem þeir mundu kaupa af af Tékkum einhvern tíma og einhverntíma. Dubcek og mönnum hans er ljóst, að geti þeir ekki séð fólk inu fyrir bættum kjörum fljótt vel, megi þeir eiga á hættu verkföll og vinnudeilur — og það gæti orðið Rússum tylli- ástæða til þess að grípa í taumana; þeir gætu sagt, að þeir væru að bjarga hinu sósí- alísíska þjóðfélagi í Tékkósló- vakíu frá upplausn. Það er varla hægt að búast við því af Rússum, miðað við fyrri reynslu af þeim, að þeir sjái, að þeir geti ekki snúið til fyrri daga í Tékkóslóvakíu. Til þessa hefur Dubcek haldið vel á spilunum. Heima fyrir hefur hann fetað sig var- lega eftir stjórnmálaslánni og haldið jafnvægi til þessa og sama er um utanríkismálin — hann hefur ekki hikað við að halda því fram, að hann muni ekki láta nágranna sína kveða sig í kútinn, en hann hefur jafnframt gætt þess að leggja mikla áherzlu á nauð- syn þess, að Tékkóslóvakía haldi góðu sambandi við Sov- étríkin. (Að mestu og endursagt úr The Economist). Helgi K. Hjálmsson. Formaður félagsins, Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, flutti skýrslu stjórnarinnar um störf hennar á liðnu ári, og gat hann um ýmis framtíðaráform. Helgi K. Hjálmsson, fram- kvæmdastjóri, flutti skýrslu um rekstur fyrirtækisins og kom fram í henni blómstrandi hagur fyrirtækisins, og brýn nauðsyn á stækkun fyrirtækisins. Fráfarandi stjórn og vara- stjórn var einróma endurkjörin en hana skipa: Albert Guðmunds son, stórkaupmaður; Hilmar Fenger, stórkaupmaður; Einar Farestveit ,stórkaupmaður; Sig- urliði Kristjánsson, kaupmaður; Jón Þór Jóhannsson, forstöðu- maður birgðadeildar S.Í.S.; Bjarni Björnsson, forstjóri og Þorsteinn Bernharðsson, for- stjóri. Framkvæmdastjóri félagsins er Helgi K. Hjálmsson, viðskipta- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.