Morgunblaðið - 11.06.1968, Side 17

Morgunblaðið - 11.06.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 196« 1» „Það þarf ekki að skapa goðsögn um bróiur minn" Minningarræða Edwards Kenne dys um bróður sinn Roberl Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy flytur minn- ingarræðuna um bróður sinn Robert í kirkju heilags Patriks sl. laugardag. New York 8. júní. AP. VIÐ útför Roberts Kennedys sl. laugardag flutti bróðir hans Edward Kennedy minn- ingarræðu, þar sem hann hyllti líf hans og störf. Fer ræða þessi hér á eftir. „Fyrir hönd frú Robert Kennedy, barna hennar, for- eldra og systra hans langar mig til að tjá ykkur, sem í dag takið þátt í sorg okkar hér í dómkirkjunni og um heim allan, tilfinningar okkar. Við elskuðum hann sem bróður, föður og son. Frá honum erfð- um við áhrifin sem foreldrar hans, bræður og systur „Joe, Kathleen og Jack“ höfðu á hann. Hann veitti okkur styrk á erfiðum stundum, vizku á óvissutímum og gladdist með okkur á hamingjustundum. Hann stóð altaf vfð hlið okkar. Það er ekki auðvelt að skýra ást með orðum, né held ur trúmennsku, traust eða gleði, en hann var þetta allt. Lífsgleði hans var ótakmörk- uð og hann naut lífsins inni- lega. Fyrir nokkrum árum rit aði Robert Kennedy nokkur orð um föður sinn og þau orð lýsa bert tilfinningum okkar í garð hans. Hann sagði um föður sinn: „Allt saman er þetta ást. Ekki sú ást sem svo fjálglega er lýst í vinsælum tímaritum heldur sú ást sem byggist á hlýju, virðingu, reglu, hvatningu og stuðningi. Þetta var okkur ólýsanlegur styrkur, vegna þess að raun- veruleg ást er óeigingjörn og inniheldur fórnir og gjafir og við gátum ekki annað en auðg azt af henni.“ „Með þessu öllu reyndi hann að vekja með okkur þjóðfélagslega samvizku. Það þurfti að rétta það sem rangt var. Það var þurfandi fólk sem þurfti á hjálp að halda og við höfum ábyrgð gagn- vart þeim og landi okkar. Það var okkar hamingja og gæfa að fæðast í Bandaríkjun- um við beztu hugsanlegu að- stæður og þess vegna höfum við skyldum að gegna gagn- vart þeim er minna hafa“. „Þetta var það sem Robert Kennedy hlaut í vöggugjöf. Okkur skilur hann eftir það sem hann gerði og barðist fyr ir. 1 ræðu sem hann flutti imgu fólki í Suður Afríku fyrir nokkru, skýrði hann það bezt og vil ég lesa ykkur það. „Það er misrétti í okkar heimi, þrælahald, dráp og hungur. Ríkisstjórnir kúga þegna sína og milljónir þjást í fátækt meðan þjóðir auðg- ast og auðæfum er ausið í her virki um heim allan. Þessi illu öfl eru mannanna verk. I þeim endurspeglast hve ófull- komin mannréttindin eru, hversu ónóg tilfinninganæmi mannanna er og skortur á skilningi í garð þeirra er þjást. Ef til vill getum við munað þó ekki sé nema stutta stund, að þeir sem lifa með okkur eru bræður okkar og lifa sama lífi. Þeir eins og vfð sækjast aðeins eftir tækifæri til að lifa tilgangssömu og hamingju ríku lífi og njóta þeirrar full- nægju er þeim er unnt. Þessi sameiginlegu trúar- bönd, þessi bönd sameiginlegs takmarks hljóta að kenna okk ur eitthvað. Við hljótum vissu lega að geta að lokum lært að líta á þá sem umhverfis okkur eru sem samborgara, og vissu- lega getum við byrjað að brúa djúpin á milli okkar og enn á ný verða bræður ag sam- borgarar í hjörtum okkar. Svar okkar er að treysta á æzkuna, á hugarfar hennar og viljastyrk, á gæði ímyndunar- afls hennar og hugrekki yfir smánjennsku, á ævintýraþrá hennar en ekki aðger’ðarleysi. Grimmd og hindranir, þessar- ar plánetu örra breytinga, vík ur ekki fyrir úreltum kredd- um og útjöskuðum slagyrðum. Þær láta ekki undan þeim er ríghalda í nútíma, sem þegar er liðinn, né þeim er kjósa heldur ímyndað öryggi fram yfir þær hættur og geðshrær- ingu sem allar framfarir hafa í för með sér. Við lifum í heimi gerbyltinga og núver- andi kynslóð hefur orðið að axla meiri ábyrgð en nokkur önnur kynslóð sem uppi hefur verið. Sumir halda að gerðir eins manns eða einnar konu fái engu orkað gegn öllum hinum gífurlega fjölda illra afla í þessum heimi. Þrátt fyrir þetta hafa mörg mikilvægustu augnablik og aðgerðir heims- sögunnar runnið undan rifj- um eins manns. Ungur munk- ur hóf endurbætur mótmæl- enda. Ungur hershöfðingi byggði heimsveldi frá Make- dóníu að takmörkum jarðar og ung kona frelsaði Frakk- land. Það var ungur ítali sem uppgötvaði hinn nýja heim og Thomas Jefferson var 32 ára þegar hann lýsti því yfir að allir menn væru skapaðir jafn ir. Þessir menn mörkuðu heim inn og þa’ð getum við líka. Fáir munu búa yfir því ofur afli að geta breytt sjálfri mannkynssögunni, en sérhvert okkar getur breytt lítillega at burðarásinni og þegar allt hefur verið lagt saman hefur saga þessarar kynslóðar verið skráð. Þessar aðgerðir trúar og hugrekkis móta heiminn. í hvert skipti sem maður berst fyrir hugsjón, eða berst fyrir endurbótum fyrir aðra, eða leggst gegn óréttlæti sáir hann vonarsæði og þegar milljón- um slíkra er sáð frá ólíkum miðstöðvum orku og hugrekk is myndast sá straumur sem einn getur vellt um jafnvel hinum voldugustu veggjum kúgunar og mótspyrnu. Fáir eru viljugir til áð virða að vettugi andspyrnu sam- borgara sinna, gagnrýni sam- starfsmanna sinna og gremju þjóðfélagsins. Siðfræðilegt hugrekki er sjaldgæfara en hugrekki í orustu eða miklar gáfur. Samt er það mikilvæg- asti eiginleiki þeirra er sækj- ast eftir að breyta þessum heimi er svo m'jö(g stneifeiist á móti slíku og ég hef trú á því að þeir úr þessari kynslóð sem búa yfir hugrekki til að taka þátt í siðgæðisstríðinu muni hitta sína líka hvar á jörðu sem er. Þeir gæfusömu á meðal vor freistast Cil þess að tro'ða hina auðveldu og líku stigi persónu legrar metnaðargirndar og fjárhagslegs öryggi er liggja fyrir þeim er njóta sérrétt- inda menntunar, en það er ekki slík braut er framundan okkur liggur. Við lifum, hvort sem okkur líkar betur eða ver á tímum hættu og óvissu, en þessir tímar eru einnig móttsgRilegri fyrir sköpunar- gáfu mannanna en nokkru sinni fyrr í sögunni. Öll mun- um við einhverntíman verða dæmd og eftir því sem árin líða munum við dæma okkur sjálf, hvað við höfum lagt af mörkum til sköpunar nýs þjóð félags og hversu hugsjónir okkar og markmið hafa mót- að það framlag. Framtfðin tilheyrir ekki þeim er ánægðir eru með nú- tímann og afskiptalausir gagn- vart vandamálum svo og sam- borgurum sínum, litlir og ótta slegnir gagnvárt nýjum hug- myndum og djörfum verkefn- um eru. Nei framtíðin mun fremur tilheyra þeim er geta sameinað rök, hugrekki og framsýni í persónulegu fram- lagi til hugsjóna óg hinna miklu stofnana bandarísks þjóðfélags. Það kann að vera að fram- tíðin liggi utan sjóndeildar- hrings okkar, en hún er ekki algerlega utan okkar áhrifa. Hún er sköpunarhvöt Banda- ríkjanna og það voru okkar eigin störf sem sameinuðu þau rök og meginreglur er ákveða örlög okkar, en ekki forlögin, náttúran éða hinar ómótstæði- legu flóðbylgjur mannkyns- sögunnar. í þessu felst stolt og jafnvel hroki, en einnig reynsla og sannleikur. En það er áðeins þannig sem við get- um lifað okkar lífi“. „Þannig lifði Robert Kenne dy. Það er óþarfi að mynda goðsögn um bróður minn eða gera hann meiri I dauðanum en hann var í lifenda lífi. Við minnumst hans aðeins sem góðs og heiðarlegs manns, sem skynjaði það sem rangt var og reyndi að leiðrétta þa’ð, sem sá þjáningar og reyndi að lækna þær, sem sá stríð og reyndi að koma í veg fyrir það. Við sem elskuðum hann og sem fylgjum honum til hinztu hvíldar í dag, biðjum þess að það sem hann var okkur og það sem hann ósk- aði öðrum til handa megi ein- hverntíman verða að veru- leika allra sem þennan heim byggja. Hann sagði oft í þessu landi við þá sem snertu hann eða reyndu að snerta hann. „Sumir sjá hlutina eins og þeir eru og segja af hverju. Ég sé hluti sem aldrei voru og spyr afhverju ekki“. í LEIT AÐ NYJUM eftir Robert EFTIRFARANDI grein, sem birstist hér í lauslegri þýð ingu, yar eftirmáli við Bók Ro- berts Kennedy „ í leit að nýj- um heimi“, Bókin var tileink- uð „börnum mínum og börnum ykkar.“ EF við förum fljúgandi yfir Evrópu í áttina til Afríku eða Asíu er innan fárra stunda far ið yfir höf og lönd, sem hafa mótað sögu mannkynsins. Á fá einum mínútum rekjum við slóð mannkynsins í þúaundir ára. Við fljúgum yfir vígvelli þar sem milljónir manna börðust og féllu fyrir ævalöngu. Við greinum engin landamæri, hvorki hyldýpi né háir múrar aðskilja þjóðirnar: við blasir aðeins náttúran og verk mann ist sameigínlegt átak mannsins til að auðga líf sitt. Hvarvetna færir ný og auk- in tækni og bættar samgömg ur menn og þjóðir nær hver annarri. Vaxandi tengsl og sam F. Kennedy skipti nema á brott fordómja og blekkingar, sem eru undirrót óréttlætis, haturs og stýrjalda. Aðeins þröngsýnir einstakling ar halda enn fast við þá myrku og eyðandi hjátrú, að heimur- inn sé innan sjáanlegra marka heimsmynd þeirra endar við næsta fljót, almenn mannúð hans einskorðast við þá sem búa í næsta nágrenni hans og deila sömu skoðunum og hafa sama hörundslit. Svipað markmið. Hver þjóð hefur mismunandi vanda við að glíma og mismun andi takmörk, sem saga og reynsla hennar hefur búið henni. En þegar ég ræði við ungt fólk, víðs vegar í heim- iruum, undrast ég ekki yfir því hve margt er ólíkt með okkiur, heldur einimitt yfir því hversu lífsskoðanir þeirra og markmiðum svipar saman, ósk- um og vonum, áhyggjum, fram- tíðardraumum. HEIMI f Bandaríkjunum er ríkjandi kynþáttamisrétti, í Suður Afr- íku er kynþáttaaðskilnaður, þrældómur í fjöllum Perú, fólk sveltur heilu hungri á göt um Indlands, menntamenn eru fangelsaðir í Rússlandi, þús- undir eru líflátnir í Indonesíu, fjármunum er bruðlað í her- búnað í flestum löndum. Mein in eru af ýmsum toga, en þau eru fyrst oig fremst vienk mann anna sjálfra. Þau birta okkur ófullkomið réttlæti, ónóga mannlega samkennd, og skynj un okkar á þjáningum og kjör um náungans er mjög ábóta- vant: þau sýna vanmátt okkar til að nota þekkinguna í þágu annarra. Og umfram allt kalla þau á samvizku okkar, á gremju, og á sameiginlegt átak til að vinna bug á þjáningum meðbræðra okkar bæði heima og heiman. Svar okkar er von heimsins: við verðum að treysta ungu kynsllóðimni, efeki aðeins á ákveðnu skeiði ævinnar, held- ur hugarstyrk hennar, vilja- þreki: við verðum að treysta því að hún gangi með sigur af hólmi yfir hugleysinu, ævin- týraþráin yfir þægindahneigð- inni. Grimmd og misrétti á þessari hverfulu jörð verður ekki útrýmt með úreltum kredd um og þvældum slagorðum. Þeir menn, sem halda sér dauða- haldi í nútíðina sem þegar er liðin, munu ekki verða til að bægja brott miskunnarleysinu, þeir sem kjósa blekkingu ör- yggis í stað þeirrar hættu, sem fylgir jafnvel friðsamlegustu framförum. Við lifum í heimi umróts og á þessa kynisllóð heima og heiman hefur ver- ið lögð þyngri byrði ábyrgðar en á nokkra aðra kynslóð, sem hefur verið uppi áður. ítalskur heimspekingur sagði: „Efefeert er erfiðara viðfangB, ekkert er háskalegra né óviss- ara til árangurs en taka merk- ið upp og boða breytt viðhorf, nýja tilhögun." Þetta hefur orð ið hlutskipti okkar kynslóðar, og leiðin er stráð mörgum háska. Háskinn við getuleysið. Fyrst og fremst kemur til ef- inn og hættan um eigin getu, sú meinloka, að það sé ekkert sem einn maður og ein kona geta áorkað gegn afli þess illa í heiminum gegn eymd, fá- fræði, órétti og ofbeldi. Samt hafa margar áhrifamestu hreyf ingar í heiminum þær sem berjast fyrir frjálsri hugsun og athöfraum verið vaktar með starfi eins manns. Ungur munkur hóf upp raust sína og til varð Mótmælendahreyfing- in, ungur hershöfðingi færði út heimsveldi frá Makedoníu til endimarka jarðarinnar, ung kona endurheimti fyrri landa- mæri Frakklands. Ungur ítalsk ur landkönnuður fann Nýja heiminn og Thomas Jefferson Framhalid á blis. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.